Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 50 ást er... i-n ... að stunda með henni íþróttir. TM Heo. U.S Pat. Otf.—alt riohts reserved »1984 los Angeles Times Syndicate Ég- er niðri að pressa fötin þín! Með morgunkaffinu Reiknistofnunin er að leggja saman reikning- inn ... HÖGNI HREKKVlSI '* PETÍA ER SORPLÍK^rviSRÆl<TAR.SrC>t>IN HANS." Dilkakjötið er alíslenskt - setjum skatt á innfiutt fóður Til Velvakanda. Eg vil þakka Magnúsi Finn- bogasyni bónda fyrir ágætt erindi sem hann flutti í útvarpsþættnum Um daginn og veginn í febrúar. Meðal þess sem Magnús tók til meðferðar í erindi sínu var sjón- varpsþáttur um dilkakjötið þar sem komist var að þeirri niður- stöðu, að um helmingur af þyngd dilksskrokksins væri ekki manna- matur. Magnús sannaði með rökum að samanburðurinn í sjón- varpsþættinum á dilkakjöti annars vegar og svína- og alífuglakjöti hins vegar var ekki réttur hvað verðlag snerti, þegar þessar kjöt- tegundir væru meðhöndlaðar á sama hátt og dilkakjötið. Ég trúi því ekki að Magnús hafi farið með staðlausa stafi. Þetta mætti koma fram í sjónvarpsþætti, þar sem svína- og alífuglakjöt fengi sömu meðferð og dilkakjötið fékk. Mér finnst þetta réttlætiskrafa bænda og þeirra aðila sem hafa á hendi sölu á dilkakjöti, - þessari ágætu vöru sem ég er viss um að flestir neytendur kunna vel að meta. Ég lít svo á að landbúnaður sé það að hagnýta sér mátt gróður- moldarinnar til ræktunar og beitar fyrir búpeninginn. Ég get ekki talið framleiðslu á svína- og alí- fuglakjöti landbúnað, þar sem svo að segja allt fóður þessara dýra er innflutt, og stórlega niðurgreitt í þeim löndum þar sem kornið er ræktað. Nú er svo komið að of- framleiðsla er á svínakjöti, kjúkl- ingum og eggjum. Því er ekki settur kvódi á þessa framleiðslu eins og gert er í hefðbundnum landbúnaði. Ég er ekki á móti því fyrirkomulagi eins og nú horfir með sölu á landbúnaðarafurðum. En ég er ekki í vafa um það að hagkvæmast væri fyrir þjóðar- búið að fækka svínum og alífugl- um. Sauðféð getur lifað góðu lífi á því sem landið gefur af sér, svo segja má með sanni að dilkakjötið sé alíslenskt. Ríkið þarf að setja skatt á innflutt kjarnfóður og nota peningana til að hjálpa bændum út úr þessum erfiðleikum sem þeir eiga nú við að stríða. Hagsmunasamtök og þrýstihópar eiga ekki að ráða ferðinni með því að taka að sér stjórn þjóðar- skútunar. Stjórnvöld þyrftu í þessu máli og mörgum öðrum að halda fast um stjórnvölinn. Gamall bóndi Yíkverji skrifar Síðdegis á laugardaginn efndi Norræna húsið í samvinnu við Norræna félagið og Almenna bóka- félagið til kynningar á Knut Hamsun. Var salurinn þéttsetinn þakklátum áheyrendum. Átti Víkveiji satt að segja ekki von á því, þegar hann hélt á kynninguna, að erfitt yrði að ná þar í sæti, en sú varð rauninn. Sannaðist enn, að mikill áhugi er nú á öllu er lýtur að kynningu á menningu og listum. Jón Ásgeirsson, tónskáld og tón- listargagnrýnandi Morgunblaðsins, vakti máls á því á dögunum að áhugi ijölmiðlafólks væri ekki mik- ill á alvarlegri tónlist en engu að síður sæktu tugir þúsunda manna slíka tónleika á ári hveiju. Framboð á hvers kyns tónleikum hefur verið ótrúlega mikið á síðustu vikum og mánuðum. Þeir sem gerst þekkja til þeirrar starfsemi þykjast sjá þess merki, að dregið