Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Samkomulag við fóstrur samþykkt BORGARRAÐ samþykkti á fundi sínum í gær, tillögur starfskjara- nefndar og stjórnar Dagvistar barna varðandi málefni fóstra. Jafnframt var samþykkt fundar- gerð frá fundi Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Haraldar Hann- essonar formanns Starfsmanna- félags Reykjavíkur um sama mál. í tillögu starfskjaranefndar segir: „Starfskjaranefnd leggur til að fóstrum verði frá 1. febrúar 1987 raðað í 234. launaflokk. Röðun af- leiddra starfsheita í launaflokka breytist á samsvarandi hátt. Ákvæði 10. gr. kjarasamnings Reykjavíkurborgar og St.Rv. eigi ekki við um þessi starfsheiti." Þá segir að starfskjaranefnd sé sam- mála um að vinna að samræmdum reglum um símenntun starfsmanna og skal stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. júlí n.k. Skal þar m.a. fjallað um launuð námsleyfí starfsmanna og hlutdeild í greiðslu námskostnaðar. Tvær tillögur frá stjórn Dagvist- ar barna voru lagðar fram og hlutu samþykki borgarráðs. í annarri til- lögunni er lagt til við borgarráð að undirbúningstími fóstra verði þijár stundir á viku og í hinni að starfs- heitið yfírfóstra verði tekið upp á 20 dagvistarstofnunum. VR og LÍV gera fastlaunasamning: Byrjunarlaun verða 30 þúsund krónur V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa gert fastlaunasamning við Vinnuveitendasamband Islands, sem felur meðal annars i sér að byrjunarlaun almenns af- greiðslufóiks, sem náð hefur 18 ára aldri, verða 30 þúsund krón- ur á mánuði og eftir 5 ára starf 34.500 krónur. Samningurinn gildir frá 1. apríl og til áramóta. Byijunarlaun þeirra sem orðnir eru 16 ára verða 27 þúsund krónur á mánuði og þeirra sem eru 17 ára 28.500. Laun sérhæfðs verslunar- fólks verða á bilinu 34.500 til 36 þúsund krónur, en sérhæft verslun- arfólk telst það, sem býr yfír víðtækri vöruþekkingu, starfs- íslenski kepp- andinn í fyrsta sæti í Belgíu Brilssel. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamanni Morgunblðasins. FULLTRÚI íslands hafnaði í fyrsta sæti í sérstakri keppni sem haldin var i Grænadal, skammt frá Bríissel í Belgíu, i gær. reynslu og nauðsynlegri tungu- málakunnáttu eða ígildi iðnmennt- unar. Einnig var samið um laun deildarstjóra og verða þau 15% hærri en laun almenns afgreiðslu- fólks. Eftir- og næturvinna falla niður, en í stað þess verður yfir- vinna 1% af mánaðarlaunum. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að enn væri ósamið við Vinnumálasamband samvinnufé- lagana, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og Miklagarð, sem hann vonaðist til að gerðust aðilar að þessum samningum. Þá væru í und- irbúningi viðræður vegna af- greiðslufólks í apótekum og starfsfólks í ferðaþjónustu. „Þetta eru ekki háar tölur, en þetta er veruleg hækkun frá þeim töxtum sem gilt hafa, því við höfum verið með einn taxta frá því í des- ember, sem var núna frá 1. mars 27 þúsund krónur á mánuði," sagði Magnús. Hann benti á að lægsti taxti VR hefði verið rúmar 19 þús- und krónur fyrir desembersamning- ana. Þorsteinn Pálsson, Morgunblaðið/ Sverrir Nóg var að gera á bifreiðaverkstæðum borgarinnar, enda er nú kominn timi til að setja sumardekkin undir bílana. Tími sumardekkj- anna runninn upp NÚ er tími til kominn fyrir bif- reiðaeigendur að taka fram sumardekkin og skella þeim undir bifreiðar sínar, því ella mega þeir eiga von á sektum. Samkvæmt reglum eiga sumar- dekkin að vera komin í gagnið hinn 1. maí, en að vísu eru ákvæði um að svo þurfi ekki að vera ef færð gefur tilefni til annars. Bald- vin Ottósson, varðstjóri í umferð- ardeild lögreglunnar, sagði að lögreglan og bifreiðaeftirlitið færu nú að ýta við fólki að skipta um dekk. „Nú er ólíklegt að nagla- dekkin komi að notum framar og eru raunar löngu orðin óþörf," sagði Baldvin. „Þau komu til dæmis ekki að gagni í snjónum sem kyngdi niður í Reykjavík í síðustu viku, því það myndaðist engin ísing á götum. Fólki er því ráðlegt að draga ekki vorverkin lengur, því annars gæti það verið sektað." formaður Sjálfstæðisflokksins; Fræðslusljóri Norðausturlands: Fræðsluráðið dregur að skilaálitiá umsælg endum FRÆÐSLURÁÐ Norðurlands- kjördæmis eystra kom saman til fundar á mánudagskvöld og fjall- aði um umsóknir um embætti fræðslustjóra. Engin niðurstaða liggur fyrir eftir þann fund. Fræðsluráðsmaður sagði í sam- tali við blaðið í gær að ekki væri víst að einhugur ríkti Iengur inn- an ráðsins um hvaða umsækj- anda það mælti með. Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra sagði það furða sig að málið væri dregið þannig á lang- inn. „Þeir hafa verið hraðkvæðir að halda fundi í þessu máli, jafn- vel marga á dag. Mér þykir því sérkennilegt hversu þetta vefst fyrir ráðinu," sagði Sverrir. Tveir sóttu um stöðu fræðslu- stjóra auk Sturlu Kristjánssonar og óskuðu þeir nafnleyndar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins eru umsækjendumir Ólafur Guðmunds- son skólastjóri á Egilsstöðum og Guðmundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri í Norðurlandskjördæmi vestra. Þráinn Þórisson formaður fræðsluráðsins vildi ekki láta neitt uppi um hvenær næsti fundur ráðs- ins hefði verið boðaður. Samkvæmt heimildum blaðsins verður hann haldinn 18. maí næstkomandi. „Menn eru að rannsaka málið og óskuðu því eftir sínum umþóttun- . artíma. Eg get ekki sagt neitt fyrr en menntamálaráðherra hefur bor- ist bréf okkar. Við gerðum með okkur samkomulag um að talast ekki við í gegnum Ijölmiðla," sagði Þráinn. Hann fullyrti að á næsta fundi fræðsluráðsins yrði ákvörðun tekin um hvaða umsækjanda það mælti með. Sverrir sagði að fræðsluráðið hefði verið beðið um að skila sinni umsögn fyrir 27. apríl s.l. Þráinn sagðist ekki kannast við ákveðin tímamörk og bætti við: „Ég veit ekki betur en ráðherranum þyki sjálfum gott að fá meiri umþóttun- artíma." „Stjórnarmyndunarviðræður á nýj um forsendum og nýjum grunni“ Ekki var það þó Halla Margrét Ámadóttir sem hafnaði í fyrsta sætinu, enda keppir hún ekki fyrr en á laugardag. Haldnar voru sér- stakar kappreiðar 22ja hesta, þar sem einn hestur hljóp fyrir hveija þjóð sem þátt tekur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Mikill fögnuður greip um sig meðal íslensku listamannanna þegar „íslenski" hesturinn kom fyrstur í mark í fyrri umferð. Ljósmyndarar og fréttamenn flykktust um Höllu Margréti og tekin voru sjónvarps- viðtöl við hana eftir sigurinn. í seinni umferð kappreiðanna var hestur íslands ekki jafn sprettharð- ur og var það mál manna að hann hefði verið uppgefínn eftir fyrra afrek. Sjá bls. 30: Enskir veðbankar spá íslandi 5. sæti ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Iíf fráfarandi ríkissljórnar verði ekki framlengt með emhveiju varahjóli. Stjórnin hafi misst þingmeirihluta og stjórnarmynd- unarviðræður verði því á alveg nýjum grundvelli, bæði hvað varðar verkaskiptingu og mál- efni. Forseti íslands hefur kvatt formenn stjómmálaflokkanna og talsmenn Kvennalista á sinn fund á morgun og föstudag til viðræðna. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Sjálfstæð- isflokkurinn er sem stærsti þing-- flokkurinn reiðubúinn til þátttöku íi ríkisstjóm, en í ljósi kosningaúrslit- anna væri á hinn bóginn ekkii óeðlilegt að fram kæmi hvort ein- hveijir fjórir flokkar væru reiðubún- ir til samstarfs, án Sjálfstæðis- flokksins." Hann kvaðst alls ekki útiloka samstarf við Framsóknarflokkinn en það gæti ekki orðið nema á al- veg nýjum grundvelli, bæði hvað varðar verkaskiptingu og málefni. Markmiðin væra fyrst og fremst þau að ríkisstjómin hefði öraggan þingmeirihluta og slíka þjóðfélags- lega stöðu að hægt væri að koma í veg fyrir nýja verðbólguspreng- ingu. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokks, segist ekki útiloka samstarf við Framsóknar- flokk, en hann telji að reyna beri fyrst hvort hægt verði að mynda ríkisstjóm með aðild Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og annað hvort Alþýðubandalags eða Kvennalista. Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann teldi að Borgara- flokkurinn ætti að vera f stjómar- andstöðu þetta kjörtlmabil. Sjá bls. 32: Frétt og viðtöl vegna fyrirhugaðra viðræðna forsetans við formenn stjórn- málaflokkanna og talsmann Kvennalista. Greiðsluerfiðleikar kaupenda og byggjenda húsnæðis: Getum leyst málið í eitt skipti fyrir öll segir Halldór Blöndal, alþingismaður „ÉG HELD við getum leyst greiðsluerfiðleika kaupenda og byggjenda íbúðarhúsnæðis í eitt skipti fyrir öll með þvi að taka myndarlega á þessu máli og ég tel að það sé eðlilegast að gera það nú i framhaldi af breyttri húsnæðislöggjöf. Ég álít að þetta sé mikið mannúðarmál, fjöl- skyldumál og réttlætismál og aíís ekki óleysanlegt," sagði Halldór Blöndal, alþingismaður. í grein í Morgunblaðinu í dag varpar hann fram þeirri spurningu hvort stjómvöldum sé siðferði- lega stætt á öðru en veita þeim húseigendum, sem eiga við óbærileg lánskjör að búa, kost á að fá sambærilega úrlausn sinna mála og nýja húsnæðislánakerfið býður upp á. „íslenskt þjóðfélag hefur breyst mjög mikið á undanfömum tveimur áratugum. Áður var veralegur mun- ur á íbúðareign eftir stéttum, en nú er sá munur nánast horfínn og það má segja í stóram dráttum að fólk úr öllum stéttum eigi sfnar íbúðir og vilji eiga þær. Það er á hinn bóginn ljóst að margir eiga í greiðsluerfiðleikum nú, sem keyptu eða byggðu á árunum 1979 til 1986, vegna þess að lánafyrirgreiðslan var ónóg, þó svo viðkomandi hefðu vel getað staðið undir henni, hefðu þeir fengið eðlileg húsnæðislán," sagði Halldór ennfremur. Sjá grein Halldórs Blöndal á bls. 17. r INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.