Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGyR 14., APRÍL 1987
Annars stigs skip-
stjómarbraut á Dalvík
Svar við grein skólastjóra og
siglingafræðikennara á Dalvík
eftir Guðjón Armann
Eyjólfsson
Föstudaginn 20. mars sl. birtist
í Morgunblaðinu ritsmíð þar sem
mér undirrituðum eru sendar kveðj-
urnar frá Trausta Þorsteinssyni
skólastjóra á Dalvík og Júlíusi
Kristjánssyni forstjóra og aðalkenn-
ara þar í siglingafræði við skip-
stjórnardeild 1. stigs.
Þetta eru kaldar kveðjur og höf-
undum til vansæmdar að gera mér
upp annarlegar hvatir og skoðanir
vegna greinar sem ég skrifaði í
Morgunblaðið 12. mars sl., en þar
gagnrýndi ég fyrst og fremst vinnu-
brögð menntamálaráðuneytisins og
nefndar á Dalvík sem komst að
þeirri niðurstöðu að ekkert væri því
til fyrirstöðu að starfrækja fyrsta
og annars stigs skipstjórnarbraut
á Dalvík. í grein minni var ekki
vikið einu orði að skólastarfi á
Dalvík eða 1. stigs skipstjómar-
kennslu, sem hefur verið þar
undanfarin ár, nema þeim Dalvík-
ingum til hróss og vegsauka. Eg
bið þá félaga að lesa grein mína
frá 12. mars sl. betur og hefði það
þá sparað einhverjar af þeim glós-
um, sem mér eru sendar. Eftir að
hafa lesið grein þeirra félaga sem
þeir nefna „Að rassskella sjóinn"
finnst mér að réttara hefði verið
að kalla hana: „Að rassskella sjálf-
an sig“, af því að það gera þeir
rækilega með þessum skrifum:
Greinin olli mér vonbrigðum eftir
ágætt og traust samstarf við þá
greinarhöfunda á liðnum árum.
Með hvemig hugarfari lásu þeir
Trausti og Júlíus greinina? Þar
sagði ég m.a.: „Ég álít aftur á
móti að Dalvík sé staður sem er
mjög vel til þess fallinn vegna
aðstöðu og útgerðar frá bænum að
hafa á hendi kennslu á fyrstu (hér
undirstrikað) stigum skipstjóm-
arnámsins á Norðurlandi og í
grunnnámi sjómanna og fisk-
vinnslufræðslu."
Annars staðar í greininni segir:
„Á Dalvík hefur í samvinnu við
Stýrimannaskólann verið starfrækt
1. stigs deild síðan 1981, er ég tók
við skólastjóm Stýrimannaskólans.
Samtals hafa 38 nemendur lokið
þar 1. stigs prófi sl. 5 ár með ágæt-
„Þetta er nýjung í málningar-
þjónustu hér á landi sem auðveld-
ar fólki að mála sjálft, hvort sem
er innan dyra eða utan. Sýni-
kennsla fer fram á sjónvarps-
skermi þar sem fólk fær
ítarlegar leiðbeiningar. Þessa
þjónustu hefur vantað hér í
gegnum árin,“ sagði Þorsteinn
Gíslason, eigandi Málarameistar-
ans, en hann hefur verið málari
í hartnær hálfa öld.
um árangri (hér undirstrikað) og
margir, síðan lokið 2. stigi við Stýri-
mannaskólana í Vestmannaeyjum
og Reykjavík."
Greinarhöfundar vita að ég sendi
þeirr. á hverju vori óútfyllt en
undirrituð prófskírteini með
stimpli Stýrimannaskólans. Það
geri ég auðvitað af því að ég treysti
þeim fullkomlega fyrir þessu: Með
undirskrift minni ber ég ásamt
skólastjóra Dalvíkurskóla ábyrgð á
því sem þar stendur, en skírteinin
eru gefin út í nafni Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík.
