Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 45 Sjúkrahús liggur undir á- mæli vegna dauða Warhols New York, Reuter. VERIÐ getur að popplistamanninum Andy Warhol hafi verið gefið lyf, sem hann hafði ofnæmi fyrir, áður en hann lét lífið í Hospital- Cornell læknamiðstöðinni í New York 22. febrúar, að því er sagði í tilkynningu frá bandaríska heilbrigðisráðuneytinu á laugardag. Ráðuneytið lét rannsaka málið og komist að því hvort rekja mætti í skýrslu þess er sú umönnun, sem Warhol fékk eftir að hann gekkst undir þvagblöðruaðgerð, harðlega gagnrýnd. I Ijós kom að Warhol var gefið Cefoxitin. Því lyfi fylgja svipuð ofnæmiseinkenni og pensilíni. Wayne Osten, talsmaður heil- brigðisráðuneytisins, sagði að Warhol hefði haft ofnæmi fyrir pens- ilíni og gæti fúggalyfíð valdið hjartaáfalli ef ofnæmið væri á nógu háu stigi. í skýrslu sjúkrahússins sagði að dánarorsök Warhols hefði verið hjartaáfall. Osten sagði að þeir, sem rannsök- uðu málið, hefðu aftur á móti ekki dauða listamannsins til þessa atriðis og annarra mistaka, sem komu í ljós við rannsóknina. „Við höldum ekki fram að sú van- ræksla, sem sjúklingurinn varð fyrir, hafi leitt til dauða hans, en hér er um alvarlega vanrækslu að ræða,“ sagði Osten. Heilbrigðisráðuneytið hóf rann- sókn á máli Warhols vegna þess að því var ekki greint frá hinu bráða og óvænta andláti hans eins og lög segja til um. „Sjúkrahúsið hefði átt að láta okkur vita af svo óvenjulegu atviki, en það var ekki gert,“ sagði Osten. „Við hefðum ekkert vitað, ef fréttir hefðu ekki birst í dagblöðum.“ Warhol var lagður inn á sjúkrahú- sið 20. febrúar og aðgerðin, sem hann gekkst undir, er talin svo til áhættulaus. En Osten sagði að læknamir, sem ræddu við Warhol, þegar hann kom á sjúkrahúsið, hefðu ekki spurt hann hvort hann hefði ofnæmi fyrir pens- ilíni og sögðu að hann hefði ekki ofnæmi fyrir neinum lyfjum í skýrslu sinni. Aftur á móti hefði Warhol sagt hjúkrunarkonu einni og svæfínga- lækni sínum að hann hefði ofnæmi fyrir pensilíni. Engu að síður hefði honum verið gefið Cefoxitin í æð eftir aðgerðina. Einnig sagði í skýrslunni að War- Andy Warhol. hol hefði verið vanræktur á öðrum sviðum. Þar á meðal hefði sjúkra- skýrsla hans ekki verið skoðuð nógu rækilega dag frá degi og hefði of mikill vökvi safnast fyrir í líkama hans. Gengi * gjaldmiðla ^ London, Reuter. Á hádegi í gær fengust 1,6250 dollarar fyrir sterlingspundið á gjaldeyrismarkaðinum í Lon- don. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dollara var þessi: 1,3020 kanadískir dollarar. 1,8080 vestur-þýzk mörk. 2,0395 hollenzk gyllini. 1,4965 svissneskir frankar. 37,43 belgískir frankar. 6,0140 franskir frankar. 1289 ítalskar lírur. 142,35 japönsk jen. 6,3075 sænskar krónur. 6,7850 norskar krónur. 