Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 46
r46
pnr > h u u f rnTVTvriTM airiA Tfn/nrTSJnM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1987
fclk í
fréttum
COSPER
— Þið hafið góðar gulrætur hér.
Jómfrúarf erðin
Morgunblaðinu barst fyrir
skömmu bréf frá Lúxem-
borg, en það ritaði Elín Hansdóttir.
Skýrði hún frá því að henni hefði
fyrir skömmu gefist tækifæri til
þess að sitja í flugstjómarklefa
Boeing 747-þotu Cargolux á leið
til Lúxemborgar frá borginni San
Fransisco í Kaliforníu og vildi svo
skemmtilega til að flugstjórinn,
Hermann Friðriksson, var í jóm-
frúarferð sinni sem flugstjóri.
Að sögn Elínar gekk ferðin í alla
staði mjög vel, enda flugmennimir
þrautþjálfaðir allan starfsferil sinn.
Tvisvar á ári fara þeir í gerfiblind-
flugspróf (simulator), en það er
gert í þartilgerðum tækjum, sem
líkja eftir hegðan flugvélar að öllu
leyti nema því að tækið fer ekki á
loft. Þá fljúga þeir ennfremur tvis-
var á ári undir eftirliti sérstakra
eftirlitsflugmanna (Check pilots),
sem fylgjast með hæfni þeirra og
skrá hjá sér athugasemdir, m.a. um
flugtak og lendingu, hvemig örygg-
isreglum er framfylgt o.s.frv. Má
af ofangreindu vera ljóst að að
Ijórða „strípan“ eða gullræman á
búningi flugstjóra fæst ekki fyrir-
hafnarlaust.
Hermann hefur flogið hjá Cargo-
lux síðan 1973, en aðstoðarflug-
maður hans í þessari ferð var Bjöm
Finnbjörnsson og flugvélstjóri var
Hörður Agústsson.
iQAðo COSPER
Stærsti snjókarl
heims
---------Morgunb
M0rgu““-
Samkvæn't
1988,
iSSSs-
Þama em margir metnaðarfull-
ir námsmenn og þeir tóku í
ársbyijun saman höndum um að
hrinda metinu sem Michigan-
skólinn átti í snjókarlabyggingu.
Enda ekki skortur á hráefninu í
Dartmouth. Metið sem þurfti að
slá var 32 feta hár snjókarl. Að-
ferðin við byggingu snjókarlsins
í Hanover getur vart verið einfald-
ari. Fyrst var búið til skriðmót
sem er fjögur fet á hæð. Sjálf-
boðaliðar söfnuðu snjó í fötur,
honum var troðið í mótið og því
síðan lyft upp. Hægt og rólega
reis hár snjótum sem gnæfði yfír
torgið i miðri Hanover. Þá tóku
listamennimir til óspilltra mál-
anna og komu mynd á frerann.
Að þessu sinni var það einskonar
saxófónleikari sem birtist borg-
arbúum, og hann var sá hæsti í
heimi. Umsjón með verkinu höfðu
þeir Coe Bancroft og Gregg No-
uijian sem stunda nám við
Dartmouth.
Að
atastí
nautum
Nautaat hefur löngum verið
þjóðaríþrótt Spánveija og
nýtur hún gífurlegra vinsælda í
spænskumælandi löndum Evr-
ópu og rómönsku Ameríku.
Undanfarin ár hefur þó borið á
meiri gagnrýni í garð unnenda
hennar, en margir telja nautaöt
manninum lítt til sæmdar.
Hvað sem um nautaöt má
annars segja, er víst að þau eru
spennandi, enda mikið um að
vera á vellinum. A meðfylgjandi
myndum má sjá að ýmislegt get-
ur gerst í hita leiksins og erfítt
að sjá fyrir hvemig leikar fara.
Frá lóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
Urskurðurinn lá fyrir í síðustu
viku, vottfestur í bréfi frá
heimsmetabók Guinness:
Snjókarlinn sem námsmenn við
Dartmouth-háskólann í Hanover
byggðu í vetur var sá hæsti í
heimi. Þeir slógu metið sem náms-
menn við tækniháskólann í
Michigan áttu og höfðu reyndar
ætlað sér að bæta í ár.
Fréttaritari Morgunblaðsins
átti erindi til Hanover í New
Hampshire-fylki í vetur. Þar búa
nokkrar íslenskar fjölskyldur sem
stunda framhaldsmenntun í lækn-
is-, viðskipta- og öðrum fræðum,
allt saman öðlingar heim að
sækja. Þá þykja skíðalöndin í
næsta nágrenni ekki síður heill-
andi; þar er hægt að stunda
gönguskíðahlaup og svigskíða-
brun viðstöðulaust frá morgni til
kvölds. í New Hampshire er næg-
ur snjór og á miðtorgi Hanover
gat að líta risavaxinn snjókarl.
í Hanover hefur undanfama sjö
áratugi verið haldin árleg vetrar-
hátíð og em meðal annars gerðar
snjómyndir víða um bæinn. Yrkis-
efni vetrarhátíðarinnar var að
þessu sinni „djass og snjór", og
var upprunalega áformað að
byggja 40 feta háan saxófónleik-
ara á miðtorgi bæjarins. „En
okkur barst njósn frá Michigan
um að þarlendir hygðust fara í
42 fet, svo að við hækkuðum
snjókarlinn okkar á kostnað form-
fegurðar. Það mætti með góðum
vilja halda því fram að karlinn
væri ekki að spila á saxófón, held-
ur að reykja pípu,“ sagði Rick
Adams, talsmaður námsmanna,
er fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við hann nýlega. „En við
sigmðum með því að byggja nærri
48 feta háan karl og komumst í
heimsmetabók Guinness á næsta
ári. Það ætti að kæta þá sem
þótti listrænum smekk sínum mis-
boðið."
í Hanover er Dartmouth-
háskóli, sem er af svipaðri
stærðargráðu og Háskóli íslands.
Við Dartmouth er megináhersla
lögð á undirbúningsnám í ýmsum
fræðigreinum, en auk þess boðið
upp á framhaldsnám í læknis-
fræði, verkfræði, viðskiptafræði
og hugvísindum. Andinn við skól-
ann og í borginni er einstaklega
fijáislegur, vinsamlegur og hvetj-
andi fyrir þá sem þar dvelja.
Ætla mætti að nautið væri
að leika listir sínar fyrir
áhorfendur. Myndin er
tekin í bænum Figueras
og gerði nautið þá skyssu
að setja hausinn of mikið
undir sig þegar það ætlaði
að stanga nautabanann.
Homin rákust í jörðina og
nautið tókst á loft.
Juan Antonio Ruiz nauta-
bani í Sevillu er hér
bjargað af aðstoðarmönn-
um sínum. Ruiz slapp svo
til ómeiddur, en nautið
týndi lífi og eyrum
skömmu síðar. Lítill
íþróttaandi það!