Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 93

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 93
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 93 Enska knattspyrnan: Tottenham og Coventry á Wembley Everton með þriggja stiga forskot. Rush skorar en Liverpool tapar Frá Bob Hennessy á Englandi. TOTTENHAM og Coventry leika til úrslita um enska bikarinn á Wembley 16. maí. Tottenham vann stórsigur á Watford, 4:1, og leikur til úrlslita um bikarinn í áttunda sinn í 105 ára sögu fé- lagsins. Coventry sigraði Leeds, 3:2, eftir framlengingu á sunnu- daginn og leikur til úrslita í fyrsta sinn í sögu félagsins. Everton hefur þriggja stiga forystu f 1. deild. Rush skorar en Liverpool tapar. Tottenham hafði mikla yfirburði gegn Watford, sem átti í mark- mannserfiðleikum. Bæði Tony Coton og Steve Sherwood voru meiddir og varð því að grípa til þriðja markvarðarins, Gary Plum- ley, sem er kráreigandi og hálf- atvinnumaður. Steve Hodge skoraði fyrsta markið á 11 mínútu. Einni mínútu síðar skoraöi marka- kóngurinn, Clive Allen, sitt 45. mark í vetur og áður en flautað var til leikhlés hafði Paul Allen bætt þriðja markinu við. Leikmenn Tottenham gátu því leyft sér að hægja ferðina í seinni hálfleik eftir látlausa sókn í þeim fyrri. Steve Hodge bætti fjórða markinu við í seinni hálfleik en Steve Terry, sem kom inná sem varamaður, minnk- aði muninn fyrir Watford skömmu síðar. Bannett hetja Coventy Dave Bennett var hetja Co- ventry gegn Leeds í hinum undanúrslitaleiknum er hann skor- aði sigurmarikið á 98. mínútu eftir að staðan hafði verið 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Leeds byrjaði vel fyrir framan 51 þúsund áhorf- endur á Hillsborough í Sheffield og náði forysstunni með marki Dave Rennie á 13. mínútu. Micky Gynn jafnaði eftir fyrirgjöf frá Ben- nett í upphafi seinni hálfleiks. Tíu • Clive Allen hefur oft haft ástæðu tll að fagna f vetur á laug- ardaginn skoraði hann sitt 45. mark á tímabilinu. Með honum eru frændi hans Paul Allen, sem skoraði einnig um helgina. mínútum síðar bætti Keith Houc- hen öðru markinu við fyrir Co- ventry. Leeds skipti þá tveimur varamönnum inná og annar þeirra, Keith Edwards, jafnaði sex mínút- um fyrir leikslok. Coventry var síðan betra liðið í framlengingunni og tryggði sigurinn á 98. mínútu ens og áður segir. Everton á sigurbraut Everton hólt áfram sigurgöngu sinni, eftir að hafa verið 9 stigum á eftir Liverpooi í síðasta mánuði, Belgía: Arnór óstöðvandi ARNÓR Guðhjonsen skoraði bæði mörk Anderlecht f 2:1 sigri þeirra á Waregem á útivelli á laugardaginn. Arnór er marka- hæstur í belgfsku deildinni með 16 mörk. Anderlecht hefur nú eins stigs forskot á toppi deildar- innar þar sem Mechelin gerði markalaust jafntefli við Beveren. „Þetta var grófur leikur en þó mikið af marktækifærum. Ware- gem komst yfir strax á fyrstu mínútunum og síðan urðum við fyrir áfalli er Lozano var gróflega felldur og fótbrotnaði illa við það. Ég náði síðan að jafna með skalia fyrir leikhlé og í upphafi síðari hálf- leiks skoraði ég aftur með skalla," sagði Arnór í samtali við Morgun- blaðið. Arnór sagðist sjaldan eða aldrei hafa verið í jafn góðri æfingu og núna. „Það gengur bókstaflega allt upp hjá mér og þá er líka gam- an að lifa.