Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/Ásgeir Hvítaskáld
BLÓMAMORÐINGINN
Kærastan æddi út og inn um
ganghurðina og henti pottablómum
í ruslalúguna þar sem við bjuggum
í lítilli íbúð á 7. hæð í blokk. Hún
var að streða við að koma sér upp
stórum stofni af kaktusum, en það
gekk ekki. Hún lagði sig alia fram,
las blómabækur og gekk í alla
mögulega bókaklúbba. Og þegar
við fórum í heimsókn til kunningja
var aðeins spjallað um blómarækt;
hún eltist við allar upplýsingar. En
^amt komu upp alls konar blóma-
veikindi svo þeim fækkaði stöðugt.
Nú hafði hún séð lús og hent 5
kræklingum í histeríu. Samt voru
eftir sjö kaktusar og þrjú ræfils-
tuskuleg blóm. Því miður. En það
var eins og að í íbúðinni okkar
væri ósýnilegur blómamorðingi.
Kærastan kom inn úr dyrunum
og hélt moldugum höndunum iangt
frá sér þó hún væri með gúmmí-
hanska. Hún var hugsi. Svo lokaði
hún hurðinni. Þá horfði hún rann-
sakandi á mig:
„Settir þú eitthvað á blómin?
spurði hún og pírði augun.
„Ég. Nei, ég er alsaklaus, hef
ekkert gert,“ svaraði ég fljótt, þar
» sem ég sat við skrifborðið, með einn
ljótan kaktus við hlið mér. Hún fór
inn á bað ti! að sótthreinsa hansk-
ana.
„Af hvetju var allt í einu komin
lús á blómin mín? sagði hún og stóð
fyrir framan mig með hendur á
mjöðmum.
„Ég veit það ekki. Ætli þú hafir
ekki vökvað þau of mikið.'1
Hún horfði strangt á mig.
„Svo eru þetta ekki blóm, þetta
nefnist kaktusar," og ég sagði orð-
kaktus með viðbjóði.
Af öllu þessu var ég orðinn
blómahatari. Ef fólk er að þvælast
ineð blóm í heimahúsum þá eiga
það að vera aldinblóm, skrúðug og
græn og sem lyfta manni upp. En
íbúðin okkar var eins og eyðimiirk.
Að sjálfsögðu þorði ég ekki að
Ijóstra upp um þessar skoðanir
Eg kýs
Sjálfstæðis-
flokkinn
Jóhann
Guðbrandsson,
útgerðarmaður, Sandgerði:
„Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
vegna þess að ég álít, að
mínu atkvæði sé best varið
til stuðnings flokki, sem
berst fyrir framtaki einstakl-
ingsins og frelsi honum til
handa. Auk þess má benda
á verk flokksins i núverandi
ríkisstjórn. Ég tel þau vera
honum til sóma og sýna
glöggt að þar er á ferðinni
traust forysta."
REYKJANES
Á RÉTWI LfíD
mínar. Á heimilinu var mjög gott
skoðanafrelsi, bara ef maður hélt
Iqafti. Mig langaði til að eiga frosk,
skjaldböku eða páfagauk. En í hvert
sinn sem ég nefndi það á nafn var
sagt að ég fengi alltaf svo bijálaðar
hugmyndir. Einu sinni hafði ég
keypt stóran og grænan gargpáfa-
gauk. En ég varð að borga búðar-
eigandanum fyrir að taka hann
aftur. Kærastan staðfesti að hún
væri með ofnæmi fyrir fuglafiðri.
Ég sem hafði keypt 6 bækur um
hvernig ætti að kenna páfagaukum
að tala og hlakkað ofsa til.
„Það ert þú sem ert að eitra fyr-
ir blómunum mínum,“ sagði hún
með grátsvein í kverkunum.
