Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 91

Morgunblaðið - 25.04.1987, Qupperneq 91
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1987 91 Norðurlandamótið í handknattleik: Getum gert miklu betur -sagði Geir Hallsteinsson eftir sigur á Dönum „STRÁKARNIR voru allt of miklir egóistar í seinni hálfleik. Kannski er því um að kenna að spennan er mikil því væntingarnar eru miklar, en liðið getur spilað miklu betur en það gerði í kvöld. Ef það spilar sem lið - en ekki þegar menn leika aðeins fyrir sjálfa sig. bá er vonlaust að ná árangri,11 sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari ■slenska U-18 ára landsliðsins f handknattleik, eftir fyrsta leik þess á Norðurlandamótinu sem hófst í Digranesi f gærkvöldi. fs- lenska liðið sigraði þó Dani, 24:20, eftir að hafa haft yfir f leik- hléi, 15:9. „Þessi leikur er góð áminning. Við virðumst oft þurfa einn svona leik til að komast niður á jörðina. Sóknin var ekki góð og vörnin var skrykkjótt, þó góð á köflum. Við eigum eftir að bæta þetta, en við fengum tvö dýrmæt stig,“ sagði -Geir ennfremur. Danir voru yfir í byrjun en síðan tóku íslensku strákarnir sig heldur betur á og náðu öruggri forystu. Sóknarleikurinn var vel yfir meðal- lagi góður, Héðinn yljaði áhorfend- um með nokkrum þrumumörkum og og Konráð gerði falleg mörk úr horninu. En sérstaklega var það vörnin sem var góð - og á köflum éttu Danir sérlega erfitt með að brjóta hana niður. En í síðari hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins. Danir breyttu reyndar varnarleik sínum, Iþróttir um helgina Norðurlandamótið f hand- knattleik pilta ber hæst fþróttaviðburða hér á landi þessa helgi. Mótið hófst f gærkvöldi. Unglingameistara- mótið f borðtennis fer fram f fþróttahúsi Seljaskóla f dag og á morgun. Dagskrá Norðurlandamóts- ins í handknattleik fer hér á eftir og verður leikið í íþrótta- húsinu í Digranesi í Kópavogi. Laugardagur: Kl. 18.00 Svíþjóð—Finnland Kl. 10.30 Færeyjar—Island Kl. 12.00 Danmörk—Noregur Kl. 15.00 Finnland—Færeyjar kl. 16.30 Island—Noregur Kl. 18.00 Danmörk—Svíþjóð Sunnudagur: Kl. 09.00 Danmörk—Færeyjar Kl. 10.30 Finnland—Island Kl. 12.00 Svlþjóð—Noregur Kl. 15.00 Finnland—Danmörk Kl. 16.30 Noregur—Færeyjar Kl. 18.00 Island—Svíþjóð Borðtennis Unglingameistaramót ís- lands í borðtennis fer fram íþróttahúsi Seljaskóla í dag og á morgun. Keppni hefst í yngri flokkunum í dag kl. 10. Á morg- un verður keppt í eldri flokkum og hefst keppni á sama tíma og stendur til kl. 18. Um 150 keppendur eru skráöir til leiks, yngsti keppandinn er aðeins fjögurra ára og sá elsti 17. Keppt verður í 11 flokkum. Knattspyrna Fram og Ármann leika í meistaraflokki karla í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu á gervigrasinu í laugardal í kvöld kl. 19.30. Þessum leik varð flýtt vegna landsleiksinsvið Frakka. Island-Danmörk 24:20 Norðurlandamót Í handknattleik, leikmanna 18 ára og yngri, í fþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi. 0:2, 1:3, 3:4, 6:5, 8:5, 9:7, 11:8, 15:8, 15:9 16:12, 18:13, 20:13, 20:15, 21:19, 22:20, 24:20. Mörk íslands: Héóinn Gilsson 7, Konr- áð Olavsson 7/1, Ámi Friðleifsson 4, ólafur Kristjánsson 4, Sigurður Sveins- son 1 og Halldór Ingólfsson 1. Mörk Dana Ulrik Asmusen 4, Peter Jörgensen 4/1, Christian Dalmos Lars- en 3, Rene Boeriths 2, Jesper Degn 2/1, Morten Smith 2, Dan Iversen 1, Carsten Eriksen 1 og NicklRasmusen léku framar og nánast maður gegn manni og við því áttu íslensku drengirnir ekki svar. Þeir róuðu sóknarleikinn ekki þegar þess þurfti og þegar einstaklingsafram- takið þurfti að njóta sín brást það. Sóknarleikurinn var allt of óyfirveg- aður og íslendingar voru heppnir að Dönum voru álíka mislagðar hendur í sókninni. Því til sönnunar má geta þess að níu mínútna kafli leið, seint í leiknum, án þess að hvorugu liðinu tækist að skora. íslensku strákarnir leika gegn Færeyingum og Norðmönnum í dag og eiga báðir þeir leikir aö vinnast. Liðið getur leikið mjög vel, í því eru virkilega góðir ein- staklingar og nái þeir að vinna fyrir liðsheildina er hægt að búast við miklu. Héðinn og Konráð voru bestir í sókninni í fyrri hálfleik, en varla er