Morgunblaðið - 04.04.1987, Síða 47

Morgunblaðið - 04.04.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987 47 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Vesturbæ, iðnaðarhverfi og í Setbergshverfi. Upplýsingar í síma 51880. Prentarar og aðstoðarmenn óskast Óskum að ráða til starfa í prentdeild okkar prentara og aðstoðarmenn. Við leitum að kraftmiklum mönnum sem hafa áhuga á að vinna að fjölbreyttum, krefjandi og skemmti- legum verkefnum í blómlegu fyrirtæki. Góð laun og möguleiki á mikilli vinnu er í boði fyrir góða menn. Áhugamenn hafi samband við verkstjóra, Árna Þórhallsson, milli kl. 10.00 og 15.00 næstu daga. 0 Plastprent Kf. Höfðabakka 9. ^ o:—: eoccnn Sími 685600 Skrifstofumaður óskast Starfsmaður óskast á skrifstofu bæjarfóget- ans í Ólafsvík í eitt ár frá 1. júlí 1987 til 1. júlí 1988. Æskilegt að hann geti hafið störf 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Upplýs- ingar gefur undirritaður. Sýsiumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, bæjarfógetinn í Ólafsvík, 3. apríl 1987, Jóhannes Árnason. Hjólbarðaverkstæði Viljum ráða sem fyrst duglegan mann til við- gerða og afgreiðslu á hjólbarðaverkstæði okkar. Vinnutími kl. 08.00-18.00 mánudaga til föstudaga, og á vorin og haustin, einnig á laugardögum kl. 08.00-16.00. Nánari upplýsingar gefur Páll Pálsson, hjól- barðaverkstæði Heklu hf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á hjól- barðaverkstæði og hjá símaverði. Vélgæsla — Hafnarfjörður Norðurstjarnan hf. óskar að ráða starfs- mann nú þegar til starfa við eftirlits- og vélgæslustörf. Við leitum að stundvísum, laghentum og reglusömum manni til að hafa umsjón með dósasláttuvélum okkar, dósaframleiðslunni og sinna viðhaldsstörfum. Boðið er upp á framtíðarstarf. Til greina kem- ur sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í símum 51300 — 51582 eða á skrifstofum okkar, Vesturgötu 15, Hafnarfirði. NORÐURSTJARNAN HF P O. BOX 35 222 HAFNARFJÖRÐUR ICELAND PRODUCERS AND EXPORTERS OF CANNEO AND FROZEN FISH Siglufjörður Blaðberar óskast í Suðurgötu, Laugaveg, Hafnartún, Hafnargötu. Upplýsingar í síma 71489. |Upie0iiiiMfi)kUkr Raunvísindastofnun Háskólans óskar eftir rafmagnsverkfræð- ingi eða -tæknifræðingi til starfa við skjálftamælingar. í starfinu felast meðal annars: 1. Viðhald á landsneti skjálftamæla. 2. Hönnun nýrra mælitækja. Starfinu fylgja talsverð ferðalög. Umsækj- endur snúi sér til Páls Einarssonar eða Henrys Johansen á Raunvísindastofnun Há- skólans, Dunhaga 3, sími 21340. Ráðunautur í ferðaþjónustu Búnaðarfélag íslands óskar að ráða ráðunaut í ferðaþjónustu á vegum bænda. Jafnframt leiðbeiningum er æskilegt að ráðu- nauturinn geti tekið að sér að veita forstöðu skrifstofu er Búnaðarfélag íslands, Stétta- samband bænda og Félag ferðaþjónustu bænda rekur í Bændahöllinni. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir búnaðarmálastjóri. Umsóknir skulu sendar: Búnaðarfélagi íslands, pósthólf 7080, 127 Reykjavík. |H Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leið- beinendum til starfa við vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júnítil 1. ágúst nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum, t.d. hellulögnum og kanthleðslu. Til greina koma hálfsdagsstörf. Umsóknareyðublöð eru afhent í ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk. Vinnuskóli Reykjavíkur. Bifvélavirkjar Okkur vantar nú þegar vanan bifvélavirkja í hemlaviðgerðir. Unnið er eftir bónuskerfi. Umsóknir skulu vera skriflegar og greini m.a. frá aldri og fyrri störfum. Meðmæli æskileg. OlStilling Hárgreiðsla Nemi á 3. ári eða hárgreiðslusveinn óskast sem fyrst. í boði er glæsileg vinnuaðstaða og góð laun fyrir duglegan aðila. Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum. Hárgreiðslustofan Guðrún Hrönn, Laugavegi 163, sími: 14647. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar. 1. Staða hjúkrunarforstjóra við heilsugæslu- stöðina á Patreksfirði. 2. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarfræðings við heislugæslu- stöðina í Asparfelli, Reykjavík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu- stöð miðbæjar, Reykjavík. 5. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu- stöðina í Árbæ, Reykjavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslu- stöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 7. Hálf staða hjúkrunarfræðings við heilsu- gæslustöðina á Dalvík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 31. mars 1987. Bæjarritari Laus er til umsóknar staða bæjarritara hjá Ólafsfjarðarkaupstað. Nánari upplýsingar gefa formaður bæjarráðs Óskar Þór Sigurbjörnsson í s. 62134 og bæjarstjóri í s. 62214. Frestur til að skila inn umsóknum á bæjar- skrifstofuna í Ólafsfirði rennur út 15/4 1987. Ólafsfirði 19. mars 1987. Bæjarstjórinn íÓlafsfirði. Flugvirkjar Óskum að ráða flugvirkja til starfa á verk- stæði okkar á Akureyrarflugvelli. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist félaginu fyrir 15. apríl nk. A fluqfélaq noróurlands Akureyrarflugvelli Box612, 602Akureyri, sími96-24973. hf. Vitaverðir á Hornbjargsvita Stöður aðal- og aðstoðarvitavarðar á Horn- bjargsvita hjá Vitastofnun íslands eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. júní 1987. Laun verða samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Við mat á umsækjendum verður m.a. lögð áhersla á þekkingu og reynslu í meðferð véla og tækjabúnaðar. Nánari upplýsingar um störfin veitirTómas Sigurðsson forstöðu- maður hjá Vitastofnun íslands í síma 27733. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 24. apríl 1987. Vitamálastjóri. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGAVEGI 164 FTEYKJAVlK PÓSTHÓLF 5236 Verkamenn vantar í fóðurblöndunarstöð okkar í Sunda- höfn. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 681907.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.