Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 48

Morgunblaðið - 25.04.1987, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 48 Kosningarnar Yiðamestu útvarps- og sjónvarpsdagskrár til þessa H UNDIRBÚNINGUR að kosninga- dagskrám útvarps og sjónvarp- stöðvanna var i fullum gangi þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins og ljósmyndari litu í gær við á Stöð 2, Bylgjunni, ríkissjón- varpinu og ríkisútvarpinu. Verið var að leggja síðustu hönd á dag- skrárnar, æfa útsendingar og fara yfir tölvukerfin sem sjá um alla útreikninga. Öllu tjaldað sem til er Páll Magnússon fréttastjóri og Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður á Stöð-2 sátu í upptökusal ásamt tölvufræðingunum þeim Bjama Jú- líussyni og Friðrik Sigurðsyni. Um leið og farið var yfír og æft hvem- ig hugsanleg úrslit yrðu í hvetju kjördæmi, var bmgði upp línuritum, súluritum og sneiðmyndum í öllum regnbogans litum sem sýndu at- kvæðamagn og hlutfall hvers flokks. „Þetta er tvímælalaust stærsta verkefni sem stöðin hefur farið út í til þessa," sagði Páll. „Ég er ekki hræddur við samkeppnina. Við verðum með um 80 til 90 manns í vinnu um allt land og tjöldum öllu sem til er.“ Útsending hefst kl. 22 í kvöld og stendur fram til kl. 7 á sunnu- dagsmorgun og sagði Páll að dagskránni yrði skipt í tvennt. Fram til kl. 6 verður fjörinu haldið gang- andi með léttum innskotum milli þess sem kosningatölur eru birtar en eftir það verður annar svipur yfír dagskránni og lögð meiri áhersla á að nýr dagur er runninn upp. Beint samband verður við kjör- staðina í Reykjavík, á Suðurlandi og á Reykjanesi og fréttamenn verða á ferðinni með nýja örbylgju- senda sem stöðin hefur fest kaup á. „Sendamir gera okkur kleift að senda út beint frá heimilum stjóm- málamannanna og frá kosninga- vökum flokkanna," sagði Páll. „Gestir í sjónvarpssal verða stjóm- málamenn, formenn flokkanna og stjómmálaforingjar sem hafa látið af störfum og að auki fólk sem tengist þeim á einn eða annan hátt. Bjamfreðssyni og Hannesi H. Gis- surarsyni stjómmálafræðingi. Fréttamenn í sjónvarpssal verða Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri, Helgi V. .Tónsson, Edda Andrés- dóttir og Ólafur Sigurðsson sem ásamt Atla Rúnari Halldórsyni spyr stjómmálmenn og flokksforingja álits á stöðunni hverju sinni en þá verður útsendingin samtengd hljóð- varpinu. „Við leggjum áherslu á fréttir í útsendingunni en ekki skemmtidagskrá," sagði Helgi. „Þetta er viðamesta dagskrá sem send hefur verið út hér á landi með beinum útsendingum frá átta stöðv- um.“ í sjónvarpssal verða Hermann Gunnarsson, Bubbi Mortens, Krist- inn Sigmundsson, Sigríður Bein- teinsdóttir, hljómsveitin Hljómar og Jóhannes Kristjánsson eftirherma og munu þau sjá um að skemmta áhorfendum. Ahersla á kosningatöl- ur Á Bylgjunni sjá Einar Sigurðsson útvarpsstjóri, Hallgrímur Thor- steinsson fréttastjóri og Sigurður Tómasson um að koma úrslitum kosninganna til skila í kosningadag- skrá sem hefst kl. 22. „Við munum útvarpa eins lengi og með þarf,“ sagði Hallgrímur. „Hér verður ekk- ert skemmtikrafta úrval til að Þorkell Helgason prúfessor sýndi fréttamönnum á fréttastofu ríkisútvarpsins hvernig tölvuforritið vinn- ur sem mun spá kosningarúrslitum í kosningaútvarpi ríkisútvarpsins. Beinar útsending’ar frá sex kjördæmum Ríkissjónvarpið verður með bein- ar útsendingar frá sex talningastöð- um, Reykjavík, Borgamesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og Hafnarfirði í kosningadagskrá sinni sem hefst kl. 22:20 í kvöld. „Tvö upptökulið ásamt fréttamönnum verða á ferð um Reykjavík og ná- grenni og taka viðtöl við frambjóð- endur," sagði Helgi V. Jónsson aðstoðarfréttastjóri. „Efstu menn á listum og formenn flokkanna verða í beinni útsendingu í sjónvarpssal ásamt fjölda annarra gesta.“ Ólafur Þ. Harðarsson stjómmálafræðingur verður í sjónvarpssal ásamt blaða- mönnunum pskari Guðmundssyni, Kristínu Ámadóttur, Magnúsi . flækjast fyrir aðal málinu sem em fyrst og fremst kosningatölur og höfum við fengið tölvufræðinga til liðs við okkur til að spá í þær. Við munum heQa dagskránna með vangaveltum um þetta flókna fyrir- komulagi sem er á útreikningunum og enginn skilur neitt í.“ Fréttamenn stöðvarinnar verða á kjörstað og ræða við kjósendur en gestir á Bylgjunni í beinni útsend- ingu verða fyrrverandi stjómmála- menn, frambjóðendur og formenn flokkanna. „Við munum grennslast fyrir um viðbrögð stjómmálamanna sem ýmist koma til okkar eða við förum í heimsókn út í bæ,“ sagði Hallgrímur. „Þá eigum við von á að til okkar komi ritstjórar dag- blaða og aðrir sem þekktir em af skoðunum sínum um menn og mál- Hjá ríkissjónvarpinu ræddu Gísli Sigurðsson, Guðbjartur Davíðsson stjórnandi útsendingarinna um fyrir- komulag kosningasjónvarps við Helga V. Jónsson aðstoðarfréttastjóra og fréttamennina Ólaf Sigurðsson, Eddu Andrésdóttur og Hall Hallsson. Bömin þeirra, ritarar og bifreiða- stjórar svo að dæmi séu tekin.“ Hljómsveitin Stuðmenn og Gils- bræður sjá um að skemmta áhorf- endum heima og í sjónvarpssal í beinni útsendingu en að auki verður skotið inn atriðum úr „Spéspegli" og vinsæl gömul lög leikin af mynd- böndum. Dregið verður úr nöftium sem borist hafa í getraun stöðvar- innar og hringt í þá heppnum og þeir beðnir að svara einni spumingu varðandi dagskránna. í boði em ferðavinningar og sportbifreið. Hallgrimur Thorsteinsson fréttastjóri Bylgjunnar verður í hljóðstofu með kosningavöku í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.