Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 82
rv*»y' \
82
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987
t
Bróðir minn,.
BENJAMÍN VIGFÚS ÓLAFSSON,
Holtl,
Borgarhreppi, Mýrarsýslu,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 3. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þakka innilega auðsýnda samúð.
Sólveig Ólafsdóttir.
t
Litla dóttir okkar,
GUÐRÚN INGA GEORGSDÓTTIR,
lést á heimili okkar 5. apríl. Jarðarförin hefur farið fram.
Georg Magnússon,
Matthildur Sveinsdóttir
og systkini.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
ÖNUNDUR H. PÁLSSON,
Eyrarvegi 1,
Flateyri,
verður jarðsunginn frá Flateyrarkirkju miðvikudaginn 15. apríl kl.
14.00.
Kristín Guðmundsdóttir,
Áslaug Álfsdóttir,
Páll S. Önundarson, Magnea Guðmundsdóttir,
Úlfar Önundarson, Steinunn Einarsdóttir,
Barði Önundarson, Elva Jóhannsdóttir
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Eskihlfð 10a,
Reykjavfk,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. apríl kl.
10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á „gervinýra" Landspítal-
ans.
Berglind Andrésdóttir, Össur Kristinsson,
Andrés Andrésson, Halldóra Bergþórsdóttir,
Stefán Andrésson, Guðlaug Valgeirsdóttir
og barnabörn.
t
Útför
GUÐMUNDAR SVEINSSONAR,
netagerðarmeistara,
frá Góustöðum,
fer fram frá ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 14.00.
Bjarney Ólafsdóttir,
Magni Guðmundsson, Svanhildur Þórðardóttir,
Anna Lóa Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson,
Þórdís Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson,
Sveinn Guðmundsson, Bergljót Ása Haraldsdóttir,
Anna S. Bjarnadóttir.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR HALLDÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Hólmgarði 27,
fer fram miðvikudaginn 15. þ.m. kl. 15.00 frá Fossvogskirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Hjartavernd.
Kristján R. Þorvarðarson,
Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason,
Sigríður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður okkar,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem andaðist 7. apríl, verður í dag, þriðjudag 14. april, kl. 10.30
frá Fossvogskapellu.
Þorbjörg,
Hólmfrfður,
Margrét,
Sigurður
og Gunnar Jensbörn.
Benjamín V. Ólafs-
son - Minning
Fæddur 28. október 1901 virðingu fyrir tungu þjóðarinnar og
Dáinn 3. apríl 1987
Kveðja frá Þroskahjálp
á Vesturlandi
Benjamín V. Ólafsson, fyrrum
bóndi í Holti í Borgarhreppi, lést í
Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
3. apríl sl. Útför hans var gerð frá
Fossvogskapellu föstudaginn 10.
apríl. Fór hún fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Benjamín Vigfús Ólafsson var
fæddur á Hróbjargarstöðum í
Hnappadal 28. október 1901. For-
eldrar hans voru hjónin Guðbjörg
Benjamínsdóttir og Ólafur Vigfús-
son, er lengst af bjuggu í Lækjar-
koti í Borgarhreppi. Benjamín var
bóndi að Lækjarkoti 1925—1938,
en reisti þá nýbýlið Holt úr landi
Lækjarkots og bjó þar til 1979, að
hann, farinn að heilsu, flutti á Dval-
arheimili aldraðra í Borgamesi og
dvaldi þar til æviloka. Benjamín var
alla tíð einhleypur og átti ekki af-
komendur.
Hið ytra var lífssaga hans hvorki
stórbrotin né átakamikil en Benja-
mín var hugsjónamaður, sem unni
öllu sem íslenskt var og bar einlæga
menningararfi. Hann lagði sitt af
mörkum til þess að bæta og fegra
þann skika sem lífið hafði falið
honum til umsjár og bar í brjósti
einlæga samúð með þeim, sem
minna mega sín, og gerði sitt til
þess að bæta kjör þeirra og aðstöðu
með mörgu móti.
Á árinu 1979 tilkynnti hann
stjórn Þroskahjálpar á Vesturlandi,
að hann hefði ákveðið að ánafna
félaginu eftir sinn dag eignaijörð
sína, Holt, með öllum gögnum og
gæðum. Ekki þótti honum með því
nóg að gert, því að 1982 færði
hann félaginu gjafabréf fyrir íbúð-
arhúsi jarðarinnar. Var það gert í
minningu foreldra hans með þeirri
ósk, að félagið hagnýtti eignina í
þágu fatlaðra og þroskaheftra á
Vesturlandi til sumardvalar. Til
þess að tryggja enn betur, að gjöf-
in næði tilgangi sínum sem fýrst
afhenti hann félaginu álitlega fjár-
upphæð, til breyta og bæta húsið,
svo það hentaði sem best fyrir þessa
starfsemi.
