Morgunblaðið - 04.04.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
13
Allur ávi nningur kjörtím abilsins glat-
ast ef viö kjóstini viir ok |íur sundrungu
— sppir Frifirilc Snnhussnn. ffíi—if'W —
- segir Friðrik Soph usson,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
og efsti maðurá D-listanum í Reykjavík
VIÐTAL: GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur nú tekið fyrsta sætið á framboðslista
flokksins í Reykjavík eftir að Albert Guðmundsson
sagði sig úr lögum við flokkinn, stofnaði nýjan flokk
og efndi til framboða um land allt honum til höfuðs.
í kosningabaráttunni í Reykjavík njóta listar Sjálf-
stæðisflokksins undir forystu Friðriks Sophussonar
annars vegar og Borgaraflokksins undir forystu Al-
berts Guðmundssonar hins vegar mest fylgis
samkvæmt skoðanakönnunum. Morgunblaðið leitaði
álits Friðriks á þeirri stöðu sem nú er komin upp í
stjórnmálum, aðdraganda hennar og hugsanlegum
eftirmálum, og þeim verkefnum sem blasa við í
íslenskum stjórnmálum.
Friörik Sophusson var í
upphafi spurður að því,
hvort þessi tíðindi og nið-
urstöður skoðanakannana
um fylgi Borgaraflokks
Alberts Guðmundssonar
hefðu breytt kosningabar-
áttu sjálfstæðismanna.
„Að sjálfsögðu hefur þetta haft áhrif.
Við undirbjuggum þessa kosningabaráttu
með það í huga að leggja áherslu á árangur
okkar í ríkisstjóminni og áframhaldandi
stefnu á sama grundvelli undir forystu Þor-
steins Pálssonar, sem sýnt hefur festu og
hugkvæmni við að leysa ýmis erflð mál. I
sjálfu sér má segja að þessi áhersluatriði
séu óbreytt. Við hljótum hins vegar að taka
mið af hinum nýju aðstæðum og þá með
því að benda á afleiðingar þess ef Sjálfstæð-
isflokkurinn verður fyrir miklum skakkaföll-
um í þessum kosningum. Flokkurinn hefur
verið kjölfesta stjómmálalífs hér á landi og
aðild hans að ríkisstjóm hefur tryggt stöð-
ugleika, ftjálsræði og öflugt velferðarkerfí.
Mikilvæg ástæða þessa er sú staðreynd hve
flokkurinn hefur verið stór. Ef við fáum
marga álíka stóra flokka eftir kosningamar
þá leiðir það yfír okkur tíma óstöðugleika,
sundrungar og íjölflokkastjóma, þar sem
hver höndin verður uppi á móti annarri.
Þriggja flokka vinstri ríkisstjómir og vinstri
meirihluti borgarstjómar eru dæmi sem fólk
þekkir af vondri reynslu. Það þarf ekki
mikla ályktunarhæfileika til að sjá hvaða
afleiðingar slíkt ástand hefði í atvinnu- og
efnahagslífmu. Það er beinlínis þjóðamauð-
syn að fólk geri sér grein fyrir þessu og
við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu
á að koma þessu atriði til skila.“
Auðvelt að glutra
árangrinum niður
„Satt að segja trúi ég ekki öðru en að
kjósendur leiði hugann að því á kjördag
hvað gerst hefur á síðustu fjórum árum.
Þessi ríkisstjóm hefur í raun og sannleika
náð gífurlegum árangri. Verðbólgan er tífalt
minni en fyrir Qórum árum. Um tíma voru
menn beihlínis hættir að trúa því að það
væri hægt að ráða niðurlögum hennar. Það
hefur verið afsannað. Spamaður hefur stór-
aukist. Fólk getur ávaxtað sparifé sitt og
sú staða er að koma upp að það verður
samkeppni milli lánastofnana um fyrir-
greiðslu við fólk. Erlend skuldasöfnun hefur
verið stöðvuð. Frjálsræði hefur aukist á
mörgum sviðum. Eitt stærsta skrefið er
auðvitað útvarpsfrelsið. En það er líka
ástæða til að minna á að ýmis konar höft
hafa verið afnumin, s.s. í sambandi við notk-
un greiðslukorta og gjaldeyris. Lífskjör hafa
aldrei verið betri og velmegun almennari.