“ Anderlecht hefur nú eins stigs forskot á Mechelin'á toppi deildar- innar þegar sjö umferðir eru eftir. Arnór sagðist vera tilbúinn að Evr- ópuleikinn gegn Frökkum í París og sagðist hlakka til leiksins. eru nú komnir með þriggja stiga forskot á Liverpool sem tapaði fyr- ir Norwich, 2:1. Everton vann stórsigur á West Ham, 4:0 og sýndi meistaratakta. Mörkin gerðu Wayne Clarke, Peter Reid, Gary Stevens og Dave Watson, öll gerð í fyrri hálfleik. Liverpool var enn í sárum eftir tapið gegn Arsenal í úrslitalleik deildarbikarsins og tapaði fyrir Norwich, 2:1. lan Rush skoraöi fyrsta markið á 35. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Trevor Putney og Kevin Drinkell gerðu svo út um leikinn fyrir Norwich í síðari hálfleik. Annar leikurinn í röð sem Rush skorar en Liverpool tapar. Skoski bikarinn Dundee United sem aldrei hefur unnið skoska bikarinn og St. Mirr- en munu leika til úrslita um skoska bikarinn á Hampden Park 16. maí í vor. Dundee United sigraði ná- granna sína Dundee, 3:2 og St. Mirren sigraði Hearts, 2:1, í und- anúrslitum á laugardaginn. Úrslit Gnski bikarinn: Tottenham — Watford Coventry — Leeds 1. deild Arsenal — Charlton Everton — West Ham Leicester — Aston Villa Manchester City — Southampton Norwich — Liverpool Oxford — Newcastle QPR — Luton 2. deild Blackbum — Bamsley Crystal P. — Plymouth Derby — Stoké Millwall — Grimsby Portsmouth — Oldham Reading — Bradford Sunderland — Sheff. Utd. Staðan i 2. deild 4:1 framl. 3:2 2:1 4:0 1:1 2:4 2:1 1:1 2:2 4:2 0:0 0:0 1:0 3:0 0:1 1:2 Derby 36 21 9 6 55:30 72 Portsmouth 35 21 8 6 46:21 71 Oldham 35 19 8 8 56:36 65 Ipswich 36 16 10 10 52:36 58 Plymouth 36 15 11 10 56:47 56 Crystal P. 36 17 4 15 47:45 55 Leeds 34 14 10 10 42:35 52 Sheff. Utd. 36 13 11 12 46:45 50 Stoke 35 18 10 12 60:40 49 Millwall 35 18 7 15 34:35 46 Birmingham 35 10 16 10 45:50 45 Blackbum 35 12 8 15 37:46 44 Reading 34 12 7 15 44:51 43 Bamsley 36 10 12 14 40:46 42 Grimsby 36 10 12 14 35:47 42 WBA 34 10 10 14 42:40 40 Sunderland 35 10 10 15 39:48 40 Bradford 35 10 9 16 47:53 39 Shrewsbury 35 11 6 18 31:45 39 Huddersfield 36 9 11 16 45:58 38 Hull 34 9 11 14 29:49 38 Brighton 35 7 11 17 31:46 32 ◦didas HEIMALEIKIR UTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig EVERTON 35 13 3 1 42 10 8 4 6 24 : 17 66 : 27 70 UVERPOOL 36 12 3 3 36 : 15 8 4 6 26: 21 62 : 36 67 TOTTENHAM 33 11 3 4 32 13 7 3 5 24: 20 56 : 33 60 LUTON 36 13 4 1 25 10 3 7 8 16 : 27 41 : 37 59 ARSENAL 35 10 5 2 24 : 7 6 5 7 21 : 18 45 : 25 58 NORWICH 36 8 9 7 25 : 22 6 6 5 22 : 25 47 : 47 57 NOTT. FOREST 35 10 7 1 31 : 12 5 3 9 24 : 29 55 41 55 WIMBLEDON 35 9 4 4 25 : 16 6 4 8 21 : 25 46 : 41 53 COVENTRY 34 12 2 3 28 : 14 2 6 9 10 : 22 38 36 50 OPR 36 9 5 4 28 : 21 4 4 10 15 24 43 45 48 MAN. UTD. 34 11 3 4 34 : 16 1 8 7 11 19 45 35 47 WATFORD 34 9 4 3 29 15 4 4 10 25: 31 54 46 47 CHELSEA 35 7 4 7 28: 23 5 6 6 15 29 43 52 46 WESTHAM 35 8 2 7 33 21 4 6 8 14 37 47 58 44 SOUTHAMPTON 35 9 3 5 37 21 3 2 13 22 41 59 62 41 SHEFF. WED. 34 8 7 3 30- 17 2 4 10 14 32 44 49 41 OXFORD 36 7 7 4 26 24 2 5 11 11 35 37 59 39 NEWCASTLE 35 8 4 6 24 25 1 6 10 17 30 41 55 37 LEICESTER 36 8 6 4 35 21 2 1 15 13 45 48 66 37 CHARLTON 36 5 7 6 21 20 3 3 12 14 30 35 50 34 ASTON VILLA 36 6 8 5 20 23 1 4 12 