Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1987 Er eitthvert annað svar við alnæmi? eftirKristin * Asgrímsson Eftir að hafa fylgst með umræð- um og viðbrögðum í fjölmiðlum um þann skaðsemis sjúkdóm sem al- næmi er hafa margir verið furðu lostnir. Það sem helst vekur furðu er hvemig heilbrigðisyfirvöld í þessu landi hafa brugðist við. Það er eins og boðskapur þeirra sé: „Etum, drekkum og leikum því að á morgun deyjum vér.“ AIDS (eyðni eða alnæmi á íslensku er orð sem vakið hefur óhug og skelfingu með- al milljóna manna. í bandarísku tímariti er greint frá því að þegar hafi um 15.000 manns látist af völdum sjúkdómsins og að meira en tvær milljónir manna hafi smitast í Bandaríkjunum. En það sem vekur furðu í umræð- unni um alnæmi er að það er eins og reynt sé að breiða yfir uppruna sjúkdómsins og orsakir hans. Það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við sannleikann. Alnæmi á það sameiginlegt með öðrum kyn- sjúkdómum að hann verður til vegna þess sem Biblían kallar for- boðið kynlíf. Það er talið að alnæmi hafi borist til manna með samförum þeirra við skepnur í Afríku. Síðan breiðist sjúkdómurinn út aðallega meðal kynvillinga og þaðan til vændiskvenna og eiturlyfjaneyt- enda. Sjúkdómurinn er ennþá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða. Manninum er einfaldlega ætlað að lifa kynlífi með einni per- sónu af gagnstæðu kyni. Það þarf enga spekinga til að segja okkur að það kallist að vera „gagnkyn- hneigður". Það er það eina sem manninum er eðiilegt. Allt annað er synd. Aður en lengra er haldið vil ég „Líkamlegur dauði er upphaf lega til kominn vegna syndar. Kynsjúk dómar verða einnig til vegna syndar. Það er aðeins einn sem getur læknað og fyrirgefið synd.“ taka það fram að það er ekki með neinni gleði sem þessi grein er rit- uð. Ég geri mér grein fyrir því að það er alltaf auðveldara að gagn- rýna heldur en að bera ábyrgðina. Eg geri mér einnig grein fyrir því að heilbrigðisyfirvöld sem aðrir standa ráðþrota frammi fyrir þess- um vanda. Við stöndum ráðþrota vegna þess að vandamálið er ekki líkamlegs eðlis, heldur andlegs fyrst og fremst. Ávöxtur, eða einkenni sjúk- dómsins, kemur fram í líkamanum, en rót meinsins er andleg. Líkamlegur dauði er upphaflega til kominn vegna syndar. Kynsjúk- dómar verða einnig til vegna syndar. Það er aðeins einn sem getur læknað og fyrirgefið synd. Víkjum nú að viðbrögðum heil- brigðisyfirvalda. Hvaða lausn er okkur bent á? Jú, okkur er bent á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Nú kem ég að því sem má segja, að sé kveikjan að þessari grein. Börn og unglingar eru hvött til að stunda fijálst kynlíf, sem rænir þau æsku þeirra og hreinleika og brýtur niður virðingu þeirra fyrir lífinu. Þau eru frædd um mismun á gagn- kynhneigðum og samkynhneigðum, þannig að þeim finnst orðið hvort tveggja jafn eðlilegt. Þeim er tjáð að allt siðferði og fordómar sé gam- aldags — að til að finna sér h'fsföru- naut sé gott að lifa fijálsu kynlífi og að sambandið á milli aukningu kynsjúkdóma og hins fijálsa kynlífs sé enginn mælikvarði á þeirra sið- ferði. Allt virðist þetta vera eðlilegt ef smokkurinn er hafður við hönd- ina. Er þörf á að segja meira? Að hverju er verið að stuðla? Er ekkert lengur til sem er hreint, rétt eða gott? Er kynfræðsla, fijálst kynlíf og veijur eitthvert svar við kynsjúk- dómum? Er þörf fyrir kynfræðslu fyrir börn sem ekki einu sinni eru orðin kynþroska? Rannsóknir sýna að í þeim löndum, sem einna fyrst tóku upp kynfræðslu í skólum, hafa börn byijað að lifa kynlífi fyrr en annars staðar. Þessar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að barns- fæðingum ungra stúlkna (14—16 ára) hefur ijölgað óhóflega, nauðg- unum hefur fjölgað og kynsjúk- dómar hafa breiðst ört út. (Rannsóknir í Svíþjóð og Dan- mörku.) Afleiðingar af fijálsu kynlífi höf- um við svo alls staðar í kringum okkur: Hjónaskilnaðir, heimili í upp- lausn, tilfinningaflækjur, sektartil- finning, óskilgetin börn, einstæðir foreldrar, minnkandi virðing fyrir hjónabandinu, og að síðustu gífur- leg aukning kynsjúkdóma. Með öðrum orðum: Þjóðfélag í upplausn. Enn önnur leið til að segja þetta er: Þjóðfélag án Guðs. En hrópið sem gengur út til þjóðarinnar er: Kynfræðsla, veijur, etum, drekkum og leikum því að á morgun deyjum vér. Hvað myndum við segja um fræðsluherferð fyrir eiturlyfjasjúkl- inga, þar sem þeim væri bent á að taka eitrið á sem „hættuminnstan" hátt? Nei, við segjum þeim að það sé hægt að lifa betra lífi án eitur- lyfja. Eigum við ekki að kenna börnunum okkar að halda kynlífinu innan þess ramma sem skaparinn setti því. Við státum okkur af því að vera kristin þjóð, en hvar eru boðorð Guðs? Okkur er sagt að veijur eigi ekki að vera neitt feimn- ismál, en sömu menn vilja láta eins og boðorð Guðs séu feimnismál. Nei, það er aðeins ein von fyrir okkar þjóð og sú von er sönn iðrun og játning á boðskap Biblíunnar. Við þurfum að játa syndir okar frammi fyrir almáttugum Guði og taka á móti gjöf hans, Jesú Kristi, inn í okkar líf. Að lokum vil ég benda þér á, sem þegar ert smitaður af alnæmi, sem og hinum, að Guð elskar þig og þráir að koma inn í líf þitt og gefa þér sinn frið. Hann er svarið við alnæmi. Hann er sá eini sem getur læknað alnæmi í dag. Höfundur er búsettur á Háaleiti 23, Keflavík. Magnús Einarsson „Erindislaus sendiboði“ - nýútkomin ljóðabók „ERINDISLAUS sendiboði“ heitir nýútkomin ljóðabók eftir Magnús Einarsson fram- haldsskólakennara á Sauðár- króki og gefur hann bókina út sjálfur. „Erindislaus sendiboði“ er þriðja bók Magnúsar. Áður út- gefnar bækur nefnast „Sykurlaus vitnisburður" (1983) og „Innviðir lífsins — auðn og vilji“ (1984). Magnús er fæddur 1960 í Njarðvík og hefur lokið BA prófi í mannfræði frá Háskóla Isjands. Bókin er prentuð í SÁST sf. Sauðárkróki. Stofutœ, Höfum nú opnað nýja deild meMöw plöntur fyrir heimili, stofnan, 9^ UmeraðræðaPbmyftú^affailegumog Tilboðið gildir fram að paskum. Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar 36770 686340
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.