hægt að hrósa neinum fyrir sóknarleik í þeim síöari. Vörn- in var aðall liðsins að þessu sinni, Ólafur Kristjánsson, Héðinn, Þor- steinn Guðjónsson, Sigurður Sveinsson, Guðmundur Þ. Guð- mundsson og Halldór Ingólfsson léku allir vel í vörninni. -SH. ■ ■ Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson • Héðinn Gilsson skoraði alls sjö mörk f leiknum - þar af nokkur með glæsilegum þrumuskotum. Hér þrumar hann að marki. Sigurður í KR SIGURÐUR Sveinsson, einn leikmanna fslenska hand- boltalandsliðsins sem nú tekur þátt f Norðurlandamót- inu, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR-inga og leika með þeim f 1. deildinni næsta vetur. Hann staðfesti þetta f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. Sigurður er örv- hentur og var f hlutverki útileikmanns hjá Aftureldingu sfðastliðinn vetur - en KR- ingar hyggjast nota hann f hægra horninu, sem er f raun hans „rótta“ staða. Sigurður lék mjög vel með Aftureldingu f vetur og á án efa eftir að verða KR-ingum góður liðs- styrkur. Það má þvf búast við þvf að báðir hornamenn U-18 ára landsliðsins verði f KR- liðinu næsta vetur þvf fyrir er hinn skæði Konráð Olavsson hlnum megin. • Sigurður Sveinsson klæð- ist KR-búningnum næsta vetur. Evrópukeppni unglingalandsliða: íslendingar mæta Dönum á þriðjudag ÍSLENSKA unglingalandsiiðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppni unglingalands- liða nk. þriðjudag gegn Dönum. Verður leikurinn haldinn í Born- holm i Danmörku. Lárus Loftsson landsliðsþjálfari hefur valið liðið, en það er skipað eftirtöldum leikmönnum. ( marki eru Karl Jónsson, Þrótti og Kjartan Guðmundsson, Þór Akureyri, en aðrir leikmenn þeir, Rúnar Kristins- son, KR, Þormóður Egilsson, KR,. Bjarni Benediktsson, Stjörnunni, Valdimar Kristófersson, Stjörn- unni, Helgi Björgvinsson, Fram, Hólmsteinn Jónsson, Fram, Árni Þór Árnason, Þór Akureyri, Gunn- laugur Einarsson, Val, Steinar Adólfsson, Val, Egill Orn Einars- son, fyrirliði, Þrótti, Leifur Haf- steinsspn, Tý, Haraldur Ingólfs- son, ÍA, Þórarinn Ólafsson, Grindavík og Ólafur Viggósson, en hann kemur úr Þrótti á Neskaups- stað. Flestir þessarra pilta hafa leikið í drengjalandsliðinu og Rúnar Kristinsson, KR er leikjahæstur, hefur leikið 18 leiki með landsliði 16 ára og yngri. í riðli íslenska liðsins eru, auk Dana, lið Belgíu og Póllands. Leik- ið er heima og heiman og verða næstu leikir íslenska liðsins gegn Belgíu hér heima þann 26. maí og gegn Dönum 8. júní. Síðari leikúr- inn gegn Belgíu og báðir leikirnir gegn pólska liðinu verða leiknir í haust. SVÍAR unnu yfirburðasigur á Færeyingum, 36:9 (16:3) og Norð- menn sigruðu Finna 27:24 (10:7) á Norðurlandamótinu f Dlgranesi f gærkvöldi. Mótið hófst á leik Norðmanna og Finna en viður- eign Svfa og Færeyinga var sföustu á dagskránni, á eftlr sigur íslendinga á Dönum. Norðmenn voru mun betri aðil- inn í leiknum gegn Finnum og hefðu átt að geta unnið enn stærri sigur. Þeir höfðu örugga forystu en á lokamínútunum náðu Finnar að minnka muninrt. Bestir Norð- nrjanna voru Arve Muffatangen, mjög sprækur hornamaður (nr. 5), Fredrik Oster (nr. 6) og Rune El- land (nr. 3). Mörk liðsins gerðu Muffetangen 10, Elland 7, Oster 5, Asle Gran 2, Knut Olav Holt 1, Bard Tonning 1 og Trond Botnen 1. Jan Kállman var langbestur Finna og skoraði 8 mörk, Jan Eriks- son gerði 6, Johan Berglund 3, Thomas Holberg 2, Timo Vihersa- ari 2, Tage Wennerström 1, Kri- stoffer Kumenius 1 og Antti Huuskonen 1. Yfirburðir Síva í viðureigninni við Færeyinga voru gríðarlegir eins og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn fór rólega af stað, ekkert var skor- að fyrstu fimm mínúturnar, en eftir að Svíar keyrðu upp hraðann var eftirleikurinn auðveldur. Claudio Zec var markahæstur Svía með 7 mörk, Björn Bertolino gerði 5, All- an Delac einnig 5 (1 víti), Niclas Johannesson 4, Anders Backgren 4/2 og Michael Schjölin og Petri Heiskanen 3 hvor. Aörir minna. Johan Antoninssen, Nielse Pauli Winthereig og Elias Hansen gerðu allir 2 mörk hver fyrir Færeyinga og Uni Wardum (víti), Neil Blaha- mer og Jakup Joanesarsson gerðu 1 hver.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.