Þrátt fyrir þetta bera þeir félagar
á borð, að ég lítilsvirði „skólastarf
á Dalvík, er varðar skipstjómar-
fræðslu“ og dragi í efa ágæti þess
starfs sem Dalvíkurskóli hefur lagt
fram til menntunar sjómanna. Ég
mótmæli svona getsökum og
aðdróttunum. Þetta hefði einhvem
tíma verið kallað að snúa út úr og
lesa faðirvorið aftur á bak.
Sömu viku og ég las hina óvæntu
frétt um hugsanlegar breytingar á
sjómannamenntun í landinu, sem
varð tilefni athugasemda minna
kom Trausti Þorsteinsson skóla-
stjóri til nefndarfundar hingað til
Reykjavíkur og var fundurinn hald-
inn í Stýrimannaskólanum. Nefnd
þessi fjallaði um tillögur að lýsingu
á stýrimannanámi á fyrsta stigi
fyrir námsvísa fjölbrautaskóla.
I nefndinni eiga sæti Karl Krist-
jánsson starfsmaður Framhalds-
skóladeildar menntamálaráðuneyt-
isins (ranglega nefnd skólarann-
sóknadeild í grein minni 12. mars),
Benedikt H. Alfonsson og Trausti
Þorsteinsson. Ég var á sínum tíma
beðinn um að koma með tillögu að
skipun í þessa nefnd ásamt starfs-
manni menntamálaráðuneytisins.
Ég lagði sérstaka áherslu á að
Trausti Þorsteinsson fengi sæti
í nefndinni vegna þeirrar reynslu,
sem Dalvíkurskóli hefur við kennslu
á skipstjómarnámi 1. stigs og ég
endurtek skipstjórnarnámi 1.
stigs.
Þrátt fyrir þetta ber sami Trausti
mér á brýn vammir og skammir,
hártoganir, rangtúlkanir, misskiln-
ing, vantraust og lítilsvirðingu, og
Guð má vita hvað maðurinn byrgir
inni með sér eftir skrifum hans og
Júlíusar Kristjánssonar að dæma í
Morgunblaðinu 20. mars sl.
Málarameistarinn setti nýlega
upp skjá í verslun sinni að Síðum-
úla 11, en þar geta þeir sem
hyggjast mála hjá sér fengið ná-
kvæmar leiðbeiningar um hvemig
verkinu skuli hagað. Um er að ræða
45 mismunandi verklýsingar varð-
andi málun. Þorsteinn sagði að fólk
væri mjög ánægt með þessa þjón-
ustu þar sem það væri miklu fljótara
að átta sig á því hvemig best væri
að vinna.
Á þessum fundi í Stýrimanna-
skólanum gat Trausti ekki einu orði
um fyrirhugað 2. stig á Dalvík.
Svona framkoma eru óheilindi og
skrif Trausta og Júlíusar dæmi um
hvernig stofnað er til leiðinda að-
eins vegna þess að látnar voru í
ljós skoðanir á máli sem mér undir-
rituðum er skylt að láta í ljós.
Þar eð hæstv. menntamálaráð-
herra og menntamálaráðuneytið
töldu óþarft að leita umsagnar Stý-
rimannaskólans í Reykjavík um
þetta mál, og ekki var heldur leitað
álits Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og þá sérstaklega
stéttarfélaga farmanna, þar eð 2.
stigið veitir víðtæk farmannarétt-
indi, Siglingamálastofnunar og
hugsanlega enn fleiri aðila bar mér
undirrituðum sem skólastjóra Stýri-
mannaskólans skylda til að láta í
ljós skoðun mína fyrst ég álít þessa
ákvörðun athugaverða. Með þessu
var ekki lýst lítilsvirðingu á einum
eða neinum heldur miklu fremur
undrun á íslenskum stjórnaraðferð-
um og gagnrýnt hvernig gengið er
fram hjá Stýrimannaskólanum og
samtökum sjómanna í svo mikil-
vægu máli.
