Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 25 gerðir sínar á fjármálaráðherraferli sínum. Vanmat á dómgreind Ekki veit ég gjörla hve dóm- greind Alberts Guðmundssonar er traust og skýr. Hitt veit ég með vissu að hann vanmetur stórlega dómgreind almennings. Það lýsir sér gleggst í því hvað hann leyfir sér að bera á borð fyrir háttvirta kjósendur. Þegar hann segist helst ekkert vita um rekstur síns eigin fyrirtækis og þykist þar hvergi hafa nærri komið í 12—13 næstliðin ár, þó hefir hann látið sig hafa það að stinga á sig margum- ræddum Hafskipsávísunum og e.t.v. fleiri „smá pinklum", og bítur svo höfuðið af skömminni með því að „gleyma" því að svona jakka- vasatekjur eru framtalsskyldar sem aðrar tekjur og engu síður en þær sem bera að með eðlilegri hætti en þessar undanskattsávísanir. Samkvæmt niðurstöðum próf- kjörs fyrr í vetur skipaði Albert efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, við þeirri niðurstöðu var ekki hróflað. Mér sýnist að ekki hafi verið unnt að taka vægi- legar á yfirsjónum hans en gert var. Vinir hans í hulduhernum knúðu hann til að hverfa frá þessu fram- boði og stöfna í þess stað nýjan flokk. Albert lét það í veðri vaka að vera sín í Sjálfstæðisflokknum væri útilokuð eftir að Þorsteinn Pálsson gat þess í yfirheyrslu á Stöð 2 að Albert yrði ekki útnefndur sem ráð- herraefni af hálfu flokksins eftir næstu kosningar. Það má segja að Þorsteinn hefði getað sparað sér þessa yfirlýsingu, fyrst og fremst vegna þess að það liggur í augum uppi að maður sem verður að segja af sér ráðherradómi getur ekki orðið hlutgengur í það starf að nýju fyrir flokkinn að nokkrum vikum liðnum. Ekki vil ég gera svo lítið úr vits- munum fráfarandi ráðherra að hann hafi verið haldinn þeirri glám- skyggni að hann gæti að loknum komandi kosningum hlammað sér ofan í ráðherrastól á vegum Sjálf- stæðisflokksins, því vil ég ekki trúa. Aðvaranir Ég lít svo til að Albert Guð- mundsson hafi löngum viljað halda sig hetjumegin á taflborði tilver- unnar. Vissulega var hann ekki of sæll af þeirri stöðu sem upp var kominn þegar ljóst var að hann yrði að segja af sér ráðherradómi. En það fannst mér ekki nógu stórmannlegt af honum þegar hann kom utanlands frá og lét sem honum kæmi þetta allt á óvart, því hið sanna er að hann var búinn að fá aðvaranir oftar en einu sinni. í raun var verið að bíða og vona í lengstu lög að hann færi leið skynseminnar og segði af sér án frekari eftirgangs- muna. Þegar þessi hetja skrýddist skikkju píslarvottsins, lést vera als- aklaus og óvarinn, þá var ég fjærst því að vorkenna honum. Hlýtt hefi ég á stefnuskrá Borgaraflokksins sem mér finnst í óþarflega miklum óskalistastíl. Öllu á að kippa í lag bæði til sjós og lands en fátt segir af fjáröflunarleiðum. Inná milli koma svo ábendingar í einskonar minnispunktaformi svo sem eins og það að við séum í Atl- antshafsbandalaginu. Ég vil benda öllum mínum flokks- systkinum á það, sem kosningarétt eiga utan þéttbýlisins við innan- verðan Faxaflóa, að þau atkvæði sem Borgaraflokkurinn kann að hljóta á landsbyggðinni nýtist til þess eins að fleyta inn á þing ein- hveijum Albertistum í Reykjavík eða á Reykjanesi. Nú er Albert orðinn maður hinna mjúku gilda. Þetta gerði hann heyrinkunnugt bæði í útvarpi í þættinum „Á beinni línu“ og í kynn- ingarþætti í sjónvarpi mánudags- kvöldið 6. þ.m. Ekki fylgdi það sögunni hvort þetta byrjaði með „tannaðgerðinni" á dögunum. Hlaut sá drengur hðgg á kinn er hugðist fréttura sinna. Ættir þú ekki, Albert minn öp að láta minna? Höfundur er bándi í Skollagróf. Dómnefndin. Frá vinstri: Steinn G. Hermannsson JC Breiðholti, Katrín Briem myndlistarmaður og Jón Reykdal myndlistarmaður JC Breiðholti: Þrjár myndir verðlaunaðar Tilvaldar í ferðalagið. Kæligeymsla óþörf. ORA grænmeti er ómissandi með steikinni, hentar vel í salatið og á kalda borðið. í ORA vörunum eru engin rotvarnarefni, aðeins valin hráefni. Fást 1 næstu matvöruverslun, hagstætt verð. - í samkeppni að gerð veggspjalds um vímuefni HUGMYNDASAMKEPPNI að gerð veggspjalds um vímuefni er nú lokið og hefur dómnefnd valið þrjár verðlaunateikningar úr þeim 56 tillögum sem bárust. JC í Breiðholti stóð fyrir samkeppninni með samþykki skólastjóra Grunnskóla Reykjavíkur. Rétt til þátttöku áttu allir nemendur 6. 7. 8. og 9. bekkja í grunnskólum Reykjavíkur. Bestu tillöguna að mati dómnefnd- ar áttu þeir Ivar Páll Jónsson og Páll Eiríksson úr Fossvogsskóla og fá þeir 5.000 krónu verðlaun. Björk Ormarsdóttir úr Vogaskóla fær 3.000 króna verðlaun fyrir aðra bestu tiliög- una og í þriðja sæti urðu þeir Óskar Björn Óskarsson, Egill Sandholt og Baldur Jónsson frá Olduskóla. Þriðju verðlaun nema 2.000 krónum. Verðlaunaafhending fer fram eftir páska á sameiginlegum fundi JC Breiðholts og samtaka um vímausa æsku, að sögn Steins G. Hermanns- sonar frá JC. Auk hans skipuðu myndlistarmennirnir Katrín Briem og Jón Reykdal dómnefndina. Steinn sagði að Mjólkurdagsnefnd og Hewlett Packard á íslandi hefðu styrkt þetta framtak JC-manna. Verðlaunatillögunum verður dreyft í skóla og æskulýðsmiðstöðvar eftir að fagfólk hefur útfært tillögur krakk- anna og gefið út á veggspjöldum. Steinn sagðist hafa samið ljóð um sanna íslenska sögu. Hún fjallaði um strákinn Ella, sem sniffaði með vinum sínum og varð fyrir heilaskemmdum og fatlaðist. „Elli er nú í hjólastól og getur ekki talað. Þessar Ijóðlínur áttu krakkarnir að styðjast við í teikning- um sínum. Hugmyndin er sú að hægt verði síðar að semja lag við ljóðið og gefa út á hljómplötu. Aðrir aðilar yrðu þá að koma þar inn í vegna kostnaðarins," sagði Steinn. Þú opnar ORA dós - og gæðin koma í ljós! Vesturvör 12, Kópavogi. / 30 ARA VAXANDI VINSÆLDIR SANNA GÆÐIN AUK hf. 95.9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.