Morgunblaðið - 04.04.1987, Side 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
/Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Moskvuför
Margaretar Thatcher
För Margaretar Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, til
Moskvu nú í vikunni hefur enn
leitt í ljós, að breyting hefur orðið
á afstöðu valdamanna í Kreml. í
tíð forvera Mikhails Gorbachev
hefði verið óhugsandi að opinber
gestur frá Vesturlöndum gæti boð-
ið alkunnum andófsmönnum til
málsverðar með sér í breska sendi-
ráðinu. Þar hitti Thatcher þau
Andrei Sakharov og Yelenu Bonn-
er annars vegar og Josif Begun
og fjölskyldu hans hins vegar. Þá
gerðist það í fyrsta sinn í manna
minnum, að í sovéskum fjölmiðlum
var birt allt það, sem Margaret
Thatcher vildi að kæmi fram í við-
tali við sjónvarps- og útvarps-
menn. Sovéskir ritskoðendur eru
þekktir fyrir það að breyta öllu
því, sem þeim hentar, þegar þeim
hentar. Það er einstæður atburð-
ur, að vestrænn stjómmálamaður,
sem er á öndverðum meiði við
Kremlverja, skuli geta talað til
sovésks almennings með þessum
hætti.
I augum þeirra, sem lifa og
hrærast í samkeppni fjölmiðla um
að hafa allt eftir öllum í tíma og
ótíma, þykir það kannski ekki
merkilegt, að sovésku ritskoðar-
amir notuðu ekki skærin á
Thatcher. Þeir, sem búa við þær
aðstæður, að yfirvöldin matreiða
allar upplýsingar ofan í þá, átta
sig fljótt á mikilvægi þess, þegar
slakað er á þeirri kló. Það er ekki
auðvelt að skella aftur í lás og
loka frelsisgeislann úti, þegar hon-
um hefur einu sinni verið hleypt
inn.
Margaret Thatcher hefur ekki
verið í neinu uppáhaldi hjá sovésk-
um ráðamönnum. Þvert á móti
hafa þeir reynt að skipa henni í
flokk hinna óbilgjamari í hópi
andstæðinga sinna á Vesturlönd-
um. Við höfum heyrt óminn af
þeirri rógsherferð hér á landi. Nú
kveður við annan tón. Thatcher
segir, að níu tíma langar viðræður
hennar við Gorbachev hafi verið
þær gagnlegustu, sem hún hafi
átt við nokkurn þjóðarleiðtoga.
Þetta verður ekki skilið á annan
veg en þann, að breski forsætis-
ráðherrann telji, að hún hafi átt
erindi sem erfíði; henni hafí tekist
að þoka viðmælanda sínum til
réttrar áttar. Á hinn bóginn er hún
sjálf sannfærð um að sovéskt þjóð-
félag sé á vegamótum.
í opinberum ræðum yfír kvöld-
verði í Kreml greindi þau Thatcher
og Gorbachev á um afstöðuna til
kjamorkuvopna. Breski forsætis-
ráðherrann sagði, að heimur án
kjamorkuvopna kunni að vera
draumsýn og bætti síðan réttilega
við: „En ekki er unnt að byggja
ömggar vamir á draumi." Thatc-
her sagði afdráttarlaust, að Bretar
myndu viðhalda eigin kjamorku-
herafla til þess að tryggja eigið
öryggi og stuðla að öryggi banda-
manna sinna. Breski forsætisráð-
herrann hafnaði ekki kenningunni
um fælingarmátt kjarnorkuvopn-
anna í borðræðunni í Kreml.
Mikhail Gorbachev lýsti á hinn
bóginn andstöðu við þá kenningu.
Hann sakaði ríki Atlantshafs-
bandalagsins um að tefja fyrir
framgangi tillagnanna um brott-
flutning meðaldrægra eldflauga
frá Evrópu.
Samskipti austurs og vesturs
em enn einu sinni að taka á sig
nýja mynd. Þrátt fyrir ágreining
og tortryggni í öryggismálum er
vilji hjá báðum til að feta sig inn
á nýjar brautir. Fái íbúar Sov-
étríkjanna aðgang að sömu
upplýsingum og við hér á Vestur-
löndum og fái þeir tækifæri til að
njóta sömu kjara og við til orðs
og æðis væm stigin mikilvægari
skref til að draga úr spennu milli
hinna ólíku heima en unnt er að
gera við samningaborðið eða í við-
ræðum þjóðaleiðtoga. För Margar-
etar Thatcher til Sovétríkjanna
eykur vonir um að hið staðnaða,
lokaða og ómennska sovéska
stjómkerfi sé á undanhaldi.