Þetta þýðir ekki að við eigum að láta stað-
ar numið. Á næsta kjörtímabili verður það
eitt höfuðverkefnið að færa góðærið til
þeirra sem ekki hafa notið þess. Þá verður
að leggja áherslu á mál sem ekki hefur
verið unnt að sinna meðan verið var að rétta
efnahagslífið af og styrkja undirstöðumar.
Ég nefni t.d. hópa eins og fatlaða og aldr-
aða, en að málum þeirra þarf að huga að
festu og ákveðni á næstunni. Áframhald-
andi stöðugleiki er forsenda þess að það
takist.
í þessu sambandi er kjami málsins sá,
að allur ávinningur þessa kjörtímabils kann
að glatast ef við kjósum yfir okkur sun-
dmngu. Það hefur verið erfitt að skapa
þann stöðugleika sem hér hefur komist á,
en það er auðvelt að glutra honum niður."
Hver er afstaða hinna virku flokksmanna
í þessu máli? Þið hafið haldið fjölda funda
upp á síðkastið.
„Auðvitað höfum við orðið fyrir áfalli, en
það er alrangt að segja að trúnaðarmanna-
kerfi Sjálfstæðisflokksins hafi riðlast. Við
höfum haldið fundi með trúnaðarmönnum
flokksins um land allt og þar er um að
ræða nær órofa fylkingu. í fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík eru þeir mjög
fáir sem gengið hafa f lið með Borgara-
flokknum og í stjómum hverfafélaganna
held ég að aðeins sé um vandamál að ræða
í tveimur stjómun hverfafélaga þar sem
menn hafa yfirgefið flokkinn. Það var mik-
ið reynt til þess að fá frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins, sem eru 126 að tölu, til að
hverfa af listum okkur og haft samband við
fólk um land allt í þvf skyni. Uppskeran var
einn frambjóðandi auk Alberts. Þessi við-
brögð eru okkur mikill styrkur."
Tylliástæða fyrir framboði
Alberts
Hvað viltu segja um Albertsmálið sjálft,
ákvörðun Alberts að víkja úr ráðherraemb-
ætti og síðan stofnun Borgaraflokksins?
Friðrik Sopusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
„Ég taldi eðlilegt að Albert tæki sjálfur
ákvörðun um að víkja úr ráðherraembætti
í ljósi þeirra upplýsinga um mál hans sem
fram voru komnar. Eg taldi hins vegar
málið þess eðlis að rétt væri að hann sæti
áfram á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Mörg dæmi eru um það erlendis að ráð-
herrar segi af sér en sitji áfram sem
þingmenn. Eitt frægasta er danski mennta-
málaráðherrann Ritt Bjerregárd, sem nú er
talin koma til greina sem arftaki Ankers
Jörgensens. Framvindan í máli Alberts varð
hins vegar með öðrum hætti og það þykir
mér sem nánum samstarfsmanni Alberts
mjög miður. Ég held raunar að Albert hafi
verið mjög tregur til að ganga til stofnunar
Borgaraflokksins og tilefnið sem notað er
til að réttlæta ákvörðun hans - ummæli
Þorsteins í Stöð 2 - er hrein tylliástæða.
Mér er kunnugt um það að fyrir þann tíma
var komin fullur skriður á stofnun Borgara-
flokksins og framboð um land allt. Þeir
menn sem að þessu stóðu þrýstu mjög á
Albert að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og því
miður lét hann undan. Það er ástæða til
að benda á að oft hafa menn farið út í sér-
framboð til að kanna styrk sinn eins og t.d.
