Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 VETRARVERTÍÐIN Keflavík: Afli góður hjá netabátunum Löndun í Stykkishólmi Morgunblaðið/Snorri Snorrason Stykkishólmur: Góð vetrarvertíð Stykkishólmi. Vetrarvertíðin hefir verið góð, margir bátar á netum eftir að skelveiði var hætt í bili. Nokkrir bátar hafa þegar fiskað upp í sína kvóta, sumir langt komnir, og svo einn og einn sem á tals- vert eftir. Aflinn verkaður í salt. Hér eru fjórar ágætar vinnslustöðvar með góðum vélakcsti og öðrum búnaði. Björgvin Rækjunes hefír mikil um- svif bæði í rækju- og skelfiskveiðum og eins er það með báta á netaveið- um og veitir íjölda manns atvinnu. Þar eru öll skilyrði til vinnslu hin bestu. Beinum er ekið út í Grundar- §örð ásamt úrgangi og einnig jafnvei norður á Hvammstanga. Allt er nýtt sem hægt er og gæftir hafa verið góðar og því góður afli sem borist hefír að landi til verkun- ar. Mikil atvinna hefir því venð hér. — Árni Vestmannaeyjar: Vaxandi gáma- útf lutningur í minnkandi afla Vestmannaeyjum. ENN eru aflabrögð æði misjöfn. Stærri bátarnir hafa aflað ágæt- lega en þurft að sækja langt og liggja yfir netunum versni veður. Á heimaslóðum hefur fiskiríið verið hreinasta hörmung í vetur, jafnt hjá netabátum sem trollbátum. I dag verða svo netabátar að færa net sín í land og sjómenn að fara í valdboðið páskafri. Gömlu góðu páskahroturnar sem gjarnan settu bæjarfélagið á annan endann heyra nú sögunni til. Ekki er ástæða til að tíunda afla einstakra báta í vikunni. Stóru bát- arnir hafa verið að landa þetta frá 20 til 40 tonnum eftir langa útivist en afli minni bátanna hefur verið tregur sem fyrr. Sæmilegt skot kom þó hjá trolíbátum en þeir landa meginhluta aflans í gáma. Þeir hafa sótt mikið á kolaslóðir og bjargað vertíðinni með því að fá þokkalegt verð fyrir þennan físk erlendis, fisk sem frystihúsin kæra sig lítt um að fá inn á gólf hjá sér. Annars hefur orðið merkileg breyting á tilsvörum sjómanna þá landkrabbar hafa á bryggjurölti verið að forvitnast um aflabrögð. Nú er aflinn þetta margir gámar eða þetta mörg kör, en áður var aflinn gefínn upp í tonnum og í gamla daga var hann talinn í hundr- uðum físka. Gámaútflutningurinn fer sífellt vaxandi þrátt fyrri minni afla. í marsmánuði voru 36% af lönduðum afla flutt út í gámum en 23% sama mánuð í fyrra. Forvitnilegt er því að skoða tölur um þann afla sem fer til vinnslu í frystihúsunum. Þar er misjafnlega á komið hjá stöðvun- um. Verst er ástandið hjá Fiskiðj- unni en þijá fyrstu mánuði ársins fékk hún 1.400 lestir til vinnslu en sömu mánuði í fyrra 2.000 lestir og 3.250 lestir árið 1985. Hér er aðeins verið að tala um hefðbundinn vertíðarafla, ekki loðnu eða síld. Hjá Vinnslustöðinni eru sambæri- legar tölur 3.027 lestir í ár, 3.215 lestir í fyrra og 4.000 lestir árið 1985. Jafnast er þetta hjá ísfélag- inu eða 1.955 lestir í ár, 2.090 lestir í fyrra og 2.060 lestir árið 1985. Vert er að hafa í huga að fleira en gámarnir spila þarna inn í. Stöðvarnar eru misjafnlega settar varðandi fjölda viðskiptabáta og bátar setja mismikinn hluta af afla sínum í gáma. Þá fá stöðvarnar mismundandi hlut úr togaraafla. í fyrra voru 22 bátar á netaveiðum og 18 á trolli, nú hafa þessar tölur gjörsamlega snúist við og trollbátar láta mestallan sinn afla í gáma. - hkj. Keflavík. PRÝÐISGÓÐUR afli var hjá stóru netabátunum í Keflavík í síðustu viku og alls komu bátarn- ir með rösk 900 tonn af bolfiski. Stafnes KE var aflahæsti bátur- inn, með 121,8 tonn sem fékkst