6,8150 danskar krónur. Fyrir gullúnsuna fengust á sama tíma í gær 436,00 dollarar. George Shultz í Moskvu: Sendiráðsnjósnir: Bandaríkjamenn létu leika ærlega á sig - segir 1 leiðara The New York Times Moskvu, New York, Washington, Reut- er. Bandaríkjamenn eru reiðir vegna njósna Sovétmanna í sendiráðinu i Moskvu, en bandaríska dagblaðið The New York Times leiddi að því getum í gær að reiðina mætti rekja til þess að Sovétmenn hefðu einfaldlega skotið Bandarikjamönnum ref fyrir rass með njósnaklækjum sínum. „Hvorir tveggja hlera sendiráð og næla sér í njósnara; ástæðan fyrir reiðikastinu er sú að Banda- ríkjamenn virðast hafa látið leika ærlega á sig,“ sagði í leiðara dagblaðsins. Shultz ber Gorbachev bréf frá Reagan Santa Barbara, Kaliforníu, Reuter. MARLIN Fitzwater, talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta, tilkynnti á laugardag að Reagan hefði afhent George Shultz utanríkisráðherra, sem nú er staddur í Moskvu, bréf til Mikhails Gorbachevs, aðal- ritara sovéska kommúnista- flokksins. Fitzwater sagði að um einka- bréf væri að ræða og þar væri án efa fjallað um samningavið- ræður um takmörkun vígbúnaðar. Fitzwater vildi ekkert segja frekar um bréfið, eða hvort þar væri ítrekað boð til Gorbachevs um að halda leiðtogafund í Was- hington. Reagan sagði í ræðu í Los Angeles fyrir helgi að Gorbac- hev væri velkominn. Fitzwater var spurður hvort von væri til þess að efnt yrði til leiðtogafundar: „Það kæmi mér ekki á óvart ef leiðtogafund bæri á góma í viðræðum Shultz í Moskvu.“ Hann bætti við að menn þyrftu að bíða framvindu við- ræðna ráðherrans við Eduard Shevardnadze, starfsbróður hans. í blaðinu sagði að stjórnin hefði sennilega gert mistök þeg- ar Sovétinönnum var leyft að reisa sendiráð á hæðinni Mount Alto, þar sem gott útsýni er yfir ýmsar mikilvægar stjómarbygg- ingar. „Ef njósnir væru teknar nógu alvarlega gæti hún [stjómin] komist hjá þessum subbulegum hneykslum, sem skaða öryggi landsins," sagði í leiðaranum. „Eins og málum er komið er rétt hjá stjóminni að taka þess- um áföllum og senda Shultz utanríkisráðherra til Moskvu eins og ráðgert hafði verið.“ Reuter Fréttamenn I för með George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, bíða eftir að geta litast um i hinni nýju sendiráðs- byggingu Bandarikj amanna i Moskvu í gær. Vissu fyrir löngu af fram- ferði landgönguliðanna Moskvu, Reuter. IZVESTIA, dag-blað sovésku stjórnarinnar, sagði i gær að bandaríska varnarmálaráðuney- tið hefði vitað af óviðurkvæmi- legri hegðan bandariskra landgönguliða löngu áður en njósnir við sendiráðið í Moskvu komust í hámæli. í blaðinu sagði að sovéska ut- anríkisráðuneytið hefði margsinnis greint Bandaríkjamönnum frá mis- gjörðum landgönguliða, sem gæta sendiráðsins. Þar á meðal hefði verið um drykkjulæti á almanna- færi að ræða, áreitni við konur, óspektir og eiturlyfjanotkun. Izvestia sagði að eitt sinn hefðu verðir undir áhrifum lyfja klifrað upp á þak sendiráðsins og látið látið rifnum leyndarskjölum rigna yfír lögregluþjóna á jörðu niðri. Einnig hefði hópur landgöngu- liða valdið 18.500 dollara skemmd- um á knattspymuvelli með því að ryðjast yfír handrið og girðingar og þá hefðu nokkrir saman tekið á rás niður aðalgötu eins og tryllt naut og slys hlotist af. Því var bætt við að landgöngulið- ar hefðu oftsinnis lokkað erlendar vinkonur í kofa (dacha) sendiráðs- ins fyrir utan Moskvu og í sendi- herrabústaðnum hefðu verið haldin næturlöng samkvæmi. Fréttinni fylgdi nákvæmasta frásögn af njósnamálinu til þess og einnig var rakið í þaula hvemig