Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.04.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 48 Kosningarnar Yiðamestu útvarps- og sjónvarpsdagskrár til þessa H UNDIRBÚNINGUR að kosninga- dagskrám útvarps og sjónvarp- stöðvanna var i fullum gangi þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins og ljósmyndari litu í gær við á Stöð 2, Bylgjunni, ríkissjón- varpinu og ríkisútvarpinu. Verið var að leggja síðustu hönd á dag- skrárnar, æfa útsendingar og fara yfir tölvukerfin sem sjá um alla útreikninga. Öllu tjaldað sem til er Páll Magnússon fréttastjóri og Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður á Stöð-2 sátu í upptökusal ásamt tölvufræðingunum þeim Bjama Jú- líussyni og Friðrik Sigurðsyni. Um leið og farið var yfír og æft hvem- ig hugsanleg úrslit yrðu í hvetju kjördæmi, var bmgði upp línuritum, súluritum og sneiðmyndum í öllum regnbogans litum sem sýndu at- kvæðamagn og hlutfall hvers flokks. „Þetta er tvímælalaust stærsta verkefni sem stöðin hefur farið út í til þessa," sagði Páll. „Ég er ekki hræddur við samkeppnina. Við verðum með um 80 til 90 manns í vinnu um allt land og tjöldum öllu sem til er.“ Útsending hefst kl. 22 í kvöld og stendur fram til kl. 7 á sunnu- dagsmorgun og sagði Páll að dagskránni yrði skipt í tvennt. Fram til kl. 6 verður fjörinu haldið gang- andi með léttum innskotum milli þess sem kosningatölur eru birtar en eftir það verður annar svipur yfír dagskránni og lögð meiri áhersla á að nýr dagur er runninn upp. Beint samband verður við kjör- staðina í Reykjavík, á Suðurlandi og á Reykjanesi og fréttamenn verða á ferðinni með nýja örbylgju- senda sem stöðin hefur fest kaup á. „Sendamir gera okkur kleift að senda út beint frá heimilum stjóm- málamannanna og frá kosninga- vökum flokkanna," sagði Páll. „Gestir í sjónvarpssal verða stjóm- málamenn, formenn flokkanna og stjómmálaforingjar sem hafa látið af störfum og að auki fólk sem tengist þeim á einn eða annan hátt. Bjamfreðssyni og Hannesi H. Gis- surarsyni stjómmálafræðingi. Fréttamenn í sjónvarpssal verða Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri, Helgi V. .Tónsson, Edda Andrés- dóttir og Ólafur Sigurðsson sem ásamt Atla Rúnari Halldórsyni spyr stjómmálmenn og flokksforingja álits á stöðunni hverju sinni en þá verður útsendingin samtengd hljóð- varpinu. „Við leggjum áherslu á fréttir í útsendingunni en ekki skemmtidagskrá," sagði Helgi. „Þetta er viðamesta dagskrá sem send hefur verið út hér á landi með beinum útsendingum frá átta stöðv- um.“ í sjónvarpssal verða Hermann Gunnarsson, Bubbi Mortens, Krist- inn Sigmundsson, Sigríður Bein- teinsdóttir, hljómsveitin Hljómar og Jóhannes Kristjánsson eftirherma og munu þau sjá um að skemmta áhorfendum. Ahersla á kosningatöl- ur Á Bylgjunni sjá Einar Sigurðsson útvarpsstjóri, Hallgrímur Thor- steinsson fréttastjóri og Sigurður Tómasson um að koma úrslitum kosninganna til skila í kosningadag- skrá sem hefst kl. 22. „Við munum útvarpa eins lengi og með þarf,“ sagði Hallgrímur. „Hér verður ekk- ert skemmtikrafta úrval til að Þorkell Helgason prúfessor sýndi fréttamönnum á fréttastofu ríkisútvarpsins hvernig tölvuforritið vinn- ur sem mun spá kosningarúrslitum í kosningaútvarpi ríkisútvarpsins. Beinar útsending’ar frá sex kjördæmum Ríkissjónvarpið verður með bein- ar útsendingar frá sex talningastöð- um, Reykjavík, Borgamesi, Sauðárkróki, Akureyri, Selfossi og Hafnarfirði í kosningadagskrá sinni sem hefst kl. 22:20 í kvöld. „Tvö upptökulið ásamt fréttamönnum verða á ferð um Reykjavík og ná- grenni og taka viðtöl við frambjóð- endur," sagði Helgi V. Jónsson aðstoðarfréttastjóri. „Efstu menn á listum og formenn flokkanna verða í beinni útsendingu í sjónvarpssal ásamt fjölda annarra gesta.“ Ólafur Þ. Harðarsson stjómmálafræðingur verður í sjónvarpssal ásamt blaða- mönnunum pskari Guðmundssyni, Kristínu Ámadóttur, Magnúsi . flækjast fyrir aðal málinu sem em fyrst og fremst kosningatölur og höfum við fengið tölvufræðinga til liðs við okkur til að spá í þær. Við munum heQa dagskránna með vangaveltum um þetta flókna fyrir- komulagi sem er á útreikningunum og enginn skilur neitt í.“ Fréttamenn stöðvarinnar verða á kjörstað og ræða við kjósendur en gestir á Bylgjunni í beinni útsend- ingu verða fyrrverandi stjómmála- menn, frambjóðendur og formenn flokkanna. „Við munum grennslast fyrir um viðbrögð stjómmálamanna sem ýmist koma til okkar eða við förum í heimsókn út í bæ,“ sagði Hallgrímur. „Þá eigum við von á að til okkar komi ritstjórar dag- blaða og aðrir sem þekktir em af skoðunum sínum um menn og mál- Hjá ríkissjónvarpinu ræddu Gísli Sigurðsson, Guðbjartur Davíðsson stjórnandi útsendingarinna um fyrir- komulag kosningasjónvarps við Helga V. Jónsson aðstoðarfréttastjóra og fréttamennina Ólaf Sigurðsson, Eddu Andrésdóttur og Hall Hallsson. Bömin þeirra, ritarar og bifreiða- stjórar svo að dæmi séu tekin.“ Hljómsveitin Stuðmenn og Gils- bræður sjá um að skemmta áhorf- endum heima og í sjónvarpssal í beinni útsendingu en að auki verður skotið inn atriðum úr „Spéspegli" og vinsæl gömul lög leikin af mynd- böndum. Dregið verður úr nöftium sem borist hafa í getraun stöðvar- innar og hringt í þá heppnum og þeir beðnir að svara einni spumingu varðandi dagskránna. í boði em ferðavinningar og sportbifreið. Hallgrimur Thorsteinsson fréttastjóri Bylgjunnar verður í hljóðstofu með kosningavöku í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.