Morgunblaðið - 04.04.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.04.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 11 Háttí 1.000 félagar í Lífsvon AÐALFUNDUR samtakanna „Lífsvon“ var haldinn í hliðarsal Hallgrímskirkju fimmtudags- kvöldið 26. mars sl. Nú að loknum þeim aðalfundi skipa stjórnina: Hulda Jensdóttir formaður, Pét- ur Gunnlaugsson varaformaður, Jón Guðmundsson ritari, Gunnar Þorsteinsson gjaldkeri og Sol- veig Lára Guðmundsdóttir blaðafulltrúi. „Lífsvon" eru samtök fólks, sem telja sér skylt að standa vörð um lífsrétt ófæddra barna. Samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og hafa vaxið mikið að félagafjölda síðan, því rpi eru í samtökunum nálægt 1.000 manns. Fulltrúar úr stjórninni hafa ferð- ast víða um land og hefur nú verið komið á fót undirbúningsnefndum til að stofna Lífsvonardeildir á Ak- ureyri, Sauðárkróki, Blönduósi, Vestmánnaeyjum og í Keflavík. Óðinn bakarameistari við störf í nýja bakaríinu. Nýttbakarí á Isafirði OPNAÐ hefur verið nýtt bakarí á ísafirði, sem nefnist Óðinn — bakarí, og er það til húsa á Silfur- götu 11. Eigandi bakarísins er Oðinn S. Geirsson, bakarameist- ari. Óðinn nam bakaraiðn hjá Brauð- gerð Kr. Jónssonar á Akureyri. Eftir nám vann hann sem verk- stjóri hjá bakaríum í Reykjavík, hjá Sveini bakara og Bakarameistaran- um, Suðurveri. Borgarafund- ur í Tónabíói FLOKKUR mannsins efnir til opins borgarafundar undir yfir- skriftinni „Islendingar gegn fasisma“ laugardaginn 4. apríl kl. 15.00 í Tónabíói. Rangurmán- aðardagur í frétt í blaðinu í gær um hol- lenskan mann, Martie Dekkers, sem er hér staddur til að leita að islenzkum unglingum í fyrir- sætustörf, var rangt mánaðar- heiti. Dekkers verður til viðtals í dag, laugardaginn 4. apríl kl. 10, á Hótel sögu. V^terkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiöill! plicrrgMíulhlalíllii Metsölutímaritið er komið út MEISTARAR MORÐ- GÁTUNNAR : - Einko'óðlöl Monnlífs vö : PD jomes oq fiby Morsden I Baráttan gegn vágestinum eyðni eða al næmi verður æ harðari og viðtækari. Maður sem mjög hefur mætt á í þessari baráttu er Böðvar Bjömsson, fræðslufulltrúi samtaka homma og lesbía, í herferð landlæknisem- bættisins. Hann segir hispurslaust frá erfiðu starfi, ágreiningi við embættið og eigin lífi. ski ingi Hallbjöm Hjartarson, „kúreki norfflursins", er nú bilaður að kjarki og heilsu eftir slys sem gjörbreytt hefur lífi hans. Hallbjöfn ger- ir upp átök og vonbrigði manns sem\ gerði sveitatónlist og Skagaströnd landsþ^kkta, en telur sig ekki hafa mætt þeim og stuöningi sem vænta hefði mátt. Mannlíf, metsölutímarit. Áskriftarsími: 91-687474. Á undanfömum árum hafa flykkst hingað til lands hver stórstjaman af annarri úr heimi lista og skemmtanalífs. En hvemig fólk eru stjömumar? í stórskemmtilegri og fróðlegri grein sem heitir Stjömur I íslenskum augum, er sagt frá sérvisku og siðum fólksins I heimsfrægðinni. Hvemig náungi er Ringo Starr? Stórsöngvarinn Pavarotti? Leikstjórinn látni Tarkofskí? Rokkaramir Fats Domino og Jerry Lee Lewis? Skáldkonan Doris Lessing? Svörin eru I Mannlífi. Á framboðslistum stjómmálaflokkanna lyrir komandi alþingiskosningar, a.m.k. nokkurra þeirra, em að venju nöfn landsþekktra lista- manna I sætum neðarlega. Em þetta skrautfjaðrir flokkanna? Mannlíf fjallar um listamenn sem verða að „listamönnum" fyr- i[ kosningar og þar kemur sitthvað athyglis- vert fram, eins og t.d. að Guðbergur Bergsson rithöfundur getur vel hugsað sér að feta sig uppeftir listanum og fara jafnvel inná alþingi. Valdotafl i Valhöll sjö órum siöar Sljornulans á islandi Skraulijaðrir Iramboöslistanoa Þjóðin fylgist nú spennt með glímu Adams Dalgliesh, lögregluforingja, við dularfulla morðgátu í sjónvarpssyrpunni um Svarta tuminn. Þetta er fjórða syrpan sem rikissjón- varpið sýnir við miklar vinsældir eftir sakamálasögum P. D. James, sem nú er talin einn fremsti höfundur slikra bóka i heim- inum og verðugur arftaki Agöthu Christie sem drottning sakamálasagnanna. í einka- viðtölum við Mannlíf segja þau P. J. James og Roy Marsden, sem leikur Dalgliesh, frá sjálfum sér og lífsbaráttu á ólikum sviðum listarinnar á hressilegan og hreinskilinn hátt. Roy Marsden lýsir sjálfum sér m.a. sem eld- heitum sósíalista og algerri andstæðu hins rólynda, ihygla millistéttarspæjara og fram kemur að hann hefur leikið islenskan skip- stjóra í Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Me&al fiölmargrs annars efnls: Þjóð- Ipikhúskjallarinn er skemmtistaður með nokkra sérstöðu í borgarlífinu í Reykjavík. Vitur maður sagði eitt sinn að þar væri sam- ankomin intellígensían í bænum sem annað hvort væri að skilja, skilin eða nýtekin sam- an aftur. Það er nú ekki alveg rétt. En Mannlíf fékk að skyggnast inní Kjallarann eina helgi og lýsir þvi sem þar fór fram i máli og myndum. í Ijósmyndaþætti leikur Gunnar Gunnarsson, Ijósmyndari Mannlífs, tilbrigði við stef um fjórar systur. Fjallað er um hasarblöð og myndasögur þeirra og rætt við Alan Moore, einn virtasta mynda- söguhöfund Breta og fleira og fleira.......... Magnús Blöndal Jóhannsson er af mörgum talinn eitt merkasta og fremsta samtímatón- skáld Islendinga. En minna hefur orðið úr en efni standa til. Tónskáldið leikur nú „dinner“tónlist fyrir matargesti hótela úti á landsbyggðinni og stendur fyrir bingókvöld- um í Reykjavik, auk þess sem hann er enn að semja þótt ekki fari hátt. Magnús Blöndal Jóhannsson segir frá skini og skúrum á ferli tónskálds, áföllum í einkalífi, átökum við Bakkus og vegferð einfarans. Albertsmál Guðmundssonar er einhver dramatískasti kaflinn i sögu Sjálfstæöis- flokksins. I Ijósi síðustu atburða og nýafstað- ins landsfundar flokksins hefur Anders Hansen, annar af höfundum bókarinnar Valdatafl í Valhöll, sem út kom fyrir sjö árum og vakti geysilega athygli fyrir afhjúpun á væringum í innsta kjama Sjálfstæðisflokks- ins í framhaldi af stjómarmyndun Gunnars Thoroddsens, sest niður til að rýna í „valda- tafl í Valhöll".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.