Morgunblaðið - 03.04.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Bræðraminning:
Stefán Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson
Stefán:
Fæddur 20. júní 1910
Dáinn 3. maí 1986
Jarðsettur á Valþjófsstað
10. maí.
Sigurður:
Fæddur 2. nóvember 1911
Dáinn 24. júlí 1986
Jarðsettur á Valþjófsstað
31. júlí.
Það er einkenni um norðanvert
ísland hve mikill fjöldi dala skerst
inn í hálendið allt frá Vesturlandi
til Austurlands. Einn þessara dala
er Fljótsdalur, er gengur inn af
samnefndu héraði og skiptist að
lokum í Suðurdal og Norðurdal.
Nokkrir bæir eru í báðum dölum.
Egilsstaðir eru í Norðurdalnum
norðvestanverðum, næst innsti bær.
Undirlendi er lítið, hlíðar allbrattar
og heiðin, Fljótsdalsheiðin að baki
og skammt í brún. Veðursæld er
yfirleitt mikil, sérstaklega er snjó-
létt að jafnaði, og heitir dagar að
sumri, þegar landáttin ríkir. Vatna-
jökull þurrkar úrkomuna úr suð-
vestanáttinni og hitinn hækkar á
leið norðaustur yfir landið, oftast
baðað í sólskini í þeirri átt. Þannig
verða til hinir guðdómlegu dagar
dalanna, og einkenna allt Norðaust-
urlandið öðru fremur.
í þessum dal voru þessir bræður
bornir og úr hópi 14 alsystkina, sem
llest ólust upp heima, og þeir ólu
illan sinn aldur á Egilsstöðum,
iiema Sigurður var einhvem tíma
um skamma hríð hjá móðurbróður
sínum á Þorgerðarstöðum.
Ég vissi engin deili á þessu heim-
ili þar til ég kom í Skriðuklaustur.
Stefáni kynntist ég mjög lítið, hann
var heima ár og síð að segja má.
Ég sá hann á Fljótsdalsrétt á haust-
in og átt hefir hann þátt í að koma
fé til slátrunar. En bílflutningar
vom hafnir er ég kom austur, en
sláturfé úr Fljótsdal áður rekið um
Þórdalsheiði til Reyðarfjarðar. En
margs þarf búið við. Að mörgu er
að hyggja og mörg eru viðvikin, sem
kalla á vökul augu heimilisfólks á
slíku heimili, sem verið hefur á
Egilsstöðum í Fljótsdal mikinn
hluta þessarar aldar. Annarsvegar
allt er beint snerti öflun daglegs
bjargræðis, hins vegargæsla varan-
legri verðmæta. Hirðusemi og
snyrtimennska samofin öllu því er
horfir við á hveijum morgni.
Hver sem að Egilsstöðum kemur
veitir athygli fjárhúsunum, t.d. hin-
um frábærlega snyrtilegu, traustu
og hlýju veggjum af torfi og gijóti
og umgengni öll ber vitni fegurðar-
smekk, sem líka er eitt af fram-
leiðslugildum sveitafólks. Ég fór
nokkrum sinnum að hausti til að
inna af hendi fjallski! fyrir Skriðu-
klaustur, sem hétu á gangnaseðli:
„Að fara á móti í Rana!“ í því fólst
að sækja safnið er smalað var sam-
an fyrsta dag í Ranagöngum. Þá
lá leiðin upp á heiði frá Égilsstöðum
og í Fjallaskarð. Það vakti athygli
er ég teymdi hest minn upp tals-
vert bratta götuna er hlykkjaðist
upp hlíðina, að úr götunni höfðu
verið týndir allir smásteinar, sem
ár og síð eru að losna við margvís-
lega umferð kúa, hesta og kinda
og jafnvel veðurs! Einn vitnisburð-
urinn um árvekni, vilja, skilning,
samúð með öllu lífí, þar með fótum
búfjárins og ánægju starfsins.
Anægju, fullnægju í því sem smáat-
riðin í ýmsra hug eru. Það er þungur
niður í spakmælinu um þúsund þjal-
irnar, snertir miklu fleira en smíðar,
enda þannig meint.