hafi úr aðsókn- inni. Þarf engan að undra, þótt. fastur hópur tónleikagesta gefi sér ekki ætíð tíma til að sinna því, sem í boði er. Fyrir framtíð alvarlegrar tónlist- ar í landinu skiptir miklu, að ýtt sé undir áhuga á að sækja tónleika af því tagi. Er mikilvægt að ungt fólk sé minnt á gildi slíkrar tónlist- ar fyrir allt tónistarlíf í landinu. Engum stendur þetta raunar nær en þeim útvarpsstöðvum, sem lifa og hrærast fyrir afsprengi hinnar alvarlegri tónlistar og flytja nú svo- kallaða létta tónlist í tíma og ótíma. XXX Sú hugsun hefur hvað eftir ann- að sótt að Víkverja undanfarn- ar vikur, þegar hann hefur fylgst með frásögnum fjölmiðla af kjara- deilum, erkföllum og uppsögnum opinberra starfsmanna, hvort fjöl- miðlamenn telji sig „eiga“ að taka málstað launþega gegn viðsemjend- um þeirra. Einkum finnst Víkveija þetta skína í gegn hjá starfsmönn- um ríkisfjölmiðlanna, þegar þeir ræða um kjaramál opinberra starfs- manna. I umræðunum um málefni þeirra fóstra, sem sögðu upp störf- um hjá Reykjavíkurborg, var því oftast sleppt viljandi eða óviljandi í meðhöndlun á ljósvakanum, að fóstrurnar slitu samningi sínum við vinnuveitanda sinn 1. maí síðastlið- inn. Þess vegna var alls ekki um kjaraviðræður lengur að ræða milli vinnuveitanda og starfsmanna hans heldur hvort unnt væri að fá fólk til að starfa á barnaheimilum á þeim kjörum, sem í boði eru. Fóstr- ur sáu að sér á elleftu stundu, þannig að ekki reyndi á mótleiki borgaryfii-valda. Deila slökkviliðsmanna við borg- aryfirvöld er næsta sérkennileg. Hún virðist að öðrum þræði snúast um að réttlæta fyrir almenningi að brunaverðir hefðu átt tilkall til þess að fara á tækjum borgarinnar á fund um kjaramál. Eins og kunnugt er beitti borgarstjóri sér fyrir því, að lögregla hindraði slíka misnotk- un á þessum öryggistækjum. Haustið 1984 þegar opinberir starfsmenn voru í verkfalli og efndu til fundar við Alþingishúsið til að árétta kröfur sínar var hringt í slökkviliðið í Reykjavík og sagt að eldur væri laus í húsi í Suðurgö- tunni. Reyndist sem betur fer vera um gabb að ræða en vegna hring- ingarinnar gátu brunaverðir látið til sín taka á mótmælafundinum. XXX Vegna fjölmenns þings á vegum IBM fengum við svo fréttir um það um helgina, að leiðsögumenn hefðu verið í margra vikna verk- falli. Þeir ætluðu þó ekki að spilla fyrir sómasamlegum móttökum fyr- ir IBM-menn. Hljótum við hin að fagna því, að ekki sé settur steinn í götu þessa þinghalds. Hefði það vafalaust bundið enda á komur hundruð ,ef ekki þúsunda starfs- manna IBM hingað til lands. Ástæðan fyrir fundum þeirra hér nú er einmitt, að samstarfsmenn þeirra hafa borið okkur gott orð. Það er svo sem eftir öðru, að í upphafi fyrstu íerðamannavertíðar eftir leiðtogafund skuli leiðsögu- menn gera sitt til að fæla þá frá, sem hingað vilja koma. Ef rétt er munað hafa leiðsögumennirnir einnig hótað því að fá starfsbræður sína í öðrum löndum til að spilla fyrir ferðum íslendinga þar. Sem betur fer höfum við og aðrir leyfi til að ferðast milli landa og í okkar eigin landi og löndum annarra án afskipta leiðsögumanna. Er skörin farin að færast upp í bekkinn ef mannréttindi á borð við ferðafrelsi eru sögð í hættu vegna verkfalls leiðsögumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.