Jón Sólnes, Eggert Haukdal, Sigurlaug
Bjamadóttir og nú síðast Stefán Valgeirs-
son. Þau gengu ekki úr flokknum sínum
en Albert stofnaði nýjan stjómmálaflokk
þótt hann nyti trausts til setu á framboðs-
lista flokks síns. Á þessu er reginmunur“
Ólík viðhorf til mistaka
Alberts
Hvað er það sem ræður stuðningi fólks
við Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar?
Hvers vegna hefur hann svona mikið fylgi
í skoðanakönnunum?
„Ég held að á tvö atriði sé einkum að líta
í þessu sambandi. Annars vegar virðist Al-
bert eiga samúð mikils fjölda fólks. Margir
líta á mistök hans sem smávægilega yfirsjón
sem ekki réttlæti viðbrögð forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Ég held að þama gæti
hugsanlega kynslóðarmunar. Yngra fólkið
telji að þama hafi skapast trúnaðarbrestur,
en sumir sjái hlutina í öðru ljósi og telji það
umburðarlyndi að breiða yfir mistök af þessu
tagi. Hins vegar er það staðreynd að það
er alltaf nokkur hópur fólks í þjóðfélaginu
sem telur sig hafa orðið undir í lífsbarát-
tunni eða hlunnfarið með einhveijum hætti;
fólk sem vill mótmæla ósveigjanlegu kerfi.
Þetta fólk laðast að þekktum persónum sem
segjast vera að gera uppreisn gegn Kerfinu.
Nærtækt dæmi um þetta er hreyfíngin sem
Vílmundur heitinn Gylfason hratt af stað
fyrir Ijórum árum. Bandalagi jafiiaðar-
manna var fyrir síðustu þingkosningar spáð
allt að 14-15 þingmönnum en fékk aðeins
4 menn kjöma"
Albert kallar sjálfan sig fyrirgreiðslu-
pólitíkus. Er fólk ekki að þakka honum
ýmsan greiða með stuðningi sínum?
„Vafalaust er það rétt. Vissulega hefur
Albert gert mörgum greiða og aðstoðað
fólk sem átt hefur í vandræðum eins og
margir aðrir alþingismenn. Það er ekkert
óeðlilegt að fólk hugsi hlýtt til hans. En við
skulum gæta að því að í fyrirgreiðslu af
þessu tagi getur falist nokkur hætta. Hætt-
an er sú að þeir sem hafa aðgang að
manninum með réttu samböndin fái sínum
málum kippt í liðinn, en hinir sem ekki
hafa samböndin eða uppburð til að leita
eftir þeim verði útundan eða beinlínis fyrir
skakkaföllum vegna velgengni annarra.
Kjarni málsins er sá að við eigum ekki að
þurfa á „fyrirgreiðslu“ og „samböndum“ að
halda heldur breyta kerfinu sjálfu svo allir
standi jafnir að vígi.“
Upplausn eða festa?
Heldur þú að sá styrkur sem Borgara-
flokkurinn hefur sýnt undanfarna daga
muni haldast og sýna sig í kosningunum?
„Nei, ég trúi því ekki. Ég held að þegar
nær dregur kosningum og mestu tilfinninga-
bylgjur þessa máls eru gengnar yfir þá nái
menn áttum á ný. Þá held ég að fólk fari
að hugsa um það sem við tekur eftir kosn-
ingar og sjái að það er hrein upplausn sem
blasir við ef svo heldur fram sem horfir.
Fólk hlýtur að spyija sig þegar það greiðir
atkvæði á kjördag hvers konar þjóðfélagi
það vill búa í. Þegar menn hugsa til síðustu
fjögurra ára þá viðurkenna allir sanngjamir
menn að við höfum náð stórkostlegum ár-
angri vegna þeirrar festu og ákveðni sem
ríkisstjórnin hefur sýnt. Ef kosningar leiða
til stjómarkreppu eða fjölflokkastjórnar,
sem að öllum líkindum yrði þá vinstri stjórn,
þá blasir við að verðbólguholskefla mun ríða
yfír á ný. Skynsamt fólk getur ekki kosið
slíkt yfir sig.
