Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 85

Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 85
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 85 Mikil stemmning rikti meðal gesta sem vögguðu sér i takt við hljómfallið og sungu með. Selfoss: Mikil stemmning á fyrsta Mánakvöldinu Selfossi. AÐ ríkti mikil stemmn- ing á fyrsta Mánakvöldinu í Inghól á Selfossi laugar- dagskvöldið 4. apríl. Hljóm- sveitin Mánar, vinsælasta sunnlenska hljómsveitin á árunum 1965-1975, kom fram eins og hún var skipuð í upphafi og lék lög frá þess- um árum ásamt því að rifja upp ýmis atvik tengd dans- leikjahaldi hljómsveitarinn- ar. Það var húsfyllir og auð- heyrt að fólk kunni vel að meta það sem boðið var upp á. Myndband um feril hljóm- sveitarinnar var í gangi allt kvöldið og vakti mikla at- hygli. Ahorfendur ráku gjarnan upp miklar hlátur- rokur þar sem þeir horfðu á sjónvarpið að andlitum sem birtust á skjánum, óvenju- legum klæðnaði eða hártísku þess tíma. Það mátti jafnvel sjá hljómsveit- armeðlimi í mikilli glímu- keppni og við ýmislegt annað óvenjulegt. Kjamann í Mánum þetta kvöld mynduðu Olafur Þór- arinsson, sem var í hljóm- sveitinni allan tímann og var driffjöður hennar, Bjöm bróðir hans, Guðmundur Benediktsson, Smári Kristj- ánsson og Ragnar Sigur- jónsson. Fagnaðarlátum ætlaði vart að linna milli laganna sem auðséð var að snertu strengi í bijóstum gestanna og vöktu upp minningar viðkomandi ára. Björn Gíslason rakari, sem var í hljómsveitinni fyrstu árin og í ýmsum tríó- um, söng við mikinn fögnuð lagið Oh what a kiss. A eft- ir honum tók Ólafur Bachmann lagið og vakti ekki síðri hrifningu. Fyrirhugað er að halda nokkur Mánakvöld í apríl og maí. Ekki varð annað séð á þessu fyrsta kvöldi en fólk- ið kynni vel að meta að rifjuð væri upp stemmning og stuð skemmtanalífs fyrri ára. Sig. Jóns. Ólafur Bachmann og Bjöm Gíslason þakka Ólafi Þórarinssyni drif- kraft fyrri ára. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gestir fögnuðu innilega í lok hvers lags. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Námskeið í vöruþróun og markaðssókn fyrir konur Markmið: Gera þátttakendur færa um að meta nýjar hugmyndir, stjórna vöruþróunar- verkefnum og markaðssókn. Lýsing: Samfara aukinni tækniþróun styttist líftími hverrar vörutegund- ar stöðugt. Aukin vöruþróun og markaðssókn eru í dag undirstöðuþættir í rekstri fyrirtækja sem vilja halda eða styrkja stöðu sína á markaðnum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á gildi vöruþróunar sem stjórntækis og fjallað um á hvern hátt stjórnendur geta nýtt sér nýjustu aðferðir við framkvæmd og stjórnun vöruþróunarverkefna. Fjallað verður m.a. um eftir- talda þætti: - Vöruþróun — til hvers? - Skipulagningu vöruþróunarverkefna — hámarks árangur, lágmarks kostnaður. - Aðferðir til mats á sterkum og veikum hliðum fyrirtækja. - Aðferðir til mats á þörfum og þróun markaðarins. - Samanburður og val hugmynda. - Gerð framkvæmdaáætlunar frá hugmynd til framleiðslu. - Fjármögnun vöruþróunarverkefna. Tími: 27., 28. og 29. apríl kl. 19.30-22.30. Staður: Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Þátttaka tilkynnist í síma 687000. A A MITSUBISHI FARSÍMINN 89.980,-með afborgunum. Greiðslukjör útborgun eftirstöðvar Eurokredit 0 kr. 11 mán. Skuldabréf 19.000,-kr. 6-8 mán. SKIPHOLTÍ 19^ SÍMI 29800 viðiökumvelAmótiþér ->

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.