Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Olafur Ingi Arnason - Kveðja Fæddur 20. mars 1900 Dáinn 31. mars 1987 Ættarhöfðingi er fallinn. Síðasti meiður sinnar kynslóðar er horfinn. Við drúpum höfði með virðingu og þökk. Hugurinn reikar til horfinna feðra. Við skulum ferðast í hugan- um aftur til 20. mars árið 1900. Við erum stödd á Hurðarbaki í Vill- ingaholtshreppi, á heimili ungra hjóna, með stóran bamahóp. Það er í byijun einmánaðar, þá og þeg- ar er von á fjölgun í fjölskyldunni. En þröngt er í búi og nýnæmi skort- ir nauðsynlega handa mörgum, svöngum munnum. Það eru búnar að vera miklar frosthörkur, svo ísar eru niður allan Flóa. Það kemur sér vel að vissu leyti því auðvelt er færi á skautum. Heimilisfaðirinn notfærir sér það, bindur á sig skaut- ana og heldur af stað undir nóttina, ferðinni er heitið niður á Stokks- eyri, til að ná róðramönnum. Hann má róa þar í plássi ef hann vantar björg í bú. Skömmu eftir að hann er farinn veikist konan. Tveir ungir drengir, 9 og 11 ára gamlir, eru sendir fram að Flögu til að sækja ljósmóður. Tekst það giftusamlega og kemur hún í tæka tíð og tekur á móti nýjum syni. Daginn eftir kom heimilisfaðirinn heim færandi hendi með 16 fiska, þótti það góður afli. Haft var eftir honum síðar að sjald- an hefði aflinn verði betri því sá 17. beið heima. Sá sem þama var að líta dagsins ljós var Ólafur Ingi Ámason, sem nú er kvaddur. Hann var 3. yngstur 13 bama Áma Páls- sonar hreppstjóra á Hurðarbaki. Ámi var fæddur á Þingskálum í Rangárvallarsýslu 29. júní 1859, d. 25. janúar 1941, sonur Páls, f. 3. apríl 1834, d. 16. janúar 1870, Guðmundssonar bónda, f. 12. apríl 1883, (var kallaður hinn ríki, var þríkvæntur og átti 25 börn í hjóna- bandi) Brynjólfssonar hreppstjóra á Árbæ, Stefánssonar Bjamasonar á Víkingslæk, sem Víkingslækjarætt er talin frá. Kona Páls Guðmundssonar var Þuríður, f. 7. september 1832, d. 3. desember 1869, Þorgilsdóttir Jónssonar bónda, Rauðnefsstöðum. Jón Sigurðsson forseti taldi hana eina af gáfuðust bóndakonum á íslandi. Kona Áma Pálssonar var Guð- rún, f. 18. febrúar 1862, d. 21. apríl 1915. Hún var frá Lambafelli undir Eyjafjöllum dóttir hjónanna Sigurðar Ambjömssonar (síðar bónda í Vælugerði í Flóa) og Ingi- gerðar Hannesdóttur Gottsveins- sonar. Guðrún missti ung móður sína og var alin upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu á Flókastöðum í Fljótshlíð. Ámi Pálsson og Guðrún Sigurðardóttir vom gefín saman í Hróarsholtskirkju 22. maí 1887. Þau hófu búskap á Hurðarbaki 1886 og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Eignuðust 13 böm, sem öll komust til fullorðinsára nema Málfríður, sem dó í bemsku. Böm þeirra Hurðarbakshjóna vora: Magnús, f. 18. október 1887, Guð- rún, f. 19. september 1888, Páll, f. 27. október 1889, Guðmundur, f. 19. janúar 1891, Sigfús, f. 20. apríl 1892, Ámi, f. 23. apní 1893, Þuríður, f. 4. ágúst 1894, Guð- björg, f. 30. september 1895, Theodór, f. 10. apríl 1897, Málfríð- ur, f. 17. febrúar 1899, Ólafur Ingi, f. 20. mars 1900, Jón, f. 8. ágúst 1901, og Helgi, f. 6. apríl 1905. 