Morgunblaðið - 03.04.1987, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987
69
Þessir hringdu . .
Sá ég standa
segg
Karl Jónsson hringdi:
Getur einhver hjálpað mér að
finna framhaldið á vísu þeirri er
hefst á þessa leið:
Sá ég standa segg
sunnan undir vegg.
Ef einhver getur sagt nánari
deili á vísunni er hann beðinn um
að hafa samband við Velvakanda.
Þakkir
til strætis-
vagnsstjóra
Filippía Kristjándóttir hringdi:
Það var fyrir hádegi mánudag-
inn 31. mars sl. að ég stóð í snjó
upp á miðja leggi bíðandi eftir
strætisvagni, leið 11, eftir að hafa
lokið áríðandi erindi í Mjóddinni,
sem kölluð er og tilheyrir Breið-
holtinu. Vegna ókunnugleika í
þessu borgarhverfi fannst mér
mjög erfitt að vita hvert ég ætti
að snúa mér til þess að ná í vagn-
inn, þar sem mér virtust vegir
liggja til allra átta. Eftir hressi-
lega göngu í leiðinlegu veðri varð
ég feginn að komast í skýlið. Þar
stóð ég um stund og horfði vonar-
augum í þá átt sem ég bjóst við
vagninum. Eg var sannarlega feg-
inn þegar ég kom auga á einn
gulan stefna í áttina til mín. Von-
brigðin urðu mikil þegar hann
nálgaðist og ég sá að þetta var
ekki leið 11 heldur 14, en sá vagn
hafði ekki biðskyldu þarna. Vagn-
stjórinn hefur séð að ég var
fremur illa stödd þar sem ég stóð
í snjónum úti á víðavangi. Vagn-
inn kom frá Hlemmi og þurfti ég
því að standa ávegra þeim megin
sem skýlið var ekki. Þessi góður
maður lét sér ekki muna um að
bjóða mér far, sem var þegið með
miklu þakklæti. Því hringi ég í
Velvakanda að hann er manna
vísastur til þess að leggja manni
lið og koma þakklætinu rétta boð-
leið. Við gleymum víst of oft að
þakka veittar velgjörðir.
Semjið
við starfs-
fólk sjúkra-
húsa
M. S. hringdi:
Eg er aðstandandi ósjálfbjarga
sjúklings sem á að senda heim
við mjög erfiðar heimilisaðstæður.
Eg heiti á stjórnvöld að semja við
starfsfólk sjúkrahúsa nú þegar
og höfða til siðferðisvitundar fjár-
mála- og heilbrigðisráðherra. Ég
hvet líka þetta góða fólk til þess
að lesa grein sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. þriðjudag, á blaðsíðu
19, og heitir Hugleiðing frá vinnu-
stað, en höfundar eru hjúkruna-
rfræðingar. í þessari grein kemur
nákvæmlega fram þetta vanmat
á kvennastörfunum.
Þjóðkirkja
höfuðborg
arsvæðisins
Jenný hringdi:
Ég vil koma með fyrirspurn til
forráðamanna Þjóðkirkjunnar út
af umræðum um að Stöð 2 vilji
koma á samvinnu við kirkjuna um
efni fyrir börn í sjónvarpið. Ef
kirkjunnar menn hafa efni á þessu
því þá ekki fara í ríkissjónvarpið
sem sendir um land allt? Það eru
börn víðar en á Reykjavíkursvæð-
inu sem hefðu gaman af að
fylgjast með. Kannski er það
stefna kirkjunnar að hugsa bara
um börnin á höfuðborgarsvæðinu
en láta hin afskiptalaus. Þá má
nú fara að kaila þetta Þjóðkirkju
höfuðborgarbúa og okkur úti á
landi finnst nóg um valdið á áður-
nefndu svæði.
Takk
fyrir
sæluvikuna
Hulda og Einar hringdu:
Við hjónin fórum á „sæluviku“
í Hótel Örk í síðustu viku. Við
viljum þakka fyrir og vekja at-
hygli á þessu. Þessi vika leið mjög
fljótt við líkamsrækt og alúð
starfsfólksins. Þetta framtak hót-
elsins er stórkostlegt og gerir fólki
kleyft að njóta hvíldar og hress-
ingar. Við þökkum öllu starfsfólki
samveruna. Sérstakar þakkir fær-
um við íþrótta- og sjúkraþjálfara
staðarins, Halldóri Matthíassyni
og nudd og snyrtifræðingnum
Lilju Guðnadóttur.
