Morgunblaðið - 04.04.1987, Side 16

Morgunblaðið - 04.04.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Gamlar myndir úr Herbertsprenti Samtök bókagerðarmanna 90 ára: Yaxandi áherzla á menntunarmálin - segir Magnús Einar Sigurðsson formaður Elzta stéttarfélag landsins er 90 ára í dag, 4. apríl. Það eru Sam- tök bókagerðarmanna sem eiga afmælið, en það miðast við stofnun Hins islenzka prentarafélags 4. apríl 1897. Stofnendur voru tólf að tölu en við sameiningu samtaka þess fólks, sem starfaði að bóka- gerð fyrir tæpum sjö árum, var Hið islenzka prentarafélag fjölmenn- asti félagsskapurinn. Nú eru í Samtökum bókagerðarmanna um þúsund manns. Samtökin halda afmælið hátíðlegt með samkomu sem haldin verður i Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 13. Stefán Ög- mundsson prentari hefur samið ágrip af sögu félagsins. Þetta ágrip hefur verið fært í leikbúning og verður flutt á hátíðarsamkomunni i tali og tónum undir stjórn Baldvins Halldórssonar leikara. Samtök bókagerðarmanna eiga sér merka sögu, enda hafa félags- menn ávallt staðið framarlega í baráttunni fyrir bættum kjörum á vinnumarkaði. Að sögn Magnúsar Einars Sigurðssonar, núverandi formanns, hefur þetta forystuhlut- verk ekki breytzt síðan Hið íslenzka prentarafélag, Bókbindarafélag ís- lands og Grafíska sveinafélagið sameinuðust 2. nóvember 1980: „Starf samtakanna hefur aukizt mjög á undanfömum árum, enda hefur félögum fjölgað jafnt og þétt, ekki sízt eftir að ný tækni ruddi sér til rúms. Þegar tölvur og offset héldu innreið sína í prentun og bókagerð urðu ýmsir uggandi um sinn hag og töldu að ekki yrði ieng- ur þörf fyrir þessar stéttir en það hefur farið á annan veg. Með þess- ari nýju tækni hefur orðið gífurleg aukning í prentiðnaði og því er haldið fram að framleiðslan hafi tífaldast á tíu árum. Það er áreiðan- lega ekki fjarri lagi, en ég tel að okkur íslenzkum bókagerðarmönn- um hafi tekizt mun betur en stéttar- félögum okkar í flestum nágranna- löndum að aðlagast nýrri tækni og breyttum starfsháttum. Við höfum lagt vaxandi áherzlu á endurmennt- un og menntunarmál yfírleitt. Gmnnmenntunin hefur t.d. tekið stakkaskiptum þannig að tekizt hefur að samræma hana nýjum vinnubrögðum á hverjum tíma. Framfarimar eru mjög örar og Samtök bókagerðarmanna hafa sjálf staðið fyrir námskeiðum til þess að gera félagsmönnum sínum kleift að fylgjast með nýjungum og vera undir það búnir að taka þær í notkunjafnóðum ogþörf krefur." — „Hvað um kaup og kjör?“ „Að því leyti stöndum við svipað að vígi og þær stéttir sem við störf- um með, t.d. blaðamenn. Að vísu hefur ófaglært fólk sem starfar við bókband haft mun lægri laun en aðrir í þessum iðnaði og það er vandamál sem okkur hefur enn ekki tekizt að leysa." — „Þið hafíð staðið fyrir nám- skeiðum þar sem ófaglærðu fólki í samtökum ykkar hefur gefízt kost- ur á að afla sér iðnréttinda." „Já, það hefur verið gert einu sinni og það gaf ágæta raun þann- ig að gera má ráð fyrir að slíkt námskeið verði haldið aftur. Þá var miðað við sex ára starfsreynslu og kostur gefínn á þriggja mánaða námskeiði í