011 era þau systkini nú látin. Ólafur ólst upp í hinum stóra og lífsglaða systkinahópi. Þar hefur sannarlega verið hlegið og grátið svo um munaði. Því öll vora þessi systkin skapheit og gleði- manneslq'ur. Þeim lá hátt rómur, glöddust með glöðum og hryggðust með hryggum. Lífsbaráttan var hörð á þessum áram. Strax í bemsku urðu allir að vinna eins og kraftamir leyfðu, ekki síst um sláttinn, þá vora engar vélar til að létta störfín. Vinnudag- urinn var því oft langur. Ólafur fór t Eiginkona mín, móðir og tengdamóöir, ÁSLAUG SIGURGEIRSDÓTTIR, Safamýri 47, lést í Landakotsspítala að morgni 5. maí. Útförin auglýst siðar. Helgi Jasonarson, Kristin Helgadóttir, Hafsteinn Helgason, Sigurbjörg Sæmundsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, SÓLVEIG BJARNASON, Torfufelli 6, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aö kvöldi 4. maí. Gunnar Kristjánsson, Ebba Dahlmann, Dagný Kristjánsdóttir, Jón Dahlmann. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÍSAKSDÓTTIR, sem andaöist þann 1. maí sl. veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. maí kl. 15.00. Dórothea J. Eyland, Gísli J. Eyland, ÓlafurG. Einarsson, Ragna Bjarnadóttir, Kristján Bogi Einarsson, Sólveig Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÚDOLFS ÞÓRARINS STOLZENWALD, Nestúni 10, Hellu, ferframfráOddakirkju, Rangárvöllum, laugardaginn 9. maíkl. 14.00. Erla Ólafsdóttir Stolzenwald, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Sólveig Stolzenwald, Gústav Þór Stolzenwald, Ólafur Egill Stolzenwald, tengdabörn og barnabörn. fyrst til útróðra 1918 til Þorláks- hafnar. Skipið var 12 róið, 16 vora í skipshöfninni. Þar með byijuðu kynni hans af sjómennsku og físk- vinnslu, sem varð hans ævistarf. Ólafur kvæntist 13. apríl 1922 Ól- öfu Jónu Ólafsdóttur, f. 27. júlí 1903, d. 17. júní 1968. Hún var frá Mjósundi í Villingaholtshreppi og var dóttir Ólafs, f. 1877, frá Götu í Þykkvabæ, Þorsteinssonar Guð- mundssonar. Ólafur Þorsteinsson fórst í fískiróðri í Sandgerði 11. apríl 1903 með Sveinbirni Einars- syni í Sandgerði. Móðir Ólafar Jónu var Þórann, f. 3. júní 1876, d. 2. maí 1960 og var dóttir hjónanna Alexíu Margrétar Guðmundsdóttur, f. 4. desember 1852, d. 20. janúar 1933, og Jóns Jónssonar bónda, Mjósundi. Þórann á Mjósundi var heitbundin Ólafí Þorsteinssyni er hann drakknaði. Hún kvæntist síðar Þorbimi Sigurðssyni frá Syðri-Gróf. Ólafur og Ólöf vora fátæk fyrstu búskaparár sín, vora fyrst á Hurð- arbaki til 1924. Á vorin og haustin vann Ólafur við Flóaáveituna, sem þá var í byggingu. 1924 fara þau frá Hurðarbaki og fara í hús- mennsku til Guðbjargar systur hans og Þórarins Sigurðssonar, sem bjuggu þá á Vatnsenda. Þar vora þau tvö ár og heyjuðu handa skepn- um sínum á sumram. En atvinnu varð að sækja til sjávarins á vetr- um. Á þeim tímum þótti mjög eftirsóknarvert að komast á togara, þrátt fyrir mikið erfíði. Ekki vora ráðnir nema vaskir og vanir sjó- menn. Ólafur var ráðinn á vorvertíð á togarann „Jón forseta", áður hafði hann verið á bát í Vestmanna- eyjum á netafíski og lærði þar og æfðist í flatningu í salt. Guðrún og Guðmundur, elstu böm þeirra, fæddust á þessum tíma. 1926 flytja þau nú búferlum til Reykjavíkur. Ólafur ræðst nú að fullu, sem há- seti á „Jón forseta". þar starfaði hann þar til togarinn strandaði á Stafnnestöngum 1928 með