Heilnudd, partanudd, bjúg-
nudd, heitir leirbakstrar,
hitalampi.
Sjúkranuddstofa
Hilke Hubert,
Hverfisgötu 46, sími 13680.
FERMINGARBOÐ
Kaupfe/aganna
Hnakkur, istaösólar,reiöar, ístöð og gjörð: kr. 11.700
Beisli: kr. 2.240
yyx
/V1IK11G3RÐUR
KAUPFÉLÖGIN
í LANDINU
Óskiljanlegt framboð
Reykvíkingur skrifar:
Ég get svo sem skilið að nánustu
vinir Alberts Guðmundssonar og
Heiðraði Velvakandi
Undanfarin ár hefur umræða um
skattsvik aukist allverulega í þjóð-
félagi okkar. Allir, sem hafa tjáð
sig um málið, eru sammála um að
skattsvik séu stunduð í allveruleg-
um mæli og hér sé um mjög
neikvætt og varhugavert athæfi að
ræða. í fyrsta lagi sé þetta lögbrot.
í annan stað eigi skattsvikin sér
fremur stað meðal þeirra, sem
meira hafi, heldur en hinna, sem
minna beri úr býtum. Það sé í raun
lág- og meðallaunafólkið sem greiði
skatta fyrir hátekjumenn, sem
svíkjast undan eðlilegum skatt-
greiðslum.
Nú, þegar einn hæstlaunaði emb-
ættismaður þjóðarinnar, með
miklar tekjur af einkarekstri einnig,
viðurkennir skattsvik sín með því
að víkja úr embætti minnist ég
þess vart að hafa orðið vitni að
meiri skrípaleik á íslensku leiksviði.
Samúð flölda fólks á sér engin
takmörk í garð þessa manns, sem
sjálfur hafði, er hann gegndi starfi
sem æðsti maður skattamála í
landinu, lýst yfir nauðsyn þess að
stemma stigu við skattsvikum. í
„réttlátri“!!! reiði sinni yfir að geta
ekki haldið embætti sínu stofnar
ráðherrann fyrrverandi nú nýjan
flokk og fær til liðs við sig meðal
annars fólk sem þekkt er fyrir að
berjast fyrir bættum kjörum lág-
launafólks. Vonandi stendur því
fjölskylda hans taki sæti á fram-
boðslistum þeim sem hann hefur
lagt fram. En mér er með öliu
ekki á sama um, hvort „litli maður-
inn“ eigi að halda áfram að borga
skattana fyrir „vini“ sína eður ei.
Ég hugsa þarna að sjálfsögðu til
félagsformanns míns, Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur.
Einhvern heyrði ég á dögunum
tala um tvöfalt siðgæði. Skyldi það
geta verið rétt?
Einhvern tíma og einhvers staðar
hlýt ég að hafa misskilið eitthvað.
Sóknarkona
óskiljanlegt hvers vegna Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir er í þessu fram-
boði. Hún hefur hingað til verið
fylgjandi félagslegri þjónustu og
því að hlynna að láglaunafólki. En
forsendan fyrir því er að menn vík-
ist ekki undan að taka á sig
skattbyrðar. Þetta svonefnda Al-
bertsmál snýst einmitt um það að
Albert Guðmundsson taldi ekki allar
sinar tekjur fram til skatts, að því
er mér skilst. Hann getur ekki bor-
ið því við að hann beri ekki ábyrgð
á eigin fyrirtæki. Hann er prókúru-
hafi fyrir það einn, sem merkir að
hann tekur einn allar meiriháttar
ákvarðanir um það, og hann lætur
það borga skattana sína eins og
frægt varð í ágúst 1983 þegar hann
var fjármálaráðherra.
Mér finnst Aðalheiður hafa
brugðist hér þeim málstað sem hún
hefur talið sig vera að verja hingað
til.
HEILRÆÐI
Foreldrar: Látið börnin bera endurskinsmerki. Notkun þeirra trygg-
ir öryggi barnanna í umferðinni.
Kennarar: Brýnið fyrir börnunum að fara varlega í umferðinni og
gefið þeim góð ráð í þeim efnum.
Vegfarendur: Hvert fótmál í umferðinni krefst umhugsunar og
aðgæslu.
Okumenn: Ljósker bifreiðanna verða að vera hrein og ljósin rétt
stillt til þess að ljósmagnið nýtist sem best við aksturinn. Rétt notkun
stefnuljósa auðveldar alla umferð.
Tvöfalt siðgæði?
AM
Ný vor-
sending frá
tískuversiun,
Barónsstíg 18,
sími 23566.