Morgunblaðið - 03.04.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
65
Þingeyri:
Ofankoman
lokar mann-
skapinn inni
Þingeyri.
SJALDAN er ein báran stök.
Eftir slitrótt skólastarf sl. hálfan
mánuð vegna kennaraverkfalls,
veikindaforfalla og veðurtepptra
kennara hefur nú ofankoman
lokað mannskapinn inni eins og
mús í gildru. Þegar þetta er ritað
á miðvikudag hefur síðustu tvo
sólarhringa vart sést út úr aug-
um svo mikið hefur fennt. Dregið
hefur i skafla allt upp í meters
háa og i morgun, miðvikudags-
morgun, áttu flestir í vandræð-
um með að komast leiðar sinnar,
nema á fjallabilum eða tveim
jafnfljótum.
Já, það kom að því að hann vildi
mig, sagði kerlingin og svo sannar-
lega kom að því að snjórinn kæmi.
Frekar mætti -ætla að vetur væri
að ganga í garð en að komið væri
fram yfír jafndægri að vori.
Illt er að spá í kosningaveiðar
allra flokkanna þegar enginn kemst
til háttvirtra kjósenda — því nú er
varað við norðanstormi á Vest-
íjarðamiðum og varla verður alls
staðar kontorlogn hér um slóðir eða
norðanlands í þeirri átt. Þrátt fyrir
verkfóll má teíja veðurfregnir mun
skárri nú en á stríðsárunum, að
ekki sé nefnt það sem eldri menn
muna, engar veðurfregnir — áður
en útvarpið kom.
Allir hér eru búnir að fá nóg af
íjölmiðlaáhlaupinu, sem tröllreið
þjóðinni um og fyrir síðustu helgi,
þótt ekki bættist við enn fleiri
áhlaup. Við stóran er að deila um
veður og vinda enda ástæðulaust.
Allir eru á sömu jámum þótt færri
komist leiðar sinnar en kysu.
- Hulda.
VORTÍSKAN I EVROPU 1987
MÓDELSAMTÖKIN 20 ARA
BANDARÍSKI SÖNGVARINN
CHICO DEBARGE
í tilefni 20 ára afmælis Módelsamtakanna á þessu ári
verður stórglæsiieg tískusýning á vor- og
sumartískunni 1987 í EVRÓPU í kvöld og annað
kvöld. Margar helstu tískuverslanir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu taka þátt í sýningunum og yfir 40
módel koma fram. Hártískan vorið 1987 verður kynnt
með glæsibrag og um það sér Saloon Ritz, Laugavegi
66.
Bandaríski söngvarinn Chico DeBarge fékk
framúrskarandi góðar viðtökur í EVRÓPU í
gærkveldi. í kvöld skemmtir hann í annað og
næstsíðasta sinn og er ekki að efa að margir sem sáu
hann í gærkveldi koma aftur í kvöld.
EVRÓPA - staður nýrrar kynslóðar.
Njóttu lífsins
og skemmtu þér á
Hótel Borg
ÞÓRSKABARETT
Opnum
id. 21.00
UFANDf
TÓNLIST
Kaskó
skemmtir.
í fullu fjöri
Kabarettlandsliðið í miklu stuði
og nú ásamt hinum geysivin-
sæla söngdúett The Blue
Diamonds. Hver man ekki eft-
ir lögum eins og Ramona —
Sukiyaki — og mörgum öðrum
lögum sem The Blue Diam-
onds hafa sungið og notið
mikilla vinsælda gegnum árin
og gera enn
The Blue Diamonds loksins
á íslandi
Þórskabarett
öll föstudags-
og laugar-
dagskvöld.
Þríréttaður
kvöldverður.
Þuriöur Siguröard.
Ómar Ragnarsson
Ragnar Bjarnason
Haukur Heiðar
Hin stórgóða hljóm-
sveit SANTOS ásamt
söngkonunni Guðrúnu
Gunnarsdóttur leika
fyrir dansi til kl. 03.
Athugiö! Munið að panta borð tímanlega vegna mikillar að-
sóknar. Borðapantanir í síma 23333 og 23335 mánudaga—
föstudaga kl. 10.00—18.00 og laugardaga og sunnudaga eftir
kl. 14.00.
Húsið opnar kl. 19.00. Dansað tii kl. 03.00.
Snyrtilegur klæðnaður — Aldurstakmark 20 ár.
☆ ☆ IslflAlDlulSnvlftPHiMllS ☆ ☆