Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 91

Morgunblaðið - 25.04.1987, Side 91
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 91 Norðurlandamótið í handknattleik: Getum gert miklu betur -sagði Geir Hallsteinsson eftir sigur á Dönum „STRÁKARNIR voru allt of miklir egóistar í seinni hálfleik. Kannski er því um að kenna að spennan er mikil því væntingarnar eru miklar, en liðið getur spilað miklu betur en það gerði í kvöld. Ef það spilar sem lið - en ekki þegar menn leika aðeins fyrir sjálfa sig. bá er vonlaust að ná árangri,11 sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari ■slenska U-18 ára landsliðsins f handknattleik, eftir fyrsta leik þess á Norðurlandamótinu sem hófst í Digranesi f gærkvöldi. fs- lenska liðið sigraði þó Dani, 24:20, eftir að hafa haft yfir f leik- hléi, 15:9. „Þessi leikur er góð áminning. Við virðumst oft þurfa einn svona leik til að komast niður á jörðina. Sóknin var ekki góð og vörnin var skrykkjótt, þó góð á köflum. Við eigum eftir að bæta þetta, en við fengum tvö dýrmæt stig,“ sagði -Geir ennfremur. Danir voru yfir í byrjun en síðan tóku íslensku strákarnir sig heldur betur á og náðu öruggri forystu. Sóknarleikurinn var vel yfir meðal- lagi góður, Héðinn yljaði áhorfend- um með nokkrum þrumumörkum og og Konráð gerði falleg mörk úr horninu. En sérstaklega var það vörnin sem var góð - og á köflum éttu Danir sérlega erfitt með að brjóta hana niður. En í síðari hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins. Danir breyttu reyndar varnarleik sínum, Iþróttir um helgina Norðurlandamótið f hand- knattleik pilta ber hæst fþróttaviðburða hér á landi þessa helgi. Mótið hófst f gærkvöldi. Unglingameistara- mótið f borðtennis fer fram f fþróttahúsi Seljaskóla f dag og á morgun. Dagskrá Norðurlandamóts- ins í handknattleik fer hér á eftir og verður leikið í íþrótta- húsinu í Digranesi í Kópavogi. Laugardagur: Kl. 18.00 Svíþjóð—Finnland Kl. 10.30 Færeyjar—Island Kl. 12.00 Danmörk—Noregur Kl. 15.00 Finnland—Færeyjar kl. 16.30 Island—Noregur Kl. 18.00 Danmörk—Svíþjóð Sunnudagur: Kl. 09.00 Danmörk—Færeyjar Kl. 10.30 Finnland—Island Kl. 12.00 Svlþjóð—Noregur Kl. 15.00 Finnland—Danmörk Kl. 16.30 Noregur—Færeyjar Kl. 18.00 Island—Svíþjóð Borðtennis Unglingameistaramót ís- lands í borðtennis fer fram íþróttahúsi Seljaskóla í dag og á morgun. Keppni hefst í yngri flokkunum í dag kl. 10. Á morg- un verður keppt í eldri flokkum og hefst keppni á sama tíma og stendur til kl. 18. Um 150 keppendur eru skráöir til leiks, yngsti keppandinn er aðeins fjögurra ára og sá elsti 17. Keppt verður í 11 flokkum. Knattspyrna Fram og Ármann leika í meistaraflokki karla í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu á gervigrasinu í laugardal í kvöld kl. 19.30. Þessum leik varð flýtt vegna landsleiksinsvið Frakka. Island-Danmörk 24:20 Norðurlandamót Í handknattleik, leikmanna 18 ára og yngri, í fþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi. 0:2, 1:3, 3:4, 6:5, 8:5, 9:7, 11:8, 15:8, 15:9 16:12, 18:13, 20:13, 20:15, 21:19, 22:20, 24:20. Mörk íslands: Héóinn Gilsson 7, Konr- áð Olavsson 7/1, Ámi Friðleifsson 4, ólafur Kristjánsson 4, Sigurður Sveins- son 1 og Halldór Ingólfsson 1. Mörk Dana Ulrik Asmusen 4, Peter Jörgensen 4/1, Christian Dalmos Lars- en 3, Rene Boeriths 2, Jesper Degn 2/1, Morten Smith 2, Dan Iversen 1, Carsten Eriksen 1 og NicklRasmusen léku framar og nánast maður gegn manni og við því áttu íslensku drengirnir ekki svar. Þeir róuðu sóknarleikinn ekki þegar þess þurfti og þegar einstaklingsafram- takið þurfti að njóta sín brást það. Sóknarleikurinn var allt of óyfirveg- aður og íslendingar voru heppnir að Dönum voru álíka mislagðar hendur í sókninni. Því til sönnunar má geta þess að níu mínútna kafli leið, seint í leiknum, án þess að hvorugu liðinu tækist að skora. íslensku strákarnir leika gegn Færeyingum og Norðmönnum í dag og eiga báðir þeir leikir aö vinnast. Liðið getur leikið mjög vel, í því eru virkilega góðir ein- staklingar og nái þeir að vinna fyrir liðsheildina er hægt að búast við miklu. Héðinn og Konráð voru bestir í sókninni í fyrri hálfleik, en varla er