Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Þórunn ásamt foreldrum sínum Hafþór og Lilju og lítilli frænku, Geirnýju Ómarsdóttur Leikum oft „Pollýönnuleikinn“ Rætt við Hafþór Jónsson, Lilju Halldórsdóttir og Þórunni Jónínu, fatlaða dóttur þeirra íbúar við Brekkulæk í Reykjavík eru ekki óvanir því að sjá litla ljóshærða stúlku þeytast um hverfið á rafknúnum hjóla- stól og þá gjarnan með hóp krakka hlaupandi í kringum sig. Þessi félagslynda stúlka heitir Þórunn Jónína Hafþórsdóttir og er ellefu ára gömul. Hún lætur það ekki á sig fá að hún þjáist af sjaldgæfum vöðvasjúkdómi sem gerir það að verkum að hún er svo máttvana í útlimum að hún getur ekki gengið né dregið stól sinn áfram með handafli. Þegar þannig er komið fyrir fólki eru rafknúnir hjólastólar ómetanleg hjálp fyrir það til að komast um af sjálfsdáðum. Þórunn Jónína hefur einn slíkan hjólastól til að nota utan dyra en annan minni til þess að hreyfa sig innan veggja heimilisins. Eg heimsótti Þórunni Jónínu og foreldra hennar, Hafþór og Lilju að heimili þeirra fyrir skömmu. Þau búa á jarðhæð við Brekkulæk í Reykjavík. Það tók þau tvö ár að detta niður á svo hentugt húsnæði sem íbúð þeirra er fyrir fjöldskyldu þar sem einn úr hópnum er fatlað- ur, auk Þórunnar eiga þau hjón nítján ára gamlan son sem heitir Tómas. þau áttu einnig annan son, Viðar Þór, hann lést fjögurra ára gamall árið 1983, hann þjáðist af sama sjúkdómi og Þórunn er með. Þau hjón bjuggu áður upp í Breiðholti í fjölbýlishúsi svo það voru mikil viðbrigði til hins betra að geta ekið hjólastólnum beint út á götuna. Þau segja mér að Þórunn hafi getað hreyft sig meira hér fyrr meir. Það uppgötvaðist fljótlega eftir að hún fæddist að eitthvað var að en það tók nokkurn tíma að komast að því hver sjúkdómurinn var. En þó Þórunni færi líkamlega hægt fram þá var hún óvenju fljót til máls, var altalandi rúmlega árs- gömul. Þórunn segir mér sjálf að fyrsti þjálfarinn hennar, Guðlaug Sveinbjörnsdóttir, sem tók hana í æfíngar þegar hún var átta mánaða gömul, hafi gefist upp á henni„Af því að ég talaði svo mikið“. segir hún kotroskin. Foreldrar hennar hlægja við og segja að það hafi nú kannski ekki verið aðalástæðan en vissulega sé Þórunn ekki í vandræð- um með að tjá sig. Þórunn bætir því við að ef hún tali ekki nóg á daginn þá tali hún uppúr svefni. Fyrsta farartækið sem Þórunn fékk til umráða var venjulegt bamaþríhjól. Á því hjólaði hún fyrstu árin og einnig drógu foreldr- ar hennar hana um á því. Hjólið veitti henni mikla þjálfun. Tveggja ára fór Þórunn að ganga og faðir hennar segist aldrei muni gleyma þeim mikla sigurdegi þegar Þórunn steig fyrstu sporin. „Við vorum svo bjartsýn “ sagði hann, „En svo féllu úr æfíngar eitt sumar þegar hún var um fimm ára og eftir það fór hún að kreppast og þá gat hún ekki gengið meira. Þórunn vill ekki mikið um þetta tala.„Æfíngarnar féllu bara niður og svo ekki meira um það“ segir hún ákveðin. Hún er greinilega létt- lynd og ákveðin stúlka og hreint ekki buguð af fötlun sinni. Hún er mikið úti, kemur varla í hús yfír daginn á sumrin, segja foreldrar hennar. „Það eru meitiháttar vand- ræði þegar springur á hjólastóln- um,“ segir pabbi hennar og hlær. Hann segir mér að hún fari með „tvo ganga af dekkjum" á hjóla- stólnum yfir sumarið. Hafþór má því oft sitja við að bæta slöngur, rétt eins og hann gerði í gamla daga þegar hann var að hjóla um í Laugarneshverfinu sem bam, verra er þó þegar dekkin sjálf skemmast, þá þarf að fá ný. Það var áður hægt með lítilli fyrirhöfn hjá HJálpartækjabankanum, þar sem stólarnir eru keyptir, en nú hefur fyrirkomulagið breyst og Tryggingarstofnunin hefur þar milligöngu um og kostar þaó heldur meiri snúninga. Þórunn á líka bráð- um að fá rafknúið rúm, þá getur hún sjálf hækkað það og lækkað, það kemur sér vel fyrir mömmu hennar, þá þarf hún ekki að lyfta henni eins mikið. Þórunn getur ekki sest upp sjálf og heldur ekki snúið sér á nóttunni. Foreldrar hennar vakna til þess að hjálpa