I þessu sambandi kemur upp í hugann
það sem gerðist þegar Reykvíkingar höfnuð
traustum og samhentum meirihluta sjálf-
stæðismanna árið 1978. Þarf að rifja þá
raunasögu upp? Muna menn ekki eftir stöðn-
uninni á öllum sviðum og hinum hégómlega
flokkadrætti sem einkenndi stjórnmálin í
borginni? Og fólk veit og sér hvernig hlutirn-
ir hafa breyst undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins og Davíðs Oddssonar.“
„Gunnarsmenn“ styðja
Sjálfstæðisflokkinn
Klofningnum nú hefur verið líkt við mynd-
un ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen árið
1980. Er það réttmætur samanburður?
„Nei, því fer fjarri. Og það er gott að
þessi spurning kemur fram, því ég held að
það sé nauðsynlegt að vekja ríkulega at-
hygli á því að það hvarflaði aldrei að Gunnari
Thoroddsen og stuðningsmönnum hans að
segja sig úr lögum við Sjálfstæðisflokkinn
eins og Albert hefur gert. Gunnar og þeir
þingmenn flokksins sem honum fylgdu voru
áfram í þingflokki sjálfstæðismanna. Og
þeir sem fylgdu Gunnari árið 1980, menn
eins og Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson
og Pálmi Jónsson fylgja nú Sjálfstæðis-
Morgunblaðið/Emilfa
flokknum en ekki Borgaraflokknum. Þeir
eru sammála þeirri meðferð sem mál Al-
berts hafa fengið í Sjálfstæðisflokknum og
þeirri ákvörðun Alberts að segja af sér ráð-
herraembætti. Ég vil líka geta þess að
ýmsir vinir og samstarfsmenn Gunnars
Thoroddsens hafa haft samband við mig og
lýst yfir stuðningi við framboð Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík."
Þú hefur verið spurður að því í kjölfar
skoðanakannana sem sýna mikið fylgi Borg-
araflokksins hvort ekki geti komið til þess
að þessir tveir flokkar myndi stjórn saman.
Er það inni í myndinni?
„Það er algjörlega ótímabært að ræða
um stjórnarmyndun, hvað þá skiptingu ráð-
herraembætta, fyrr en úrslit kosninganna
eru ljós. Við sjálfstæðismenn leggjum
áherslu á að við erum ekki flokkur sem er
myndaður í kringum einn einstakling, ekki
flokkur sem hugsar um framboð fyrst og
málefni síðar eins og Borgaraflokkurinn
gerði. Við lítum á okkur sem liðsheild, fólk
með reynslu í stjórnmálum. Við vekjum at-
hygli á því að innan Borgaraflokksins er
að ræða samstarf án stefnu og ferð án fyrir-
heits, enda sameinast í einum flokki vinstri-
sinnaðir verkalýðsforingjar og menn sem
telja sig vera hægra megin við Sjálfstæðis-
flokkinn. Skrifaði ekki Júlíus Sólnes grein
í Morgunblaðið í desember í fyrra og talaði
um nauðsyn þess að veita Sjálfstæðisflokkn-
um „aðhald frá hægri“?