„Ég, nei. Ástin mín, hvernig dett-
ur þér svona nokkuð í hug. Mér sem
þykir svo vænt um litlu blómin þín,“
sagði ég og gaut auga að helvítis
kaktusnum sem var á skrifborðinu
mínu. Mér fannst þetta algjört
óréttlæti. Hún fékk að hafa heil-
marga kaktusa en ég fékk ekki að
hafa eina skjaldböku. Stundum
þurfa karlmenn að heyja stranga
en þögula baráttu.
Frá þessum degi lá ég undir grun.
í hvert skipti er ég var einn í íbúð-
inni grandskoðaði hún blómin er
hún kom heim, stakk putta í mold-
ina til að athuga hvort ég hefði
hellt eitri í pottana. En daglega
sprautaði hún flugnaeitri yfir blóm-
in svo erfitt var um andardrátt í
íbúðinni.
Eina almennilega blómið sem
hún átti var hawaiirós. Það hafði
græn lifandi blöð og stórar rauðar
rósir sprungu út öðru hvetju. Mér
fannst það næstum því fallegt. En
ef rósirnar sprungu út að kvöldi
voru þær fallnar að morgni. Stund-
um duttu rósirnar af hálfútsprungn-
ar. Skrítið, sorglegt. Eina fallega
blómið sem hún átti gat ekki hegð-
að sér rétt. Þetta blóm talaði hún
mest við og það fékk þann heiður
að standa á skrifborði hennar. Hún
gat setið tímunum saman og skoðað
blómið í staðinn fyrir að lesa
skólabækur. Hún óttaðist mest af
öllu að sjá lús líka á því blómi.
„Hvað er nú þetta,“ sagði hún
eitt sinn seint um kvöld og benti
niður á skrifborðið sitt.
Á rauðu tekkinu voru litlir svart-
ir dílar, eins og blekdropar. Ég sá
um leið samskonar díla á laufblöð-
um hawaii-blómsins. Það var eins
og þetta hefði lekið af jurtinni og
niður á skrifborðið.
„Hvað er það núna?“ andvarpaði
hún.
„Þetta virðast vera einhveijar
nýjar pöddur," sagði ég og skoðaði
blómið með mikilli ánægju.
„Nei, þetta eru ekki pöddur, ég
er búin að fylgjast með þessu í
marga daga og þetta hreyfist ekki,“
sagði hún og var farin að gefa mér
grunsamlegt auga.
„Nú,“ sagði ég og var orðinn
forvitinn.
„Á hveijum degi þurrka ég þessa
bletti af skrifborðinu, en það koma
alltaf nýir,“ sagði hún.
„Mjög athyglisvert. Þetta líkist
tjörublettum,“ sagði ég og var á
kafi í blóminu.
„Ert þú að sprauta tjöru yfir
blómið mitt,“ sagði hún.
„Ég, nei.“
Þá sá ég göt á laufblöðunum líkt
og þau væru étin.
„Hey, sjáðu. Það er eitthvað dýr
sem hefurétið laufblöðin," sagði ég.
„Já, ætli þetta sé ekki þá skítur
úr silfurskottum,“ sagði hún og var
að verða histerísk.
„En silfurskottumar eru bara
inni í skápnum.“
„Nei, nú eru þær farnar að éta
blómin mín.“
Hún lagðist fram á skrifborðið
en tók ekki fram gúmmíhanskana.
Þá sá ég eitthvað á blóminu, sem
mér sýndist vera brum, kræklótt
brúnt brum. Ég ákvað að hræða
hana endanlega; var alltaf til í að
losna við fleiri blóm.
Ásgeir Hvítaskáld
„Sérðu, hér er padda,“ sagði ég
og benti.
Hún leit upp og setti upp stóra
grettu á andlitið áður en hún sá
hvað ég benti á. En um leið sá ég
að brumið var með afturfætur.
„Ha, hér eru fætur sem hreyf-
ast,“ sagði ég hugsi.