NATO 38
ára
*
I dag em 38 ár liðin frá því að
ísíendingar ásamt ellefu öðmm
þjóðum stofnuðu Atlantshafs-
bandalagið í því skyni að tryggja
frið með frelsi í okkar heimshluta.
í jafn langan tíma hefur þessum
merku samtökum, sem sextán
þjóðir eiga nú aðild að, tekist ætl-
unarverk sitt. Með sameiginlegu
átaki þjóða Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku hafa vamir verið
skipulagðar með þeim hætti, að
enginn hefur lagt til atlögu við
NATO-ríkin. NATO hefur verið
kallað öflugasta friðarhreyfing
samtímans og ber það nafn með
rentu.
Fáeinum dögum áður en Bjami
Benediktsson undirritaði Atlants-
hafssáttmálann fyrir íslands hönd
gerðu kommúnistar árás á Al-
þingishúsið í því skyni að reyna
að koma í veg fyrir, að þingmenn
gætu samþykkt aðild íslands að
NATO. Nú efast enginn um, að
þeir höfðu rétt fyrir sér, sem unnu
störf sín friðsamlega í þingsölum,
en hinir rangt, sem fóru með ófriði
á Austurvelli. Reyndin er einnig
sú að meiri samstaða er um nauð-
syn aðildar íslands að Atlantshafs-
bandalaginu nú en nokkm sinni
fyrr. Allir friðelskandi menn hljóta
að fagna því.
Verður fjölflokka
ríkisstjóm á Islandi?
eftir Matthías A.
Mathiesen
Ef úrslitin í væntanlegum kosn-
ingum yrðu í samræmi við niður-
stöður þeirra skoðanakannana sem
gerðar hafa verið að undanförnu
yrði ógjörningur að mynda starf-
hæfa ríkisstjóm í íslandi nema með
tilstyrk þriggja flokka hið fæsta.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði utan
ríkisstjómar væri nauðsynlegt að
fíórir flokkar kæmu sér saman um
stjómarstefnu er nyti stuðnings
meirihluta á Alþingi.
Slíkt fyrirkomulag myndi ger-
breyta stjómmálalífi í landinu og
draga úr þeirri festu og stöðugleika
sem þjóðin þarf á að halda svo
unnt verði að viðhalda þeim
árangri sem náðst hefur við sjóm
landsmála í tíð núverandi ríkis-
stjómar. Glundroðinn sem fylgir
fíölflokka ríkisstjómum myndi hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir efna-
hags- óg atvinnulíf í landinu.
Hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins
Það hefur verið gæfa íslendinga
um áratugaskeið að borgaraleg öfl
í landinu hafa verið sameinuð í
öflugum Sjálfstæðisflokki. Gegn
þessari breiðfylkingu hafa vinstri
flokkarnir staðið sundurleitir og
veikburða. Annað veifið hafa þeir
efnt til stjórnarsamstarfs og það
síðan verið hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins að byggja upp á rústun-
um.
Vera Sjálfstæðisflokksins í ríkis-
stjórn hefur verið trygging fyrir
traustum stjórnarháttum. Á örlaga-
tímum hefur það líka verið hlutverk
Sjálfstæðisflokksins að sameina
þjóðina og veita ábyrga forystu.
Lítum aðeins á nokkrar staðreyndir
þessu til staðfestingar:
Sjálfstæðisflokkurinn var í fylk-
ingarbrjósti á síðustu árum sjálf-
stæðisbaráttunnar gegn Dönum;
hann var sameiningaraflið í þjóð-
stjóminni sem hér var við völd
þegar stríðið skal á; hann markaði
stefnuna í öryggis- og vamarmálum
þjóðarinnar á eftirstríðsárunum;
hann stóð að útfærslu landhelginn-
ar og tryggingu landgrunnsréttinda
og stýrði lokasigri íslendinga í þeim
málaflokki. Á viðreisnarárunum
varð bylting í efnahags- og við-
skiptalífi landsmanna þegar þjóðin
var leyst úr viðjum hafta og of-
stjórnar.
Öll þessi dæmi eru til vitnis um
sögulega þýðingu og hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins. Undanfarin fíögur
ár hefur líka sannast að flokkurinn
er trúr stefnu sinni. Hann hefur
komið lagi á efnahagsmálin og stað-
ið fyrir þeirri bylgju fijálsræðis og
nýbreytni sem við njótum í dag.