landgönguliðar hefðu sýnt erlendu kvenfólki klámmyndir, dælt í það eitri og konur hefðu oft og tíðum sloppið úr klóm þeirra við illan leik, í rifnum kjólum og marðar á líkama. Sovéska fréttastofan TASS sagði í gær að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti væri að reyna að varpa sökinni á njósnahneykslinu yfír á saklausan aðilja. Sagði að Bandaríkjamenn hefðu gert sig seka um stórfelldar njósnir í sendi- ráðum Sovétmanna og fundist hefðu hlemnartæki í sendiráðinu í Moskvu eins og áður hefur verið greint frá. „Augljóslega er verið að reyna að koma sökinni á þann saklausa," sagði TASS í svari við ávarpi Reag- ans fyrir helgi. Þar sakaði forsetinn Sovétmenn um að spilla þeim gagn- kvæmu samskiptum, sem hófust 1969 þegar samkomulag var gert um hvar stórveldin ættu að reisa sendiráð: Reagan sagði þá að fund- ist hefðu hljónemar og hleruna- rtæki I sendiráðinu, sem Bandaríkjamenn em að reisa í Moskvu um þessar mundir. í Bandaríkjunum er nú rætt hvort rífa verði sendiráðið vegna þess að þar hafi verið komið fyrir hlerunartækjum, sem ógerningur er að komast að nema með þunga- vinnuvélum. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að George Shultz myndi ræða þetta í viðræðum sínum I Kreml. Arthur Hartman, fyrrum sendiherra í Moskvu, sagði í gær þar gæti komið að jafna verði sendiráðið við jörðu. Hartman, sem nýverið far kvaddur heim frá Moskvu, sagði í sjónvarpsviðtali að hann bæri alla ábyrgð á gloppum í öryggismálum í sendiráðinu. „Ég brást að því leyti að mig skorti ímyndunarafl til að gera mér í hugarlund að landgönguliði gæti gengið svo langt að fremja land- ráð,“ sagði Hartman. Bandarískur þingmaður úr nefnd um erlend málefni, sem fór til Moskvu í síðustu viku og skoðaði sendiráðið, sagði að samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú lægju fyrir þyrfti að rífa sendiráðið. Newsweek um ferð Shultz: Getur samið um viss skilyrði fyrir geim varnaáætluninni Shannon, Irlandi og New York. Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, flaug frá Helsinki til Moskvu i gær og mun að öllum líkindum hitta Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga að máli i dag, að sögn bandariskra emb- ættismanna. Shultz mun einnig eiga viðræður við við Eduard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétrikjanna. Að sögn bandaríska tímaritsins Newsweek hefur Shultz verið falið að bjóða sovéskum ráðamönnum, að framkvæmd geimvarnaráætlun- arinnar verði seinkað, ef þeir láti af andstöðu sinni við áætlunina að öðru leyti. Á leiðtogafundinum, sem haldinn var á íslandi í nóvemb- ermánuði síðastliðnum, virtist Gorbachev staðráðinn í að stöðva framkvæmd hennar. Newsweek segir, að Shultz geti fallist á að samið verði um ákveðin skammtímaskilyrði, svo sem varð- andi tímasetningu tilrauna og uppsetningu geimvamarkerfísins, ef Sovétmenn viðurkenni á móti ótvíræöan rétt beggja aðila til að færa sér slíkt kerfí í nyt. „Það verður aldrei samið um geimvamaáætlunina sjálfa," hefur Newsweek eftir Edward Rowny, einum af bandarísku samninga- nefndarmönnunum, „en það má semja um ýmis atriði, sem tengjast áætluninni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.