Morgunblaðið - 04.04.1987, Side 1

Morgunblaðið - 04.04.1987, Side 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 79. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Brasilía: Washington. Reuter. EKKI er ólíklegt, að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verði að ráða öll- um sínuih ráðum í húsbíl á götu úti þegar hann kemur til Moskvu um miðjan mánuðinn. Svo er fyr- ir að þakka njósnahneykslunum að undanförnu. Eins og kunnugt er af fréttum hafa tveir bandarískir landgöngu- liðar, öryggisverðir í bandaríska sendiráðinu í Moskvu, verið hand- teknir og sakaðir um að hafa hleypt sovéskum njósnurum inn í húsið að næturlagi og í gær bárust fréttir um, að tveir aðrir lægju einnig undir grun. Af þessum sökum eru Bandaríkjamenn nú vissir um, að allt, sem menn láta sér um munn fara í sendiráðinu, sé óðara komið inn á upptökutæki sovéskra leyni- þjónustumanna. Bandarískir embættismenn skýrðu frá því í gær, að verið væri að senda húsbíl til Moskvu til að Shultz gæti talað í trúnaði við sína menn en viðræðurnar við ráða- mennina í Kreml munu snúast un afvopnunarmál og hugsanlegan leiðtogafund. Reuter Hnattgöngu lokið Steve Newman, sem býr í bæn- um Bethel í Ohio-ríki í Banda- ríkjunum, kom í fyrradag heim eftir fjögurra ára fjarveru og var fagnað eins og týnda synin- um. Hafði hann þá lokið því frægðarverki að ganga hringinn í kringum hnöttinn, samtals 21.000 mílur, og að sjálfsögðu búinn að fá sitt pláss í metabók Guinness. Dollaraláni breyttí innlent lán New York. Reuter. Montreal-banki hyggst breyta 100 milljón dollara van- skilaláni í Brasilíu i nýtt skuldabréfalán þar í landi. Verður hann fyrsti bankinn á Vesturlöndum, sem grípur til þessa úrræðis. Gamla skuldin, sem er í doll- urum, verður seld á fullu verði fyrir brasilíska mynt og féð síðan notað til verðbréfakaupa í Bras- ilíu. Alls á Montreal-banki 1,1 milljarð dollara útistandandi í lánum í Brasilíu. Mikil spenna hefur ríkt milli Brasilíu og lánardrottna landsins síðan Jose Samey forseti ákvað hinn 20. febrúar sl. að fresta greiðslu vaxta af um 68 milljarða skuld við erlenda viðskiptabanka. William Mulholland, stjórnar- formaður Montreal-bankans, sagðist í gær vera bjartsýnn á, að á endanum myndi takast að ná samkomulagi milli Brasilíu og viðskiptabanka landsins. Hann viðurkenndi, að Brasilíustjórn ætti eftir að samþykkja áætlun- ina en sagði: „Ef áætlunin verður samþykkt eigum við eftir að sjá meira af þessu.“ Reuter GULLÆÐIIGENF Skartgripir úr eigu hertogaynjunnar af Windsor og aðrir munir, sem tengdust „ástar- ævintýri aldarinnar“, voru í gær og fyrradag boðnir upp í Genf á vegum Sotheby’s-upp- boðsfyrirtækisins breska. Hafði allt safnið verið metið á sjö milljónir dollara en aðeins eftir fyrri daginn höfðu verið seldir skartgrip- ir fyrir 33,5 millj. dollara. Tölvutæknin og fullkomin fjarskipti valda því, að nú geta menn setið á sundlaugarbarmi vestur í Los Angeles, eins og var með Elizabeth Taylor, eða í Tehúsi ágústmánans austur í Tókýó og boðið í gripina um leið og þeim er brugðið á loft í Genf. Svo mikill var líka hamagangur- inn, að algengt var, að munimir færu á tíföldu matsverði. Myndin sýnir þegar fyrsti gripur- inn var boðinn upp. Sjá „Skartgripir ..á bls. 33 Portúgal: Vantraust sam- þykkt á stjómina Lissabon. Reuter. Minnihlutastjórn mið- og hægriflokka í Portúgal beið í gær lægri hlut í atkvæða- greiðslu um vantrausttillögu, sem þingmenn þriggja vinstri- flokka studdu. Mario Soares forseti er nú í opinberri heim- sókn í Brazilíu en þegar hann kemur heim á sunnudag verður það hans fyrsta verk að leita hófanna um myndun nýrrar stjórnar eða boða til kosninga. \ Ríkisstjóm Anibal Cavaco Silva forsætisráðherra, sem setið hefur i 17 mánuði, er 16. ríkisstjórnin í Portúgal eftir byltinguna árið 1974 þegar bundinn var endi á hálfrar aldar einræði í landinu. Sósíalistaflokkurinn, Lýðræð- Svíþjóð: Nýr áfangí í glímunni við hjartasjúkdóma GauUiborg. Reuter. SÆNSKIR vísindamenn og sér- fræðingar í erfðafræði og erfðaverkfræði hafa gert merka uppgötvun, sem kann að leiða til framleiðslu mjög áhrifaríkra lyfja við hjartasjúk- dómum. í viðtali við sænska útvarpið í gær kom það einnig fram hjá þeim, að nú hillti e.t. v. undir algjörlega náttúrulegt megrunarmeðal. Gunnar Bjursell, einn vísinda- mannanna, sagði, að honum og samstarfsmönnum hans hefði tek- ist að einangra tvo mikilvæga arfbera, sem ættu meginþátt í arfgenginni æðakölkun og æða- og hjartasjúkdómum en þeir eru ástæðan fyrir helmingi allra dauðsfalla í vestrænum ríkjum. Sagði Bjursell, sem er prófessor við Gautaborgarháskóla, að nú væri unnt að skoða þessa sjúk- dóma frá öðru sjónarhomi en áður og framleiða ný lyf með tilliti til þess. Vísindamennirnir segja, að vegna uppgötvunarinnar ætti að vera unnt að hafa áhrif á melt- ingu og niðurbrot fitu í fólki, sem er þannig af guði gert, að það er líklegt til að fá hjartasjúkdóma. Yrði það gert með lyfí, sem stjóm- aði fitusöfnun í líkamanum. islegi endurreisnarflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn ljáðu allir vantrauststillögunni lið sitt en þeir eiga 140 menn af 250 á þingi. Umræður um vantrauststillög- una stóðu í tvo daga og sökuðu vinstriflokkamir stjórnina um að þvinga í gegn lög án samráðs við þá og að hafa látið undir höfuð leggjast að nýta hagstæð ytri skil- yrði til að koma á nauðsynlegum umbótum í efnahagslífinu. Cavaco Silva bar af sér þessar ásakanir og sagði, að valdatími stjórnarinnar hefði einkennst af meiri stöðugleika en nokkm sinni fyrr og að flest stefndi í fram- faraátt á þessu fyrsta ári Portú- gala í Evrópubandalaginu. Soares forseti hefur nú um þá kosti að velja að nefna til nýjan forsætisráðherra og fá honum í hendur stjómarmyndun eða leysa upp þingið og boða til kosninga. Cavaco Silva vill kosningar til að þjóðin geti dæmt um frammi- stöðu hans og stjórnarinnar. Shultz í hús- bíl í Moskvu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.