Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 40

Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 SIEMENS Siemens VS 52 Létt og lipur ryksuga! Heðsluskynjara og sjálfinndreginni snúru Kraftmikil en sparneytin. Stór rykpoki. 9,5 m vinnuradíus. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300 Smith & Norland Nóatúni 4 — S. 28300 Ég kýs Sjálfstæðis- flokkinn Ingimundur Magnússson, rekstrarráðgjafi, Kópavogi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann hefur þá grundvallarstefnu, sem samræmist mínu eðli og lífsskoðun og byggist fyrst og fremst á frelsi og mann- réttindum". X-D REYKJANES Á RÍTTRI LEID Atlantshafsbandalagið er mikilvæg-asta banda- lag Islandssögunnar - en nú er að því vegið og þar með öryggi og sjálfstæði íslands eftir Eyjólf Konráð Jónsson Atlantshafsbandalagið hefur í 38 ár verið sá grunnur sem Islending- ar, eins og aðrar vestrænar lýðræð- isþjóðir, hafa byggt á öryggi sitt og sjálfstæði. Varnarsamningurinn við Banda- ríkin hefur í 36 ár reynst traustur, enda vel til hans vandað af merk- ustu foringjum íslendinga á öldinni. Nú er risinn upp „stjórnmála- flokkur" sem segir í svokallaðri stefnuskrá þetta eitt um mikilvæg- asta bandalag Islandssögunnar: „Island er aðili að varnarbandalagi vestrænna þjóða (NAT0).“ En ekk- ert orð er um það hvort við eigum áfram að standa við sameiginlegar skuldbindingar þjóðanna, svíkja þær, lama bandalagið eða hreinlega segja okkur úr því. Borgaraflokkurinn segir: „Eðli- legt er, að varnarsamningurinn við Bandaríkin verði endurskoðaður reglulega“, en ekkert um það hvaða ákvæði beri að endurskoða en þó getið um almannavarnir og að varn- arliðið „kaupi framleiðsluvörur af íslendingum". Aðstandendur Borgaraflokksins geta ekki afsakað fullkomið ábyrgð- arleysi sitt í sjálfstæðis- og öryggis- málum þjóðarinnar með því að flokkurinn hafi á einni nóttu risið upp og því enginn tími gefist til að hugsa um annað en dægurmál. Það gera þeir þó. En hér er um miklu alvarlegra mál að ræða. Því ber að fagna að Albert Guð- mundsson hefur nú gefið afdráttar- lausa yfirlýsingu um stuðning við Atlantshafsbandalagið. En hins er að gæta að einn maður getur ekki gefið svo þýðingarmikla yfirlýsingu í nafni heils flokks, þótt lítt skipað- ur sé. Flokkurinn hefur gefið út þá stefnuskrá, sem vikið er að hér á undan. Ef yfirlýsing Alberts á að hafa það gildi, sem ég efast ekki um að hann ætli henni, verður hann að sjá til þess að henni verði gefið það með breytingum á stefnu- skránni, eða a.m.k. skýlausum yfirlýsingum allra þeirra frambjóð- enda flokksins sem hugsanlegt er að kjörnir verði á þing. Þessi krafa er þeim mun eðlilegri sem kunnugt er að í framboði fyrir Borgaraflokk- inn eru menn sem hafa haft aðrar skoðanir en í yfirlýsingunni greinir á öryggis- og varnarmálum landsins og enn aðrir sem ekkert hafa tjáð sig um þessi mikilvægustu mál. Aðeins einn íslenskur stjórn- málaflokkur hefur heill og óskiptur staðið vörð um öryggi landsins allt frá því að ljóst varð að Sovétveldið stefndi að heimsyfirráðum með of- beldisvaldi. Aðrir flokkar hafa tíðum verið reikulir og tækifæris- sinnaðir og nú hefur nýr flokkur bæst í hópinn. Auðvitað væri þetta ekki hættulegra en ýmsar skyndi- flokkamyndanir áður, ef ekki væri í hópnum fjöldi traustra stuðnings- manna við vestrænt lýðræði og varnir þess. Einnig og einmitt þess vegna er krafan um afdráttarlausa stefnu eðlileg. Hér ætla ég ekkert að ræða or- sök eða orsakir þess að Borgara- flokkurinn var stofnaður, enda hafa menn fengið ærið að heyra um það að undanförnu, en ég ætla að ræða um hugsanlegar afleiðingar. Og þær eru heldur óhugnanlegar. A ég þá ekki við það nærtækasta, sem allir ræða nú, að upplausn geti skapast í efnahags- og atvinnumál- um, margflokkastjórn, minnihluta- stjórn, stjómarkreppur, nýjar kosningar eða embættismanna- stjórn. íslenska þjóðin er orðin þaulvön kollsteypum, kreppum og