Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1987 Alþýðubandalagið hefur verið sundraður flokkur - segir Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, og gagnrýnir viðleitni til að kenna ákveðnum einstaklingum um ófarir flokksins í kosningum „Úrslit þingkosninganna eru ósigur fyrir Alþýðubandalagið. Það er ekki hægt að víkja sér undan því. En þar er ekki við neinn einn að sakast og sú við- leitni, sem vart hefur orðið, til að finna blóraböggul í Svavari Gestssyni eða verkalýðshreyfing- unni er ekki annað en tilraun til að komast undan því að taka á málinu,“ segir Asmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambandsins, þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins spyr hann álits á þeim skýring- um á úrslitum kosninganna sem haldið hefur verið á lofti i Þjóð- viljanum að undanförnu. Þar eru ófarir Alþýðubandalagsins m.a. raktar til þess að fólk hafi ruglað saman kjaramálastefnu Alþýðu- sambandsins, sem Asmundur Stefánsson hafi verið I forystu fyrir, og Alþýðubandalagsins, en Asmundur skipaði 3. sætið á lista flokksins í Reykjavík og náði ekki kjöri. „Það er ekkert launungarmál að Alþýðubandalagið hefur verið sundr- aður flokkur. Þar hafa verið uppi gagnstæð sjónarmið. Ef leita á skýr- inga á óförunum í kosningunum er nærtækast að líta á þessa sundr- ungu, skortinn á skýrri og öflugri stefnumótun. Það má vera að þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti hafi fælt einhveija kjósendur frá flokknum en ég held að gagnstæð sjónarmið hafi alveg eins verkað á sama hátt. Ég firri mig ekki ábyrgð á úrslitunum, en ég bendi á að ég var aðeins í framboði í einu kjör- dæmi. Það er ekki svo auðvelt að skýra fylgistap um land allt með þessa forsendu að leiðarljósi. Og ef við tökum dæmi af framboðinu í Reykjaneskjördæmi, þá var þar því haldið opinskátt fram að Alþýðu- sambandið væri með ranga sefnu í kjaramálum, en niðurstaðan varð samt sú að flokkurinn tapaði þar fylgi frá því í kosningunum 1983, en þá tapaði flokkurinn miklu í því kjördæmi. Þetta sýnir að það er óhjákvæmilegt að leita frekari skýr- inga á ósigrinum en í framboði mínu,“ segir Asmundur. Ásmundur heldur því fram að ýmsir hafi lagt sig í framkróka um það síðustu misserin að gera forystu verkalýðshreyfingarinnar tortryggi- lega. „Það hefur verið reynt að draga upp þá mynd að kjarabaráttan sé ekki á milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og ríkisvalds, heldur standi átökin milli verkalýðsforys- tunnar annars vegar og fólksins hins vegar. Það er reynt að ala á þeirri trú að málamiðlun samninga hveiju sinni sé stefna verkalýðsforystunn- ar. Verkalýðsforystan sé til dæmis sátt við 27.000 kr. sem lágmarks- laun. Það er augljóst að verkalýðs- hreyfingin hefur aldrei litið á niðurstöður samninga sem endan- legt réttlæti, helur áfanga á leiðinni. Og þessi rangfærsla á raunvenileik- anum hentar að sjálfsögðu illa til fylgisaukningar fyrir Alþýðubanda- lagið, sem orðið hefur að sætta sig við málamiðlun á mörgum vígstöðv- um.“ Gæti leitttil hjónaskilnað- ar... Um eftirmál kosningaósigursins innan Alþýðubandalagsins vill Ás- mundur ekki hafa mörg orð. „En þessa umræðu innan flokksins verð- ur að taka alvarlega. Þetta er eins og þegar fjölskyldur lenda í mót- læti, þá kennir ósjaldan hver öðrum um. Gagnkvæmar ásakanir geta leitt til hjónaskilnaðar og tvístrunar fjöl- skyldu. En Alþýðubandalagið þarf ekkí á slíku að halda. Erfiðleikar flokksins verða ekki leystir með því að finna blóaböggul. Það sem við þurfum að gera er að draga fram hina félagslegu lífsýn flokksins, sem er okkur sameiginleg. Við þurfum að vera á verði gegn þeirri fijáls- hyggju sem vaðið hefur uppi að undanförnu. Þar er réttur hins sterka fótum troðinn á kostnað hins veika. Við þurfum að byggja upp sterkt Alþýðubandalag til að koma þessu á framfæri. Það verður ekki gert með sundurlausri yfirboðspó- litík. Við verðum allaf yfirboðin af öðrum á þeim vettvangi, s.s. af Kvennalistanum, sem aldrei hefur axlað pólitíska ábyrgð. Ef vilji er fyrir hendi er þetta hægt, það er eina skynsamlega svarið. Tvístrun Alþýðubandalagsins væri aðeins íhaldinu til gagns og ánægju.