Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.04.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987 ta°* . . . annars hugar. TM Reg. U.S. Pat Off. — all nghts reserved ® 1987 Los Angeles Times Syndicate Fari þetta í taugarnar á þér gefðu honum þá eitt undir hökuna. Eg er svo loppinn — gæti lögreglan ekki losað tapp- ann fyrir mig? Réttlætismál Tuttugasta og þriðja mars sl. flutti Pétur Kr. Hafstein sýslumað- ur útvarpserindi í þættinum „Um daginn og veginn". Margt var þar vel sagt en ekki verður hér nema eitt atriði gert að umtalsefni. Hann vitnaði í grein eftir Thor Thors, þar sem lýst var hversu mannréttindi eru fótum troðin með því að taka tillit til landsvæða við vægi atkvæða í alþingiskosning- um, og hversu fáránlegt það er að menn í sumum kjördæmum skuli geta komið manni á þing, og þann- ig getað haft mikil áhrif á iands- mál, jafnvel stjóm, þó þingmaður- inn hafí jafnvel þrisvar til fjórum sinnum færri atkvæði bak við sig en annar, sem er í fjölmennara kjördæmi. Þessu mætti til að breyta. Því miður eru litlar líkur á að þetta breytist meðan stofnskrá Sameinuðu þjóðanna er með slíkum endemum, sem hún er nú. Það hljóta allir að sjá hversu ógur- legt það misrétti er, að smáþjóð, sem er innan við þrjú hundruð þúsund, skuli hafa sama atkvæðis- rett innan þeirra og sjö hundruð milljóna þjóð. Meðan þetta við- gengst munu menn vitna til þess sem réttlætingar á að eðlilegt sé að mismunandi landsvæði hafí ekki endilega sama þingmannafjölda á bak við þingmenn. Það hlýtur því að vera skýlaus krafa allra réttlátra manna að ís- lendingar beiti sér fyrir því innan Sameinuðu þjóðanna að stofnskrá þeirra verði breytt, þannig að fólksfjöldi hverrar þjóðar ráði þar atkvæðamagni hennar. Er hugsanlegt að þeir sem vilja koma á réttlæti hér á landi (og annars staðar í heiminum) séu ekki tilbúnir að berjast fyrir þessu réttlætismáli? 7844-6838 Byggjum varaflug- völl á Akureyri Til Velvakanda. Ég vil setja fram nokkrar rök- semdir fyrir því að varaflugvöllur verði gerður á Akureyri. í fyrsta lagi þarf aðeins að breiðka cg lengja flugbrautina á Akureyri en ef Sauðárkrókur yrði fyrir valinu þyrfti að leggja nýja flugbraut. í öðru lagi þyrfti ekki að bæta ratar- kerfí og aðflugstæki flugvallarins á Akureyri mikið þó flugvöllurinn þar yrði gerður að varaflugvelli. Að vísu þyrfti að stækka flugstöð- ina nokkuð sem ekki þyrfti að kosta mikið. Stærsta vandamálið er gisting farþega. Tökum dæmi. Flugvöllurinn í Keflavík er lokaður en tvær DC-8 þotur eru á leiðinni til landsins. í stað þess að fara til Skotlands fara þær til Akureyrar og hótelin á Akureyri eru látin vita að um 500 manns séu að koma. Það er mikið atriði að hótel- rými sé til staðar þar sem vara- flugvöllurinn er. Ef varaflugvöllurinn yrði á Sauðárkróki færu miklir fjármunir í að byggja flugstöð, gera flug- braut o. fí. en stærsta vandamálið yrði e. t. v. hótelrými fyrir far- þega. Ég vona að þessar röksemdir verði teknar til greina. Sem skatt- greiðandi vil ég að hagkvæmnin sé látin sitja í fyrirrúmi varðandi stórframkvæmdir sem þessar. Áhugamaður um flug Þjónusta í Seljahverfi Húsmóðir í Seljahverfi skrifar: Agæti Velvakandi, fyrir hönd íbúa Seljahverfis í Breiðholti vil ég koma eftirfarandi athugasemd á frmfæri við borgaryfírvöld. I þessu hverfí er þjónusta í verslunarstarfsemi mjög einhæf og ábyggilega sú ein- hæfasta sem fyrirfinnst í þessari borg. Víðast hvar í hverfínu eru matvöruverslanir og sjoppur á með- an annarri verslunarstarfsemi er ábótavant. Til þess að uppfylla lág- marks þarfir