kjaraskerðingum. Hún mun því einn ganginn enn geta staðið af sér fjöl- skrúðug uppátæki tvíburasystranna Ofstjórnar og Óstjórnar. En... Ef sá óskadraumur Ólafs Ragn- ars Grímssonar rætist að hann nái að kosningum loknum samstöðu með Borgaraflokknum eða hluta hans og einhvetjum öðmm um stjórnarmyndum, þar sem stefnan í öryggis- og varnarmálum byggðist á „stefnuskrá Borgaraflokksins“, sem hann réttilega telur mæta ýtrustu vonum og óskum Alþýðu- bandalagsins um þessar mundir, er hætt við að margur sá sem greitt hefði Borgaraflokknum atkvæði sæi eftir því — en um seinan. Við íslendingar höfum þrátt fyrir allar okkar deilur og átök, bæði málefnaleg og persónuleg, verið svo gæfusamir að ná sæmilegri sam- stöðu að undanförnu um Atlants- hafsbandalagið og varnarmálin, ef Alþýðubandalag og Kvennalisti em undanskilin. Og þau stórtíðindi gerðust 23. maí 1985 að fulit sam- komulag allra alþingismanna varð um stefnu Islendinga í afvopnunar- og kjarnorkumálum. Þessari ályktun hefur ekki verið haggað og síðast á henni byggt nú fyrir skömmu, þegar utanríkisráð- herrar allra Norðurlanda urðu sammála um kjarnorkuvopnaiaus svæði á norðurslóðum og þar með höfunum umhverfis ísland, Græn- land og Kóla-skaga. Vilja menn ekki staldra við og hvíla hugann frá umróti undanfar- andi vikna, allir hefðu gott af því. Hugum heldur að því sem skiptir sköpum um alla framtíð lands og lýðs. Hugum að því hver gæti orðið afleiðing þess að Islendingar tækju nú að „mgga báti“ Atlantshafs- bandalagsins fyrstir þjóða, hvort sem það væri kallað reglubundin endurskoðun varnarsamningsins eða eitthvað annað. Hugum að því hvað gæti leitt af því að við hyrfum frá alþingisályktuninni frá 23. maí 1985 um forsendurnar fyrir af- vopnun í vestri og kjarnorkulausum svæðum. Hugum að reisn íslend- inga þegar Olafur Ragnar Gríms- son, sem nú er kominn heim frá því að bjarga alheiminum — að okkur undanskildum — er farinn að stjórna utanríkismálunum, hvort sem menn þiggja göfuglyndi hans þegar hann býðst til þess af lítil- læti sínu að verða utanríkisráðherra eða bara sem hulduráðherra. Og veltum fyrir okkur nokkrum spurn- ingum: 1. Halda menn að það yrði ánægjuefni þegar Rússar tækju að auka þrýsting á ísland hernaðar- lega og á viðskiptasviðinu, eða halda menn kannski að þeir mundu ekki gera það? 2. Halda menn að leiðtogafundur hefði verið haldinn í Reykjavík ef afstaða okkar í utanríkismálum væri öll á reiki? 3. Halda menn að einhver tæki mark á okkur, t.d. í norrænu sam- starfi, ef við værum annað tveggja: vindhanar í vestrænu samstarfi eða söluvarningur? 4. Halda menn að það mundi auka líkurnar á að samkomulag næðist í afvopnunarmálum ef brest- ur kæmi í NATO einmitt nú? A Iðntæknistofnun Islands: Fimmtán framkvæmdastj órar ljúka námskeiði í vexti og velgengni Verkefnið er hluti af framleiðniátaki í iðnaði FIMMTÁN framkvæmdastjórar íslenskra iðnfyrirtækja sem þátt tóku í verkefni Iðntæknistofnunn- ar „Vöxtur og velgengni" útskrif- uðust á miðvikmudaginn. Námskeiðið hefur staðið yfir í 18 mánuði og hafa þátttakendur hist sextán sinnum á tveggja daga vinnufundum auk starfa með ráð- gjafa á vegum verkefnsisins einn dag í mánuði. Við athöfnina flutti Þorsteinn Pálsson, iðnaðarráð- herra, ávarp og Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistöfnunnar, af- henti veiðurkenningar fyrir þátttöku i verkefninu. Stjórnandi verkefnisins hefur verið Helgi Gestsson. Verkefnið er hluti af framleiðniá- taki í iðnaði og er markmið þess að þjálfa stjórnendur þannig að þeir eigi hægara með að meta framtíðar- möguleika fyrirtækja sinna og framkvæma þær breytingar á rekstri þess, sem þeir telja nauðsynlegar, að sögn Karls Friðrikssonar hjá Iðn- tæknistofnun. Réttur á þessu verkefni var feng- inn hjá „The Irish Management Institute", sem hefur haldið það fjór- um sinnum á írlandi auk þess sem það hefur verið aðlagað staðháttum og haldið í