Fjölmargir sem ég átti tal við
héldu að kennsla 2. stigs á Dalvík
hefði verið heimiluð af menntamála-
ráðuneytinu með samþykki og í
samráði við Stýrimannaskólann i
Reykjavík og er það ekki óeðlilegt.
I greinarlok víkja höfundar að
fljótræði mínu vegna greinarinnar
12. mars. Ég bjóst satt að segja
við að aðrir en ég yrðu sakaðir um
fljótræði.
T.Þ. og J.K. tala um það sem
Játningu mína“ að Stýrimanna-
skólann í Reykjavík vanti tæki („Þú
játar þaðjafnframt, að Stýrimanna-
skólann í Rvík vanti tæki o.s.
frv....“). Víst er þetta slæmt en
það er einmitt þess vegna, sem
ég tel óráðlegt að dreifa efri stigum
skipstjórnarnámsins meira en gert
er.
Ef Stýrimannaskólinn í
Reykjavík á fullt í fangi með að
fylgja eftir alþjóðlegum kröfum til
skipstjórnarmanna á farskipum;
nokkuð sem kemur þeim fréttaritur-
um á óvart leyfi ég mér að álíta
að svo yrði einnig um fleiri staði á
landinu með óbreyttum fjárveiting-
um o.fl. Það verður að gæta þess
að baki skírteina standi sú kunn-
átta, sem krafist er.
Þetta var því ekki nein sérstök
játning, heldur bláköld staðreynd.
Við verðum að hafa okkur alla við
til að halda í við stýrimannaskóla
í nágrannalöndunum, þar sem fylgt
er alþjóðakröfum.
Ég fullyrti ekkert um að „aðrir
geti ekki gert jafnvel og ef til vill
betur“, eins og þeir halda fram í
grein sinni.
Hvernig gæti ég það? Þetta er
eitt af „blómum" þeirra félaga til
mín. Tvítekið var, bæði í aðalles-
máli greinar minnar og feitletrað
við fyrirsögn í kynningu Morgun-
blaðsins: „Auðvitað er hægt að
kenna allt hvar sem er, ef fyrir
hendi er búnaður og mannafli."
Ég endurtek því: Mennirnir verða
að lesa betur. En ekki var fyrir að
fara hógværðinni áður en ég skyldi
tekinn í bakaríið.
Það mætti æra óstöðugan að leið-
rétta allan þann misskilning, sem
kemur fram í nefndri blaðagrein
fréttaritaranna á Dalvík. Greinin
styður aðeins það sem ég hefi áður
sagt, að ályktun nefndar á Dalvík
og heimild menntamálaráðuneytis-
ins lýsir vanmati og vanþekkingu á
skipstjórnamámi, störfum skip-
stjómarmanna og þeim atvinnurétt-
indum, sem skipstjórnarpróf 2.
stigs veitir í dag.
I grein T.Þ. og J.K. segir, að
„eftir annars stigs nám hafa nem-
endur lokið „fiskimannsprófi" eins
og kallað er“. Einnig furða greinar-
höfundar sig á því „að við skipulag
2. stigs hafi menn horft meira til
Guðjón Ármann Eyjólfsson
„Það mætti æra óstöð-
ugan að leiðrétta allan
þann misskilning, sem
kemur fram í nefndri
blaðagrein fréttaritar-
anna á Dalvík. Greinin
styður aðeins það sem
ég hefi áður sagt, að
ályktun nefndar á
Dalvík og heimild
menntamálaráðuneyt-
isins lýsir vanmati og
vanþekkingn á skip-
stjórnarnámi, störfum
skipstjórnarmanna og
þeim atvinnuréttindum,
sem skipstjórnarpróf 2.
stigs veitir í dag-.“
farmennskunnar en undirstöðuat-
vinnuvegs okkar, fiskveiðanna“.