Ég hefi vakið athygli hér á ýms-
um atriðum, sem án efa eru samofin
lífsstarfi þeirra bræðra, ekki síst
sem hér er minnst, þar sem ævi-
skeið þeirra allt rann. En allt vitnar
hér um samhenta heimilishætti ein-
stakrar virðingar fyrir náttúrlegum
búháttum.
Síðari ár mín á Skriðuklaustri rak
ég féð vestur í Rana svo snemma
vors er færð leyfði yfír Fljótsdals-
heiði og smalaði þar svo saman til
rúnings, fyrri hluta júlí. Ég varð
strax var við að misjafnlega litu
sveitungar á þessar athafnir. Búin
voru út á Brattagerði, sem er gam-
alt eyðibýli að austanverðu á
Jökuldal, skilyrði til að unnt væri
að framkvæma þetta. Stórt girðing-
arhólf meðfram Jöklu, og annað,
fremur lítið, á gamla túni býlisins
og svo rétt og lítið aðhald þar við
til öryggis og léttis við innrekstur.
Eitt af fyrri árum þessara rúnings-
leiðangra, er ég var að ganga
kringum réttina og sannfæra mig
um að allur útbúnaður og öryggis-
þættir væru í lagi, svo bytja mætti
starfíð, reið þar ofan úr brekkunni
maður með tvo dökka hesta, annar
„trússa“-hestur, sem svo nefndist,
með reiðing eða töskur. Þar heilsuð-
umst við og var þar kominn
Sigurður á Égilsstöðum. Þá var
búið að smala og allt féð í girðing-
unni og var það fírna mikil breiða
yfir að sjá. Sigurður fer strax að
spretta af hestunum og ég sé að
hann horfir mjög yfír fjárbreiðuna,
alvarlegur á svip. Lítur svo á mig
og segir með nokkrum þunga í
röddinni: „Það er ábyrgðarhluti að
smala svona mörgu fé saman.“ Ég
segi ekki að mér brigði við, en átt-
aði mig fljótt á að þarna sagði
Sigurður það, sem ýmsir töldu at-
hugavert við þessa vorsmölun á
svona mörgu lambfé, að með því
kynni að verða stíað í sundur í veru-
legum mæli. Ég hét því strax í
huga mér að við skildum sanna
Sigurði að gætt væri hér fullrar
ábyrgðarkenndar. Hann var svo
með okkur þar til öllu var lokið og
nutum við þá hinnar frábænt glögg-
skyggni hans á allt er sauðfé snerti.
Að lokum greiddist úr þessu svo
að fráfærur áttu sér ekki stað og
Sigurður var mjög ánægður er lok-
ið var, og viðurkenndi að betur
hefði tekist en hann hefði búist við.
Við vorum ætíð í þessum Rana-
ævintýrum öll samhent um að
hindra öll mistök, jafnstrangt með
lambfé nágranna, sem ær búsins.
En þessi orð Sigurðar í upphafi
gáfu mér gleggri mynd af mannin-
um en fyrir var. Gjörhugull maður,
með lífsskoðun hins náttúrlega
bónda, sern leggur inn í lífsbók sína
allt sem hann frá barnæsku hefir
numið af skriftunum við náttúruna,
við búféð og sérstaklega sauðféð,
þar sem saman tvinnast virðing
samúð og ábyrgð. Eðlislægir þætt-
ir, styrktir af þúsund ára arfleifð
sambúðar við landið, sem gera auð-
velt námið í skóla reynslunnar, og
jafnframt kærkomið nám.
í þætti, sem birtist eftir mig í
bókinni „Aldnir hafa orðið“ árið
■1985, minnist ég á Egilsstaðasystk-
inin, þar segi ég: Einn bræðranna
heitir Sigurður. Dalurinn og heiðin,
Fljótsdalsheiði, hafa verið heimili
hans alla ævi.