íbúanna þyrfti að vera mun ijölbreyttari verslunarstarf- semi í hverfinu. Til að mynda er brýn þörf á að hér verði komið upp apóteki, bankaútibúi og pósthúsi, eins og flest önnur hverfi hafa upp á að bjóða. Hér í hverfínu er verið að byggja verslunarmiðstöð, nánar til tekið á Kleifarseli. Af því tilefni ræddi ég við þá aðila sem standa að þeirri byggingu. Tjáðu þeir mér að þeir ætluðu að leitast við að hafa sem fjölbreyttasta verslunarstarfsemi þama. I því sambandi ræddu þeir við borgaryfirvöld um að þarna yrði veitt leyfí til reksturs apóteks og tjáðu þeir mér að borgaryfirvöld hefðu sýnt því áhuga. Það væri okkur íbúum Selja- hverfís og þá sérstaklega okkur sem búum í efsta hluta þess sönn án- ægja að fá slíka þjónustu á þessum stað. Því skora við á borgaryfirvöld að sniðganga ekki þetta hverfí öllu lengur og vonumst til að þau sýni skjót viðbrögð hvað þetta varðar Víkverji skrifar HÖGNIHREKKVÍSI „ÉG <S£T VELAn pESSARA SKREYriNGA VEfíJ Ð' « Víkveiji hafði varla fyrr sleppt orðinu um daginn þegar hann var að þusa út af fleirtölusýkinni (nú skal það helst alltaf heita „verðin" til dæmis) en einn af stór- forstjórum þessa lands upplýsti í samtali að við tiltekið tækifæri sem hann nefndi hefðu „umræðu- efnin" verið tvö. Hann vék líka að umsvifum fýrirtækis síns á undanförnum mánuðum og sagði af því tilefni meðal annars: „Við gerum ráð fyrir því að við flytjum sextíu prósent af flutningunum sem þeir voru að flytja." Vonandi verða verðin ekki of há fyrir flutninginn á þessum flutningum. xxx Dýpstu spekina mátti aftur á móti finna í upphafsorðum aðsendrar greinar sem birtist hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag: Þau hljóðuðu svo: „Meðal þess sem hin nýja íslenska kynþátta- stefna sækir styrk sinn í, er það, að hún þarf á engum hallmælum að halda sér til áréttingar.“ Höfundi er mjög í mun að leiða okkur einfeldningana hér uppi á Fróni í allan sannleikann um stöðu kynþáttamála í Suður-Afríku og reynist þá jafnvel snjallari í hugs- un en í fyrrnefndum inngangi sem til er vitnað. Hann segir okkur til dæmis umbúðalaust að Suður- Afríka sé „helsta menningarl- andið, sem eftir er á þeim slóðum hnattarins, og það, sem einna helst hefur borið við að virða mannrétt- indi“. Lokaorðin eru: „Lifi norræn samvinna um stuðni'ng við Suður- Afríku,“ og tekur Víkveiji vissu- lega af heilum hug undir þau og mun ekki liggja á liði sínu um stuðning við þá kærleiksríku og réttlátu menn sem ráða ríkjum í þessu einstaka menningarlandi. Líkt og hinn skeleggi baráttumað- ur fyrir drifhvítri íslenskri þjóð, sem hvetur hér okkur landa sína til dáða, sækir Víkveiji styrk sinn í það að hann þarf á engum hall- mælum að halda sér til áréttingar. Pistlahöfundur eins dagblaðs- ins okkar, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma sendir að minnsta kosti sumar ritsmíðar sínar frá Akureyri, sýndi okkur ekki einasta á dögunum hvað enskt orðalag er honum tamt held- ur ennfremur hvað orðgnóttin er frábær og smekkurinn. Hið fyrrnefnda sannaði hann með því að hefja eina klausuna sína með hinu gullfallega og lipra „skrifandi um“, þ.e.a.s. „writing about“ eins og það heitir í for- skriftinni. Og frábæran orðaforða sinn sannaði hann okkur ekki einu sinni heldur í tvígang með því að hefja aðra klausu með orðunum: „Hún var nastí auglýsingin“ og Ijúka henni með upphrópuninni: „Þetta kallar maður að vera nastí." Ástkæra, ylhýra málið. Það er gott til þess að hugsa að starfs- bræðurnir láta sér að minnsta kosti annt um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.