vestur við Malarif. Nokkrir bátar eru með netin vestur í Breiða- firði og hafa fiskað vel. Afla þeirra er ekið til Suðurnesja. Gunnjón GK var að landa tæpum 90 tonnum af úthafsrækju á laugar- daginn og fóru um 30 tonn af rækjunni í gáma. Trollbátar og minni togarar hafa verið að fá mik- inn afla vestur af Garðskaga og vitað var að Gautur GK fékk 30 tonn í einu togi. Stafnes KE var langaflahæsti báturinn með 121,8 tonn sem fékkst í 6 sjóferðum. Síðan kom Búrfell KE 70,9 tonn, Happasæll KE var með 65,4 tonn, Albert Ólafsson KE 62.2 tonn, Skarfur GK 61,6 tonn, Vonin KE 56,3 tonn, Þuríður Hall- dórsdóttir GK 54,1 tonn, Ágúst Guðmundsson GK 52 tonn, Skaga- röst 48,3 tonn og Hafberg var með 47.3 tonn. Þröstur KE sem er á trolli land- aði 30 tonnum á laugardaginn eftir tveggja daga veiðiferð og fékkst aflinn sem var blandaður ufsi, ýsa og þorskur á Hólakanti sem er um 30 sjómílur vestur af Garðskaga. Skipveijar á Þresti sögðu að þeir hefðu verið eini báturinn á þessum slóðum í fyrstu en þegar fréttist af afla hefði fjöldi skipa komið á svæðið. Þeir á Þresti fengu mest 8 tonn í einu togi af ýsu. A þessum slóðum fékk togarinn Gautur svo 30 tonn í einu togi. Afli bátanna sem eru undir 10 tonnum var frekar rýr og færabát- amir fengu lítið, allt niður í 80 kíló. Elín var með mesta aflann eða 5,8 tonn, Þórey 4,3 tonn, Amdís 3,5 tonn, Hegri KE 3,2 tonn og Haf- steinn 3,1 tonn. Hegri er færabátur en hitt allt netabátar. Þeir á Hegra, sem gengur rúmar 20 sjómílur, vom langhæstir af færabátunum. - BB Ólafsvík: Ólafsvík. GEYSIMIKILL afli fékkst á Breiðafjarðarmiðum í síðustu viku. Menn giskuðu á að bestu afladagana hefðu að minnsta kosti 2.000 tonn verið sett á iand. Þá er talað um afla báta frá verstöðvunum fjórum á Snæfells- nesi, afla Vestfjarðabáta að hluta til og síðan báta sem komu ann- ars staðar að. Veður var mjög gott til sjósóknar og aflinn því í hæsta gæðaflokki, að minnsta kosti sá sem fékk bestu meðferð. Hins vegar er hætt við að fiskur sem keyrður var Iaus á palli langa og erfiða vegu hafi verið með losi þegar í vinnslu var kom- ið því hann er mjög feitur. Mikil örtröð var á miðunum og í höfnum hér, eitthvað varð undan að láta. Langar bílalestir þung- hlaðinna vörubifreiða settu vegina alveg úr lagi. Reyndar var það ekki úr háum söðli að detta. Mættu menn hafa í huga að styrkja vegina fyrir næsta ár. I síðustu viku fékk Steinunn mestan vikuafla Ólafsvíkurbáta eða 122 tonn, en fímm aðrir fengu yfír 100 tonn. Tveir litlir bátar voru með dragnót, Auðbjörg II fékk 52 tonn í síðustu viku og Hugborg 45 tonn. Heildarafli báta sem landa í Ól- afsvík er nú 11.330 tonn í 1850 sjóferðum. Aflahæstur er Gunnar Bjamason með 752 tonn í 68 róðr- um, skipstjóri er Ríkarð Magnússon sem um margra ára skeið hefur verið manna fengsælastur hér. Næstur er Garðar II með 657 tonn í 67 róðrum, skipstjóri er Einar Kristjónsson sem einnig hefur verið mjög fengsæll um árin, þriðji í röð er Ólafur Bjamason með 588 tonn. Breiðifjörður, þessi mikla matar- kista, hefur skilað sínu á þessari vertíð og margir notið góðs af. Fjöldi aðkomubáta hefur verið mjög mikill á miðunum eins og fyrr seg- ir og er það eðlilegt. Hins vegar telja margir að í staðinn mætti koma betur til móts við þarfír Breið- fírðinganna í veiðiheimildum á öðrum svæðum, aðra árstíma. Helgi Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Stefán Guðmundsson á Bárunni með einn vænan Mikil örtröð á miðunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.