Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 62

Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Reiður ungur maður Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Blue City. Sýnd í Tónabíói. Stjörnugjöf: ☆ ‘/z. Bandarísk. Leikstjóri: Michelle Manning. Handrit: Lukas Heller og Walter Hill eftir sögu Ross Macdonald. Framleiðendur: William Hay- ward og Walter Hill. Tónlist: Ry Cooder. Helstu hlutverk: Judd Nelson, Ally Sheedy. Á milli þess sem Walter Hill leikstýrir sjálfur þeim myndum sem hann hefur áhuga á með mestum ágætum yfirleitt setur hann aðra í leikstjórasætið og gegnir starfí framleiðandans eða jafnvel handritshöfundarins á meðan. Það fer t.d. ekki hátt að hann var annar af framleið- endum geimhrollvekjunnar Alien árið 1979. Blue City, sem sýnd er í Tónabíói og hann skrif- ar handrit að með Lucas Heller og framleiðir líka í samvinnu við William Hyward, sýnir aðeins að hann ætti helst ekki að láta neinn í leikstjórastólinn nema sjálfan sig. Jú, hún sýnir líka að Pauline Kael hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði um Nætur- vörðinn eftir Liliani Cavani, að konur gætu líka gert slæmar myndir. Annars er það kannski ekki aðeins leikstjóranum Michelle Manning, sem er ein af fáum kvenleikstjórum í Hollywood, að kenna hvemig fer fyrir Blue City með þeim unglingastjömum Judd Nelson og AUy Sheedy í aðalhlutverkum af því handritið er ómögulegt á stómm pörtum. Myndin er lítt athyglisverð for- múlumynd sem vantar rökrænt samhengi og það sem bráðvant- ar er tilfínning fyrir persónum og leikendum og efniviðnum frá upphafí til enda. Það er ekki til- fínning í þessari mynd frekar en tjaldinu sem hún er sýnd á. Dæmi um afdankaðan húmor- inn og yfírborðsmennskuna er atriðið þegar Judd Nelson fréttir að faðir hans í myndinni hafi verið myrtur, en Nelson hafði ætlað að hitta og sættast við hann eftir fímm ára aðskilnað. Það eina sem hann hefur að segja er eitthvað á þá leið að hann sé búinn að ferðast alla þessa leið og þá þurfi kallinn endilega að vera dauður. Upp úr því á maður í miklum erfið- leikum með að skilja hvernig hann nennir að hefna föður síns yfírleitt. Sögusviðið er smábær í Flórída þar sem hverskyns spill- ing á að viðgangast. Eina spill- ingin sem maður verður var við í „spillingarbælinu" er spilavíti og það er ekkert til að roðna yfír. Það er mikið lagt upp úr því að sýna hetjuna Nelson brenna eitthvert einn síns liðs á stóra mótorhjólinu sínu, sem beið hans heima öll þessi ár eins og tryggur gæðingur, og Nelson er mikið að reyna að leika reiðan ungan mann í leit að föðurmorð- ingja sínum og um leið fyndinn og kaldan töffara. Það fer ein- hvem veginn ekki saman í þessu tilviki. Hann kemst að því pabbi hans var plataður í hjónaband af fólki sem svo tók yfir eignir hans og Judd Nelson mundar byssuna í Nelson einbeitir sér að því að hrella það ásamt æskuvini sínum. Vinurinn er drepinn og í hápunktinum í lokin kemur allt í einu í ljós að allt sem á undan er gengið vai' byggt á Blue City. misskilningi. Það eru einstaka atriði ágæt í Blue City en hún er metnaðar- laus færibandamynd eins og raunar flestir hennar líkar. Stoupa steínn Opið öll kvöld. Jónas Hreinsson frá Vestmannaeyjum skemmtir gestum. Ekkert rúllugjald Y-bar Smiðjuvegi 14d, Kópavogi, s: 78630. Félaesvist kl, 9.00___ Gömlu dansarnir kl. 10.30 Hljomsveitin I iylíir ÍT Miáasala opnarkl. 8.30 ★ Góó kvöld veröla un it Stuó og stemmning á Gúttógleði S.G.T._____________________ Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010 Staður allra sem vilja skemmta sér án áfengis. Keflavík MIVGMAIVTVA KVABIErniVA MATTHIAS A. MATHIESEIV, Ljósmvndari Gunnar V. Andrésson. ásamt stórhljómsveitinni PAPER LACE skemmta á stórdansleik ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi í Glaumbergi í kvöld kl. 21:00 - 03:00 Hljómsveitin PÓNiK leikur fyrir dansi. Skemmtistjóri: ELLERT EIRÍKSSON Gestir kvöldsins: VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN Miðaverð kr. 600.- Fríar rútuferðir kl. 20:30 frá sjálfstæðishúsunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.