Hún öskraði. Þetta var stór og
falleg padda, líktist járnsmið, en
brún að lit. Hún var í laginu eins
og nashymingur, með langt nef sem
minnti á rana. Ég féll um leið fyrir
þessari pöddu; er svo mikill dýravin-
ur. Ég náði í flísatöng og tók
pödduna af blóminu og bar hana
upp í ljósið. Konan öskraði og
öskraði.
„Hvað er að?“ sagði ég.
„Padda, stór padda, inn á heimil-
inu okkar . .. aarrrrrrr."
„Já, en sjáðu hvað hún er fal-
leg,“ sagði ég og nálgaðist með
flísatöngina.
„Nei, nei, nei. . .“ öskraði hún
og hljóf) inn á bað.
Ég gat ekkert að þessu gert en
mér fannst þessi padda mjög falleg,
veit ekkert af hveiju, mér bara
fannst það. Síðan setti ég nýja
heimilisdýrið í lítið plastbox og
hringdi í dýrafræðing. Konan reitti
hárið og kom ekki í nálægð við
skrifborðið mitt.
„Og ég sem hef svo oft talað við
þetta blóm og strokið því,“ sagði
hún og hristi sig af viðbjóði.
Dýrafræðingurinn sagði að þetta
væri ranabjalla sem lifði á græn-
blöðungum, verpti hvítum ormum í
möldina sem verða stórir og lifa
síðan á rótunum. Konan kúgaðist.
Svo sagði hann að blómið tnyndi
tærast upp og deyja, o'g að þetta
væri mjög sjaldgæft. Einnig sagði
hann að ranabjallan færi á flakk á
nóttunni, labbaði þannig á milli
blóma og verpti. Eina leiðin væri
að henda blóminu. Konan pírði aug-
un og sýndi tennurnar. Hún hafði
fundið blómamorðingjann.
„En er engin leið að bjarga blóm-
inu, þetta er mjög falleg hawaiirós,"
saðgi ég í símtólið.
Kærastan lyfti brúnum yfir
skyndilegum áhuga mínum fyrir
blómum.
„Það er möguleiki að setja blóm-
ið á kaf í vatn yfir nótt og drekkja
þannig lifrunum, ef blómið þolir
það,“ sagði dýrafræðingurinn.
Þá þakkaði ég dýrafræðingnum.
„Það eru allra þjóða kvikindi hér
inni. Ég hendi öllum blómunum,"
saðgi hún og setti upp gúmmí-
hanskana.
Nú loksins hafði ég tækifæri til
að losna við alla kaktusana í eitt
skipti fyrir öll. En ranabjallan lifði
á laufblöðum hawaiirósarinnar.
„Nei, nei, það er engin lausn að
henda öllum blómunum."
„Jú, ég vil ekki hafa þau lengur.“
Ég tók um mitti hennar.
„Veistu það, íbúðin yrði svo tóm-
leg án blómanna þinna. Mér finnst
þau fallegri með hveijum deginum."
„Já, en það eru pöddur á þeim
öllum . . .arrrrrr.“
„En ranabjöllur lifa aðeins á
hawaiirósum."
„Já, í ruslið með hana,“ sagði
hún og reyndi að slíta sig lausa.
„Það er alveg synd ef þú ætlar
að fara að kasta þessu fallega
blómi. Ég skal setja blómið á kaf
í vatn í stóran bala og drekkja öllum
lifrunum.“
„Þú ert þó ekki að meina að þú
ætlir að halda dýrinu lifandi í box-
inu?“ sagði hún.
„Hvað annað? Ekki köstum við
svona áhugaverðu dýri.“
„Veistu, ég trúi þér ekki,“ sagði
hún og hristi höfuðið til að skeq>a
skilningarvitin.
„,Nú loksins er ég búinn að fá
heimilisdýrið sem mig hefur alltaf
dreymt um. Ég meina, hvaða máli
skiptir þó dýrið sé lítið?"