Það er þó mergurinn málsins, sem
þarna kemur fram að hvorki ég né
aðrir getum þar haft einhvetjar
einkaskoðanir. Skv. núgildandi
lögum veitir skipstjórnarpróf 2.
stigs full réttindi á flutningaskip-
um, farþegaskipum og varðskip-
um bæði sem stýrimaður og
skipstjóri sem eru 400 rúmlestir eða
minni og er farsvið ótakmarkað,
ennfremur réttindi sem undir-
stýrimaður á sömu tegundir
skipa af hvaða stærð sem er og
hvar sem í heiminum, auk rétt-
inda á fiskiskip af ótakmarkaðri
stærð með ótakmarkað farsvið. í
grein minni var ítrekað, að 2. stig
veitir mjög viðtæk farmannarétt-
indi.
Alþjóðasamþykktir um stöðvun
íslenskra skipa í erlendum höfnum
er greinarhöfundum ráðgáta. Ég
vil því árétta að skv. 10. grein sam-
þykktar Alþjóðasiglingamálastofn-
unar um menntun, þjálfun, skilríki
og varðstöðu sjómanna á kaupskip-
um er heimilt að stöðva skip, sem
að áliti sérstakra eftirlitsmanna
samningsaðila „séu hættuleg mönn-
um, eignum og umhverfi". Undir
þetta ákvæði fellur t.d., ef skipin
eru ekki búin nægilega góðum sjó-
kortum, tækjum, búnaði eða ef
yfirmenn og aðrir skipverjar fram-
vísa skírteinum sem að dómi aðild-
arríkja uppfylla ekki kröfur þeirra
um menntun og þjálfun. Nefndin á
Dalvík og menntamálaráðuneytið
ættu að kynna sér þessa samþykkt. ■
Vitnað er til stofnunar Stýri-
mannaskólans í Vestmannaeyjum
árið 1964. Vestmanneyingar voru
heppnir að vera þá á réttu róli. Ég
efast um að stofnun skólans hefði
gengið eins greiðlega í dag, þó að
það kostaði vissulega baráttu, og
er það vegna breytinga á sjómanna-
menntuninni síðan þá. Þeir sem
luku 2. stigs prófi fyrir árið 1967
verða nú að taka próf í níu grein-
um til að fá sömu skipstjómarrétt-
indi og 2. stigið veitir í dag. Þeir
verða því að sitja a.m.k. eina náms-
önn og þess eru dæmi að nemendur
með gamalt „fiskimannapróf", þ.e.
2. bekk fyrir 1967, hafi sest í 2.
stig farmanna- og fiskimannadeild-
ar strax að haustinu og síðan
gengið undir öll próf 2. stigs.
Ein af meintum ávirðingum
mínum er að ég efist um að fræðsla
í öryggismálum skipstjórnardeildar
l. stigs á Dalvík sé eins og hún
eigi að vera og í lagi. Þetta er
alröng staðhæfing. Að mínu und-
irlagi hefur Þorvaldur Axelsson
forstöðumaður Slysavarnaskólans
„Sæbjargar“ og erindreki SVFÍ far-
ið um allt land þar sem er kennsla
í sjómannafræðum undir faglegri
umsjón Stýrimannaskólans í
Reykjavík, jafnt til Dalvíkur sem
annarra staða. Auðvitað verður
sú fræðsla að vera í ágætu lagi.
Ég myndi ekki senda undirrituð
prófskírteini norður, ef ég treysti
því ekki að þessi mikilvægi þáttur
kennslunnar væri eins og til er
ætlast. Hið eina sem ég hefi haft
áhyggjui' af er að þeir norðanmenn
(Ólafsfjörður, Dalvík, Húsavík,
Hólmavík, Sauðárkrókur) fengju
ekki nægilegar æfingar í björgun
með þyrlu, en Landhelgisgæslan
mun reyna að leysa úr þeim vanda.
I sjóferðum nemenda á varðskipum
og æfingum með þyrlunni hafa
starfsmenn Landhelgisgæslunnar
sýnt mikla lipurð og reynst Stýri-
mannaskólanum vel.