í kosningabaráttunni hljótum við að taka
á Borgaraflokknum eins og hvetjum og
öðrum flokki - sem keppinaut okkar og
pólitískan andstæðing. Þegar menn eru að
velta vöngum yfir því sem gerist eftir kosn-
ingar ættu menn að leiða hugann að
reynslunni af framboðum af svipuðu tagi
og hér er á ferð. Slíkir flokkar hafa ýmist
ekki getað átt aðild að ríkisstjómum eða
ekki enst í ríkisstjóm út kjörtímabilið. Er
skemmst að minnast Samtaka fijálslyndra
og viristri manna í því sambandi, sem sundr-
uðust áður en kjörtímabilinu lauk. Það er
einfaldlega ekki hægt að reiða sig á þessa
flokka vegna þess hvemig þeir em til orðn-
ir og vegna samsetningar þeirra. Þeir geta
fengið talsvert fylgi í könnunum og kosning-
um en þeir hafa ekkert úthald vegna þess
að undirstaðan er svo veik. Og það ýtir
undir sundmngu og upplausn þegar slíkir
flokkar em leiddir til öndvegis í stjórnmálum
eða látnir hafa úrslitaáhrif á myndun ríkis-
stjóma.“
Vilja kljúfa
Sjálf stæðisf lokk inn
Hvemig meturðu viðbrögð við Alberts-
málinu og framboði Borgaraflokksins í
öðrum flokkum?
„Ég minni á hvað foringjar Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
sögðu áður en Albert Guðmundsson sagði
af sér. Þeir sögðu að hann ætti að víkja.
Meira að segja Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra kvað fast að orði um þetta
atriði löngu áður en við mátum það tíma-
bært að Albert tæki þessa ákvörðun. En
hvað segja þessir menn nú? Steingrímur
segist sakna Alberts úr ríkisstjómni. Honum
þykir leitt að hann skyldi ekki sitja út
kjörtímabilið. Jón Baldvin talar um ódreng-
skap forystumanna Sjálfstæðisflokknum og
segist vel skilja samúðina með Albert. Þess-
ir menn em sjálfum sér ósamkvæmir. Fyrir
þeim vakir fyrst og fremst að kljúfa Sjálf-
stæðisflokkinn. Allt tal þeirra um siðferði
og síðan um tvöfalt siðferði virðist orðin
tóm. En nú virðast þeir hafa snúist enn
einn hringinn þegar þeir sjá að Albert er
að höggva í raðir þeirra. Þá á hann ekki
samúð þeirra lengur. Mér finnst að fjöl-
miðlamenn veiti þessum tvískinnungi vinstri
flokkanna ekki nægilega athygli. Það hefur
mikið verið gert úr þeim ummælum Þor-
steins Pálssonar að Álbert gæti ekki orðið
ráðherra á vegum Sjálfstæðisflokksins strax
eftir kosningar. Hvers vegna spyija fiöl-
miðlamenn ekki foringja Alþýðuflokks,
Alþýðubandalags og Framsóknarflokks að
því hvort þeir muni gera Albert að ráðherra
eftir kosningar ef hann nær kjöri? Það
væri fróðlegt að vita hvað mennimir sem
heimtuðu afsögn Alberts segja núna. Ég
spiþ því að þeir muni fara undan í flæmingi."
Enginn má skorast úr leik
Nú hefur þú með óvæntum hætti tekið
forystusæti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hvaða áhrif hefur þetta á þig
persónulega?
„Það er rétt að þetta gerðist mjög óvænt,
en það hafði engin áhrif á mig persónulega
önnur en þau að það er alltaf leiðinlegt
þegar samhetjar hlaupast undan merkjum.
Verkaskipting og valddreifing er með þeim
hætti í flokknum að það eru ekki teljandi
viðbrigði að leiða listann í Reykjavík eftir
að hafa verið í forystusveitinni í mörg ár.
Það hefur veitt mér styrk að finna fyrir
þeirri samstöðu og þeim baráttuhug sem
ríkir meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég trúi því að okkur muni takast að
vinna upp það fylgistap sem skoðanakann-
anir gefa vísbendingu um að orðið hafí. En
þá má heldur enginn sjálfstæðismaður liggja
á liði sínu. Enginn sem vill halda áfram
uppbyggingu og vernda lífskjör á íslandi
má skorast úr leik. Nú ríður á að við stönd-
um saman."