Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 fclk í fréttum Ljósmynd:Gunnlaugur Rögnvaldsson. Minning Andy Warhol heiðruð Reuter Kór Langholtskírkju flytur Jóhannesarpassíu J.S. Bach Frá áramótum hefur kór Langholtskirkju verið við æfingar á Jóhannes- arpassíu J.S. Bach og verður verkið flutt á skírdag og föstudaginn langa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kórinn flytur Jóhannesarpassíuna, en engu að síður hefur hvergi verið slegið af við æfíngar og dvelur kórinn að auki í Munaðarnesi við æfíngar í þrjá daga nú í aprílbytjun. Kórinn flytur verkið með kammersveit. Stjórnandí er Jón Stefánsson og konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Flytjendur ásamt kórn- um verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig M. Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson. Rúmlega 3.000 manns voru viðstödd minningarathöfn um listamann- inn, Andy Warhol, í kirkju heilags Patricks í New York þann 1. apríl. Meðal þeirra var margt frægra manna s.s. hjónin Raquel Welch og Andre Weinfeld og Liza Minelli og eiginmaður hennar Marc Gero. Spurningakeppni framhaldsskóla: Úrslitin ráðast í kvöld Íkvöld fer fram í ríkissjónvarpinu úrslitakeppni í spumingakeppni framhaldsskóla og eigast þar við lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Menntaskólans við Sund. Keppni þessi hefur vakið verulega athygli landsmanna og munu margir án efa fylgjast spenntir með í kvöld þegar úr því fæst skorið hveijir fara með sigur af hólmi. Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóri, hefur haft allan veg og vanda af keppninni í ár og í fyrra er hún var haldin í fyrsta skipti, samið spum- ingamar og verið dómari. Hann sagði að Ríkisútvarpið hefði í haust auglýst eftir skólum er vildu taka þátt í keppninni og hefðu 18 framhaldsskólar víðs vegar að af landinu tilkynnt sig. Þetta væri útsláttarkeppni og hefðu fyrstu 9 umferðirnar farið fram í útvarpi, en síðan væru þættirnir í sjónvarpinu samtals 7. Fyrirmyndir að þáttunum hefði hann sótt í vin- sæla spumingaþætti er hann hefði séð erlendis og væri mikið byggt á því að svarað væri hratt og að spennan héldist út keppnina. Þess vegna væm í síðustu lotu af fímm, það sem kalla mætti áhættuspurn- ingar, þ.e. það Iið sem hefði lægri stigatölu á því stigi keppninnar ætti þó enn möguleika á því að vinna. Verðlaunin vsém dágóð, sig- urvegaramir hlytu utanlandsferðir frá ferðaskrifstofunni Úrval og skólar þeirra fengju 2 PC tölvur frá IBM. Bókaútgáfan Iðunn hefði síðan gefíð öllum liðunum er tapað hefðu Eddukvæði, sem nokkurs konar sárabót. Rétt væri þó að hafa í huga að þetta ætti fyrst og fremst að vera leikur, bæði fyrir þá er sætu í sjónvarpssal og einnig hina er á horfðu. Fjölbrautaskólinn Breiðholti Lið Fjölhrautaskólans í Breiðholti skipa þeir: Ármann Þorvaldsson, 18 ára, sem er á íþróttabraut, upp- eldissviði; Bjarki Hjálmarsson, 19 ára, sem er á félags- og náttúru- fræðibrautum og Kjartan Ólafsson, 18 ára, sem í vor lýkur stúdents- prófí af eðlisfræðibraut. Þeir sögðu að er valið var í liðið hefði verið forkeppni í skólanum. Nokkrir kennarar hefðu samið spurningar úr sínum námsgreinum, um 40 manns hefðu síðan svarað þessum spumingum skriflega og haft til þess rúman tíma. Þeir hefðu síðan verið valdir úr hópi þeirra er best hefðu komið út og m.a. annars ve- rið haft í huga að saman gætú þeir svarað spurningum um ólík efni. Velgengni þeirra hefði síðan komið þeim skemmtilega á óvart, þeir hefðu alls ekki átt von á því í byrjun að eiga eftir að taka þátt í úrslitakeppninni. Þeir hefðu á þessum tíma reynt Morgunblaðið/Bjami Eirfksson. Liðs M.S. (frá hægri) Sverrir Jakobsson, Ingvar Ólafsson og Ármann Jakobsson. að fylgjast vel með almennum frétt- um og einnig lesið allt mögulegt er þeir hefðu álitið að gagni myndi koma. Þrir félagar þeirra hefðu samið spumingar fyrir þá að spreyta sig á og einnig æft þá varð- andi hraða. Fram á laugardag ætluðu þeir að reyna að hugsa ekki of mikið um keppnina, en lesa sem mest. Ármann ætti þann dag að keppa á íslandsmeistaramóti í bad- minton og vonandi yrði hann fyrr búin en síðast er þeir kepptu í spuningakeppninni, en þá hafði hann einnig verið að keppa í bad- minton og komið frá Akranesi klukkutíma áður en þeir mættu í sjónvarpssal. Ármann sagði að Ákranesferðin hefði komið þeim vel því hann hefði haft með sér íslenska málsháttabók til að glugga í og hefði hann beðið félaga sína um að leika fyrir sig málshætti. Einn þeirra hefði valið málsháttinn „Eng- inn verður óbarinn biskup“ og um kvöldið hefðu þeir fengið þann sama málshátt leikinn á alveg sama hátt og félagi hans hefði gert! Menntaskólinn við Sund í liði Menntaskólans við Sund eru þeir Ingvar Ólafsson, 17 ára, sem er í 2. bekk S, stærðfræðideild og tvíburamir Ármann og Sverrir Jak- obssynir, 16 ára, í 1. bekk E. Þeir sögðu að um 100 nemendur hefðu tekið þátt í undankeppni í skólanum í haust þegar valið var í lið skólans og hefði skriflegt próf verið lagt fyrir þá. Þeir félagar hefðu síðan verið valdir í endanlegt lið skólans I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.