Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 96
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
ALLT TILBÚIÐ FYRIR VÍGSLUNA
NÝJA flugstöðin á Keflavíkurflugvelli verður vígð í dag. Unnið hefur verið dag
og nótt við frágang og hreinsun og allt er íilbúið fyrir hina stóru stund. Boðið
hefur verið tæplega 3000 gestum til vigslunnar, þar á meðal öllum starfsmönn-
um ásamt mökum. Fyrsta flugvélinni var rennt upp að stöðinni aðfararnótt s.l.
sunnudags til að prófa nýju aðstöðuna og gekk allt eins og í sögu.
Morgunbiaðið/Guðmundur Pétursson/RAX.
Siglufirði:
Dýpkun-
arskip
til Siglu-
fjarðar
Siglufirði.
FYRIR skömmu veitti Þor-
steinn Pálsson fjármálaráð-
herra Dýpkunarfélaginu hf. á
Siglufirði ríkisábyrgð til
kaupa á gröfuskipi til bæjar-
ins. Það mun verða með
svipuðu sniði og Grettir sem
sökk í Faxaflóa. Gert er ráð
fyrir að fimm menn muni
vinna við skipið.
Verið er að leita tilboða frá
Noregi, Þýskaiandi og Englandi.
I samtali við tíðindamann blaðsins
sagði Valbjöm Steingrímsson,
einn hluthafa, að eigendur skips-
ins hefðu unnið við Gretti á sínum
tíma. Hugmyndin hefði kviknað
þegar umræður urðu um skipið á
Alþingi eftir að það sökk. Þá lét
Matthías Bjamason samgöngu-
ráðherra svo um mælt að þessi
rekstur ætti best heima í höndum
einkaaðiia. Undirbúningur máls-
ins hefur staðið á fimmta ár og
er nú beðið eftir niðurstöðum úr
útboðinu.
Matthías
Vestmannaeyjar:
Þriðjungur vertíð-
'araflans fer í gáma
Vestmannaeyjum.
Gámaútflutningur frá Vest-
mannaeyjum fer sífellt vaxandi
þrátt fyrri minni afla. í mars-
mánuði voru 36% af lönduðum
afla flutt út í gámum en 23%
sama mánuð í fyrra.
Ef skoðaðar eru tölur um þann
afla sem fer tií vinnslu í frystihús-
unum sést að misjafnlega er á
komið hjá stöðvunum. Verst er
ástandið hjá Fiskiðjunni en þijá
fyrstu mánuði ársins fékk hún
1.400 lestir til vinnslu en sömu
mánuði í fyrra 2.000 lestir og 3.250
lestir árið 1985. Hér er aðeins ver-
ið að tala um hefðbundinn vertíðar-
afla, ekki loðnu eða sfld.
Hjá Vinnslustöðinni eru sam-
bærilegar tölur 3.027 lestir í ár,
3.215 lestir í fyrra og 4.000 lestir
árið 1985. Jafnast er þetta hjá ís-
félaginu eða 1.955 lestir í ár, 2.090
lestir í fyrra og 2.060 lestir árið
1985.
- hkj.
Sjá nánar vertíðaropnu á bls.
60-61.
Helgispjöll á Snæfellsnesi:
Stolið úr Búðakirkju
HELGISPJÖLL voru unnin í kirkjunni á Búðum á Snæfellsnesi, er
ýmsum munum var stolið þaðan í síðustu viku. Þjófnaðurinn upp-
götvaðist á iaugardag en ekki er vitað hveijir voru þar að verki.
Rögnvaldur Finnbogason, sóknar-
prestur, sagði að á laugardagsmorg-
un hefði orðið vart við að einhverjir
hefðu farið inn í kirkjuna. Ytri dyr
kirkjunnar voru opnar og greinilegt
að reynt hefði verið að sprengja
læstar innri dyr upp. Það hefði ekki
tekist og þjófamir þá gripið til þess
ráðs að taka glugga úr suðurhlið
kirkjunnar. „Þegar inn var komið
létu þjófamir greipar sópa og tóku
meðal annars tvo merkilega altar-
isstjaka frá 1767,“ sagði Rögnvald-
ur. „Þá voru einnig teknir tveir
silfurstjakar, tvær biblíur, öll kerti
kirkjunnar, íslenski fáninn og einn
hökull. Þessir munir eru þjófunum
einskis virði, en þjófnaðurinn er áfall
fyrir kirkjuna. Það hefur verið unnið
að því í tvö ár að gera kirkjuna upp
og verkiriu lauk á Þorláksmessu. Það
er því hræðileg tilhugsun að glata
öllum munum hennar."
Eðvarð Árnason, yfirlögreglu-
þjónn, sagði að lögreglan hefði fáar
vísbendingar til að fara eftir. „Það
sá enginn til mannaferða við kirkj-
una, enda voru næstu hús við hana
tóm á þeim tíma sem líklegt er að
þjófnaðurinn hafi verið framinn,"
sagði Eðvarð. „Þetta innbrot er varla
gert í auðgunarskyni, enda eru lítil
verðmæti í þessum munum, þótt
þeir séu ómetanlegir fyrir kirkjuna.
Biblíumar, fáninn eða kertin hafa
auðvitað ekkert verðgildi og ég held
að þessir munir hafi verið teknir í
þeim eina tilgangi að valda spjöll-
um.“
Eðvarð sagðist vilja hvetja þjóf-
ana til að skila mununum hið
bráðasta, því tjónið væri mjög mikið
fyrir Búðakirkju. „Mununum er
hægt að skila til séra Rögnvalds
Finnbogasonar á Staðarstað, eða til
mín í Stykkishólmi."
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
„Við vorum of seinir að taka hrútinn." Stefán Helgason með lömb-
in tvö. Ærin Gæfa fylgist vel með.
FYRSTU VORLOMBIN
KOMIN Í HEIMINN
„VIÐ vorum heldur seinir að
taka hrútinn frá ánum og þess
vegna fæddust þessi lömb
svona snemma," sagði Stefán
Helgason 15 ára frá Vorsabæ
II í Gaulveijabæjarhreppi um
lömbin sem ærin hans, hún
Gæfa, átti í byrjun apríl.
Lömbin eru alltaf kærkominn
vorboði, sérstaklega fyrir bömin
sem aldrei þreytast við að horfa
á þau eða halda á þeim og svo
er líka bara gaman að vita af
þeim í hlöðunni. Krakkamir í
Vorsabæ og gestir sem áttu leið
um stilltu sér fúslega upp til
myndatöku með fyrstu lömbum
vorsins. Reglulegur sauðburður
hefst svo í byijun maímánaðar.
Sig. Jóns.