Morgunblaðið - 04.04.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.04.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 KALDIR RÉTTIR Á FERMINGAR- BORÐIÐ Þegar tekið er á móti gestum, er mikilvægt að gestgjafarn- ir séu vel afslappaðir, svo að gestirnir hafi ekki á tilfinning- unni að of mikið sé fyrir þeim haft. Kosturinn við að bera fram „kalt borð“ er einmitt sá, að þeir sem matinn tilreiða geta bæði búið hann til sjálfir, tekið á móti gestunum og verið gestgjafar. Til þess þarf þó skipulagningu og ekki sak- ar að hafa kalda geymslu, en þá er líka hægt að útbúa matinn talsvert löngu fyrirfram. Vissulega er hægt að frysta ýmsa rétti, en á köldu borði notum við bæði ferskt græn- meti, ávexti og ýmsar sósur úr sýrðum ijóma og olíusósu, einnig rétti í hlaupi, en ekkert af þessu má frysta. Hrátt grænmetisfat með alla vega tilskornu grænmeti, er alltaf skemmtilegt og hreint ekki svo mikil fyrirhöfn að útbúa það. Grænmetið geymum við svo í köldu vatni þar til við setjum það á fatið. Eins er með ávextina. Þá er hægt að skera niður, pensla suma með sítrónusafa (árangursríkast er að nota þann sem er í plastsítrónum eða smáflöskum). Setjið síðan plastfílmu yfir og geymið á köldum stað. Athug- ið að ef þið eruð með sellerí, að annað grænmeti tekur bragð af því. Því skyldi alltaf gæta þess að setja það sér í skál með vatni og breiða yfir það sérstaklega, jafnvel þótt það sé á sama fati. Yfirskreyttir réttir eru ekki gimilegir, aftur á móti er einföld skreyting alltaf skemmtileg. Grænmeti og ávexti ætti að nota sem mest til skreytingar, og helst ekki sprauta olíusósu yfir réttina. Fæstir kæra sig um hana. Réttimir sjálfir ættu að vera þannig útbúnir að þeir skreyti sig sjálfír. Þegar þið berið fram grænmeti með réttunum, á aldrei að hafa sama grænmetið á fleiri en einu fati. Þó má gera undantekningu með steinselju, en þó í hófi. Mín gullna regla er, aldrei sama grænmetið í tveimur fötum. Ef ég nota papríku á einu fati, sést hún ekki á öðm o.s.frv. Hægt er að fá svo margar grænmetistegundir að auðvelt er að fylgja þeirri reglu. Bakki með hráu græn- meti og- ídýfu 20 radísur, 3 sellerístönglár, 2 stórar gulrætur, V2 stór gúrka, 4 frekar smáir tómatar. Notið oddmjóan beittan hníf. 1. Skerið legginn og rótina af radísunum. Skerið síðan skurði í radísumar eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Rennið síðan hnífnum undir flipann og losið örlítið frá. Setjið radísurnar síðan í ísvatn í 3—5 klst. 2. Þvoið sellerístönglana og skerið frá skemmdir ef einhveijar eru. Skerið síðan í 8—10 sm langa bita. Skerið síðan á nokkrum stöð- um rifur djúpt í báða enda. Gætið þess þó að skera ekki alveg í sund- ur. Setjið í ísvatn í 3—5 klst. Gætið þess að setja selleríið ekki með öðru grænmeti í skál, þar sem það smitar bragði í hitt græn- metið. 3. Afhýðið gulræturnar, skerið síðan langsum með kartöfluhníf í þunnar langar sneiðar. Vefjið upp og stingið tannstöngli í rúllumar. Setjið í ísvatn í 3—5 klst. 4. Skerið gúrkuna í 10 sm langa bita, skerið síðan hvem bita í stafi með riffluðum hníf, sem ætlaður er til að skera grænmeti (hann fæst víða og kostar sáralí- tið). Hægt er að skera þetta i stafí með venjulegum hníf, en þá verður það ekki rifflað. 5. Þvoið tómatana og skerið í báta. ídýfan 1 bikar sýrður ijómi, 1 msk. olíusósa, 1 marinn hvítlauksgeiri, 1 tsk. sítrónusafi, 5 dropar tabaskósósa, 2 kúfaðar tsk. karrý, 9 stutt strá graslaukur (ef þið eigið hann). 6. Blandið öllu saman, setjið í skál. Setjið síðan þijú og þijú graslauksstrá upp á endann í ská- lina til skrauts. 7. Setjið skálina í miðju kring- lótts fats. 8. Þerrið grænmetið og takið tannstönglana úr gulrótunum. 9. Raðið grænmetinu hveiju fyrir sig í hrúgu utan með skál- inni. Avaxtafat 3 langar mjóar pemr, 6 kívíávextir, 4 appelsínur, stór klasi falleg blá vínber, V2 melóna, fersk jarðarber, 3 stjömuávextir (carambol) fást stundum í Hagkaup. 1. Afhýðið pemrnar, skenð úr þeim kjamann. Skerið síðan í rif, penslið með sítrónusafa úr smá- flösku. 2. Afhýðið kívíið, skerið í þykk- ar sneiðar og hveija sneið í tvennt. 3. Skerið appelsínumar í sneið- ar og hveija sneið í tvennt. 4. Skerið melónuna í bita, stafi eða kúlur sem búnar em til með sérstakri skeið eða lítilli tsk. 5. Skerið stjörnuávextina í þunnar sneiðar. 