Iðnskólanum, að alls hundrað kennslustundum. Að loknu námskeiðinu hlutu tíu félagar iðn- réttindi." — „Þið eigið aðild að samtökum erlendis." „Já, við erum aðilar að samtökum norrænna og evrópskra bókagerð- armanna, auk þess sem við erum í alþjóðasambandi bókagerðar- manna. Erlend samskipti eru okkur afar mikilvæg og þau samtök sem við erum í styðja okkur og styrkja með margvíslegum hætti. Þau hafa t.d. veitt okkur öflugan stuðning í kjarabaráttu auk þess sem þau láta okkur í té gagnlegar upplýsingar sem nýtast okkur mjög vel.“ Stéttvísir hafa bókagerðarmenn verið allt frá upphafí eins og ráða má af því að árið 1886 stofnuðu prentarar í Reykjavík með sér skemmti- og fræðslufélagið Kveld- vökuna sem var undanfari Hins íslenzka prentarafélags. Kveldvak- an gaf út blað en af því hafa ekki varðveitzt nema sex tölublöð, öll útgefin síðari hluta árs 1986. Af efni blaðsins er ljóst að þá þegar hafa prentarar leitað leiða til að tryggja sér atvinnuöryggi og bætt lífskjör og í upphafi árs 1887 er stofnað Prentarafélagið en það leystist upp árið 1890, að því er virðist vegna atvinnuleysis sem leiddi til þess að prentarahópurinn Magnús Einar Sigurðsson form- aður Samtaka bókagerðar- manna. dreifðist og fór í önnur störf. Það var svo á árunum 1895 og 1896 að umræður um nauðsyn þess að stofna stéttarfélag prentara fóru vaxandi og svo fór að prentarar úr ísafoldarprentsmiðju og Félags- prentsmiðjunni boðuðu til fundar þar sem kosin var nefnd til að semja frumvarp til laga um væntanlegt félag. Sunnudaginn 4. apríl 1897 var haldinn fundur í Góðtemplarahús- inu í Reykjavík. Þar var Hið íslenska prentarafélag stofnað. Stofnendur voru tólf prentarar, en í lögum er grein gerð fýrir mark- miði félagsins með þessum orðum: „Tilgangur félags vors er að efla og styrkja samheldni meðal prent- ara á íslandi; að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðjueigendum; að styðja að öllu því, er til framfara horfir í iðn vorri, og að svo miklu leyti sem hægt er, tryggja velmegun vora í framtíðinni." í söguyfírliti Stefáns Ogmunds- sonar kemur fram að öryggisleysi í atvinnumálum og lágt kaup hafi verið helzti hvatinn að stofnun fé- lagsins, en að óhófleg vinna nema í Dagskrárprentsmiðjunni, sem hóf starfsemi 1896, hafi verið tilefni þess að látið var til skarar skríða. í febrúar 1899 var stigið stórt skref í átt til atvinnuöryggis en þá undirrituðu allir félagsmenn, 29 að tölu, skuldbindingu um að vinna ekki við prentun nema fylgt væri ákveðnum reglum varðandi lærlin- gatöku. Árið 1906 gekk Hið íslenzka prentarafélag í fyrsta sinn til samn- inga við atvinnurekendur og var þetta jafnframt fyrsti reglulegi vinnusamningur sem gerður var hér á landi milli iðnfélags annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Tryggingar og önnur velferðar- mál voru frá fyrstu tíð mikilvægur liður í starfsemi stéttarfélaga bóka- gerðarmanna eins og sjá má á því að 1897 stofna prentarar með sér sjúkrasamlag og um leið og það mál var komið í höfn hefst undir- búningur að stofnun atvinnuleysis- tryggingasjóðs, eins og hann var nefndur. Áldamótaárið voru sam- þykktar reglur um atvinnustyrktar- sjóð og þegar þeim sjóði óx fiskur um hrygg var hann um fjörutíu ára skeið öflugasti sjóður Hins íslenzka prentarafélags. Fyrsta konan sem vitað er að hafí unnið við prent á íslandi var Kristjana Markúsdóttir sem hóf störf í ísafoldarprentsmiðju árið 1892. Allar götur síðan hafa konur verið margar í hópi þeirra sem unn- ið hafa við prentun og bókagerð hér á landi. 