Morgunblaðið - 14.04.1987, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
Svina^pt
af nýslátruðn
^autakjöt
af uýslátruði
hangí^öt
^alkúnar
Ríúpur
» Reyktur
, Graflax
Allt.í hátíða
matinn . . .
Gimilegt kjötborð
og glæsilegt úrval
af ávöxtum og
grænmeti. . . ít
Glæsilegt úrval!
Glæsileg verð!
1 kg EGG
.00
AÐEINS
80
VISA
VIÐIR
AUSTURSTRÆTI 17
Gorbachev og Husak:
Hvatt til nánari sam-
vinnu kommúnistaríkja
Moskvu. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum gáfu á sunnu-
dag út sameiginlega yfirlýsingu þar sem látin var í ljós ánægja
með samskipti og samvinnu þjóðanna. Kom yfirlýsingin í kjölfar
heimsóknar Mikhails Gorbachev,
en hennilauk á laugardag.
í yfírlýsingunni er hvatt til nán-
ara samstarfs kommúnistaríkj-
anna og að samvinna þeirra innan
Comecon, efnahagsbandalags
kommúnistaríkjanna, verði endur-
skipulögð til að greiða fyrir
auknum framförum í vísindurrt,
tækni og efnahagsmálum.
Gustav Husak, leiðtogi tékk-
neska kommúnistaflokksins, féllst
opinberlega á umbótastefnu
Gorbachevs aðeins tveimm- vikum
fyrir heimsóknina en hann og aðr-
ir ráðamenn í Tékkóslóvakíu hafa
löngum þótt þeir afturhaldssö-
Erskine
Caldwell
látinn
Phoenix, Reuter.
BNDARÍSKI rithöfundurinn
Erskine Caldwell lést að kvöldi
laugardags i Paradise Valley,
úthverfi borgarinnar Phoenix
í Arizona í Bandaríkjunum.
Caldwell var áttatíu og þriggja
ára að aldri.
Ekkja Caldwells, Virginía,
greindi frá andláti hans á sunnu-
dag. Caldwell var mikill reykinga-
maður og var hann með
lungnakrabbamein.
Þekktustu bækur Caldwells
voru Tobacco Road og Dagslátta
drottins (God’s Little Acre). Þar
er greint frá óhefluðu fólki, sem
berst við fátækt og lifir aðeins
fyrir líðandi stund. í skrifum
sínum lýsir Caldwell eymdinni í
Suðurríkjum Bandaríkjanna í
kreppunni miklu. Hann skrifaði
55 bækur, sem voru gefnar út á
43 tungumálum og seldust í 80
milljónum eintaka um heim allan.
Tobacco Road var sett upp á
sviði og sýnt í sjö ár á Broadway
í New York. Leikritið var sýnt í
Leikfélagi Reykjavíkur leikárið
1969 til ’70. Kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir bæði Dagsláttu
drottins og Tobacco Road.
Caldwell var prestssonur og
lærði hann frásagnarlistina í rak-
arastofum og verslunum í sveita-
héruðum í suðurhluta Banda-
ríkjanna.
Hann vann á baðmullarekrum,
hélt stigatöflu í homabolta, var
kokkur á skyndibitastað, gætti
Sovétleiðtoga, til Tékkóslóvakíu
mustu í Austur-Evrópu. Eftir
erlendum stjórnarerindrekum í
landinu er haft, að gömlu valda-
mennimir hafi þó eftir sem áður
illan bifur á stefnu Gorbachevs og
óttist, að hún kunni að boða nýtt
„vor í Prag“.
Almenningur í Tékkóslóvakíu
tók Gorbachev fagnandi enda var
hann óhræddur við að blanda geði
við fólk og hvatti það til að tjá sig
á opinskáan hátt. Virtist ekki fara
á milli mála, að Tékkar binda mikl-
ar vonir við umbótastefnu Sovét-
leiðtogans.
Reuter
Rithöfundurinn Erskine Cald-
well lést að heimili sinu i
Phoenix í Arizona í Banda-
rikjunum á laugardag. Þessi
mynd var tekin af Caldwell
fyrir nokkrum árum og heldur
hann á einni bóka sinna.
ballskákarstofu og gerðist lífvörð-
ur á ævi sinni.
Sjálfsævisaga hans, With All
My Might (Af öllum mætti
mínum), var gefín út á þessu ári.
Caldwell á að baki fjögur hjóna-
bönd. Hann var giftur Margaret
Bourke-White, ljósmyndara tíma-
ritsins Life í fjögur ár. Hann
giftist Virginíu árið 1957. Cald-
well lætur eftir sig þrjú böm frá
fyrsta hjónabandi og eitt bam frá
þriðja hjónabandi.
I lok sjálfsævisögunnar skrifar
rithöfundurinn: „Ótilneyddur
myndi ég ekki fallast á að lifa lífí
mínu að nýju til þess eins að
bæta fyrir mistök mín. Ég hef
sætt mig við vankanta mína og
þá vitneskju að skrif mín og ég
þurfum að búa hvort við annað
þar til dagar mínir era taldir."
Royal Magaluf
Gístislaður í sérfiokki.
md<SiTK(
Ferftaskrilstola, Hallveigarstlg 1 #lmar 2B388 og 28580
Ur frá Lenin
á uppboði
Munchen, Reuter.
ARMBANDSÚR sem Lenin gaf
þýzkum vini sínum, Karl Lieb-
knect, árið 1918, var selt á
uppboði í Munchen um helgina
fyrir rösklega 190 þúsund þýzk
mörk, eða um 3.8 miiyónir ísl.
kr. Nafn kaupandans var ekki
gefið upp, aðeins sagt hann
væri frá Köln. Hann yfirbauð
fulltrúa frá sovézku stjórninni,
sem hafði áhuga á að kaupa
úrið.
Meðal annarra gripa, sem vora
boðnir upp, vora ýmsir munir úr
búi Adolfs Hitlers, svo sem silfur-
kertastjakar og nokkrir diskar. Þá
má nefna pennateikningu eftir
Hitler, sem fór á 7,200 mörk(144
þúsund kr).