Áugu hennar skutu gneistum í
átt að litla boxinu.
„Þú skalt nú ekki vera of viss
um að þessi litla padda hafi verið
að skaða blómin þín,“ sagði ég og
horfði á sakleysislega bjölluna.
„Arrrrrr...“ sagði konan og
skellti hurð.
Er kærastan var loks sofnuð sat
ég lengi við skrifborðið og horfði á
bjölluna í gegnsæja plastílátinu;
hafði eitt ferskt laufblað inni hjá
henni. Hún var áhugaverð, sérstak-
lega þessi íbogni rani; falleg á sinn
sérstaka hátt. Stundum opnaði ég
krukkuna svo hún fengi ferkst loft.
Ég lá frarn á skrifborðið og fylgd-
ist með hreyfingunum. Hún var
með sogskálar á fótum og gat skrið-
ið upp veggi. Ef ég hristi boxið,
þá fór hún að éta laufblaðið. Það
var æðisleg sjón. Á rananum var
þverrifa; lóðréttur munnur. Hún
renndi rananum upp og niður eftir
kanti laufblaðsins og hámaði í sig.
Það alveg skóflaðist ofan í hana.
Æði! Um leið losaði hún sig við
svartan úrgang, líkastan tjöru.
„Ertu alveg búinn að gleyma
mér,“ sagði konan og stóð fáklædd
fyrir framan skrifborðið.
„Nei, nei, alls ekki,“ sagði ég og
hrökk upp úr djúpum pælingum.
Ranabjallan faldi sig undir lauf-
blaðinu.
Næsta dag er ég kom heim úr
vinnunni brá mér í brún. Kærastan
var æst. Ég leit á plastboxið, það
var á sínum stað. En er ég leit yfir
íbúðina sást að hawaii-rósin var
farin.
„Já, það var stór og feit padda
að spássera á einu laufblaðinu. Já
og alveg í makindum.“
Ég hnyklaði augabrúnirnar og
grunaði annað.
„Ég sem ætlaði að fara að skipta
um mold,“ sagði hún.
Ég vissi aldrei hvort hún hafði
séð aðra bjöliu eða ekki, en nú fóru
erfiðir tímar í hönd. Hvar átti ég
að fá laufblöð handa ranabjöllunni.
Ég komst áð því að það eru ekki
margir sem eiga hawaiirós. Svo
heimsóknir okkar jukust til vinkonu
sem átti slíkt blóm. í hvert skipti
bað ég á skemmtilegan hátt um
eitt lítið laufblað. Það var alltaf
hlegið að mér. Allir héldu að þetta
bæri brandarí.
„Þvílíkt og annað eins,“ sagði
konan í hvert sinn á heimleiðinni.
Stundum fannst mér eins og
henni væri illa við bjölluna mína.
en ranabjallan gerði lukku. Alltaf
komu fleiri og fleiri í heimsókn sem
vildu skoða hana.
Þá gerðist það að við fórum í
ferðalag og í stofuglugga á
sveitabæ fann ég þessa risastóru
hawaiirós.
„Svakalega áttu fallega hawaii-
rós,“ sagði ég með aðdáun við
bóndakonuna.
Mér var umsvifalaust gefið blóm-
ið og það borið út í bíl. Nú hafði
ég meira en nóg af ferskum lauf-
blöðum.
Eitt kvöldið gekk ég um gólf eirð-
arlaus og hafði ekki anda til að
skrifa. Ég klippti neglur og greiddi
hár, gerði allt annað; nennti ekki
þessu skáldaglamri. Mér fannst eins
og ég sjálfur væri lokaður inni í
plastboxi.
