Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 36

Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 =1? H0VIKLÍNAN Lagerhillur n HF.OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7 SÍMI: 21220 SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. Söyollgiiyigjtuiií1 Vesturgötu 16, sími 13280 VELA-TENGI 7 1 2 Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál hafið eitthvaö mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tskja. Allar stœrðir fastar og frá- tengjanlegar SöyoHmDgjyir Jfe)ifi)®®@ifi) <& Vesturgötu 16, sími 13280 V^terkurog VD hagkvæmur auglýsingamiðill! Frelsi til for- myrkvunar eftir Sigurð A. Magnússon Útvarpsráð rak í síðustu viku upp sjöraddað ramavein vegna þvergirð- ingsháttar og ófýsi stjómvalda að ráða bót á fjárhagskröggum Ríkisútvarpsins með því að hækka afnotagjöld um þtjár krónur á dag. Benti það á að hin nýju útvarpslög hefðu leitt af sér óeðlilegar hömlur á tekjuöflun Ríkisútvarpsins, sem eftir sem áður væri gert að rækja lögbundnar skyldur sínar við lands- menn, sem keppinautamir væm undanþegnir. Við barlóm útvarps- ráðs bættist sú yfirlýsing Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra „sjónvarps allra landsmanna" í Heigarpóstinum í síðustu viku, að „Sjálfstæðisflokkurinn sé að kyrkja Ríkisútvarpið undir forystu menntamálaráðherra og formanns útvarpsráðs“. Allt er þetta harla lærdómsríkt með hliðsjón af því sem undan er gengið. Stórveldið ísland Fyrir tæpum áratug hófu ungir og miðaldra framagosar í Sjálf- stæðisflokknum að beija bumbur og hafa í frammi mikinn gauragang útaf hugmyndum sínum um svo- nefnt „frjálst útvarp", og leiddi til þess að menntamálaráðherra Fram- sóknarflokksins sá sitt óvænna og setti á laggirnar útvarpslaganefnd sem síðan lagði fram álit sitt með þeirri fyrirséðu niðurstöðu, að tími væri kominn til að afnema einka- rétt Ríkisútvarpsins — og var svo að skilja á opinberri umræðu um málið, að þareð ríkisvaldinu væri um megn að halda uppi lögum í landinu væri vísast affarasælast að löghelga þau grófu lagabrot sem átt höfðu sér stað í sambandi við alræmdar myndbandaleigur sem purkunarlaust dreifðu þjófstolnu efni án þess fingri væri lyft af opin- berri hálfu — og gera reyndar sumar hverjar enn átölulítið. Það sem fyrst vakti athygli í öll- um þessum kynlega málatilbúnaði var sú yfírlýsing formanns útvarps- laganefndar, að útvarpslög á Norðurlöndum hefðu ekki komið að miklu gagni, og mátti á honum skilja að mið hefði einkum verið tekið af Bretlandi, sem er rösklega tvöhundruð sinnum fjölmennara en ísland, og Bandaríkjunum sem eru þúsund sinnum fjölmennari. Bæði í Danmörku og Noregi hafði við- bótarköflum verið skeytt við út- varpslögin þarsem undanþágur frá einkarétti ríkisins voru veittar und- ir ströngu opinberu eftirliti, og þykir hafa gefist vel, en vitaskuld þurfti dvergríkið í Norður-Atlants- hafí ekki að hafa hliðsjón af útkjálkaþjóðum, því öllum er Ijóst að við hefðum orðið heimsveldi ef landnámstilraun Leifa heppna hefði ekki farið í handaskolum. Háskóli þjóðarinnar Ég hef frá fyrsta fari verið með- mæltur fijálsu útvarpi í landinu og einmitt af þeim sökum stutt einka- rétt ríkisins til útvarpsreksturs. Ríkið er eini aðilinn sem tryggt getur alfijálst útvarp, að þvf til- skildu að hægt verði að losa þjóðina við flokkspólitískt útvarpsráð með sínum glefsandi varðhundum. Með fijálsu útvarpi á ég við útvarp sem allir landsmenn eiga óheftan að- gang að með skoðanir sínar og önnur hugðarefni, útvarp sem ekki er tekið útfrá neinum annarlegum sjónarmiðum, hvorki fjárafla- eða innrætingarsjónarmiðum né heldur vesturheimskum lágkúru- og afsið- unarsjónarmiðum. „Útvarp allra landsmanna“, einsog Ríkisútvarpið er nú farið að kalla sig, hlýtur sam- kvæmt skilgreiningu að vera eina fijálsa útarpið, sé búið svo um hnút- ana, sem vissulega er lafhægt, að valdaklíkur í þjóðfélaginu eða ein- stakir hagsmunahópar einsog íþróttahreyfíngin nái þar ekki und- irtökum. Þráttfyrir margháttaða vankanta og