Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1987
61
Grindavík:
Páskafríið
framundan
Grindavík.
BÁTARNIR sem róa á Breiða-
firði, komu með mestan afla í
síðustu viku, en sama aflaleysið
var hjá heimabátunum og vikuna
á undan. Grásleppukarlarnir eru
þeir einu sem bera sig vel.
Sighvatur GK var aflahæstur
Grindavíkurbáta í síðustu viku með
82,5 tonn. Fréttaritara tókst ekki
að fá tölur allra bátanna, sem róa
á Breiðafjörð, þar sem þeir landa í
Njarðvíkum en hafði þó spumir af
því að Kópur GK væri með 70-80
tonn, en Hafbergið GK með 64 tonn,
en þessir bátar róa allir vestur. Af
þeim sem eru á heimamiðum var
Hópsnes GK með 59 tonn, Gaukur
GK með 49 tonn og Hrafn Svein-
bjarnarson II GK með 47 tonn.
Hæstur trollbáta yfir vikuna var
Geir GK með 40 tonn, en Faxavík-
in GK var með 32 tonn. Freyja GK
var hins vegar með 44 tonn á línu.
Grásleppukarlarnir eru þeir einu,
sem bera sig vel, og segja að nú
sé vertíðin með skásta móti eftir
lélegar vertíðir tvö síðustu árin.
Bátamir eiga að vera búnir að
taka upp netin í kvöld því kl. 20.00
gengur árvisst netaveiðibann í gildi
framyfir páska.
— Kr.Ben.
Sandgerði:
Færabátamir fiska vel
Sandgerði.
57 FÆRABÁTAR lönduðu í
síðustu viku 51 tonni, þar af
Glampi með mestan afla eða 8
tonn eftir vikuna, einn maður á.
Trollbátarnir hafa fiskað ágæt-
lega þar af var Reynir með 44,6
tonn í 2 sjóferðum, Elliði og
Geir goði voru með rúm 30 tonn
hvor.
Stóru netabátarnir em í Breiða-
firði og er aflanum ekið til Sand-
gerðis. Af þeim bátum sem lönduðu
var Mummi aflahæstur með 96,6
tonn, Hafnarberg með 68,7 tonn,
Þorlákur Helgi með 47,3 tonn,
Sandgerðingur með 43 tonn, Berg-
þór með 40,3 tonn og Sæborg með
36,8 tonn, aðrir bátar voru með
minna.
Af minni bátunum urðu afla-
hæstir Sæljómi með 19 tonn, Bragi
með 18,8 tonn, Knarranes með
13,6 tonn, Sigrún með 11,8 tonn
og Hjördís með 11,6 tonn. Drag-
nótabáturinn Bliki var með 17,3
tonn. Sigurður Bjarnason sem er á
línu var með 16,3 tonn í 2 róðrum
og Sóley sem einnig er á línu var
með 6,7 tonn í 4 sjóferðum.
- BB
Sé ástæðu
til bjartsýni
ef marka
máorð
menntamála-
ráðherra
- segir Markús A.
Einarsson útvarps-
ráðsmaður um fjár
hagsvanda RUV
„TILLÖGUR um niðurskurð
dagskrár RUV hafa ekki kom-
ið inn á borð Utvarpsráðs, þó
að hugmyndir einstakra starfs-
manna séu eflaust til. Hinsveg-
ar sé ég ástæðu til bjartsýni
ef marka má orð menntamála-
ráðherra i viðtölum við fjöl-
miðla um að hann hyggist
bregðast við vanda stofnunar-
innar,“ sagði Markús Á.
Einarsson, útvarpsráðsmaður
í Samtali við Morgunblaðið.
Markús sagði að útvarpsráð
fjallaði ekki beint um fjármálin,
en kæmi inn á dagskrármálin að
miklu leyti. Útvarpsráð hefur
Qallað mikið um fjárhagsvanda
Ríkisútvarpsins að undanförnu
og sendi frá sér ályktun fyrir
stuttu um hugsanlegan niður-
skurð, komi ekki til aukinna
tekna Ríkisútvarpsins. „Á meðan
verið er að glíma við vandann,
vonumst við til að menn verði
nýtnir á rekstrarfé stofnunarinn-
ar,“ sagði Markús.
Gefðu íslendingasögurnar í fermingargjöf
ÍSLENDINGA
i SÖGUR
íslendingasögurnar með
nútíma stafsetningu
SÍGILD EIGN.
írvítu