Árangurinn af stjómarsamstarfinu
er allt í kringum okkur: Frelsi í
verðlagsmálum, frelsi í gjaldeyris-
og bankamálum, frelsi í útvarps-
málum.
í upphafi kosningabaráttunnar
væntum við sjálfstæðismenn þess
að uppskera í kosningunum eins og
til hefur verið sáð á kjörtímabilinu.
Þess hefur verið vænst að flokkur-
inn fái nýtt umboð til að halda
áfram á réttri leið frelsis og fram-
fara. En nú sýnist geta bmgðið til
beggja vona.
Matthías Á. Mathiesen
Breytingar á stöðu
Sjálf stæðisflokksins?
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu
skoðanakannana gæti svo farið að
Sjálfstæðisflokkurinn glataði sínu
fyrra hlutverki. Hingað til hefur
Sjálfstæðisflokknum nægt að hafa
samstarf við aðeins einn annan
flokk til að mynda ríkisstjóm. Það
hafa verið til skiptis Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn
sem gengið hafa til slíics samstarfs.
Á sjötta áratugnum tók Sjálf-
stæðisflokkurinn höndum saman
við Alþýðuflokkinn um myndun
ríkisstjómar sem gerði upp þrotabú
vinstri stjórnar.
„Slíkt fyrirkomulag
myndi gerbreyta
stjórnmálalífi í landinu
og draga úr þeirri festu
og stöðugleika sem
þjóðin þarf á að halda
svo unnt verði að við-
halda þeim árangri sem
náðst hefur við stjórn
landsmála í tíð núver-
andi ríkisstjórnar.
Glundroðinn sem fylgir
fjölflokka ríkisstjórn-
um myndi hafa alvar-
legár afleiðingar fyrir
efnahags- og atvinnulíf
í landinu.“
Um miðjan síðasta áratug tóku
sjálfstæðismenn saman við fram-
sóknarmenn um myndun ríkis-
stjómar í kjölfar hruns annarrar
vinstri stjómar lýðveldisins. Þeirri
ríkisstjóm hafði næstum því tekist
að leysa það verkefni af hendi þeg-
ar vinstra áfall skall enn á þjóðinni
í lok síðasta áratugar.
Núverandi ríkisstjóm var síðan
mynduð af Sjálfstæðisflokki og
Framsóknarflokki og henni hefur
tekist að reisa efnahag landsins við
eftir að tekist hafði að klúðra svo
málum að verðbólga var mæld í
þriggja stafa tölu þegar núverandi
ríkisstjóm tók við völdum vorið
1983.
Ef breyting verður á sérstöðu
Sjálfstæðisflokksins verður honum
gert erfiðara um vik að gegna slíku
hlutverki. En þörfin fyrir ábyrga
forystu eykst á hinn bóginn eftir
því sem erfiðara verður að mynda
starfhæfan meirihluta á Alþingi.
Þetta sýnir reynslan í löndum þar
sem fjölflokkakerfi tíðkast í ríkis-
stjómum.
Abyrgð flokksmanna
Borgaraleg öfl hafa borið gæfu
til þess að standa saman í einum
flokki á íslandi. Ágreiningsmálin
hafa verið leyst innan vébanda
Sjálfstæðisflokksins. Það er þessi
eining sem skýrir hvers vegna Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur t.d. algera
sérstöðu meðal borgaralegra flokka
á Norðurlöndum sem orðið hafa
sundrungu að bráð. í nafni sam-
stöðunnar hafa forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins hvað eftir annað
tekið hagsmuni heildarinnar fram
yfir sérhagsmuni sína. Þetta krefst
sjálfstjómar og sjálfsvitundar
þeirra um ábyrgð gagnvart landi
og þjóð.
Þótt ábyrgð forystumanna sé
þannig mikil er ábyrgð almennra
flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum
ekki síðri. Þegar staðið er frammi
fyrir atburði eins og stofnun Borg-
araflokksins verða þeir að bregðast
við af hyggindum ekki síður en for-
ystumennimir. Þeir verða að beita
sannfæringarkrafti sínum hver á
sínum stað. Þeir verða að vísa til
framangreinds hlutverks Sjálfstæð-
isflokksins og spyija um afleiðing-
amar af fjölflokkakerfí í ríkisstjóm-
um. Þeir verða þó umfram allt að
sýna umburðarlyndi og loka engum
dyrum fyrir þá samheija sem látið
hafa blindast af tilfínningum í hita
augnabliksins.