Höfð eru uppi stóryrði vegna
þess að það er skoðun mín, að það
muni draga úr öryggi skipa, ef
menntun á æðri stigum er ekki á
öllum sviðum sem traustust. Auð-
vitað heyrir ótal margt fleira til
öryggis stærri skipa en vikunám-
skeið í slysavörnum og eldvörnum,
þó að þau séu vissulega ákaflega
mikilvæg. Mikilvægast af öllu er
að varðveita öryggi sjálfs skips-
ins í lengstu lög og heyrir þar til
m. a. traust kunnátta í siglingafræð-
um ogtækjum, stöðugleika, hleðslu,
frágangi farms og alþjóðareglur í
sambandi við það, enska, fjarskipti
o.fl.
Ég læt lokið yfirferð yfír þessa
makalausu grein, sem lýsir mis-
skilningi, en er auk þess full af
getsökum og glósum í minn garð.
Vitnað var í gömul bréf. Ég stend
við allt, sem ég hefi sagt þar og
annars staðar. Samstarf við skip-
stjórnardeild 1. stigs á Dalvík hefur
fram að þessu verið ánægjulegt og
þaðan hafa komið ágætir nemend-
ur, sumir framúrskarandi náms-
menn.
Á undanförnum tveimur skóla-
árum hefur verið réttindanám fyrir
undanþágumenn víða um landið, en
1. stigs nám hefurj auk deildarinnar
á Dalvík, verið á Isafirði og var sl.
vetur á Höfn í Hornafirði. Alls stað-
ar hefur samstarfið gengið ágæt-
lega og starfslið Stýrimannaskólans
hlotið þakkir fyrir, en mikil auka-
vinna hefur hlaðist á kennara og
ritara skólans. Skrif þeirra skóla-
manna á Dalvík eru því ómakleg.
Ég undirritaður og kennarar Stýri-
mannaskólans höfum eftir bestu
getu reynt að styðja við bakið á
1. stigs náminu á Dalvík eins og
annars staðar.
Ég veit ekki hvers vegna Trausti
Þorsteinsson og Júlíus Kristjánsson
hafa valið að ijúfa það trúnaðar-
traust, sem ég bar til þeirra.
í lok kveðju sinnar óska þeir eft-
ir að njóta hér eftir sem hingað til
starfskrafta minna við skipstjórnar-
fræðsluna á Dalvík. Ég vil hér með
fullvissa þá um, að þrátt fyrir skrif
þeirra, mun ég með glöðu geði veita
þá aðstoð við skipstjórnardeild 1.
stigs, sem við hér í Stýrimannaskól-
anum getum látið í té, svo lengi sem
þess verður óskað og talið er nauð-
synlegt af menntamálaráðuneytinu.
Ég læt þessa skvettu ekki hafa
áhrif á þá skoðun mína, að það sé
mjög mikilsvert að í hveijum lands-
fjórðungi séu deildir á fyrstu
stigum skipstjórnarnámsins eins
og hefur verið þar nyrðra undanfar-
. in ár.
En ég skil ekki hvers vegna
menn eru að reyna að spilla fyrir
jákvæðu viðhorfi til þessa grunn-
náms með skrifum eins og hér hefur
verið svarað. Menn skapa vantraust
með því að færast meira í fang en
þeir ráða við með góðu móti.
Enn síður skil ég ákvörðun
menntamálaráðuneytisins. En eins
og þeir vita reyndar manna best
sjálfir og ég hefí nú reynt, „tíðkast
stundum hin breiðu spjótin þar
nyrðra“.
Höfundur er skólastjári Stýri-
mannaskólans í Reykjavík.
Þorsteinn Gíslason, eigandi Málarameistarans og Þórður Jónsson,
framkvæmdastjóri, við leiðbeiningaskjáinn í versluninni.
Sýnikennslaá
sjónvarpsskjá