Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 03.04.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987 íslandsmet í Austin Formenn Fram og Stjörnunnar hóflega bjartsýnir Kristinn Kristinsson mundar haglabyssuna tilbúinn að skjóta. FIMM ára sigurgöngu Vikings í bikarkeppni HSÍ í karlaflokki lauk í fyrrakvöld. Stjarnan, Garðabæ, sigraði meistarana í framlengd- um leik í undanúrslitum og leikur til úrslita við Fram, sem sló Val út úr keppninni. Hvorugt liðið hefur orðið bikarmeistari, en Stjarnan hefur tvisvar tapað í úrslitum fyrir Vfkingi. í upphafi íslandsmóts var Stjörnunni spáð góðu gengi í vet- ur. Liðið tók í fyrsta skipti þátt í Skotmenn í æfinga- ferð til Danmerkur SKOTSAMBAND íslands er eitt af smærri sérsamböndum innan Iþróttasasambandsins og þó starfsemi þess sé ekki mikil mið- að við það sem gerist hjá stærri samböndunum þá verður starf- semi þess viðameiri með hverju árinu sem líður og hefur trúlega aldrei verið blómlegri en einmitt núna. Efst á baugi hjá Skotsamband- inu á næstu mánuðum er keppnis- og æfingaferð til Danmerkur í maí, Ólympíuleikar smáþjóða, einnig í maí, Norðurlandamótið í júni, Eyjaleikarnir i september og siðast en ekki síst íslandsmeist- aramótin í maí og júní. íslandsmótið í skammbyssu- skotfimi verður haldið á Höfn síðustu helgina i maí og er þetta í fyrsta sinn sem (slandsmót í skot- fimi er haldiö utan Reykjavíkur. Mikil gróska hefur verið í íþróttinni á nokkrum stöðum úti á landi und- anfarin misseri og ber þar hæst Höfn, Akureyri, Keflavík og Vest- mannaeyjar. , Fyrstu helgina í júní verður síðan Islandsmótið í riffilskotfimi í Bald- urshaga í Laugardalnum og í lok júlí verður íslandsmótið í leirdúfu- skotfimi en þar eru haglabyssur notaðar. Áður en að þessum mót- um kemur munu skotmenn fara erlendis og æfa sig vel þannig að vænta má mikills á mótum sum- arsins. Til Danmerkur munu fara 15 skyttur og æfa þeir þar undir leið- sögn færustu þjálfara heims. Með í förinni verður meðal annars einn frá Höfn og er þetta í fyrsta sinn sem menn utan Reykjavikur fara í slíkar ferðir á vegum Skotsam- bandsins. „Ein af ástæðunum fyrir þvi hversu margir vilja fara út og æfa er hversu dýrt þetta er hér á landl,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson for- maður Skotsambandsins í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti síðan við: „Það er ansi hart að fara til Danmerkur til þess að hafa efni á að skjóta. Við skjótum upp í fargjaldið á nokkrum dögum." Skotíþróttir eru dýrar. Ef við tökum leidúfuskotfimi sem dæmi þá kostar þokkalegasta hagla- byssa um 100.000 krónur og er það varanleg eign. Á svæði Skot- félags Reykjavíkur í Leirdal kostar hringurinn 600 krónur og eru skot og 25 dúfur inni í því verði. Menn reyna að fara um fimm hringi í hvert sinn sem þeir æfa og ef menn æfa fjórum sinnum í viku þá kostarvikan 12.000 krónursem mörgum þykir eflaust nokkuð mik- ið. Dýr íþrótt „Þetta er dýrt það er ekki hægt að neita því,“ segir Þorsteinn. „Þeir sem æfa mest reyna að tak- marka sig við 20.000 krónur á mánuði en það er of lítiö ef menn ætla að ná langt í íþróttinni. Skot- sambandið hefur verið að vinna í þvi að fá niðurfellda tolla af skot- vörum til íþróttaiökunar og ef það fæst þá munar það mjög miklu. Ef við kaupum vörur erlendis fyrir 1000 krónur veröur það 3000 krón- ur þegar búið er að greiða tolla.“ Skotfimi er Ólympíugrein og hefur verið það legni. Enginn ís- lendingur hefur þó enn keppt í þessari grein á Ólympíuleikum en Gissur Skarphéðinsson hefur nú sett markið á næstu Ólympíuleika í enskri keppni, sem er riffil- keppni, en þar er lágmarkið 592 stig. í fyrra náði Gissur 596 stigum og ætlar að endurtaka það í sumar á viðurkenndum mótum erlendis og komast þar með á Ólympiuleik- ana. Á Ólympíuleika smáþjóða fara tveir íslendingar sem búsettir eru í Noregi. Tryggvi Sigmanson kepp- ir í keppni með loftskammbyssu og Kristinn Kristinsson í flugdúfu- skotfimi. Á NM fara þeir félagar auk Gissurs og á Eyjaleikana fara 10 skotmenn þannig að starfið er blómlegt þessa dagana hjá skot- sambandinu. Nýr völlur Nýverið opnuðu skotmenn nýj- an leirdúfuvöll í Leirdal og var það unnið að mestu í sjálfboðavinnu. Kostnaðurinn var samt um 4 millj- ónir og er það mikið fyrir ekki fjölmennari hóp. Aðstaðan þarna breytir