þeim hörmulegu afleiðingum að 15 fór- ust, en 10 komust af, og var Ólafur einn af þeim. Þetta var Ólafí mikil og þung reynsla, var alla tíð sem ský drægi fyrir ásjónu hans er hann minntist þessa atburðar síðar. Skip- ið var í útgerð hjá Alliance og lagði forstjórinn, Jón Ólafsson, áherslu á að útvega öllum vinnu, sem af kom- ust. Þá var verið að byggja Sænska frystihúsið og fékk Ólafur vinnu við það. 1933 var lítið að gera í frysti- húsinu og fór Ólafur þá á eina vorvertíð á togarann „Braga". Eftir það var hann ekki á sjó. 1937 var byggt lítið frystihús á Bíldudal og var Olafur sendur þangað að kenna mönnum til verka. Alls vann Ólafur í Sænska frystihúsinu í 18 ár. í ársbyijun 1947 gerðist Ólafur starfsmaður við Freðfískmat ríkis- ins og var yfírfískmatsmaður til ársins 1971 er hann lét af störfum sökum aldurs. Um tíma var hann yfírmaður yfír 17 frystihúsum víðsvegar um land. Ólöf og Ólafur eignuðust 8 börn, þau era: Guðrún, f. 5. ágúst 1922, hennar maður er Friðrik Friðleifsson myndskeri. Þau eiga 7 börn. Guðrún átti eina dóttur fyrir hjónaband. Guðmundur, f. 8. október 1924. Kvæntur Guðrúnu yigfúsdóttur. Þau eiga 4 böm. Áslaug Margrét, f. 24. mars 1925, d. 3. febrúar 1979. Axel Þórir, f. 4. október 1927, d. 14. ágúst 1953, Unnur, f. 23. júní 1931, hennar maður er Alfreð Eymundsson raf- virki. Þau eignuðust 4 böm, en misstu son 1979. Alexía Margrét, f. 21. apríl 1933, hennar maður er Jens Halldórsson. Þau eiga 4 böm. Árni, f. 9. maí 1943. Kvæntur Elsu Kristínu Kaldalóns. Þau eiga 2 syni. Jón Ingi, f. 29. nóvember 1946. Kvæntur Helgu Ólafsdóttur. Þau eiga 3 böm. Margar mínar kærastu bemsku- minningar era tengdar gleðistund- um, þegar systkini pabba komu í heimsókn. Allir vora kysstir og klappaðir og blessaðir. Þegar bræð- umir komu að sunnan færðu þeir okkur stundum nýjan físk í soðið, rauðmaga eða annað hnossgæti, þá var hátíð í bæ og oft vora spilin tekin fram, stundum höfðu bræður þá hátt og ýmislegt látið flúka, en allir vora þó sáttir að lokum, og hlegið að öllu saman. Ég minnist þess er ég kom fýrst á heimili Ól- afs og Olafar. Þá bjuggu þau á Grandarstíg 8. Ég kom með móður t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR Þ. SIGURÐSSON, Nökkvavogi 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Vegna mín og barna minna, Sigríður Davíðsdóttir. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR KRÖYER, Norðurbrún 1, Reykjavfk, sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Ingi Haraldur Kröyer, Marfa Kröyer, Jón P. Guðmundsson, Hulda Kröyer, Andrés Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR THEODÓRU V. NIELSEN frá Seyðisfirði. Hlfn Axelsdóttir Nielsen, Ólafur M. Ólafsson, Jónfna Axelsdóttlr Nlelsen, Gunnlaugur Ó. Guðmundsson og aðrir aðstandendur. minni og systur, var ég 5 ára göm- ul er það gerðist. Ég var fyrst í stað feimin við frændfólkið en fljót- lega, við hið hlýja viðmót allra, gleymdist mér feimnin og mér fannst gaman og nýstárlegt að hitta alla krakkana. Olöf og Ólafur vora einstaklega samhent og hamingju- söm hjón, eða þannig komu þau mér ætíð fyrir sjónir. Þau áttu í fyrstu ekki mikið af ijármunum, en hjartahlýjan ljómaði frá þeim og yljaði öðram. Ég fór fyrst fyrir