Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 14.04.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 Noregsbréf: eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í Drammen býr kona nokkur frá Pakistan sem fer aldrei út einsöm- ul. Þegar maðurinn hennar er í vinnunni kemur bróðir hans til að líta eftir henni og fara með henni í búðir. Hún hefur verið fimm ár í Noregi en kann ekki stakt orð í norsku. Afar sjaldan fær hún heim- sókn kvenna af sama þjóðerni. En henni finnst hún ekki vera undirok- uð á neinn hátt, þvert á móti, henni finnst hún vera vemduð. Vernduð fyrir spilltu samfélagi þar sem ung- ar stúlkur klæða sig og haga sér á ögrandi hátt, þar sem myndir af fáklæddum eða nöktum konum prýða veggspjöld og tímarit í sölu- tumum, þar sem fijálsar ástir eru daglegt brauð. Með börnin í fanginu og plast- poka í hendinni koma þeir flótta- mennirnir til Fomebuflugvallar. Dökk á húð og hár, börn, konur og menn, og í koffortunum sínum geyma þau menningu sem er gjör- ólík þeirri í nýja landinu. Norðmenn hafa búið í loftslagi sem hefur ekki haft neitt sérstakt aðdráttarafl fýrir aðra en þá sjálfa, og það em ekki svo mörg ár síðan fólk sneri sér við á götu ef það sá negra. En nú eru tímamir breyttir. í Noregi búa nú um 114 þúsund útlendingar, þar af 32 prósent frá Norðurlöndum, 30 prósent frá öðr- um Evrópulöndum og 27 prósent frá suðrænum löndum, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Og stöðugt eykst straumur hinna síðastnefndu til landsins. í fyrra leituðu 2700 flóttamenn hælis hér og fyrstu tvo mánuði ársins ’87 vom þeir orðnir 1100. Menn vom farnir að áætla að þeir yrðu ekki færri en 10 þús- und fyrir árslok ’87. En þá tók ríkisstjómin við sér. A blaðamannafundi með dómsmála- ráðherra og félagsmálaráðherra þann 20. mars sl. var það tilkynnt að hér eftir yrði eingöngu pólitísk- um flóttamönnum veitt hæli. Hinum, sem kæmu hingað af fé- lags- eða efnahagslegum ástæðum, yrði vísað til baka. Dómsmálaráð- herra sagði meðal annars, að hún hefði fengið það staðfest að ferða- skrifstofur í Austurlöndum aug- lýstu Noreg sem paradís fyrir innflytjendur. Norðmenn hafa löngum verið duglegir við að rétta öðmm þjóðum hjálparhönd. Með trúboðum sínum ráku þeir hjálparstarf í vanþróuðu löndunum löngu áður en aðrar þjóð- ir komu á vettvang, og oft em þeir fyrstir til að aðstoða lönd sem hafa orðið fyrir náttúmhörmungum. Sjálfir hafa þeir verið flóttamenn, þegar þeir þúsundum saman flúðu yfir til Svíþjóðar í seinni heimsstytj- öldinni. Land þeirra hefur verið opið hveijum sem er, þar til nú. Hvað veldur? Hafa þeir ekki leng- ur §árhagslegt bolmagn til að taka á móti öllum þessum sálum, eða em það viðbrögð hinna innfæddu sem nú þrýsta á? í skoðanakönnun sem gerð var í sambandi við innflytjend- ur og flóttamenn kom í ljós að 60% Hann fékk loksins landvistarleyfi. Norðmanna fannst fyöldi þeirra hæfilegur, 30% fannst þeir vera of margir í landinu og 10% vildu stöðva straum þeirra til landsins. Eftir að flóttamennirnir hafa dregið að sér fyrsta norska loftið á Fomebuflugvelli er þeim oftast komið fyrir á hóteli eða öðmm gisti- stöðum. Þar dveljast þeir allt upp í níu mánuði meðan þeir em að bíða eftir landvistarleyfi. Meðan á biðinni stendur fá þeir oftast kennslu í norsku og