miklu fyrir skotmenn og má vænta mikils af leirdúfuskot- mönnum á næstunni. Evrópukeppni og þurfti þess vegna að leika marga leiki í 1. deild á fáum dögum. Stjörnuliðið stóð ekki undir eftirvæntingum, tapaði hverjum leiknum á eftir öðrum, en hefur rifið sig upp úr öldudalnum eftir áramót og aðeins tapað ein- um leik. Framarar hafa verið í neðri hluta deildarinnar lengst af, en sigrarnir í bikarkeppninni sýna, að liðið er í framför. Áfangasigur Stjarnan byrjaði 'a því að slá Ármann út úr bikarkeppninni, síðan Reyni, Sandgerði, þá Fylki og loks bikar- og íslandsmeistara Víkings. „Sigurinn gegn Víkingi er einn sá sætasti í sögu Stjörnunn- ar, en hann er aðeins áfangasig- ur,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við leikum nú til úr- slita í bikarnum í þriðja skipti á fjórum árum og erum geysilega ánægðir með að vera i úrslitum, en baráttunni er ekki lokið. Fram- liðið er á mikilli uppleið og þó stutt sé síðan við sigruðum það í deild- inni, er ég hóflega bjartsýnn. Þetta verður uppgjör tveggja ágætra liða,“ sagði Jón Ásgeir. Jafnir möguleikar Framarar hafa komið mörgum á óvart í tveimur síðustu umferðum bikarkeppninnar með þvi að leggja Val og FH að velli. Áður hafði liðið sigrað Hauka og FH-b. „Þetta er besti árangur okkar i tólf ár og er vonandi byrjunin á aukinni vel- gengni,“ sagði Sigurður I. Tómas- son, formaður handknattleiks- deildar Fram. „Ýmsar spár voru á lofti í byrjun keppnistímabilsins, en fæstar hafa ræst. Okkur var ekki spáð alltof góðu gengi, en lið- ið hefur vaxið með hverjum leik og ég tel möguleika okkar og Stjörnunnar jafna í úrslitaleiknum." Formennirnir voru sammála um að mikið meira álag hefði verið á leikmönnum liðanna í undanúrslit-^ unum en verði í sjálfum úrslita- leiknum, sem fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. apríl. ^ssíma 1 HÓNUSIA GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leiklr 4. april 1987 K 1 X 2 1 Arsenal - Liverp. (sd. sjönv.) 2 Aston Villa - Man. Glty2 3 Charlton - Watford2 4 Chelsea - Everton2 5 Luton - Wimbledon* 6 Newcastle - Leicester2 7 Nott’m Forest - Coventry"-1 8 South’pton - Sheff. Wed.a 9 Tottenham - Norwlch- 10 Bradford - Port3mouths 11 Ipswlch - Derby3 12 W.B.A. - Sunderland3 . n Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 Nýtt nafn verður skráð á bikarinn Fram vann ÍR FRAM vann ÍR 3:0 í meistara- flokki karla í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Leik- urinn fór fram í miktum kulda i Laugardalnum og skoraði Am- Ijótur Daviðsson tvö markanna en Viðar Þorkelsson eitt. Frá Vésteini Hafstelnssyni f Bsndarfkjunum. Ragnheiður Ólafsdóttir FH, setti íslandsmet í 10.000 metra hlaupi, þegar hún keppti á Texas Relayes mótinu í Austin í Texas 1. apríl og hafnaði í 3. sæti. Ragnheiður hljóp á 34 mínútum og 10 sekúnd- um, sem er undir íslenska ólympíulágmarkinu og er hún því ÍBK í úrslit ÍBK vann Hauka 65:63 í öðrum leik liðanna í undanúrsiitum bik- arkeppni kvenna í körfuboKa í gærkvöldi. Keflavík sigraði 60:41 í fyrri leiknum og leikur því til úrslita við KR föstudaginn 10. apríl. í kvöld SETNINGU unglingameistara- móts íslands á skfðum var frestað í gær vegna veðurs, en mótið verður sett í Akureyrar- kirkju í kvöld og keppni hefst siðan í fyrramálið. Keppnin færist því aftur um einn dag og lýkur á mánudaginn. fyrsti íslenski frjálsíþróttamaður- inn sem nær því í ár. Þá má geta þess að lágmarkið á heimsmeistaramótið sem haldiö verður í Róm í sumar, er 34 mínút- ur í bessarri grein, þannig að Ragnheiður er mjög nærri því. Þetta var í fyrsta skipti sem íslensk kona keppir í 10.000 metra hlaupi, en sterkasta grein Ragnheiðar er 3000 metra hlaup og er hennar tími þar 9,09 mínútur frá því í fyrra, en ólympíulágmarkið í greininni eru 9 mínútur. 10.000 metra hlaupið var fyrsta keppnisgreinin á Texas Relayes, sem er mjög stórt frjálsíþróttamót og um helgina keppa m.a. þeir Sigurður Matthíasson og Eggert Bogason. Brei rekinn DIETER Brei, þjálfari knatt- spyrnuliðsins Dusseldorf í vest- ur-þýsku bundesligunni, var rekinn i gær. Dusseldorf tapaði 3:0 í undanúr- slitum bikarkeppninnar í fyrrakvöld fyrir Stuttgarter Kicker, sem leikur i 2. bundesligunni, og það varð Brei að falli ásamt slæmri stööu liðsins í deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.