Þessi höfðinglega gjöf gerði fé-
laginu kleift að hefja rekstur
sumardvalarheimilis fyrir fötluð
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN S. GÍSLASON
múrari,
Kleppsvegi 56,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á líknarstofnanir.
Laufey Bergmundsdóttir,
Gísli S. Guðjónsson, Auður F. Jóhannesdóttir,
Reynir S. Gíslason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Túngötu 30,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 15. apríl kl. 13.30.
Gunnar Eggertsson, Valdís Halldórsdóttir,
Kristjana G. Eggertsdóttir, Magnús Ingimundarson,
Aðalsteinn Eggertsson, Jónina S. Snorradóttir,
Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Gfsli V. Einarsson,
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Einar Sigurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
HJÁLMTÝR BJARG HALLMUNDSSON,
Ljósvallagötu 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. apríl kl.
10.30.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, Gíslfna Rannveig Hallgrfmsd.,
Stefanía Halla Hjálmtýsdóttir, Þorkell Guðnason.
t
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
INGIBJÖRG J. HALL,
Sólheimum 23,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. apríl kl.
13.30.
Sólrún Kjartansdóttir,
Kormákur Kjartansson, Hólmfriður Friðsteinsdóttir.
t
Eiginkona min,
JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Vfðihvammi 18,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið, Kópavogi, 7. apríl verð-
ur jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 15.00.
Jóhann Kr. Jónsson og fjöiskylda.
böm í Holti og hefur nú verið haf-
ist handa um viðbótarbyggingu,
sem mun gera það mögulegt að
fullnægja þörf fatlaðra barna á fé-
lagssvæðinu í þessu efni. Jafnframt
býður þessi eign upp á margvíslega
aðra möguleika fyrir félagið á
ókomnum árum.
Bénjamín fylgdist af áhuga með
því hvemig miðaði og rétti oftar
en einu sinni félaginu örvandi hönd
með flárframlagi. Fyrir þennan
rausnarlega stuðning við málefni
þeirra, sem minnst mega sín, þakk-
ar félagið Þorskahjálp á Vestur-
landi og félagar þess að leiðarlok-
um. Um ókomin ár munu fatlaðir
á Vesturlandi og aðstandendur
þeirra blessa minningu Benjamíns
V. Ólafssonar þakklátum huga.
Guð gefi honum nú raun lofi
betri.
Kennarafélag
Reykjavíkur:
Óeðlilegt að
Reykjavík
skuli ekki tal-
in fræðslu-
umdæmi
SVERRIR Hermannsson mennta-
málaráðherra skipaði nefnd
fyrir ári til að endurskoða nú-
gildandi lög um grunnskóla.
Nefndin hefur nú lokið störfum
og lagt fram til kynningar frum-
varp til laga um grunnskóla.
Allmargar breytingar eru í
frumvarpinu frá því sem er í
grunnskólalögunum.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi ályktun frá aðalfundi
Kennarafélags Reykjavíkur vegna
þessa frumvarps:
1. Fundurinn telur mjög óeðli-
legt að í frumvarpinu skuli
Reykjavík hafa þá sérstöðu að vera
ekki talin fræðsluumdæmi og á þar
með ekki að njóta fræðsluskrifstofu
og fræðslustjóra' eins og önnur
fræðsluumdæmi.
2. Fundurinn mótmælir breytt-
um ákvæðum um kennararáð. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
heimilt sé að kjósa kennararáð við
þá skóla sem 15 kennarar starfa
við. Nú er skylt að kjósa kennara-
ráð starfi 8 kennarar við skóla.
Einnig telur fundurinn vafasamt
að auka völd skólastjóra á kostnað
kennararáða.
3. Fundurinn mótmælir harðlega
að ákvæði um minnkaða kennslu-
skyldu við 55 ára og 60 ára aldur
verði felld niður.
4. Þó að fagna megi því að frum-
varpið geri ráð fyrir lægra meðaltali
í bekk (24), hörmum við þau undan-
þáguákvæði sem leyfa að nemendur
verði allt að 34 í einni bekkjardeild.
5. Við teljum það fagnaðarefni
að í frumvarpinu er í fyrsta skipti
gert ráð fyrir einsetningu að hluta
við hönnun skólahúsnæðis. Þetta
er spor í rétta átt, en betur má ef
duga skal.