I stuttu máli: Við verðum að
vinna að því að Sjálfstæðisflokkur-
inn haldi áfram að vera kjölfestan
í íslensku þjóðlífí. Stöndum saman
gegn sundrangunni!
Hiifundur er utanríkisráðherra.
Myndin lofar góðu
Ray Sharkey og Paul LeMat; skúrkar með lögreglumerki.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Laugarásbíó: Einkarannsóknin
— Private Investigation ☆ ☆*/2
Leikstjóri Nigel Dick. Fram-
leiðendur Steven Golin og
Siguijón Sighvatsson. Handrit
John Dahl og David Warfield.
Aðalhlutverk Clayton Rohner,
Ray Sharkey, Paul LeMat, Tal-
ia Balsam, Martin Balsam,
Anthony Zerbe. Bandarísk. Pol-
ygram/Samuel Goldwyn
Company 1987.
Clayton Rohner veit ekki hvað-
an á sig stendur 'veðrið. Kvöld
eitt er hann kemur úr vinnu fínn-
ur hann óskiljanleg skilaboð í
símsvaranum og lík í baðherberg-
inu. Ballið er rétt að byija. Næstu
sólarhringana má hann hafa sig
allan við að halda líftórunni, engu
líkara en hvergi sé skjól að finna
í gjörvallri Los Angeles. Og lög-
reglan á eftir honum í þokkabót!
Ástæðan fyrir því að Rohner
er höfuðsetinn af skúrkum er að
faðir hans, kunnur blaðamaður,
hefur komist á sporið um um-
fangsmikla fíkniefnasölu og
dreifíngu, sem stunduð er af
harðsvíraðum hóp innan lögreglu
borgarinnar. Ófeigum verður ekki
í hel komið og Rohner tekst að
þrauka af fíölda morðtilræða og
dauðagildma og leysir skilaboðin
úr símsvaranum á síðustu
stundu ...
Efni Einkarannsóknarinnar
er hröð og gamansöm útgáfa stór-
borgarþrillers. Aðalpersónan
ofsótt af umhverfinu og hundelt
af morðvörgum. Dreginn blásak-
laus inn í atburðarás sem hún
ræður tæpast við og veit lengi vel
ekkert hvaðan á sig stendur veð-
rið. Því er ekki að neita að maður
hefur stöku sinnum á tilfínning-
unni að John Landis (Into the
Night) sé að gægjast yfir öxlina
á leikstjóranum, Nigel Dick, sem
hér stjómar í fyrsta sinn.
Dick, sem jafnframt er höfund-
ur sögunnar sem handritið
byggist á, kemst býsna vel frá
sínu. Keyrir myndina áfram í efsta
gír frá upphafí til enda án þess
að gefa dauðu punktunum nokkur
umtalsverð færi. Spennan, með
léttum húmor í bland, gefur kunn-
uglegum söguþræðinum nauðsyn-
legan ferskleika, því hér er nú
verið að fást við eitt vinsælasta
sjónarpsformið vestra. Þá færist
einkar skemmtilegur vestra-blær
yfír myndina eftir því sem á líður
og endalokin, sem gerast í leik-
tjaldaþorpi vestramynda, era
„showdown", í besta anda hefðar-
innar.
Kvikmyndatakan og fram-
samda tónlistin, einkum undir
Iokin, era Einkarannsókninni til
styrktar og notkun vinsællar
popptónlistar með Bon Jovi, Big
Country, o.fl. smellur að efninu.
Nokkrir valinkunnir karakterleik-
arar koma við sögu í aukahlut-
verkum og Sharkey, sem hefur
lítið sést síðan hann átti stórleik
í The Idolmaker, er áhrifamikill
í hlutverki erkiskúrksins. Rohner
háir, að því er virðist, takmarkað
skopskyn.
Siguijóni Sighvats, sem náð
hefur þeim lygilega áfanga að
framleiða kvikmyndir í þeirri einu
og sönnu Hollywood, og félögum
hans hefur tekist að skapa spenn-
andi, faglega afþreyingarmynd.
Og þrátt fyrir að í framrauninni
séu fetaðar öraggari slóðimar og
myndin í sjálfu sér ekkert rismik-
il ber skemmtilegt straumlínulag-
ið vott um agaða atvinnu-
mennsku, auðsæja framleiðslu-
þekkingu og smekkvísi og lofar
góðu um framhaldið.
