Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
Könnun Samvinnutrygginga á umferðarslysum:
Gálausir góðborgarar
hættulegastir í umferðinni
ÞAÐ eru godborgaranur sem 1 gáleysi valda alvarlegustu umferðar-
slysunum, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Samvinnutrygging-
ar hafa gert. Ungir eða drukknir ökumenn, eða þeir sem aka of
hratt og á illa búnum bifreiðum, valda því ekki verstu slysunum í
umferðinni, eins og fólki er þó gjarnt að halda fram.
Samvinnutryggingar gerðu
könnun þessa í tilefni af Átaki ’87,
sem er áróðurherferð bifreiðatrygg-
ingafélaganna og veija þau til þess
1% iðgjalda í ár. Að sögn Hallgríms
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
Samvinnutrygginga, fannst honum
og samstarfsmönnum hans allt of
algengt að menn hefðu fyrirfram
mótaðar hugmyndir um orsakir
slysa. „Samkvæmt þessum hug-
myndum eru yfírleitt á ferðinni
ungir ökumenn, drukknir ökumenn,
þeir sem aka allt of hratt eða þeir
sem eru á léiegum bifreiðum," sagði
Hailgrímur. „I könnun Samvinnu-
trygginga var hins vegar litið á 149
alvarlegustu slysin sem urðu
1978-1984, að báðum árum með-
töldum. Af þessum 149 slysum voru
36 banaslys. Þess ber að geta að
hér er aðeins um að ræða þau slys
sem Samvinnutryggingar hafa haft
afskipti af og fengust flestar upp-
lýsingar úr lögregluskýrslum.“
Ef fyrst er litið á aldur þeirra
ökumanna sem hlut áttu að máli
þá voru 42 undir 20 ára aldri og
eru með taldir þeir unglingar sem
t.d. óku dráttarvélum. Hins vegar
voru 91 ökumaður af 149 á aldrin-
um 21-60 ára, þar af 73 á aldrinum
21-45 ára. Drukknir ökumenn voru
í miklum minnihluta, eða aðeins 12
af 149, en engar athugasemdir voru
gerðar yið ástand 133 ökumanna.
Varðandi hraða þeirra bifreiða sem
tjóninu ollu voru aðeins 15 sem óku
á 61-70 kílómetra hraða og 12 voru
þar yfír. Ekki var vitað um hraða
55 bifreiða sem féllu undir könnun-
ina, en starfsmönnum Samvinnu-
trygginga þykir líklegt að tekið
hefði verið fram í skýrslum ef um
ofsahraða hefði verið að ræða.
Útbúnaður í lagi
Þegar útbúnaður bifreiða var
kannaður voru engar athugasemdir
gerðar í 129 tilfellum, svo ekki virð-
ist sem vanbúnum bifreiðum sé um
að kenna þegar slys verða. í þeim
20 tilfellum sem athugasemdir voru
gerðar, þá var 10 sinnum fundið
að hjólbörðum, tvisvar að hemlum,
tvisvar að stýrisbúnaði og í þremur
tilvikum var um skyndilega bilun
að ræða. Loks var þrisvar sinnum
fundið að búnaði dráttarvéla (velti-
grind vantaði o.fl.). Þá er tæpast
ÁSTAND OG BUNAÐUR BIFREIDAR
BÍLARNIR SJALDNAST
SÖKUDÓLGARNIR
Slæmum bílum veröur ekki kennt um stærstu slysin. 186% tilvika voru engar athugasemdir gerðar
vift búnað þeirra bitreiða sem tjónunum oihj.
Ástandi og búnaði ökutækis er ekki um að kenna þegar slys verða,
enda voru engar athugasemdir gerðar við slíkt i 129 tilfellum af 149.
hægt að kenna ástandi vegar um,
því tæp 40% slysa urðu á malbiki
og flest, eða 43, urðu þau í björtu,
enda að sjálfsögðu mest umferðin
þá. Þegar skýjað var urðu 34 sly-
sanna og 37 slys urðu í dimmu.
Þess ber að geta að þegar birtu-
og veðurskilyrði eru nefnd þá skar-
ast þættir gjaman, t.d. getur verið
snjókoma, hvasst og dimmt.
En hveijar skyldu vera ástæður
þess að fólk á vel búnum bifreiðum,
á góðum aldri, ódrukkið og á lögleg-
um hraða lendir í slysúm? Þar
verður fátt um afsakanir fyrir öku-
menn, því gáleysi er oftast um að
kenna. Almennt gáleysi sýndu um
32% ökumanna af sér, auk þess sem
17% virtu ekki almennan umferðar-
rétt, biðskyldu, stöðvunarskyldu
eða umferðarljós. Ef síðamefndu
atriðin eru einnig flokkuð sem gá-
leysi hefur næstum helmingur
ökumanna gerst sekur um það, eða
um 49%. Af banaslysunum 36 má
rekja 13 til slíks gáleysis.
I könnun þessari var einnig at-
hugað hvort konur eða karlar valdi
oftar tjóni undir stýri. Þar var litið
á 1.846 slys á þessum sjö ámm.
Karlamir, 16 ára og eldri, reyndust
valdir að 82% þessarra slysa og
82,6% alvarlegustu slysanna 149.
Konur áttu sök á 16,7% allra slysa
og 15,4% alvarlegustu slysanna.
Búist er við að hlutfall kvenna
hækki á næstu ámm, enda gerist
algengara með hveiju árinu að þær
séu á ferð undir stýri. Greinilegt
er að konur em jafn mikið á ferð
og karlar í unferðinni, þótt þær aki
ekki, því skipting slasaðra var jöfn
eftir kynjum.
Hvað kosta slysin?
Margir eiga um sárt að binda
vegna umferðarslysa og verður
líkamstjón seint bætt, hvað þá
dauðsföll. Greiðslur Samvinnu-
trygginga vegna slysatjóna árin
1978-1984 að báðum áram með-
töldum nema tæpum 305 milljónum
króna á núgildandi verðlagi. Frá
árinu 1978 og fram til síðustu ára-
móta hefur 1 milljarður og tæpar
67 milljónir króna verið greiddar
vegna munatjóns og er sú upphæð
einnig framreiknuð. Iðgjöld hafa
FLUGLEIDIR
---fyrir þíg-