Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 Reiður ungur maður Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Blue City. Sýnd í Tónabíói. Stjörnugjöf: ☆ ‘/z. Bandarísk. Leikstjóri: Michelle Manning. Handrit: Lukas Heller og Walter Hill eftir sögu Ross Macdonald. Framleiðendur: William Hay- ward og Walter Hill. Tónlist: Ry Cooder. Helstu hlutverk: Judd Nelson, Ally Sheedy. Á milli þess sem Walter Hill leikstýrir sjálfur þeim myndum sem hann hefur áhuga á með mestum ágætum yfirleitt setur hann aðra í leikstjórasætið og gegnir starfí framleiðandans eða jafnvel handritshöfundarins á meðan. Það fer t.d. ekki hátt að hann var annar af framleið- endum geimhrollvekjunnar Alien árið 1979. Blue City, sem sýnd er í Tónabíói og hann skrif- ar handrit að með Lucas Heller og framleiðir líka í samvinnu við William Hyward, sýnir aðeins að hann ætti helst ekki að láta neinn í leikstjórastólinn nema sjálfan sig. Jú, hún sýnir líka að Pauline Kael hafði rétt fyrir sér þegar hún sagði um Nætur- vörðinn eftir Liliani Cavani, að konur gætu líka gert slæmar myndir. Annars er það kannski ekki aðeins leikstjóranum Michelle Manning, sem er ein af fáum kvenleikstjórum í Hollywood, að kenna hvemig fer fyrir Blue City með þeim unglingastjömum Judd Nelson og AUy Sheedy í aðalhlutverkum af því handritið er ómögulegt á stómm pörtum. Myndin er lítt athyglisverð for- múlumynd sem vantar rökrænt samhengi og það sem bráðvant- ar er tilfínning fyrir persónum og leikendum og efniviðnum frá upphafí til enda. Það er ekki til- fínning í þessari mynd frekar en tjaldinu sem hún er sýnd á. Dæmi um afdankaðan húmor- inn og yfírborðsmennskuna er atriðið þegar Judd Nelson fréttir að faðir hans í myndinni hafi verið myrtur, en Nelson hafði ætlað að hitta og sættast við hann eftir fímm ára aðskilnað. Það eina sem hann hefur að segja er eitthvað á þá leið að hann sé búinn að ferðast alla þessa leið og þá þurfi kallinn endilega að vera dauður. Upp úr því á maður í miklum erfið- leikum með að skilja hvernig hann nennir að hefna föður síns yfírleitt. Sögusviðið er smábær í Flórída þar sem hverskyns spill- ing á að viðgangast. Eina spill- ingin sem maður verður var við í „spillingarbælinu" er spilavíti og það er ekkert til að roðna yfír. Það er mikið lagt upp úr því að sýna hetjuna Nelson brenna eitthvert einn síns liðs á stóra mótorhjólinu sínu, sem beið hans heima öll þessi ár eins og tryggur gæðingur, og Nelson er mikið að reyna að leika reiðan ungan mann í leit að föðurmorð- ingja sínum og um leið fyndinn og kaldan töffara. Það fer ein- hvem veginn ekki saman í þessu tilviki. Hann kemst að því pabbi hans var plataður í hjónaband af fólki sem svo tók yfir eignir hans og Judd Nelson mundar byssuna í Nelson einbeitir sér að því að hrella það ásamt æskuvini sínum. Vinurinn er drepinn og í hápunktinum í lokin kemur allt í einu í ljós að allt sem á undan er gengið vai' byggt á Blue City. misskilningi. Það eru einstaka atriði ágæt í Blue City en hún er metnaðar- laus færibandamynd eins og raunar flestir hennar líkar. Stoupa steínn Opið öll kvöld. Jónas Hreinsson frá Vestmannaeyjum skemmtir gestum. Ekkert rúllugjald Y-bar Smiðjuvegi 14d, Kópavogi, s: 78630. Félaesvist kl, 9.00___ Gömlu dansarnir kl. 10.30 Hljomsveitin I iylíir ÍT Miáasala opnarkl. 8.30 ★ Góó kvöld veröla un it Stuó og stemmning á Gúttógleði S.G.T._____________________ Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010 Staður allra sem vilja skemmta sér án áfengis. Keflavík MIVGMAIVTVA KVABIErniVA MATTHIAS A. MATHIESEIV, Ljósmvndari Gunnar V. Andrésson. ásamt stórhljómsveitinni PAPER LACE skemmta á stórdansleik ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi í Glaumbergi í kvöld kl. 21:00 - 03:00 Hljómsveitin PÓNiK leikur fyrir dansi. Skemmtistjóri: ELLERT EIRÍKSSON Gestir kvöldsins: VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN Miðaverð kr. 600.- Fríar rútuferðir kl. 20:30 frá sjálfstæðishúsunum í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.