Það varðar sóma Islands
eftir Guðmund H.
Garðarsson
Hvers vegna hafa Reykvíkingar
falið Sjálfstæðisflokknum það hlut-
verk að hafa forustu í borgarstjóm
Reykjavíkur í áratugi? Þetta er ein-
föld spuming sem auðvelt er að
svara. Ástæðumar era margþættar
en þeim ekki gerð skil svo oft sem
skyldi.
Kjami málsins er sá, að undir
forastu Sjálfstæðisflokksins á
grundvelli sjálfstæðisstefnunnar
hefur Reykjavík breytzt úr bæ í
borg. Þar blómgast menning og list-
ir svo sem bezt gerist meðal vest-
rænna þjóða. Gróska og framfarir
einkenna atvinnulíf borgarinnar. Vel
er búið að öldruðum og þeim er við
erfíðleika eiga að stríða. Reykjavík
er fögur borg. Hún er stolt íslenzku
þjóðarinnar.
Reykjavíkurborg hefur verið vel
stjómað undir forastu meirihluta
sjálfstæðismanna í borgarstjóm.
Hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar
hafa ráðið um framkvæmd mála.
Áherzlur í uppbyggingu hins fjöl-
breytta atvinnulífs hafa byggst á
hinum mikla styrk sem felst í sjálf-
stæðisstefnunni. Athafnafrelsi,
einstaklingsframtak og vemdun
eignaréttar einstaklingsins hefur
verið kjölfestan í stefnu flokksins.
Kostir þessara hugsjóna hafa notið
sín hvað bezt á íslandi í uppbygg-
ingu Reykjavíkur.
Lýðræðisleg vinnubrögð sjálf-
stæðismanna hafa tengt saman
fólkið í borginni og kjöma borgar-
fulltrúa. Borgarstjórar Reykjavíkur
hafa ætíð verið fulltrúar fólksins í
orðsins fyllstu merkingu. Virtir og
vinsælir forystumenn sem Reyk-
víkingar hafa haft greiðan og góðan
aðgang að. Nægir að nefna í þessu
sambandi borgarstjóra úr röðum
Sjálfstæðisflokksins eins og Bjama
Benediktsson, Gunnar Thoroddsen,
Geir Hallgrímsson, Birgi ísleif Gunn-
arsson og Davíð Oddsson.
Reykvíkingar fylktu sér um þessa
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem
munu án nokkurs vafa teljast til
beztu og hæfustu stjómmálamanna
landsins. Hæfni þeirra og formanna
Sjálfstæðisflokksins á hveijum tíma,
samfara miklum mannkostum, nýtt-
ist Reykvíkingum og þjóðinni allri
vel í uppbyggingu nútímalegs þjóð-
félags á íslandi.
Styrkur, stefnufastur og fijáls-
lyndur flokkur, Sjálfstæðisflokkur-
inn, fíölmennasti flokkur landsins,
stóð að baki staðföstum og heiðar-
legum formönnum Sjálfstæðis-
flokksins, sem tryggðu öraggan
framgang mestu framfaramála þjóð-
arinnar á hveijum tíma. Það var
gæfa íslenzku þjóðarinnar.
Saga Sjálfstæðisflokksins er
tengd og samofin merkustu atburð-
um aldarinnar. Án Sjálfstæðis-
flokksins hefði ekki tekizt að skapa
það ísland, sem við nú þekkjum,
háþróað nútímalegt samfélag fá-
mennrar þjóðar í harðbýlu landi, sem
verkur undran og aðdáun hvarvetna
um heim. Formenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa átt ríkan þátt í
myndun hins merka, íslenzka sam-
félags á þessari öld.
Fyrsti formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Jón Þorláksson, lagði
grundvöllinn að þeim fijálslynda,
borgaralega flokki, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er. Homsteinar hans era
Jón Þorláksson
athafnafrelsi, einkaframtak, sjálf-
stæður eignaréttur og tjáninga- og
félagafrelsi. Þessi atriði eru forsenda
sjálfstæðrar menningar, auðs, arð-
sköpunar og almennrar velferðar.
Hinn mikilhæfi leiðtogi, Ólafur
Thors, leiddi stefnu mannúðar og
umburðarlyndis til öndvegis í Sjálf-
stæðisflokknum. Flokkurinn varð,
undir forystu hans, flokkur allra
stétta í reynd.
Bjami Benediktsson, einn merk-
asti stjómmálaleiðtogi íslendinga
fyrr og síðar, markaði þá utanríkis-
stefnu, sem gerði íslendinga hlut-
genga í nútímasamfélagi þjóðanna.