Austurríki, Danmörku, Finnlandi, Portúgal og Grinkklandi fyrir utan ísland. Verkefnið, sem á ensku nefnist „The Business Deve- lopment Programme", hefur gefið það góða raun, að ákveðið er að endurtaka það í flestum landanna og í undirbúningi er að halda það einnig í Vestur-Þýskalandi, Sviss og í Svíþjóð. Helgi sagðist búast við framhaldi á námskeiðshaldinu hér á landi næsta vetur verði unnt að fá í það fjárstyrk. Vinna þátttakenda við verkefnið skiptist í þrjú stig. í fyrsta lagi er um að ræða fjögurra mánaða grein- ingarstig, þar sem farið er yfír ýmis undirstöðuatriði við rekstur fyrir- tækja um leið og þátttakendur meta frammistöðu fyrirtækisins. í öðru lagi tekur við átta mánaða áætlanagerð, þar sem leitað er nýrra möguleika og sterkum og veikum hliðum fyrirtækisins stillt upp and- spænis þeim tækifærum og ógnun- um, sem sjá má í umhverfí þess. Ákjósanlegir möguleikar eru þá vald- ir úr og lagt á ráðin hvernig vinna megi úr þeim. Loks er fjögurra mánaða fram- kvæmdastig og á því tímabili er áætlunum hrint í framkvæmd og fylgst með árangri. Fjöldi fyrirlesara hefur flutt erindi á vinnufundunum, en auk þess hafa þátttakendur sótt heim ýmsar stofn- anir og fyrirtæki og kynnst rekstri þeirra. Milli vinnufunda hafa þátt- takendur unnið með ráðgjafa verk- efni í tengslum við rekstur eigin fyrirtækja. Þanrig hafa þátttakend- ur öðlast aukna þekkingu og færni Eyjólfur Konráð Jónsson „Aðstandendur Borg- araf lokksins geta ekki afsakað fullkomið ábyrg-ðarleysi sitt í sjálfstæðis- og öryggis- málum þjóðarinnar með því að f lokkurinn haf i á einni nóttu risið upp og því enginn tími gefist til að hugsa um annað en dægurmál. Það gera þeir þó. En hér er um miklu alvar- legra mál að ræða.“ 5. Halda menn að haukarnir í Kreml mundu hvetja Gorbasjef til sáttfysi ef þeir héldu að vestræn samvinna væri að gliðna? 6. Er líklegt að skynsemisöflum í Ráðstjórnarríkjunum yxi fiskur um hrygg ef stuðlað væri að upp- lausn og óeiningu á Vesturlöndum? 7. Vita menn ekki að ísland hef- ur gífurlega þýðingu og afstaða okkar getur haft úrslitaáhrif á þró- un alþjóðamála einmitt nú? 8. Er kenning Ólafs Ragnars um allsherjargriðland, sem Steingrímur tók undir í Kreml, kánnski liður á áróðursplani hins alþjóðlega og íslenska mannasættis og félaga hans? 9. Eru menn reiðubúnir að leika sér með fjöregg þjóðarinnar? Von- andi ekki margir sjálfstæðis- menn. Þessum spurningum og ótal- mörgum öðrum hljótum við að velta fyrir okkur. Enn er tími til þess og enn er tími til að bægja hættunni frá. Höfundur er formaður utanríkis- málanefndar Aiþingis og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í stefnumótun, stjórnun, áætlanar- gerð, nýsköpun og markaðssókn auk meiri víðsýni, að sögn Karls. Tuttugu aðilar voru í upphafi vald- ir til þátttöku í verkefninu úr rúmlega 60 ábendingum frá bönkum, spari- sjóðum og fleiri aðilum, sem verkefn- isstjórn leitaði tilnefningar frá. Leitað var eftir framsýnum mönnum, frumkvöðlum með þokkalega fjár- hagsstöðu og mikinn framkvæmda- vilja, stjómendum, sem gætu tekið ákvarðanir um breytingar innan fyr- irtækjanna og hefðu vald til að hrinda þeim í framkvæmd, segir í frétt frá Iðntæknistofnun. Þeir, sem nú hafa lokið verkefn- inu, eru: Birgir Bjarnason frá Dúk hf., Eyjólfur Eðvaldsson frá Smíða- stofu EE, Steinþór Jónsson frá Ofnasmiðju Suðurnesja, Einar Ólafs- son frá Opal hf., Jónas Halldórsson frá Alifuglabúinu Fjöreggi, Bergur M. Sigmundsson frá Vilberg köku- húsi, Gissur Kristinsson frá GGS hf., Gunnar J. Friðriksson frá Sápu- gerðinni Frigg, Guðjón Tómasson frá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Þor- björn Árnason frá Loðskinn hf., Konráð Andrésson frá Loftorku hf., Þorvaldur Ólafsson frá Trésmiðju ÞÓ, Þorgeir L. Árnason frá Prent- smiðju AV, Örn Karlsson frá ís- lenskri forritaþróun og Pétur Th. Pétursson frá Björgunametinu Markús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.