Að vísu mætti segja þetta um
systkinin flest eða öll. En að líkind-
um hefír þó Sigurður átt þar flest
sporin. Má með miklum sanni segja
að þar þekkti hann hvern blett á
því víðáttumikla svæði. Fjárglöggur
er Sigurður með fágætum. Ég vissi
af þessum verkhögu og vinnufúsu
Egilsstaðasystkinum, þessum
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
GUNNARÞÓR ARNARSON,
Mávahlið 23,
Reykjavík,
sem lést 28. mars verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
3. apríl kl. 1 5.00.
Örn Sigurðsson, Sigurbjört J. Gunnarsdóttir,
Sigrún Margrét Arnardóttir,
Bjarndís Arnardóttir,
Örn Arnarson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs sonar okkar og fóstursonar,
ELVARS ÞÓRS HAFSTEINSSONAR,
Ægisíðu 92,
og þeim sem vottuðu minningu hans virðingu.
Sóiveig Hákonardóttir,
Hafsteinn Sigurðsson,
Ólafur Thoroddsen
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
GUNNARS JÓNSSONAR,
Mávahlið 43.
Guðrún Valdimarsdóttir,
Björn Gunnarsson, Arndís Ármann,
Ásta Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum vináttu og samúð við fráfall
HALLDÓRS BACHMANN HAFLIÐASONAR,
Álfheimum 68.
Auður Einarsdóttir,
Hulda Halldórsdóttlr, Eiríkur Þorsteinsson,
Lilja Halldórsdóttir Veigele, Hartmut Veigele,
Hafliði Halldórsson, Guðfinna Hauksdóttir,
Halldór Eiríksson, Elsa Eiríksdóttir og Peter Veigele.
Kveðjuorð:
Hörður Bergþórs-
son stýrimaður
Fæddur 30. nóvember 1922
Dáinn 10. nóvember 1986
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru Guðs vegir."
Þessi orð koma mér þrátt í hug
er ég minnist vinar míns, Harðar
Bergþórssonar, fytrum stýrimanns,
sem andaðist 10. nóvember sl.
Hörður var fæddur á Akureyri
30. nóvember 1922 og því aðeins
tæpra 64 ára er hann lézt. Foreldr-
ar hans voru bæði af þingeyskum
ættum, en þau voru hjónin Bergþór
Baldvinsson frá Sörlastöðum í
Fnjóskadal, Magnússonar og Olga
Olgeirsdóttir frá Gautsstöðum á
Svalbarðsströnd. Foreldrar hennar
voru Olgeir Friðbjarnarson og
Steinunn Bendiktsdóttir, sem þar
bjuggu um skeið, og síðan bjó Frið-
björn, bróðir Olgu, þar lengi og
afkomendur hans enn. Á Hörður
margt skyldfólk í Þingeyjarsýslu,
við Eyjafjörð og víðar. (Sjá Ættir
Þingeyinga I. bindi, ætt Snorra
Ólafssonar.)
Hörður ólst upp hjá foreldrum
sínum á Akureyri, ásamt tveim
systrum, Önnu og Valgerði, sem
lifa bróður sinn. Ungur hóf hann
sjómennsku og gerði hana að ævi-
starfí. Sú starfssaga er mér að litlu
leyti kunn, en veit að rúm hans
hefur ætíð verið vel skipað — um
það ber öllum saman. Hörður lauk
prófí frá Stýrimannaskólanum og
vann síðan á ýmsum skipum, en
síðustu árin á sjónum, 1975—1981,
var hann stýrimaður á nótaveiði-
skipunum Isafold og Geysi, sem
gerð voru út frá Hirtshals í Dan-
mörku. Þeirri sjómennsku fylgdu
langar fjarvistir frá ástvinum, en
líka góðir frítímar, sem hann gat
notið heima hjá þeim. Sökum heilsu-
brests varð hann að hverfa í land
1981 og vann eftir það hjá
Reykjavíkurhöfn fram á síðasta
sumar að veikindi bundu þar enda á.
5. júní 1954 giftist Hörður Sig-
rúnu Sigurðardóttur frá ísafirði.