En allt í einu fékk ég æðislega
hugmynd. Ég klippti grein af
hawaiirósinni. Setti klísturgúmmí í
botninn á krukku. Stakk greinninni
ofan í gúmmíið, setti svo vatn í
krukkuna. Þannig að vatn umlukti
greinina. Þijú laufblöð voru á grein-
inni. Þá opnaði ég plastboxið þar
sem blind paddan þreifaði sig áfram
með fálmurunum sem voru á hausn-
um á henni. Og á fótunum voru
litlir krókar. Ef hún fann eitthvað
með fálmurunum klifraði hún upp
á það og nú veiddi ég hana upp á
kúlupenna og flutti hana yfir á
greinina. Þar krækti hún fótunum
í fyrsta laufblaðið og byijaði að
þramma fram og aftur um allt
blómið, stanslaust og hratt. Hún
klifraði milli laufblaðanna, og not-
aði fálmarana, hún nuddaði aftu-
rendanum eftir stönglinum líkt og
hún væri að klóra sér. Nú var padd-
an fijáls og ég var hugfanginn af
henni. Ég skoðaði og athugaði. Mér
finnst svo gaman að kynnast nýjum
persónum.
Undarlegur sproti var aftan úr
henni. En brátt fékk ég leið á að
horfa á hana hringsóla þarna á
greininni. Þá kaffærði ég hana
tvisvar. Loks nennti ég þessu ekki
og setti hana aftur í boxið.
Einn daginn hringdi blaðamaður
í mig í vinnuna sem vildi fá að sjá
ranabjölluna og taka myndir af
henni. Fiskisagan flaug. Hann hafði
frétt þetta hjá dýrafræðingnum.
Við ákváðum dag.
En daginn eftir var hún óróleg
og völt á fótunum, stundum datt
hún um koll. Ég gaf henni ferskt
loft og nýtt laufblað en hún vildi
ekkert. Ég hringdi í dýrafræðinginn
en hann vissi ekkert um sjúkdóm-
inn.
Morguninn eftir lá hún afvega í
búrinu, hafði ekkert borðað af nýja
laufblaðinu, en lítil gul klessa var
falin í einu hominu. Dýrafræðingur-
inn sagði að þetta væru egg sem
myndu klekjast út á viku, ef þau
væru í réttum raka. Honum fannst
þetta mjög athyglisvert og vildi
koma í heimsókn. En ranabjallan
lá á bakinu og hafði lagt fálmarana
saman svo þeir sýndust dottnir af.
Ég pikkaði í hana, hún lyfti öðmm
fálmaranum, svo lá hún hreyfingar-
laus. Ég lagði niður símtólið.
„Þú vogar þér ekki að klekja
þessum eggjum út,“ sagði kærastan
og var æst.
„Af hveiju ekki,“ sagði ég og
skoðaði hrognin með stækkunar-
gleri.
„Þá verð ég ekki deginum lengur
í þessari íbúð.“
En daginn eftir var ranabjallan
dáin. Hún hafði lifað 34 daga í
boxinu. Því miður fékk ég ekki að
klekja hrognunum út. Af sérstökum
ástæðum átti það eftir að hafa slæm
áhrif á eftirlifandi blóm. Ég skrif-
aði kveðjuljóð sem ég setti ofan í
boxið til hennar og eggjanna. Síðan
innsiglaði ég líkkistuna með glæru
teipi. Seint um kvöld Iæddust ég
og kærastan út með kúbein og
vinnuvettlinga. Konan var í fýlu af
því að hún fékk ekki að vita hvað
stóð í boxinu.
„Af hveiju má ég ekki lesa ljóð-
ið,“ sagði hún hástöfum og ég var
skíthræddur um að einhver myndi
uppgötva okkar vapp í myrkrinu.
Undir tréhríslu á óræktuðu svæði
var ranabjallan jörðuð við hátíðlega
athöfn af minni hálfu. En ljóðið í
boxinu var svona:
Frá moldu ertu komin
að moldu skaltu aftur verða
og megi viska þín aftur upp rísa.
Blómamorðinginn gengur enn
laus.