6. Raðið ávöxtunum fallega á fat. Hveiju fyrir sig í hrúgu. Setj- ið jarðarberin í miðjuna, en látið vínbeijaklasann lafa örlítið út af fatinu. Roastbeef með sósu o g pækilgrænmeti (pikl- is) 1 kg roastbeef, 1 tsk. salt, V2 tsk. svartur nýmalaður pip- ar, 2 tsk. sterkt sinnep. 1. Ef þið kaupið roastbeef til- búið, er yfírleitt búið að reyra það, en annars verðið þið að gera það sjálf. Best er að nota sterkan bómullarþráð til þess og vefja þétt utan um kjötvöðvann og laga hann örlítið til um leið. 2. Hitið ofninn í 220°C, í blást- ursofni í 200°C. 3. Nuddið salti og pipar á vöðv- ann, smyijið síðan þunnt lag af sinnepi yfir hann allan. 4. Setjið á grind, hitið ofninn og látið kjötið í hann miðjan þeg- ar hann er orðinn heitur. Setjið skúffu undir grindina. 5. Ef vöðvinn er 6 sm þykkur, er hæfílegt að steikja hann í 20 mínútur, en misjafnt er, hversu mikið hver og einn vill hafa kjötið steikt. Þó er þetta sú steiking sem flestir sætta sig við. Ef vöðvinn er þykkari eða þynnri, þarf að taka mið af því. Auka steikingartí- mann um 5 mínútur við hvern sm. 6. Kælið kjötið. Skerið síðan í örþunnar sneiðar og setjið á fat. Fallegt getur verið að raða kjöt- sneiðunum upp í hrauk, sem hæstur er í miðjunni, eða vefja hveija sneið upp. Meðlæti: Sósa, pækilgrænmeti og blá vínber. Sósan: 4 gaffalbitar, 1 lítill laukur, 1 msk. kapers, nokkur strá ferskur graslaukur eða 1 msk. þurrkuð væn grein steinselja, væn grein ferskt dill eða 3 tsk. þurrkað, 1 tsk. sterkt sinnep, 1 bikar sýrður ijómi, 2 msk. olíusósa. 7. Saxið laukinn mjög fínt. Klippið graslaukinn. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 8. Meijið gaffalbitana og kapersið með gaffli. 9. Hrærið saman sýrðan ijóma, olíusósu og sinnep. Setj- ið síðan lauk, graslauk, gaffal- bita og kapers út í. 10. Klippið steinseljuna og dillið og setjið út í. 11. Látið sósuna standa í 1— 2 tíma áður en hún er borin fram. Djúpsteikt skinka með blaðlauk og osti 50 sneiðar skinka, 50 sneiðar maríbóostur, 5 meðalstórir blaðlaukar (púrr- ur), 2— 3 dl vatn til að sjóða laukinn í, 4 egg + 1 msk. vatn, 5—6 dl rasp, 1 lítri matarolía til að steikja úr (eða meira), 1 græn löng papríka, tannstönglar. 1. Kljúfið blaðlaukinn, skolið vel undir kalda krananum. Skerið síðan í 8—10 sm bita og sjóðið í vatninu í 7-10 mínútur. 2. Setjið ostinn á skinkusneið- arnar, 3. Leggið blaðlaukinn á ostinn, vefjið upp sneiðarnar og stingið tannstöngli í. Ef sneiðarnar eru mjög langar, er betra að skera þær í sundur og nota þá tvo tann- stöngla. 4. Hrærið eggin sundur með vatninu. Hitið matarolíuna. Hafið hana ekki mjög heita. 5. Veltið rúllunum upp úr egg- inu og síðan raspinu og steikið í olíunni þar til þær verða fallega brúnar. 6. Leggið rúllurnar á eldhús- pappír þegar þið hafið tekið þær úr feitinni. Kælið. 7. Raðið rúllunum í röð á af- langt fat. Setjið þær ofan á hveija aðra, þannig að þetta verði tal- svert hár stafli. 8. Takið steinana úr paprí- kunni, skerið í sneiðar og raðið ofan á rúllurnar. Tómatbollar með skinku, aspas og búra 1 heildós niðursoðnir tómatar, 1 heildós heill aspas, 2 pk. ljóst „Toro“-hlaup, 12 þunnar, stórar sneiðar skinka, Vz búri (ostur), nokkrar pecanhnetur (nota má salthnetur), grein ferskt dill eða steinselja, 12 einnota plastbikarar. 1. Opnið aspasdósina, síið soð- ið frá og setjið í pott. Látið sjóða. 2. Setjið innihald hlaup-pakk- ans út í og látið leysast vel upp. 3. Setjið síðan soðið af tómöt- unum út í. 4. Meijið tómatana með gaffli og setjið út í. 5. Hellið í 12 einnota plast- bikara. Þeir eiga að vera rúmlega hálffullir. Setjið í kæliskáp og lá- tið stífna, það tekur minnst 6 klst. 6. Skerið búrann í teninga á stærð við sykurmola. 7. Raðið aspasinum á kringlótt fat. Látið enda hans ná út á brún, en raðið út frá miðjunni eins og stjörnu. 8. Bijótið skinkusneiðarnar saman í hyrnur, leggið út með enda aspasins, en látið hann standa örlítið út fyrir. 9. Dýfið tómatbollunum í sjóð- andi vatn og hvolfið ofan á skinkuna, en látið hana standa örlítið út fyrir. 10. Leggið dill- eða steinselju- grein ofan á tómatbollana. 11. Setjið ostteningana á miðju fatsins, stráið hnetunum yfir. Athugið: Þetta er hentugur for- réttur, skiptið þá á smádiska. Ef þið notið hina uppskriftina hér, djúpsteiktar skinkurúllur, skuluð þið ekki hafa skinku með þessum rétti, en nota rækjur í staðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.