hægt að hrósa neinum fyrir sóknarleik í þeim síöari. Vörn- in var aðall liðsins að þessu sinni, Ólafur Kristjánsson, Héðinn, Þor- steinn Guðjónsson, Sigurður Sveinsson, Guðmundur Þ. Guð- mundsson og Halldór Ingólfsson léku allir vel í vörninni. -SH. ■ ■ Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson • Héðinn Gilsson skoraði alls sjö mörk f leiknum - þar af nokkur með glæsilegum þrumuskotum. Hér þrumar hann að marki. Sigurður í KR SIGURÐUR Sveinsson, einn leikmanna fslenska hand- boltalandsliðsins sem nú tekur þátt f Norðurlandamót- inu, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR-inga og leika með þeim f 1. deildinni næsta vetur. Hann staðfesti þetta f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Sigurður er örv- hentur og var f hlutverki útileikmanns hjá Aftureldingu sfðastliðinn vetur - en KR- ingar hyggjast nota hann f hægra horninu, sem er f raun hans „rótta“ staða. Sigurður lék mjög vel með Aftureldingu f vetur og á án efa eftir að verða KR-ingum góður liðs- styrkur. Það má þvf búast við þvf að báðir hornamenn U-18 ára landsliðsins verði f KR- liðinu næsta vetur þvf fyrir er hinn skæði Konráð Olavsson hlnum megin. • Sigurður Sveinsson klæð- ist KR-búningnum næsta vetur. Evrópukeppni unglingalandsliða: íslendingar mæta Dönum á þriðjudag ÍSLENSKA unglingalandsiiðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppni unglingalands- liða nk. þriðjudag gegn Dönum. Verður leikurinn haldinn í Born- holm i Danmörku. Lárus Loftsson landsliðsþjálfari hefur valið liðið, en það er skipað eftirtöldum leikmönnum. ( marki eru Karl Jónsson, Þrótti og Kjartan Guðmundsson, Þór Akureyri, en aðrir leikmenn þeir, Rúnar Kristins- son, KR, Þormóður Egilsson, KR,. Bjarni Benediktsson, Stjörnunni, Valdimar Kristófersson, Stjörn- unni, Helgi Björgvinsson, Fram, Hólmsteinn Jónsson, Fram, Árni Þór Árnason, Þór Akureyri, Gunn- laugur Einarsson, Val, Steinar Adólfsson, Val, Egill Orn Einars- son, fyrirliði, Þrótti, Leifur Haf- steinsspn, Tý, Haraldur Ingólfs- son, ÍA, Þórarinn Ólafsson, Grindavík og Ólafur Viggósson, en hann kemur úr Þrótti á Neskaups- stað. Flestir þessarra pilta hafa leikið í drengjalandsliðinu og Rúnar Kristinsson, KR er leikjahæstur, hefur leikið 18 leiki með landsliði 16 ára og yngri. í riðli íslenska liðsins eru, auk Dana, lið Belgíu og Póllands. Leik- ið er heima og heiman og verða næstu leikir íslenska liðsins gegn Belgíu hér heima þann 26. maí og gegn Dönum 8. júní. Síðari leikúr- inn gegn Belgíu og báðir leikirnir gegn pólska liðinu verða leiknir í haust. SVÍAR unnu yfirburðasigur á Færeyingum, 36:9 (16:3) og Norð- menn sigruðu Finna 27:24 (10:7) á Norðurlandamótinu f Dlgranesi f gærkvöldi. Mótið hófst á leik Norðmanna og Finna en viður- eign Svfa og Færeyinga var sföustu á dagskránni, á eftlr sigur íslendinga á Dönum. Norðmenn voru mun betri aðil- inn í leiknum gegn Finnum og hefðu átt að geta unnið enn stærri sigur. Þeir höfðu örugga forystu en á lokamínútunum náðu Finnar að minnka muninrt. Bestir Norð- nrjanna voru Arve Muffatangen, mjög sprækur hornamaður (nr. 5), Fredrik Oster (nr. 6) og Rune El- land (nr. 3). Mörk liðsins gerðu Muffetangen 10, Elland 7, Oster 5, Asle Gran 2, Knut Olav Holt 1, Bard Tonning 1 og Trond Botnen 1. Jan Kállman var langbestur Finna og skoraði 8 mörk, Jan Eriks- son gerði 6, Johan Berglund 3, Thomas Holberg 2, Timo Vihersa- ari 2, Tage Wennerström 1, Kri- stoffer Kumenius 1 og Antti Huuskonen 1. Yfirburðir Síva í viðureigninni við Færeyinga voru gríðarlegir eins og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn fór rólega af stað, ekkert var skor- að fyrstu fimm mínúturnar, en eftir að Svíar keyrðu upp hraðann var eftirleikurinn auðveldur. Claudio Zec var markahæstur Svía með 7 mörk, Björn Bertolino gerði 5, All- an Delac einnig 5 (1 víti), Niclas Johannesson 4, Anders Backgren 4/2 og Michael Schjölin og Petri Heiskanen 3 hvor. Aörir minna. Johan Antoninssen, Nielse Pauli Winthereig og Elias Hansen gerðu allir 2 mörk hver fyrir Færeyinga og Uni Wardum (víti), Neil Blaha- mer og Jakup Joanesarsson gerðu 1 hver.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.