al- vöra að venja komur mínar á heimili þeirra þegar ég var 19 ára og dvaldi fyrst í Reykjavík. Það vora góðar stundir, allir vora þar svo blíðir og góðir. Þar ríkti gleði og kærleikur í hveiju skoti. Þó vissi ég að dökkur skuggi grúfði yfír þessu kærleiksheimili, skuggi sorg- ar. Axel, næstelsti sonurinn, glæsilegur og prúður maður, fædd- ist með hjartagalla og háði það honum, svo hann gat ekki notið æskuleika sem aðrir. Enda varð aldur hans ekki hár. Ég varð síðar góð vinkona Áslaugar frænku minnar, hún var hárgreiðslumeist- ari og lagði ég í vana minn í mörg ár að sækja til hennar hársnyrt- ingu. Hún lést langf fyrir aldur fram og varð öllum harmdauði. Þó sár- astur hafí verið missir Ólafs, sem þá var tekinn að eldast. Áslaug bjó alla tíð með foreldram sínum og sá um heimilið eftir að móðir hennar lést. En Ólafur lét aldrei bugast. Hann hélt sinni reisn og létta við- móti. Eftir að starfi hans við fiskmatið lauk, hóf hann að skrá ættartölu allra sinna ættingja. Gaf hann þessa skrá út og batt inn sjálf- ur, en það er mjög merkilegt heimildarrit. Hann hafði einstak- lega fallega rithönd og var vand- virkur að hveiju, sem hann gekk. í tómstundum sínum bjó hann til muni úr kuðungum og skeljum. Hann færði mér eitt sinn mjög fal- legan kassa, sem hann hafði gert. Er ég mjög stolt af að eiga hann og ekki síst yfír þeim orðum er hann lét falla er hann afhenti mér kassann. Hann sagði við mig: „Stebba mín! Ég er búinn að gefa öllum krökkunum mínum kassa og þá var röðin komin að þér.“ Ég var hrærð yfír þeim kærleika sem fylgdi þessum orðum. Ólafur keyrði bíl til hinstu stundar. Veit ég að hann fór nokkrar ferðir austur fyrir fjall á síðastliðnu sumri. Hann lagði mikla rækt við leg- stað foreldra sinna og átti þar margt handtakið. Hann hafði mikið ^mdi af silungs- og laxveiði og fóra ættingjar hans oft með honum í slíkar ferðir. Það er svo margs að minnast er litið er til baka. Minning- amar hrannast upp, sem stuðlaberg stall af stalli. Það er undarlegt að hugsa til þess að allt þetta káta og elskulega fólk skuli vera horfíð. Það á vel við að Ólafur, ævisöguritari ættar sinnar, skuli vera síðastur af sínum systkinum sem kveður. Dauði hans var sérstakur eins og allt, sem honum viðkom. Hann dó uppréttur í orðsins fyllstu merk- ingu. Þegar dóttir hans og tengda- sonur komu að honum sat hann framan á rúminu sínu og var andað- ur. Tvær Riddarasögur lágu í rúminu. Börnin hans heimsóttu hann daglega. Öll eiga þau sín heimili og stórar fjölskyldur sem stækka ört, en samt var Bústaða- vegur 69 alltaf miðpunkturinn. Þangað komu allir heim. Nú er stór- um kafla í lífí þessa fólks lokið, en minningin lifir áfram og mun ylja um ókomin ár. Oft tregum við á slíkum stundum að hafa ekki sagt eða gert eitt og annað, í sambandi við þann, sem farinn er. En við eram aðeins mannleg. Við skulum öll gleðjast yfír tilver- unni ojg líta á björtu hliðamar, það hefði Olafí Ámasyni verið að skapi. Hér vit skiljumk ok hittask munum á fegins-degi fíra; dróttinn minn gefí dauðum ró, hinum líkn, es lifa. (Úr Sólarljóðum.) Ég kveð Ijúfling, minning hans lifir. Stefania Ragnheiður Pálsdóttir frá Litlu-Reykjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.