Morgunblaðið - 04.04.1987, Page 30

Morgunblaðið - 04.04.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 Hatton-Rockall svæðið: Vísmdarannsókn- ír hefjast í sumar Kort frá utanríkisráðuneytinu sem sýnir svæðið sem rannsakað verð- ur. ALÞINGI hefur allt frá árinu 1978 ályktað um réttindi íslands á landgrunninu suður af íslandi á grundvelli 76. greinar Hafrétt- MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Eyjólfs Konráðs Jónssonar, formanns Utanríkismálanefndar Alþingis. Eyjólfur sagði: Bretar geta ekkert annað gert en sigrað með okkur. Full samstaða Islendinga annars vegar, og Færey- inga og Dana hins vegar, hlýtur að leiða til þess að Bretar setjist að samningaborðinu, enda eru þeir skyldugir til þess samkvæmt 83. grein Hafréttarsáttmálans. Sam- hljóða tilkynningar Dana, Færey- arsamnings Sameinuðu þjóð- anna. Með reglugerð utanríkis- ráðuneytisins hinn 9. maí 1985 var landgrunn íslands afmarkað inga og fslendinga, sem sendar eru Bretum samtímis, hljóta að gera þeim ljóst, að þeir geta ekkert ann- að gert en sigrað með okkur, sem frá upphafi höfum boðið þeim til samninga. Varla hafa þeir gleymt því hvernig á að tapa í þorska- eða hafréttarstríði! Sjálfsagt var að bjóða Bretum og írum þátttöku í rannsóknunum en mér liggur í léttu rúmi hvort þeir taka því tilboði. til vesturs, í suður og til austurs og nær það m.a. yfir hið svo- nefnda Hatton-Rockall svæði. í 5. grein reglugerðarinnar segir, að leita beri samkomulags milli íslands og annarra hlutaðeigandi landa um endanlega afmörkun landgrunnsins í samræmi við al- mennar reglur þjóðaréttar. í framhaldi af þessu hafa íslend- ingar óskað eftir samvinnu við þær þjóðir, sem einnig gera kröfur til svæða sem falla innan þeirra marka er reglugerð utanríkisráðuneytisins setti, en það eru Danir, fyrir hönd Færeyinga, svo og Bretar og írar. Á fundi íslendinga, Dana og Færeyinga í Kaupmannahöfn í lok febrúar var tekin ákvörðun um að hefjast handa um sameiginlegar vísindarannsóknir á Hatton-Rockall svæðinu, sem þessir aðilar hafa báðir afmarkað sem hluta af land- grunni. sínu. Bretum og írum, sem einnig gera tilkall til hluta þessa svæðis, hefur verið tilkynnt um þessa ákvörðun og boðin þátttaka eða aðgangur að niðurstöðum. Rannsóknirnar munu fara fram í sumar og standa í u.þ.b. 6 mán- uði. Þar er ætlunin að safna jarðeðl- isfræðilegum upplýsingum um Hatton-Rockall svæðið með mæl- ingum á endurkasti frá jarðlögum. Er búist við að niðurstöður rann- sóknanna liggi fyrir vorið 1988. Danir og Færeyingar annars veg- ar og Islendingar hins vegar tiln- efna þrjá fulltrúa hvor í stjómar- nefnd fyrir þetta vekefni og mun sú nefnd ráða verkefnisstjóra og hafa eftirlit með framgangi rann- sóknanna. Af íslands hálfu hafa verið til- nefndir í þessa stjómamefnd dr. Guðmundur Pálmason, jarðfræð- ingur, Karl Gunnarsson, jarðfræð- ingur og dr. Manik Talwani, ráðunautur íslands í hafsbotnsmál- um. Fyrsti fundur stjórnamefndar- innar verður haldinn í Kaupmanna- höfn um miðjan þessan mánuð. Eyjólfur Konráð Jónsson: Bretar geta ekki annað gert en sigr- að með okkur Heilbrigðisstefna mótuð fram til aldamóta: Ahersla lögð á forvarn- arstarf á komandi árum Þjónusta við aldraða aukin og sjúkrarúmum fækkað í NÝRRI heilbrigðisáætlun, sem nær fram til aldamóta, er rík áhersla lögð á forvarnarstarf á sviði heilbrigðismála svo hægt verði að fækka sjúkrarúmum til muna frá því sem nú er. Vaxandi áhersla yrði hinsvegar lögð á þjónustu við aldraða, sérstaklega við þá sem vilja búa á heimilum sínum. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði fyrir ári síðan sérstakan starfshóp til að gera rammadrög að íslenskri heilbrigðisáætlun þar sem í fyrsta áfanga væru m.a. til- lögur um þær aðgerðir sem væru aðkallandi og svo kostnaðarlitlar að unnt yrði að hrinda þeim í fram- kvæmd fljótlega. í hópnum áttu sæti Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri sem jafnframt var formaður, Guðjón Magnússon aðstoðarland- læknir og Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir. Við gerð áætlunarinnar miðaði starfshópurinn við íslenskar aðstæður og stefnu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar „Heil- brigði allra árið 2000“ frá árinu 1977. Einnig var tekið mið af heil- brigðisstefnu og heilbrigðismark- miðum Evrópuskrifstofu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar frá 1980 og 1984 og samsvarandi heil- brigðisáætlunum nágrannaþjóða okkar, að sögn Páls Sigurðssonar. Skýrslan var lögð fyrir Alþingi skömmu fyrir þingslit og var hún kynnt á fundi héraðslækna, sem haldinn var á Akureyri í sl. viku. í skýrslu nefndarinnar segir að á undanfömum áratugum hafí heil- brigði íslendinga gjörbreyst og væri nú með því besta sem gerðist. „Þrátt fyrir batnandi heilsufar hafa kröfur almennings um aukna heil- brigðisþjónustu stöðugt aukist meðal annars vegna nýrra og bættra meðferðarmöguleika og breyttra samfélagsaðstæðna, svo sem fjölgunar aldraðra. Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að lífshættir einstaklinga og umhverf- ið ráða miklu um heilsufar og framvindu þess. Viðfangsefni heil- brigðisþjónustunnar eru því ekki eingöngu að lækna og hjúkra held- ur ekki síður að koma í veg fyrir sjúkdóma." Ragnhildur sagði á blaðamanna- fundi í gær að markmiðum heil- brigðisskýrslunnar mætti skipta í þrennt, að stuðla að heilbrigðu líferni, draga úr hættum er valda heilsutjóni og að heilbrigðiskerfið þjóni öllum landsmönnum á sem bestan hátt. Páll Sigurðsson sagði að íslend- ingar hefðu yfir að ráða um 30% fleiri sjúkrarúmum en nágrannar okkar í Danmörku og Noregi. Á hveija þúsund íbúa hérlendis eru til staðar 16 til 17 sjúkrarúm á meðan Danir og Norðmenn hefðu milli 11 og 12 rúm. Þessi mikla þörf hér á landi væri meðal annars til komin vegna þess hve algengt væri, sérstaklega úti á landi, að aldraðir væru vistaðir á sjúkra- stofnunum vegna þess að dvalar- heimili væru ekki fyrir heridi. Hann sagði jafnframt að um 40% af ríkisútgjöldum hérlendis færu til heilbrigðis- og tryggingamála á meðan ríkisútgjöld nágrannaþjóð- anna til þessara málaflokka væru mun lægri. Æskilegt væri því að draga úr þessari miklu sjúkrahús- þörf með forvamaraðgerðum og uppbyggingu öldrunarþjónustu. Gert er ráð fyrir í skýrslunni að verkaskiptingu milli ríkis og sveit-' arfélaga um rekstur heilbrigðis- þjónustu verði breytt á þann veg að saman fari ábyrgð á fjármögnun og rekstri. Jafnframt verði ríki og sveitarfélögum heimilt að gera samning við einkaaðila og félaga- samtök um að annast afmarkaða rekstrarþætti. Árlega verði á Al- þingi lögð fram stefnumörkun í heilbrigðismálum í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Heilsugæslu- stöðvamar verði homsteinar heilsu- gæslunnar hver á sínu svæði, en leitast verði við að auka samstarf heilsugæslunnar við aðra aðila svo sem íþrótta- og fræðsluyfirvöld, félagsmálastofnanir og lögreglu í því skyni að auka heilsuvemd