grímulaust ofríki ráðandi pólitískt afla hefur Ríkisútvarpið verið einn af hornsteinum íslenskrar menningar í hartnær sex áratugi og unnið það frækilega afrek að verða ótvíræð sameign allra lands- manna, sannkallaður háskóli þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli hafa hlutfallslega jafnmargir og sundurleitir hópar og einstaklingar tekið beinan þátt í starfsemi út- varps einsog hérlendis. Þessari fámennu og dreifðu þjóð hefur með sameiginlegu átaki og miklum til- kostnaði auðnast að tengja allar byggðir landsins útsendingum hljóðvarps og sjónvarps með þeim afleiðingum að allir landsmenn hafa verið í kallfæri hver við annan. Það er að minni hyggju mikill skaði að þessi eini sameiginlegi miðill lands- manna og tengiliður hinna dreifðu byggða skuli vera orðinn homreka í þjóðlífí og horfa fram á hægfara tæringu fyrir sultar sakir. Burt með póli- tíska íhlutun Um leið og ég legg þunga áherslu á ómetanlegt menningarhlutverk Ríkisútvarpsins á liðnum áratugum geng ég þess ekki dulinn að það hefði getað sinnt þjóðþrifahlutverki sínu af miklu meiri reisn og orðið mun virkari menningarmiðill, ef ekki hefðu komið til þarflaus af- skipti stjórnmálamanna, sem telja sig þurfa að vera með nefið niðrí hvers manns koppi og hafa unnið stofnuninni meira ógagn en nokkur annar hópur manna. Sú var tíðin að útvarpsráð var ekki skipað þæg- um skósveinum pólitískra flokka, heldur menningarforkólfum þjóðar- innar, og var þá ólíkt meiri reisn yfír óskabami þjóðarinnar. Sé „útvarp allra landsmanna“ réttnefni liggur í hlutarins eðli að þar eiga hinar ýmsu hræringar þjóðlífsins að birtast þvingunarlaust og allar skoðanir sem uppi em í samfélaginu að fá átölulaust að koma fram. Það getur einungis orð- ið með því að einokun stjómmála- flokkanna á stofnuninni sé afnumin og hún aftur fengin þjóðinni, sem á hana og getur hæglega rekið hana án afskipta pólitískra varð- hunda, til dæmis með því að láta helstu menningarstofnanir og al- mannasamtök í landinu velja menn í útvarpsráð, sem einungis hefði á hendi eftirlitshlutverk. Allar helstu menningarstofnanir þjóðarinnar, svosem Háskólinn, Þjóðleikhúsið, Listasafn ríkisins, Tónlistarskólinn, Myndlista- og handíðaskólinn, Sin- fóníuhljómsveitin, Landsbókasafn- ið, Þjóðskjalasafnið og margar fleiri eru reknar í þágu alþjóðar án beinn- ar íhlutunar stjómmálamanna. Því þá ekki Ríkisútvarpið? Um frelsi og höft í sambandi við linnulausan frels- isþvætting fijálshyggjumanna á liðnum árum er kannski við hæfi að fara örfáum orðum um það margtuggna og margvíslega teygða hugtak „frelsi“, sem oftar en ekki felur einfaldlega í sér merkinguna „stjómleysi", „agaleysi“, „ábyrgð- arleysi" í meðfömm gaspraranna. Mér fínnst oftar en ekki ískyggilegt að horfa uppá hvernig tilteknir fjöl- miðlar, og þá einkanlega á hægra kanti, fara að því að nauðga tung- unni með því að rífa tiltekin hugtök útúr eðlilegu samhengi og bijóta þau undir vald þeirra hagsmuna- hópa og stjórnmálaafla sem að téðum Qölmiðlum standa. Þannig fá til dæmis hugtök einsog „frelsi" og „lýðræði" sérstakt og annarlegt inntak þegar þau birtast í þessum fjölmiðlum. Að þeirra mati em her- foringjarnir í Tyrklandi og leppar Reagans í Nicaragua og El Salva- dor að veija „lýðræðið" gegn alþýðu þessara landa, og „frelsið" er vitan- lega fólgið í því að veita herforingj- um, stóreignamönnum og öðmm afætum samfélagsins heimild til að murka lífíð úr þrautpíndum fátækl- ingum með fullkomnasta fáanleg- um vopnabúnaði, „made in USA with greetings from Reagan". í sömu fjölmiðlum fá hugtök einsog „höft“ og „aðhald" neikvæða merk- ingu og verða nánast að blótsyrð- um. Sú svart-hvíta mynd vemleik- ans, sem þannig er í sífellu dregin upp, á sér vitaskuld enga samsvör- un í raunheimi venjulegra manna, en það er engu líkara en tilteknir fjölmiðlamenn trúi því statt og stöð- ugt að sá gerviheimur sem þeir móta í huga sér sé raunvemlegri en sjálfur vemleikinn. Svo flókinn og mótsagnakenndur sem vemleikinn einatt er færir hann okkur