Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 47 Yfirvöld refsa andófsmönnum Sovétríkin: - sem neita að biðjast vægðar Vínarborg, Reuter. YFIRVÖLD í Sovétríkjunum refsa þeim andófsmönnum, sem neita að biðjast vægðar, með því að flytja þá úr fangelsum í Vildu Iranir stuðla að sigri Reagans Miami, Reuter. MÁNUÐI áður en forseta- kosningarnar I Bandarikjun- um fóru fram árið 1980, áttu tveir aðstoðarmenn Ronalds Reagan leynifund með manni nokkrum, sem sagðist vera fulltrúi irönsku stjórnarinn- ar. Bauð maðurinn að frestað yrði að láta gíslana í banda- ríska sendiráðinu i Teheran lausa, fram yfir kosningarn- ar, svo að öruggt yrði, að Carter biði ósigur. Frá þessu segir í bandaríska blaðinu Miami Herald og er vitn- að í Richard Allen og Laurence Silberman, sem höfðu þá verið ráðgjafar Reagans um utanrík- ismál í alllangan tíma. Þeir sögðu í viðtölum við blaðið, að þeir hefðu álitið „tilboðið" öld- ungis fáránlegt og hafnað því. í blaðinu segir að Robert McFarlane, sem varð síðar um hríð öryggismálaráðgjafi Reag- ans og einn málsaðila Irangate, hafi komið fundinum í kring á hóteli í Washington og verið við- staddur. Aðspurður um málið sagði McFarlane að hann hefði fljótlega sannfærzt um, að mað- urinn hefði í fyrsta lagi ekkert umboð til þess að koma með þetta tilboð og þar að auki hefði það verið út í hött. Bani Sadr, fyrverandi forseti írans, sem er í útlegð í Frakkl- andi, sagði í símaviðtali við Miami Herald, að hann hefði fregnað það, eftir að gíslarnir voru látnir lausir, að Khomeini hefði ákveðið að sleppa þeim ekki fyrr en eftir forsetakosn- ingarnar, til að niðurlægja Jimmy Carter, þáv. forseta. vinnubúðir þar sem aðbúnaður allur er mun verri. Síðustu tvo mánuði hefur a.m.k. tíu mönn- um verið refsað með þessum hætti, að sögn andófsmannsins Ivans Kovalyov, sem hefur sest að í Vín eftir að hafa fengið leyfi til að flytjast frá Sovétríkj- unum. Kovalyov sagði á fréttamanna- fundi í Vínarborg að stjómvöld eystra krefðust þess að andófs- menn rituðu bréf til æðstaráðs Sovétríkjanna og bæðust vægðar áður en mál þeirra væru tekin fyrir. Sagði hann að þeim rúmlega 100 andófsmönnum, sem sleppt hefði verið úr haldi að undafömu, hefði verið gert að undirrita slíkt bænarslq'al. Kvað hann stjórnvöld í vissum tilfellum hafa sætt sig við skriflega yfírlýsingu andófs- manna um að þeir myndu ekki bijóta gildandi lög að nýju. Sagði hann flesta andófsmenn ekki geta samþykkt þetta þar eð þeir viður- kenndu ekki brot sín. „Nokkrir hafa þvertekið fyrir að undirrita slíka yfírlýsingu og ráðamenn hafa sagt að þessu fólki verði ekki sleppt,“ sagði Kovalyov. „Sumir þeirra hafa verið sendir í sérstakar þrælkunarbúðir og við vitum ekk- ert um örlög þeirra," bætti hannx við. Kovalyov er þekktur fyrir mannréttindabaráttu sína. Hann tók virkan þátt í starfsemi „Hels- inki-samtakanna“ og var dæmdur til fimm ára vistar í vinnubúðum fyrir þær sakir. í september á síðasta ári fékk hann leyfí til að flytjast úr landi og kom hann til Vínarborgar á þriðjudag ásamt eiginkonu sinni. Reuter Kúabóndinn Martin Ott, sem náði kjöri fyrir flokk Græningja til borgarstjórnar ZUrich, að störfum á búgarði sínum. Græningjar náðu óvenju góðum árangri í bæjar- og sveitarstjómarkosningum í Sviss um helgina. Græningjum eykst stöðugt fylgi í Sviss ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgiinblaðsins. SVISSNESKIR Græningjar unnu kosningasigur í bæjar- og sveita- stjórnarkosningum aðra helgina í röð á sunnudag. Græningjaflokkur- inn hlaut þá 13,8% atkvæða í borgarstjórnarkosningum í Genf og fékk 11 menn kjörna. Flokkurinn hlaut 6,3% atkvæða í síðustu kosn- ingum en engan mann kjörinn. Stjómmálaflokkar verða að fá 7% atkvæða til að fá fulltrúa kjörinn í borgarstjórn Genfar en 80 manns eiga sæti i henni. Græningjar í Zurich hlutu 10,4% atkvæða í kosningum sem voru haldnar fyrir rúmri viku og fengu 22 menn kjöma í stjóm kantónunn- ar. Þeir áttu 4 fulltrúa í stjóminni áður. Þeir em nú fjórði stærsti flokkurinn í Zurich. Græningjar unnu einnig vemlega á í sveitastjómarkosningum sem vom haldnar í Basel fyrr í vetur. Þeir em sagðir njóta stuðnings óán- ægðra kjósenda og taka fylgi frá öllum flokkum en þó mest frá flokk- unum fjómm sem