18 45 38 68 33 MAN. CITY 35 6 5 6 22 21 0 8 10 7 29 29 50 31 Þýskaland: Bayern heldur sínu Lárus skoraði sigurmarkið gegn Köln Frá Jóhannl Inga Gunnaraayni f Veatur- BAYERN Múnchen hefur nú þriggja stiga forskot í vestur- þýsku Bundesligunni eftir leiki helgarinnar og er á góðri leið með að tryggja sór meistaratitilinn í 9. sínn. Þeir unnu Borussia Mönchengladbach, 1:0, á útivelli. Lárus Guðmundsson var hetja Bayern Uerdingen er hann skor- aði sigurmarkið f 2:1 sigri á Köln. Stuttgart mátti þola 1:0 tap gegn næst neðsta liði deildarinnar, Dusseldorf. Bayern Munchen færðist Sigurður gerði þrjú Þýskalandl. nær meistaratitlinum er þeir unnu Gladbach á útivelli. Gamla kemp- an, Dieter Höness, gerði sigur- markið með skalla og jafnframt eina mark leiksins á 35. mínútu. Gladbach fékk vítaspyrnu sem þeim tókst ekki að nýta sér. Hamurger SV, sem er eina liöið sem getur hugsanlega veitt Bay- ern keppni um meistaratitilinn, sigraði Waldhof Mannheim, 1:0, á heimavelli. Lothar Dittmar skoraði sigurmarkið á 39. mínútu með skoti af stuttu færi. Hamburg hefur nú fengið 33 stig, Bayern Miínchen 36 og í þriðja sæti er Werder Brem- en með 29 stig, en þeir unnu stórsgiurá Eintracht Frankurt, 4:1. enn SIGURÐUR Grétarsson knatt- spyrnumaður með Luzern í Sviss var heldur betur í essinu sínu um helgina þegar lið hans mætti Vevey. Sigurður skoraði þrjú mörk í 4:1 sigri Luzern. Ómar Torfason kom inná sem varamaður í leiknum og stóð sig ágætlega. Luzern er nú í sjötta sæti i 1. deildinni með 23 stig en Xamax er efst með 34 stig. Lárus skoraði „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að skora þetta mark,“ sagði Lárus Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið. Hann skoraði sig- urmark Uerdingen í 2:1 sigri á Samba Níðsterkir æfingaskór. Til nota jafnt inni sem úti. Kr. 3.299.- Samba Spezial Topp malarskór, til nota í vor á harða ójafna malarvelli. Kr. 3.766 Köln á útivelli. Þetta var jafnframt fyrsta tap Kölnar á heimavelli í 5 mánuði. „Þetta var einn besti leikur okk- ar eftir áramót. Við höfðum undir- tökin í leiknum frá byrjun. Klinger skoraði með skalla strax á 17. mínútu eftir hornspyrnu. Síðan bætti ég öðru markinu við einnig eftir hornspyrnu. Funkel hafði þá skallað að marki, knötturinn barst út í teiginn aftur, og ég náði að skalla í netið,“ sagði Lárus. Atli Eðvaldsson lék einnig með Uerd- ingen að nýju og átti góðan leik. Með þessum sigri færðist liðið upp í 6. sæti deildarinnar og á góða möguleika á Evrópusæti. Stuttgart mátti þola tap gegn Dusseldorf á útivelli. Dusent skor- aði sigurmarkið á 29. mínútu. Ásgeir og félagar hans náðu ekki að sýna góðan leik. Þeir hafa verið mjög slakir á útivöllum og tapaö þá gjarnan fyrir neðstu liðunum. UWE Frábærir fótboltaskór fyrir ungu strákana. Kr. 1.280.- ZX 500 Einir bestu alhliöa æfingaskórnir frá Adidas. 4.495.- Phantom fallegir, léttir og sterkir æfingaskór fyrir metnaöargjarna hlaupara. kr. 3.389.- Lady Oregon Sérstaklega léttir æfinga- og keppnisskór fyrir dömur. Kr. 2.340.- Adilette Herra og dömu sund- töflur í bláu og rauðu. Nauösynlegir í sólar- landaferöina Kr. 795.- Universal Þennan þekkja allir! Kr. 2.550.- Sportval ®við Hlemm. Sími 26690 Póstsendum adidas
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.