samfélags- fræði, að minnsta kosti nú seinni árin. Það er álit flestra að norsk stjómvöld hafi reynt að gera sitt besta í þessum málefnum, jafnvel þótt gagnrýnisraddir séu háværar eins og ævinlega þegar mikið er í húfí. Varla líður sá dagur að fólk tjái sig ekki um flóttamennina í lesendadálkum dagblaðanna. Sumir ávíta sína eigin landsmenn fyrir andstöðu og fordóma gegn með- bræðmm sínum, benda á það að þeir skuli vera menn til að umgang- ast þá sem jafningja sína úr því að þeir eru svona „vingjarnlegir" að opna land sitt fyrir þeim. Aðrir nöldra dálítið, segja að erfitt sé að útvega öllu þessu fólki atvinnu, en kvarta beinlinis ekki nema kannski yfir hávaða í krökkunum og tor- kennilegri matarlykt. En svo er það þriðji hópurinn, sem fínnur þessu fólki allt til foráttu. Þeir óttast blöndun við annan kynþátt, segja að flóttamennirnir taki bæti atvinnu og húsnæði frá þeim, þeir eignist of mörg börn, lifi á ríkinu, grafi undan efnahagslífinu og fleira í sama dúr. Nokkrir flóttamenn sem dvöldust á hóteli fyrir utan þétt- býlið kvörtuðu lítilsháttar undan matnum, enda kannski vanir öðru mataræði og þá kom nú hljóð í strokkinn. „Hvernig voga þeir sér, að kvarta undan matnum okkar? Fá þeir ekki þijár lúxusmáltíðir á dag? Þeir ættu bara að vera fegnir meðan þeir fá eitthvað að éta. Og hvernig er það, fá þeir ekki að vera á hótelum? Ekki höfum við Norð- menn efni á því.“ Norska farþegaskipið Friðþjófur Nansen var pússað upp og gert að móttökustað fyrir um það bil 430 flóttamenn. Fyrstu flóttamennirnir gengu um borð þann 5. mars sl., en varla liðu tíu dagar þegar ein- hvetjir tóku sig til og sprengdu upp ruslagám sem stóð um 100 metra frá skipinu og krotuðu slagorð bæði á skipið og á veggi í nálægð NLI ERt KOSNINGAR FRAMIJNDAN Ert þú í vafa um hvaða lista þú átt að kjósa? komdu þá við í Söginni Þar eru yfir 40 mismunandi listar í framboði sem endast örugglega lengur en eitt kjörtímabil. Bjóðum einnig sóplista. Við sérsmíðum einnig lista eftir óskum. KJÓSIÐ GÓLFLISTANN! - u Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184 Morgunblaðið/Ámi Námsmenn voru ekki í vafa um að af slíkum námskeiðum væri mik ið gagn. Stykkishólmur: Námskeið í að létta og einfalda störf Stykkishólmi. Á VEGUM námsflokka Stykkis- hóims hefir verið haldið Bauhaus stóll Leður - króm. Sígild hönnun. Kr. 13.960 Nýborg;# Skútuvogi 4, sími 82470, v/hliðina é Barðanum. námskeið fyrir starfsfólkið á sjúkrahúsinu og einnig starfs- fólk dvalarheimilisins og þar hafa verið veittar margvíslegar upplýsingar og aðferðir til að létta og einfalda störfin. Þegar fréttaritara Morgun- blaðsins bar þar að nú fyrir skömmu var Einar Karlsson að leiðbeina um ýmis verkleg efni. Námskeið þetta var haldið í grunn- skólanum og forstöðumaður þess er Róbert Jörgensen, kennari í Stykkishólmi. Guðni Friðriksson, starfsmaður á sýsluskrifstofunni, greindi frá almannatryggingum og þætti þeirra í iífsbaráttunni, Pálmi Frímannsson, heilsugæslulæknir, sá um þátt heilsugæslunnar. Þeim, sem að námskeiðinu stóðu, kom saman um að það hefði verið hið gagnlegasta og eins voru námsmenn, sem voru á ýmsum aldri, ekki í vafa um að svona námskeið hefði átt að halda miklu fyrr, því gagnið væri ótvírætt. — Arni ■K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.