“ Ásmundur telur að á þessu stigi sé tal um sameiningu Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks óraunhæft. Hann minnir hins vegar á að á þingi alþýðuflokksmanna í fyrra hafi hann boðað samvinnu flokkanna, enda ættu þeir báðir rætur í verkalýðs- hreyfingunni. Aukin samvinna flokkanna sé af hinu góða og Ás- mundur segist kjósa að þeir sitji báðir sama megin borðsins þegar til stjórnarmyndunar kemur. Þetta leiðir talið að væntanlegri ríkisstjórn. Ásmundur telur líklegast að Sjálfstæðisflokkur, Borgara- flokkur og Framsóknarflokkur muni taka höndum saman. Persónulegur fjandskapur milli einstaklinga í Borgaraflokknum og Sjálfstæðis- flokknum muni verða látinn yíkja þegar á hólminn er komið. En hvað þá með Alþýðubandalagið. „Alþýðu- bandalagið er í veikri stöðu til að fara í ríkisstjórn," segir hann. „Ég tel að það komi ekki til greina nema við náum fram mjög skýrum og marktækum árangri. Það þýðir ekki að sigla inn í samstarf með vonina eina að leiðarljósi." Ásmundur segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér mynd- un Nýsköpunarstjómar. Eins telur hann litlar líkur á myndun fjögurra flokka vinstri stjórnar án Sjálfstæð- isflokksins og Borgaraflokksins. Formannskjör í Alþýðubandalag- inu ber á góma. Ásmundur segist Austurstræti FASTEIGNASALA Austurstræti 9 simí 26555 Langholtsvegur Ca 200 fm einbýli ásamt 30 fm bílskúr. 4 svefn- herb., 2 saml. stofur, þvottahús innaf eldhúsi. Ath. mögul. á séríbúð í kjallara. Húsið er í góðu ástandi. Fallegur garður. Verð 5,7 millj. ÓlafurÖm heimasími 667177, Pétur Rafnsson heimasími 15891. Lögmaður Sigurberg Guðjónsson. Elliðavatnshverfi Höfum í einkasölu einbýlishús við Vatnsendablett. Húsið er um 200 fm og fylgir því stór ræktuð lóð. Verð 5,5 millj. Lögmannsstofan sf., Guðný Björnsdóttir hdl., Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Grensásvegi 10, Reykjavík, sími 688444. Til sölu er 200 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Eiðis- torg, Seltjarnarnesi. Selst tilb. undir tréverk, afhending strax. Leiga kemur einnig til greina. Brekkutún — einbýli Höfum fengið í sölu 280 fm glæsilegt einbýlishús með miklu útsýni. Ljósar innréttingar. Fullfrág. að innan, á tveimur hæðum auk kjallara. Bílskúr fok- heldur. Laust 1. júlí. Einkasala. EFasteignasalan 641500 EIGNABORG sf. Hamraborg 12 - 200 Kópavogur Sölum.: Jóhann Hálfdánars. Vilhjálmur Einarss. Jón Eiríksson hdl. Rúnar Mogensen hdl. Gódandaginn! ÓSKAR & BRAGISF BYGGINGAFÉLAG 68-77-68 FASTEIGIMAMIÐL.UN SVERRIR KRISTJANSSOINI HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆÐ LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL .0 FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Hlíðar — sérhæð 135 fm á 1. hæð. Forstofa, forstofuherb., sjónvarps- hol, eldhús m. nýlegum innréttingum, (ovhús innaf eldhúsi, stofa og bprðstofa, samliggjandi tvö stór svefn- herbergi og bað. Ákv. sala. Prófessor í tilrauna- eðlisfræði við Háskóla * Islands Doktor Hafliði Pétur Gíslason hefur tekið við embætti pró- fessors í til- raunaeðlisfræði við Raunvísinda- deild Háskóla íslands. Hafliði fæddist í Reykjavík 2. desember 1952. Hann varð stúd- ent frá Mennta- skólanum í Dr. HaHiði Pétur Reykjavík 1972, Gísiason lauk fyrrihlutaprófi í eðlisverk- fræði frá Háskóla íslands 1974, eðlisfræðiverkfræðiprófi frá há- skólanum í Lundi í Svíþjóð 1977 og doktorsprófi frá sama háskóla 1982. í doktorsverkefni sínu kann- aði Hafliði einkum ljóseiginleika veilna í hálfleiðurum. Að loknu doktorsprófi stundaði Hafliði rannsóknarstörf í Svíþjóð, fyrst við háskólann í Lundi en lengst af í Linköping. Auk þess dvaldist hann um skemmri tíma við rannsóknarstörf í Englandi og Frakklandi og starfaði rúm tvö ár við Lehigh-háskóla i Bandaríkjun- um 1984-1986. Rannsóknir Hafliða eru fyrst og fremst grunnrannsóknir á eðlis- fræði veilna í hálfleiðurum og hefur hann birt greinar um það efni í erlendum tímaritium og ráð- stefnuritum. Einnig hefur Hafliði flutt fyrirlestra erlendis, einkum á alþjóðlegum ráðstefnum af ýmsu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.