Er hún mannkostakona og voru þau
mjög samvalin og samhent. Heimili
þeirra var ætíð í Reykjavík, síðustu
árin á Kleppsvegi 134. Þau eignuð-
ust eina dóttur, Olgu, sem fæddist
3. júní 1960 og varð þeim mikill
gleðigjafi og augasteinn. Undanfar-
in ár hefur hún verið við nám
erlendis, síðast í Finnlandi og er
þar nú.
t
Hugheilar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HEIÐAR StGURÐARDÓTTUR,
Ásgarðsvegi 22, Húsavík.
Jónína M. Sigtryggsdóttir, Georg Karlsson,
Dagbjartur Sigtryggsson, Lilja Sigurðardóttir,
Arngerður Sigtryggsdóttir, Trausti Bjarnason,
Hjalti Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
hreinu náttúrubörnum, fjölmennt-
uðum af skiptum sínum við heiðina,
fugla- og dýralíf, búfé og erfðirnár
um verkhyggni, útsjón, virðingu
fyrir verðmætum, veðurskyn og
ratvísi í hveijum blóðdropa." Þetta
vil ég að komi fram í þessari
bræðraminningu.
Margt hefír leitað á huga minn
við ritun þessa minningarorðs. Sér-
staklega hvað í framtíð býr í
byggðum þessara dala.
Ég heyri raulað eða sungið: „í
heiðardalnum er heimabyggð mín,
þar hef ég lifað glaðar stundir. Og
hvergi vorsólin heitar skín, en
hamrabeltunum undir.“ Já, það
verður heitt undir Hólsbjarginu um
miðdegið í suðvestanátt, sem
heiðríkja oftast fylgir. í kvæði Guð-
mundar á Sandi um ekkjuna við
ána segir: „Hún elskaði ekki landið,
en aðeins þennan blett.“ Hvað felst
í þessu? Átthagatryggðin! Náttúrleg
kennd guðlegrar forsjónar, sem í
eðli sínu skapar verndarhring um
byggðir íslands. Sú fjölþætta þekk-
ing sem sambúðin við landið veitir
fyrirhafnarlaust í vitund þeirra er
lífsstarf sitt eiga á heimaslóðum.
I fóstutjarðarkvæði Jóns Thor-
oddsen eru þessar perlur:
„Og lífið unga fijóvi fær
hjá fomum bautasteinum."
Ég skil þetta sem áminningu til
hverrar kynslóðar að virða og meta
þá sögu, sem skráð liggur við bauta-
steina genginna kynslóða. Bauta-
steinar þessara tveggja Egilsstaða-
bræðra eru í Valþjófsstaðakirkju-
garði. Margir hafa til moldar hnigið,
sem þekktari hafa verið, eða réttar
sagt: Þeir voru ekki víða þekktir.
En einmitt þeir eiga í lífí sínu og
starfi þá ftjóvi, sem hinu unga lífí
er holit að komast í kynni við.
Megi gæfa íslands búa yfír þeirri
framtíð.
Blessuð sé minning bræðranna
Stefáns og Sigurðar á Egilsstöðum
á Fljótsdal.
Jónas Pétursson
Kynni okkar Harðar hófust með
þeim hætti að vorið 1973 réðst syst-
urdóttir Sigrúnar, Henný Tryggva-
dóttir, kaupakona á heimili mitt,
en hún varð síðar eiginkona mín.
Hörður mun á hveiju sumri hafa
vitjað æskustöðvanna við Eyjafjiirð
og ættingja sinna, því hann var
vinfastur og trygglyndur. Og er
frænka konu hans var komin hing-
að með börn var sjálfsagt mál að
vitja þeirra og fylgjast með hvernig
þeim vegnaði. Þetta gerðu þau hjón
svo á hvetju sumri meðan heilsa
hans leyfði og voru meðal hinna
kærkomnustu gesta, því í návist
þeirra var svo gott að vera. Börn
drógust að þeim og nutu vináttu
þeirra og vil ég sérstaklega þakka
fyrir unga dóttur mína.
Mér er líka í minni vinargreiði
Harðar, veturinn 1976. Kona mín
veiktist alvarlega eftir barnsburð á
sjúkrahúsi í Reykjavík og óskaði
að sjá mig og elztu dóttur sína, sem