Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 46
r46 pnr > h u u f rnTVTvriTM airiA Tfn/nrTSJnM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAI 1987 fclk í fréttum COSPER — Þið hafið góðar gulrætur hér. Jómfrúarf erðin Morgunblaðinu barst fyrir skömmu bréf frá Lúxem- borg, en það ritaði Elín Hansdóttir. Skýrði hún frá því að henni hefði fyrir skömmu gefist tækifæri til þess að sitja í flugstjómarklefa Boeing 747-þotu Cargolux á leið til Lúxemborgar frá borginni San Fransisco í Kaliforníu og vildi svo skemmtilega til að flugstjórinn, Hermann Friðriksson, var í jóm- frúarferð sinni sem flugstjóri. Að sögn Elínar gekk ferðin í alla staði mjög vel, enda flugmennimir þrautþjálfaðir allan starfsferil sinn. Tvisvar á ári fara þeir í gerfiblind- flugspróf (simulator), en það er gert í þartilgerðum tækjum, sem líkja eftir hegðan flugvélar að öllu leyti nema því að tækið fer ekki á loft. Þá fljúga þeir ennfremur tvis- var á ári undir eftirliti sérstakra eftirlitsflugmanna (Check pilots), sem fylgjast með hæfni þeirra og skrá hjá sér athugasemdir, m.a. um flugtak og lendingu, hvemig örygg- isreglum er framfylgt o.s.frv. Má af ofangreindu vera ljóst að að Ijórða „strípan“ eða gullræman á búningi flugstjóra fæst ekki fyrir- hafnarlaust. Hermann hefur flogið hjá Cargo- lux síðan 1973, en aðstoðarflug- maður hans í þessari ferð var Bjöm Finnbjörnsson og flugvélstjóri var Hörður Agústsson. iQAðo COSPER Stærsti snjókarl heims ---------Morgunb M0rgu““- Samkvæn't 1988, iSSSs- Þama em margir metnaðarfull- ir námsmenn og þeir tóku í ársbyijun saman höndum um að hrinda metinu sem Michigan- skólinn átti í snjókarlabyggingu. Enda ekki skortur á hráefninu í Dartmouth. Metið sem þurfti að slá var 32 feta hár snjókarl. Að- ferðin við byggingu snjókarlsins í Hanover getur vart verið einfald- ari. Fyrst var búið til skriðmót sem er fjögur fet á hæð. Sjálf- boðaliðar söfnuðu snjó í fötur, honum var troðið í mótið og því síðan lyft upp. Hægt og rólega reis hár snjótum sem gnæfði yfír torgið i miðri Hanover. Þá tóku listamennimir til óspilltra mál- anna og komu mynd á frerann. Að þessu sinni var það einskonar saxófónleikari sem birtist borg- arbúum, og hann var sá hæsti í heimi. Umsjón með verkinu höfðu þeir Coe Bancroft og Gregg No- uijian sem stunda nám við Dartmouth. Að atastí nautum Nautaat hefur löngum verið þjóðaríþrótt Spánveija og nýtur hún gífurlegra vinsælda í spænskumælandi löndum Evr- ópu og rómönsku Ameríku. Undanfarin ár hefur þó borið á meiri gagnrýni í garð unnenda hennar, en margir telja nautaöt manninum lítt til sæmdar. Hvað sem um nautaöt má annars segja, er víst að þau eru spennandi, enda mikið um að vera á vellinum. A meðfylgjandi myndum má sjá að ýmislegt get- ur gerst í hita leiksins og erfítt að sjá fyrir hvemig leikar fara. Frá lóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Urskurðurinn lá fyrir í síðustu viku, vottfestur í bréfi frá heimsmetabók Guinness: Snjókarlinn sem námsmenn við Dartmouth-háskólann í Hanover byggðu í vetur var sá hæsti í heimi. Þeir slógu metið sem náms- menn við tækniháskólann í Michigan áttu og höfðu reyndar ætlað sér að bæta í ár. Fréttaritari Morgunblaðsins átti erindi til Hanover í New Hampshire-fylki í vetur. Þar búa nokkrar íslenskar fjölskyldur sem stunda framhaldsmenntun í lækn- is-, viðskipta- og öðrum fræðum, allt saman öðlingar heim að sækja. Þá þykja skíðalöndin í næsta nágrenni ekki síður heill- andi; þar er hægt að stunda gönguskíðahlaup og svigskíða- brun viðstöðulaust frá morgni til kvölds. í New Hampshire er næg- ur snjór og á miðtorgi Hanover gat að líta risavaxinn snjókarl. í Hanover hefur undanfama sjö áratugi verið haldin árleg vetrar- hátíð og em meðal annars gerðar snjómyndir víða um bæinn. Yrkis- efni vetrarhátíðarinnar var að þessu sinni „djass og snjór", og var upprunalega áformað að byggja 40 feta háan saxófónleik- ara á miðtorgi bæjarins. „En okkur barst njósn frá Michigan um að þarlendir hygðust fara í 42 fet, svo að við hækkuðum snjókarlinn okkar á kostnað form- fegurðar. Það mætti með góðum vilja halda því fram að karlinn væri ekki að spila á saxófón, held- ur að reykja pípu,“ sagði Rick Adams, talsmaður námsmanna, er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann nýlega. „En við sigmðum með því að byggja nærri 48 feta háan karl og komumst í heimsmetabók Guinness á næsta ári. Það ætti að kæta þá sem þótti listrænum smekk sínum mis- boðið." í Hanover er Dartmouth- háskóli, sem er af svipaðri stærðargráðu og Háskóli íslands. Við Dartmouth er megináhersla lögð á undirbúningsnám í ýmsum fræðigreinum, en auk þess boðið upp á framhaldsnám í læknis- fræði, verkfræði, viðskiptafræði og hugvísindum. Andinn við skól- ann og í borginni er einstaklega fijáislegur, vinsamlegur og hvetj- andi fyrir þá sem þar dvelja. Ætla mætti að nautið væri að leika listir sínar fyrir áhorfendur. Myndin er tekin í bænum Figueras og gerði nautið þá skyssu að setja hausinn of mikið undir sig þegar það ætlaði að stanga nautabanann. Homin rákust í jörðina og nautið tókst á loft. Juan Antonio Ruiz nauta- bani í Sevillu er hér bjargað af aðstoðarmönn- um sínum. Ruiz slapp svo til ómeiddur, en nautið týndi lífi og eyrum skömmu síðar. Lítill íþróttaandi það!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.