Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
23
Selma Júlíusdóttir
„Það er kominn meira
en tími til að mál þeirra
verði stöðvuð og ábyrgt
fólk setjist niður og tali
um vanda dagvistunar
af einhverju viti.“
nokkuð sé'nefnt. Við höfum gengið
milli ráðamanna þjóðfélagsins og
grátbeðið um að starfíð verði byggt
upp. Það má telja þá ráðamenn á
fingrum annarrar handar sem sinnt
hafa þessum málum.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra! Ég hef gengið
nokkrum sinnum á þinn fund til að
kynna nauðsyn þess að sett verði
lög um dagmæðrastarfið. Það er
fyrst og fremst á ábyrgð mennta-
málaráðuneytisins að það fáist skjót
úrlausn á þessu máli. Tímaklukkan
er útrunnin.
Dagmæður, gerum okkur grein
fyrir að hér á landi er tekið mjög
ólíkt á málum dagmæðra en í ná-
grannalöndum okkar. Ég er sann-
færð um að frammámenn okkar
settu mikið niður ef meðferð þeirra
á okkar málum yrði gerð opinber
þar. Í Svíþjóð eru ca. 50% dagvist-
unar í höndum dagmæðra. Önnur
lönd fylgja í kjölfarið. Önnur þjóð-
félög hafa ekki ráð á að mæta
breyttum þjóðfélagsháttum á annan
hátt. Einnig hafa þau viðurkennt
kosti dagmæðrastarfsins vegna
barnanna. í þessum löndum er vel
búið að dagmæðrum.
Kannski að íslendingur séu þeir
einu, sem eru svo auðugir af fé og
siðgæði, að þeir geti haft annan
hátt á.
Að lokum orðsending til fram-
bjóðenda flokkanna.
Alþýðubandalag, við höfum feng-
ið það óþvegið frá ykkur til margra
ára. Ég hef margreynt að tala við
ykkur til að leiðrétta málflutning
ykkar án árangurs. Ég veit að það
er til heiðarlegt fólk í flokki ykkar.
Viljið þið ekki koma fram í dags-
ljósið og stoppa þennan atvinnuróg.
Kvennalisti. Þið eruð búnar að
sýna okkur fyrirlitningu frá stofnun
flokksins. Heimili og húsmæður eru
ekki ykkar stefna. Hvað þá þær
húsmæður sem ekki vilja setja börn
sín á uppeldisstofnun. Þið skuluð
gera ykkur grein fyrir því að dag-
mæður eru stærsti atvinnuhópurinn
innan kvennastéttarinnar sem rek-
ur eigin atvinnurekstur.
Alþýðuflokkur. Ég hef alltaf bor-
ið mikla virðingu fyrir Alþýðu-
flokknum. Þeir hafa haft margan
mannkostamanninn innan sinna
raða og hafa enn. Alþýðuflokkurinn
hefur ekki áður sýnt okkur dag-
mæðrum lítilsvirðingu eða verið
með skipulagt skítkast um starf
okkar og heiðarleika. Það er því
mjög sárt að nú hefur orðið breyt-
ing á. Undir forustu Láru Júlíus-
dóttur, sem ég hafði álitið meiri
mannkostamanneskju, linnir ekki
árásum á stéttina. Ég vona að Al-
þýðuflokkurinn sýni að þetta séu
mistök og stöðvi þennan málflutn-
ing strax.
Framsóknarflokkur. Þið hafið
aldrei sýnt okkur annað en velvilja
en nú bið ég ykkur um að þið ger-
ið meira og kynnið ykkur vel alla
dagvistun með hag bamanna í huga
og takið á málunum með festu. Það
þarf að gera stórátak, en verður
ekki gert með orðunum einum.
Sjálfstæðisflokkur. Innan ykkar
raða er það fólk sem hefur reynt
að vinna að hag dagvistunar á
einkaheimilum við hliðina á dagvist-
un á dagheimilum. Það eru þau
vinnubrögð, sem eru löngu viður-
kennd í nágrannalöndum okkar, og.
eru framtíðin. Það er aðeins það,
að flokkurinn virðist ekki hafa dug
í sér að taka á málunum opinber-
lega. Það verður samt að taka á
þessum málum með meiri festu og
fá þessi mál fram í dagsljósið frá
þeim punkti hvað hentar baminu
best og hvernig sé hagkvæmast að
framfylgja því. Allt annað er orða-
gjálfur eitt engum til gagns.
Höfundur er formaður Samtaka
dagmæðra.