henni, en stundum vekur Þórunn þau. Einu sinni gat Þómnn snúið sér sjálf, en eftir því sem líkamsþyngd hennar eykst þá getur hún minna hreyft sig. Þó Þórunn sé ekki þung miðað við ellefu ára bam þá er það samt álag á axlir og bak að lyfta henni. Lilja segir mér að eitt sé sameigin- legt flestum þeim sem annast fatlað fólk og það er vöðvagigt. Hinar stöðugu lyftingar reyna mikið á bak og herðar. En Lilja flýtir sér að bæta við að það sé vissulega ekki mikið amstur miðað við allt það sem Þómnn gefí foreldrum sínum. Þau em sammála um að hún sé yndisleg í urngengui" eins og faðir hennar orðar það. Þómnn stundar nám í Hlíðaskóla og h'kar það fjarskalega vel að eig- in sögn. Segir líka að sér þyki skemmtilegast að læra ljóð. Hún getur skrifað sjálf og hefur fallega rithönd, það sannfærist ég um þeg- ar hún sýnir mér æfingarnar sínar og teikningar. En fingurnir em of linir til að hún geti t.d. opnað penna- veski með þeim. En Þómnn hefur ráð við því, hún notar tennurnar. „Mér var bannað það í sjö ára bekk en ég var svo hörð að ég hélt bara áfram og nú get ég meira að segja • • Or þróun í framleiðslu hjálpartækja fyrir fatlaða Næstkomandi helgi verður hald- in sýning á hjálpartækjum og hjálpargögnum fyrir fatlaða á öllum aldri í anddyri Borgarleik- hússins í Reykjavík. Sýningin ber yfirskriftina „Fötlun - hjálpar- tækjasýning 87“. Sýningunni er ætlað að kynna þau hjálpartæki sem tiltæk em föt- luðu fólki og vekja til umhugsunar um málefni fatlaðra og annarra sem þurfa á slíkum hjálpartækjum að halda. Að undirbúningi sýningar- innar vann samstarfsnefnd skipuð fulltrúum frá Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar, Landssam- takanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjarg- ar, Isf. og Reykjavíkurfélags, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Öryrkjabandalags íslands og Svæð- isstjóma um málefni fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi. Þær Guðlaug Sveinbjörnsdóttir sjúkraþjálfari og Guðrún Hafsteins- dóttir iðjuþjálfi, starfsmaður Hjál- partækjabankans em meðal þeirra sem sæti eiga í undirbúningsnefnd sýningarinnar. Að sögn Guðlaugar hefur orðið ör þróun í framleiðslu hjálpartækja á undanförnum ámm og því nauðsynlegt fyrir fatlaða , aldraða og aðstandendur þeirra áð F.h. Guðrún Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi og Guðlaug Sveinbjörnsdóttir sjúkraþjálfari. fylgjast vel með hvað hægt er á fá á þessu sviði. Slík tæki geta að hennar sögn létt mörgu hreyfihöm- luðu fólki lífið mikið. Hjálpartækja- bankinn er umsvifamikill á sviði innflutnings hjálpartækja. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Guðrún Hafsteinsdóttir að Hjálpartækjabanki RKÍ og Sjálfs- bjargar væri sjálfseignarstofnun. Bankinn kaupir inn hin margvísle- gustu tæki fyrir fatlaða í samráði við lækna og þjálfara en Trygging- arstofnun ríksins greiðir þessi tæki yfirleitt að fullu, enda fylgi þá umsóknum rækilega rökstudd greinargerð frá lækni um brýna þörf hins fatlaða fyrir tækið. Hjálpartækjabankinn verslar mest við Þýskaland og Norðurlönd sem standa í fremstu röð hvað snertir framleiðslu hjálpartækja. Bandaríkin standa líka framarlega á þessu sviði, en þar em tæki yfir- leitt dýrari að sögn Guðrúnar. „Ný tegund af hjólastólum sem em mun léttari en hinir gömlu, em fram- leiddir í Bandaríkjunum en við fáum þá frá Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. „Þeir em úr nýjum léttum málmi, ég held að hann heiti Títaní- um og hann er víst notaður til smíða á flugvélum. Slíkir stólar em bæði léttir og sterkir. Þeir gömlu em yfir tuttugu kíló en þeir léttu ekki nema rúmlega tíu kíló.“ í máli Guðrúnar kom fram að Hjálpartækjabankinn á mörg hin algengari hjálpartæki á lager en önnur tæki þarf að panta erlendis frá. Dýmstu tækin em rafknúnir hjálastólar. Um þúsund manns leita að jafnaði til Hjálpartækjabankans í mánuði hveijum. Starfsmaður Hjálpartækjabankans fara í hús og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.