og heilsurækt. Jafnhliða fækkun sjúkrarúma verði stefnt að fjölgun rúma á hjúkrunarheimilum þannig að sjúklingar geti dvalist sem næst heimilum sínum sé þess kostur. Aukin verði göngudeilda- og dag- deildaþjónusta sjúkrahúsa til þess að stytta legutíma og fækka inn- lögnum. Heimahjúkmn er nú greidd af sjúkrasamlögum samkvæmt nýj- um lögum. Endurskoða þarf verkaskiptingu sjúkrahúsa, starfs- svið og starfssvæði stofnana. Komið verði á fót stofnun forvama- og heilbrigðisfræðslu sem annist ráð- gjöf um heilbrigða lifnaðarhætti, gerð fræðsluefnis og endurmenntun starfsliðs í heilsugæslu. Til þessarar stofnunar færist starfsemi áfengi- svamaráðs, tóbaksvamanefndar, manneldisráðs, tannvemdarstarf- semi og starfsemi CINDI-verkefnis. Lagt er til að stuðla skuli að neyslu holls matar með fræðslu og verðstýringu og eftirlit með auka- efnum í matvælum skal vera full- nægjandi. Á grundvelli þeirrar vinnu og upplýsinga, sem manneld- isráð hefur gert, hafa verið sett fram matvælaframleiðslu- og manneldismarkmið og ný slík mark- mið verði endurunnin á fimm ára fresti. Þá segir í skýrslunni að reynt verði að draga úr og síðar að út- rýma tóbaksreykingum og eins og jafnframt verður reynt að minnka áfengisdrykkju m.a. með því að hækka verð á sterkum drykkjum og frekar lækka léttu vínin. I skýrslunni segir ennfremur að minnka þurfi líkur á geðrænum vandamálum fólks með því m.a. að auka menntun og hjálpa þeim sem í vanda eru staddir. Þjóðfélags- þegnum verði gefin fleiri tækifæri til heilbrigðrar hreyfingar en nú er og nefndi Ragnhildur sérstaklega hlaupa- og göngubrautir í því sam- bandi og önnur útivistarsvæði auk almenningsíþróttahúsa. Lagt er til að vinnuverndarmál verði tekin til athugunar og við þá athugun hugað sérstaklega að bæði líkamlegum og geðrænum heilbrigðisvandamálum sem tengd eru vinnu. Þá er stefnan að fækka slysum við vinnu um helming fram til aldamóta. Hávaða- þröskull á vinnustöðum verði lækkaður frá því sem nú er og notk- un hættulegustu efnanna verði bönnuð fullkomlega fyrir árið 1995. Sérstakt slysráð verði stofnað til að samræma nauðsynlegar aðgerðir og leitað verði samvinnu við á aðila sem lögum samkvæmt annast rann- sóknir á flug- og sjóslysum. Sjúkra- tryggingar og örorkumat verði endurskoðað og tekið verði til at- hugunar að færa allan sjúkrahús- kostnað frá sjúkratryggingum til fastra fjárlaga. Öll málefni lyfjasölu og lyfja- neyslu verði tekin til sérstakrar athugunar. Sérstaklega verði litið á möguleika heilsugæslustöðva til þess aö annast lyfjasölu og ráða lyfjafræðinga til að sinna þeim verkefnum á sama hátt og læknar og annað heilbrigðisstarfslið. Ráð- stafanir verði gerðar til að draga úr óhóflegri ly^aneyslu hvort sem hún er á kostnað sjúkratrygginga eða ekki. Greiðslufyrirkomulag sjúklinga á lyfjum verði endurskoð- að. Þá segir að reynslan sýni að af og til verða óhöpp við lækningar sem koma óvænt og engum verðum um kennt. Sanngjamt er að þeir sem fyrir slíku verða fái hæfílegar bætur án þess að stofna til mála- ferla. Því er nauðsynlegt að setja reglur um bótarétt þeirra sjúklinga, sem kunna að verða fyrir heilsu- tjóni vegna læknismeðferðar. Morgunblaðið/RAX Heilbrigðisáætlunin kynnt á blaðamannafundi í gær, talið frá vinstri: Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir, J6n Ingimarsson skrifstofustjóri, Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra og Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.