Spar ifj áreigend-
ur! Varúð, varúð
Ný verðbólgnalda kann að skella á eftir
kosningar — verðtryggið því sparifé ykkar
eftír Gunnar H
Hálfdánarson
Eins og svo oft áður em blikur
á lofti í þróun íslenskra efnahags-
mála á næstu misserum. Þessar
blikur nú stafa ekki af slæmu ár-
ferði í þjóðarbúskapnum heldur
vaxandi þensluáhrifum af því góð-
æri, sem íslendingar hafa notið á
sl. tveimur ámm samfara þeirri
óvissu, sem ríkir um efnahagsstjóm
í þeirri nýju stöðu stjómmálanna,
sem komið hefur skyndilega upp á
sl. vikum.
Óvissa um efnahags-
stjórn á næstu árum
Óvissan felst einkum í því, hvort
góðærið verður notað áfram á
næstu 2—3 ámm til þess að stuðla
að stöðugu verðlagi, greiða niður
erlendar skuldir, sem em með þeim
hlutfallslega hæstu í heiminum, og
treysta þannig og efla lífskjörin í
framtíðinni. Hinn möguleikinn er,
hvort góðærið verði notað til auk-
innar eyðslu í gegnum eftirlátssama
og ómarkvissa efnahagsstefnu með
samsvarandi verðbólguaukningu,
söfnun erlendra skulda og þar með
stórri lífskjaraskerðingu, næst þeg-
ar sverfur að í þjóðarbúskapnum
eftir u.þ.b. 2—3 ár.
Seinni niðurstaðan er nánast
óumflýjanleg, ef ekki tekst að
mynda raunsæja og samhenta ríkis-
stjóm að kosningum loknum.
Fyrirséð er, að slík stjómarmyndun
verður erfitt verk að teknu tilliti til
þess fjölda flokka, sem nú bjóða
fram í þingkosningunum. Fyrri
reynsla segir, að fjölflokka ríkis-
stjómir hafa yfírleitt átt erfitt með
að móta markvissa efnahagsstefnu
og því enst stutt.
Áhrif kjarasamninga
Nýlegir samningar við opinbera
starfsmenn eiga eftir að hafa tíma-
bundin áhrif á verðlag beint svo og
óbeint í gegnum kaupkröfur ann-
arra launþega, ef marka má
ummæli forystumanna þeirra.
Gunnar H. Hálfdánarson
Hversu mikil og varanleg áhrifin
verða, er háð efnahagsstefnu nýju
ríkisstjómarinnar. Þó er ólíklegt að
hækkunin skv. lánskjaravísitölu
verði minni en á bilinu 15—20% á
næstu 12 mánuðum, en gæti lækk-
að töluvert úr því, sé aðhalds gætt
t.d. í ríkisfjármálum og með raun-
vaxtastefnu í peningamálum. Komi
verri kosturinn upp í efnahagsstjórn
eftir kosningar er ljóst, að verð-
bólguspár að 12 mánuðum liðnum
verða orðnar mun likari þeim, sem
þekktust fyrr á árum, og óðaverð-
bólga verður aftur staðreynd á
íslandi.
Heilræði til spari-
fjáreigenda
Af framangreindu er ljóst, að
verðbólguvandinn á íslandi er enn
fyrir hendi og fer nú vaxandi í bili
a.m.k. og gæti vaxið verulega á
næstu ámm.
Sparifjáreigendur! Sofnið ekki á
verðinum. Geymið sparifé ykkar í
verðtryggðum farvegi, t.d.
víxlkjarareikningum innlánsstofn-
ana eða verðtryggðum verðbréfum
svo sem skuldabréfum og verð-
bréfum verðtryggðra verðbréfa-
sjóða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fjárfestingarfélags ísiands hf.
Ný kynslóð
SðtOlfílmíl®(Ul[r
Vesturgötu 16,
simi 1 3280.
Creda
tauþurrkarar
Verð 4,5 kg.
19.900 kr. staðgr.
Creda
húshjálpin
Sóluaðilar:
Viðja, Kópavogi, s. 44444
Ralhúðin, Hafnaríirði, s. 53020
Stapafell, Keflavik, s. 2300
Vónunarkaðurinn, Seltjarnamesi,
s. 622200
GrímurogÁrni, Húsavík, s. 41600
Credaumboðið, Raftækjaverslun
islands, Reykjavik.
m m >
skrkvi:/\-
■Ijnr...
HUNDRAD OG FIMMTÁN ÁRA
mannai
Austurstræti 18, símar 18880 og 13135
°g ■ Nýja bæ, Eiðistorgi 11, sími 611700
I>.k1