sitja í ríkisstjóm landsins; fijálslyndum, kristilegum, sósíalistum og gamla bændaflokkn- um. Fréttaskýrendur rekja vinsæld- ir Græningja aðallega til háværrar umhverfísumræðu um Chemobyl- kjamorkuslysið, bmnann í vöm- geymslu efnaverksmiðjunnar Sandoz við Rínarfljót og áberandi loftmengun yfir vetrarmánuðina. Svisslendingar munu kjósa nýtt þjóðþing í haust. Kosningaúrslit í hinum ýmsu kantónum að undanf- ömu vekja því sérstaka athygli. Borgarlegu flokkamir í Genf töp- uðu meirihluta í stjóm borgarinnar en sósíalistar og öfgaflokkurinn Vigilants til hægri töpuðu þó mestu fylgi eða þremur sætum hvor. Varnarmálaráðherra Indlands segir af sér: Afsöguin alvarlegiir álits- hnekkir fyrir Raiiv Gandhi Ntáu Delhi. Reuter Nýju Delhi, Reuter FUNDUM í efri deild indverska þingsins var frestað fyrirvara- laust í dag, mánudag, þegar stjórnarandstöðuleiðtogar kröfðust þess að Rajiv Gandhi, forsætisráðherra gæfi skýringu á afsögn varnarmálaráðherra landsins, Vishwanath Pratap Hörð átök í Afgansitan Islamabad, Reuter. SOVÉSKIR og afganskir hcr- menn, studdir skriðdrekum og orrustuflugvélum, börðust ný- lega í sex daga samfleytt við skæruliða í Baghlan-héraði fyrir norðan Kabúl. Talsmaður skæru- liða í Pakistan skýrði frá þessu í gær og sagði, að 200 hermenn kommúnista hefðu fallið í átök- unum. Að sögn skæmliða réðust Sovét- mennirnir og afgönsku stjórnar- hermennirnir á stöðvar þeirra í bænum Baghlan 28. mars sl. og hefði verið barist stansláust til 2. apríls þegar skæruliðum tókst loks að tjúfa umsátrið. Hefðu þá 200 hermenn kommúnista legið í valn- um og 25 skriðdrekar og bryn- varðar bifreiðar ónýtar. Talsmaður Kabúlstjórnarinnar segir, að 35 skæmliðar hafi fallið og 29 verið handteknir. Baghlan-bær er í þjóðbraut milli Kabúl og Sovétríkjanna, suður af Kunduz-héraði, sem Sovétmenn fóm um með eldi og brennisteini fyrir nokkru til að hefna eldflauga- árásar inn fyrir landamæri Sov- étríkjanna. Singh, en hann hefur verið mjög eindreginn baráttumaður gegn hvers konar spillingu i opinberu lífi. Vamarmálaráðherrann lagði fram afsögn sína á sunnudag, vegna ágreinings um rannsókn sem hann var að gera á vopnasölumút- um. Sérfræðingar segja, að afsögn Singh geti orðið stjórn Gandhi álits- hnekkir, meðal annars vegna þess að Gandhi hafi lagt sig fram um að telja löndum sínum trú um, að hann væri andsnúinn hvers kyns spillingu. í yfirlýsingu Singh var lýst yfir trausti með forystu Gandhis. Singh sagði einnig, að hann myndi ekki taka að sér að gegna neinu starfí á vegum stjórnarinnar í nánustu framtíð. Aleitinn orðrómur hafði áður verið á kreiki þess efnis, að Pratap Singh keppti að því að koma Gandhi frá og ná forsætisráðherra- embættinu til sín. Singh sat þegjandi í þingsalnum þegar stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu Gandhi og heimtuðu við- hlítandi skýringar. „Við viljum að Gandhi geri grein fyrir málinu. Hvar er nú hinn hreini og óspillti? Er hann kannski ekki jafn óspilltur og hreinn og hann hefur viljað vera láta?“ sagði Dipen Ghosh þingmað- ur kommúnista. Hróp og köll upphófust síðan í deildinni og steyttu þingmenn hnefana og létu Rajiv Gandhi og Vishwanath Pratap. Myndin var tekin s.l. laugar- dag, um sólarhring áður en sá síðarnefndi baðst Iausnar. ófriðlega. Indverskir fjölmiðlar skrifuðu mikið um afsögn ráðherrans í morg- un, mánudag. Einn þingmaður stjórnarandstöðunnar komst svo að orði í viðtali að„ í stjóminni væri greinilega ekkert pláss fyrir ærlega menn.“ Blaðið Times of India, sem er mjög áhrifamikið, sagði að hefði Pratap Singh setið áfram í stjóm- inni, hefði það haft alvarleg áhrif á völd Gandhis. Vinir og stuðnings- menn Gandhis hafa mjög lágt að honum upp á síðkastið að láta vam- armálaráðherrahn víkja, þar sem hann væri að grafa undan völdum forsætisráðherrans. Stjórnmálafréttaritarar segja, að hvað sem öllu líði muni þetta geta orðið hið versta mál fyrir Rajiv Gandhi, en hann lent í hveijum vandanum af öðrum upp á síðkas- tið. Má þar nefna ósigur Congress I í tveimur fylkjum, þar sem Gand- hi beitti sér óspart. Þá hafa komið til deilur hans og forseta landsins og vaxandi vantrú manna á stjórn- unarhæfileika forsætisráðherrans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.