1918 stofnuðu konur sem störfuðu í prentsmiðjum með sér sérstakt félag og var Ingigerður Loftsdóttir fyrsti formaður þess. Þau félög sem sameinuðust Hinu íslenzka prentarafélagi árið 1980 og stóðu með því að stofnun Sam- taka bókagerðarmanna voru sem fyrr segir Bókbindarafélagið sem stofnað var 11. febrúar 1906 og Grafíska sveinafélagið, sem upp- haflega hét Ljósprentarafélag Islands og hóf göngu sína fyrir nærfellt 37 árum. Allt félagsstarf Samtaka bóka- gerðarmanna fer fram í glæsilegum húsakynnum þeirra á Hverfisgötu 21 í Reykjavík. Stjóm samtakanna skipa: Magn- ús Einar Sigurðsson formaður, Svanur Jóhannesson varaformaður, Sæmundur Árnason ritari, Þórir Guðjónsson gjaldkeri og Ásdís Jó- hannesdóttir, Jón Otti Jónsson og Ómar Franklínsson meðstjómend- ur. T8dr TÍfí’TA !' 5TTTr>«(7JTADTTA I CTT0TA TíTVTTTnfTOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Guðmundur Einarsson á Morg- unblaðinu við ljóssetningavél, sem notuð var eftir að blaðið fór í offset 1973. Ný tækni, sem nú er orðin úrelt. Brautryðjendur íslenskra bókagerðarmanna: lengst til vinstri: Þorvarður Þorvarðsson fyrsti formaður Hins íslenzka prentarafélags, Benedikt Páls- son, Jón Arnason. Að baki Jóns er Guðmundur Þórsteinsson yngri, þá Jón E. Jónsson, Guð- jón Einarsson. Að baki Guðjóns er Einar Kristinn Auðunsson, Guðmundur Þorsteinsson eldri og Ágúst Jósefsson. I Félagsprentsmiðjunni, frá vinstri: Steindór Gunnarsson, Einar Guttorms- son, Benedikt Gabríel Benediktsson, Ólafur Sveinsson, Sigurður Sæmunds- son og Vilhelm Stefánsson (sitjandi). TOYOTA • • NÝHCAMRY FJOLSKYLDU- SPORT- BÍLUXX! TOYOTA FIÖLVENTLA VÉUKR SViÉii Nýi Toyota Camiy bíllinn er kominn á vettvang, glæsilegri en nokkru sinni fyrr! Nú hefur hann stækkað, rýmið aukist að innan og síðast en ekki síst: hann er nú kraitmeiii án þess að það komi niður á bensíneyðslu. Lykillinn að auknu aflj Camiy er stórkostleg nýjung; tjolventla vélin. Hún gerir þennan glæsilega fjölskyldubíl að sannkölluðum fjölskyldusportbíl. Fjölventla vélin er ávöxturinn af löngu þróunarferli. Hún hefur 16 ventla í stað 8 áður, 4 við livem strokk og er auk þess mjög léttbyggð. Öll hönnun vélaiinnar miðar að meiri hagkvæmni. Helstu kostir hemtar eru: Betri nýting eldsneytís Aukin sparneytni. Eyðsla 8,9 1/100 km. Snarpara viðbragð. Á 94) sek. nær Camry 100 km klst. • Meiri krdftur Þýðari og jafnari gangur Þetta er framlag Toyota til endurbóta - eða byltingar - á bílvélum. Enn einu sinni er Toyota í faraihroddi. Toyota Camry Sportbíll allrar ijölskyldunnar. *Verð frá kr. 629.000,- OYOTA ‘Miðað viö gengi 1/3 '87 AUKht. 109.11/SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.