uppí hendur mörg átakanleg dæmi þess, að svokallað „frelsi" getur verið vís vegur til ánauðugar, til dæmis það frelsi sem virðir að vettugi siðgæðissjónarmið, sameig- inlegar þarfír þjóðar, söguleg rök menningar og þjóðemis. Við þurf- um hreint ekki að fara aftrá Sturlungaöld til að skoða ávexti hömlulauss frelsis. Dæmin em kappnóg í samtímanum. Frelsi til að flytja inn árlega 400 tonn af rotvörðu bakkelsi og annan ámóta óþarfa getur verið gott í orði kveðnu og hljómað vel á málþingum þjóð- villinga, en leggi það innlenda atvinnugrein í rúst, má vel spyija um raunvemlegt inntak og gildi þvílíks frelsis. Að hinu leytinu geta höft verið sjálfsögð og nauðsynleg til að stuðla að því marktæka frelsi sem tryggja má með efnahagslegu sjálfstæði og innlendu framtaki. Talið er góðra gjalda vert að hefta framrás hraunrennslis þegar það ógnar mannabyggð eða hefta hesta til að koma I veg fyrir að þeir tvístrist og týnist, að ekki sé minnst á viðleitni til að hefta útbreiðslu alnæmis. Hví skyldi þá ekki á sama hátt mega hefta spákaupmennsku óprúttinna braskara þegar þeir ógna efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar? Vitanlega vegna þess að ráðandi öfl í samfélaginu láta stjómast af fjárgróðasjónarmiðum einum saman og sveitast blóðinu við að afhenda erlendum auðhring- um og afsprengjum þeirra allt sem þau mega af gæðum og gögnum landsins, í þeirri skammsýnu og lítilsigldu von að þau fái kannski einhvetja mola sem hijóta af nægtaborðum húsbændanna. Ætli gengi þjóðarmetnaðar hafí í annan tíma verið lægra skráð en á þess- ari öld blindrar Mammonsdýrkunar? Sigurður A. Magnússon „Ég sé ekki betur en stefnt sé vísvitandi að samskonar ástandi og ríkir í Bandaríkjunum, þar sem allt það lág’- kúrulegasta og ómerki- legasta í bandarísku þjóðlífi tröllríður bæði útvarpi og sjónvarpi, með örfáum staðbundn- um undantekningum, og er flestum vitiborn- um mönnum mikil raun að opna fyrir þessi tæki vestanhafs.“ Er ríkisrekstur æskilegur? Nú skal játa að ég hef mínar efasemdir um ríkisreknar stofnanir í landi þar sem pólitísk spilling er jafngrassérandi og hér og þarsem ættartengsl og mægðir eiga jafnrík- an þátt í pólitískum ákvörðunum. Ég fæ bara ekki séð að við eigum skárri kosta völ við ríkjandi aðstæð- ur. Hvað sem segja má um dugnað og hyggjuvit landsmanna, eru þeim settar ákveðnar nátturlegar skorður af stóru landi og miklu fámenni. Það sem stór hópur manna getur til leiðar komið með því að skipta sér í smærri einingar verður örsmár hópur að gera með sameiginlegum kröftum og einhuga átaki. Hvað sem líður eðlilegum efasemdum um kosti ríkisreksturs vegna inn- byggðrar spillingarhættu, hygg ég að flestir hugsandi menn séu sam- dóma um, að menntakerfí, heil- brigðisþjónusta, almannatrygging- ar, vegagerð, orkumál, póstur og sími, löggæsla, landhelgisgæsla, helstu söfn og aðrar menningar- stofnanir séu best komnar í forsjá hins opinbera, hvort heldur ríkis eða sveitarfélaga. Vafalaust yrði það landsmönnum líka til mikilla hags- bóta ef ýmsir aðrir málaflokkar yrðu settir undir smásjá ríkisins, svosem lyfjainnflutningur, trygg- ingar, innflutningur og dreifing olíu og ýmislegt fleira sem er löngu hætt að njóta þeirra kosta sem sagðir eru einkenna fijálsa sam- keppni, enda mála sannast að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa með sínum mörgu og flóknu sjóðakerfum fyrir löngu gert hugtakið „fijáls sam- keppni" gersamlega marklaust í landinu. En þegar ég mæli með ríkis- rekstri í veigamiklum greinum, tek ég skýrt fram að afnema beri ævi- ráðningu yfírmanna hjá opinberum stofnunum og gera Alþingi skylt að veita miklu strangara aðhald með skýrari löggjöf og rannsóknar- nefndum með víðtæku umboði til að fara í saumana á hverskonar opinberum rekstri, enda gegni al- þingismenn hvergi í kerfinu opin- berum störfum. Þetta er fjarri því að vera útópía — það vantar bara opinberan vilja til að höggva á hnút hinnar pólitísku samtryggingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.