Stefna hans hefur tryggt frelsi og
sjálfstæði þjóðarinnar frá upphafi
lýðveldisins Islands árið 1944. Þátt-
Ólafur Thors
taka íslands í Atlantshafsbandalag-
inu hefur tryggt frið og öryggi á
norðurhveli jarðar. Sjálfsákvörðun-
arréttur íslands hefur verið virtur.
Jóhann Hafstein hafði forustuna
í uppbyggingu stóriðju á íslandi í
samstarfi við erlenda aðila. Var það
í samræmi við alþjóðaþróun í þessum
efnum. Efnt var til mestu stórvirkj-
ana í sögu þjóðarinnar. Næg orka
var tryggð til að fullnægja þörfum
þjóðarinnar áratugi fram í tímann.
Á þessum tíma hófst eitt mesta
framfaraskeið í atvinnusögu Islands.
Geir Hallgrímsson hafði forystuna
fyrir íslendingum í útfærslu físk-
veiðilögsögunnar í 200 sjómílur og
tryggði þar með einhliða yfírráð yfír
auðugustu fiskimiðunum í Norður-
Bjarni Benediktsson
Atlantshafí. Frá því að sigur vannst,
árið 1976, hefur þjóðin búið við
mikla hagsæld, sem byggist fyrst
og fremst á nýtingu sjávaraflans.
í formannstíð yngsta og eins
hæfasta stjómmálaforingja Islands
í dag, Þorsteins Pálssonar, tókst að
koma á almennri þjóðarsátt um það
markmið að koma á jafnvægi í at-
vinnu- og efnahagsmálum. Þjóðin
viðurkenndi nauðsyn þess, að verð-
bólga á íslandi gæti ekki verið meiri
en í helztu nágrannalöndunum. Að
það skuli hafa tekizt er meiriháttar
afrek, sem mun verða metið að verð-
leikum.
Á þetta er nú minnt, þótt í stuttu
máli sé. Ástæðan er sú, að nú er
vegið illa og ódrengilega að Sjálf-
Jóhann Hafstein
stæðisflokknum og formanni hans,
Þorsteini Pálssyni. Það er ekki í
fyrsta skipti í sögu flokksins, sem
atlaga er gerð að því fjöreggi sem
hann er í íslenzku stjórnmálalífí. En
flokkurinn hefur staðizt allar árásir
og eflzt við hveija raun.
Hinir eldri muna persónulegar
árásir á Ölaf Thors vegna þátttöku
hans í íslenzkri togararútgerð. Árás-
ir á Bjama Benediktsson fyrir
forastu í þátttöku íslands S Atlants-
hafsbandalaginu árið 1949 era enn
í fersku minni. Árásir vinstri manna
á Jóhann Hafstein fyrir forastu hans
í uppbyggingu stóriðju á íslandi eru
kafli út af fyrir sig, sem og sam-
felldar árásir ýmissa óvandaðra
Geir Hallgrímsson
manna á Geir Hallgrímsson, allt frá
því að hann hóf þátttöku í stjóm-
málum í kringum 1954 og þar til
hann lét af störfum fyrir 2 árum.
Allir þessir mætu leiðtogar Sjálf-
stæðisflokksins sættu oft á tiðum
miklum og ómaklegum árásum af
hálfu pólitízkra andstæðinga og
óvildarmanna. Það var liður í þvS
að vega að Sjálfstæðisflokknum,
sjálfstæðisfólki og sjálfstæðisstefn-
unni. Andstæðingamir vissu sem var
að tækist þeim að fella foringjann,
var vigið unnið.
Nú á að heíja sama leikinn gagn-
vart formanni Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteini Pálssyni. Um þessar mund-
ir er skipulögð atlaga gegn þessum
Þorsteinn Pálsson
heiðarlega og góða dreng. En hún
mun ekki takast fremur en fyrri
atlögur að formönnum Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn mun sem
fyrr vera það vigi, sú bijóstvörn, sem
tryggir frelsi og sjálfstæði íslend-
inga um ókomna framtíð.
Sjálfstæðismenn og aðrir góðir
íslendingar munu slá skjaldborg um
Þorstein Pálsson og Sjálfstæðis-
flokkinn. Það varðar sóma íslands.
Höfundur skipar S. sæti & fram-
boðsiista Sjálfstæðisflokksins
fyrir Reykja víkurkjördæmi.