Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 56
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuðjónÖ.hf. I 91-272 33 I SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Framleiðandi Siglu- fjarðarhúsa tekinn til gjaldþrotaskipta * S 'rt FYRIRTÆKIÐ Húseiningar hf. á Sig’lufirði hefur farið fram á að verða tekið til gjaldþrotaskipta hjá bæjarfógetanum á Siglufirði og var beiðni þar um tekin fyrir siðastliðinn mánudag. Umfang gjaldþrotsins er ekki ljóst en mun sennilega skipta milljónum eða milljónatugum. Stærsti kröfu- hafi í þrotabúið verður væntan- lega Útvegsbankinn á Siglufirði en kröfuhafar hafa tveggja mán- aða frest til að lýsa kröfum í búið eftir að auglýsing um inn- köllun hefur birst í Lögbirtingar- blaðinu. Fyrirtækið Húseiningar hf. var stofnað árið 1973 og framleiddi svokölluð Siglufjarðarhús. Hluthaf- ar eru um 100 og er Siglufjarðar- kaupstaður stærsti hluthafínn. Mest var að gera hjá fyrirtækinu þegar Grafarvogshverfíð í Reykjavík var að byggjast upp á árunum 1983-1984 og voru starfs- menn þá um 30 talsins. Síðan hefur mjög lítið verið að gera og var starfsmannafjöldinn hjá fyrirtæk- inu kominn niður í 9 manns þegar beðið var um gjaldþrotaskiptin. Knútur Jónsson framkvæmda- stjóri Húseininga hf. lýsti þessari þróun þannig í samtali við Morgun- blaðið: „Það sem aðallega réði þessu var mjög langvarandi lægð í eftir- spum og greinilegt að ekki er verulegur áhugi fyrir einingahúsum nú. Þetta er kannski einhver tíska sem búin er að ganga jrfír og kem- ur ekki upp aftur nema búið sé að gjörbreyta um útlit og hönnun hús- anna. Það skiptir líka máli að við höfum ekki verið með neinn auka- rekstur, hvorki byggingavöruversl- un né verktakastarfsemi til að fleyta okkur yfír erfíðu hjallana og því hefur reksturinn staðið og fallið með þessum markaði." Knútur sagði, að fyrir lægju ein- hveijir samningar sem verða uppfylltir af þrotabúinu. Að sögn Erlings Óskarssonar bæjarfógeta á Siglufírði er erfítt að segja um umfang þessa gjald- þrots. Bókhald fyrirtækisins og uppgjör væri að vísu í góðu lagi til síðustu áramóta en verið væri að reikna út hvað staðan hefði breyst síðan. Einnig væri verið að meta eignir fyrirtækisins, húsakost, vélar og lager. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Sigurð Hafliðason útibús- stjóra Útvegsbankans á Siglufírði en hann vildi ekki tjá sig um hve skuldir fyrirtækisins við bankann væru miklar eða hvort bankinn reiknaði með að tapa miklum fjár- munum vegna gjaldþrots Húsein- inga. Á kajanum Morgunblaðiö/Bára Tillögur fiskifræðinga: Loðnuafli skorinn niður um þriðjung HLUTUR íslendinga úr loðnu- veiðum frá sumri og fram á haust á þessu ári verður samkvæmt til- lögum fiskifræðinga rúmlega þriðjungi minni nú en í fyrra. 417.000 lestir á móti 652.000 á síðasta ári. Nú er lagt til að á tímabilinu frá þvi í júli og fram á haust verði heildarveiði okkar og Norðmanna miðuð við hámark 500.000 lestir en viðmiðunin síðasta ár var 800.000 lestir. 417.000 lestir í okkar hlut miðast við það, að loðnuaflinn skiptist áfram þannig, að 85% komi f hlut okkar og 15% til Norðmanna eins og á síðustu vertfð. Með þessu eru fiskifræðingar ekki að leggja mat á mögulegan heildarafla á vertíð- inni 1987 til 1988. Tillögur fískifræðinga héðan, frá Noregi og Grænlandi miðast að þessu sinni við gögn úr rannsóknar- leiðöngrum fyrri ára. Rannsóknir Ársfundur Seðlabanka íslands: Óhjákvæmilegt að vextir af sparískírteinum verði hækkaðir - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri telur óhjákvæmilegt að vextir af spariskirteinum ríkissjóðs verði hækkaðir að nýju, en þeir eru nú hæstir 6 V2%, þannig að tryggð verði sala bréfanna. Jóhannes sagði í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans, sem hald- inn var í gær, að sala spariskirteina ríkissjóðs, sem væri mikilvæg- asti þátturinn í innlendri fjáröflun ríkissjóðs, gengi illa vegna þess að ávöxtun þeirra væri fyrir neðan gildandi markaðsvexti. Jóhannes sagði að almenn sala spariskírteina hefði til þessa numið innan við 200 milljónum kr. af 1.500 milljónum, sem ætlunin væri að selja á árinu. Ekki væri að vænta aukinnar sölu nema vöxtunum væri breytt. Jafnframt yrðu menn að horfast í augu við það, að sú nauð- syn að fjármagna sem allra mest af lánsfjárþörf ríkissjóðs innan- lands, hlyti að hafa áhrif til hækkunar á raunvöxtum á öllum lánsfjármarkaðnum. Ólafur B. Thors, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í ávarpi sínu að síðastliðið ár hefði verið viðburðaríkt í íslenskum bankamálum. Meðal annars nefndi hann áhrif nýrrar löggjafar fyrir Seðlabankann og bankastarfsemina alla. Ólafur sagði að ársins 1986 yrði minnst fyrir þetta, og þess yrði líka minnst þegar saga efna- hagsmála yrði skoðuð. Lagði hann áherslu á að árangurinn yrði að varðveita. Ólafur skýrði frá afkomu Seðla- bankans á síðasta ári. Hagnaður fyrir skatt var tæpar 153 milljónir kr., en var 176 milljónir árið 1985. Frá þessum hagnaði dregst reiknað- ur skattur til ríkisins, tæpar 88 milljónir kr., en var tæpar 82 millj- ónir árið áður. Eigið fé bankans var 3.419 milljónir, sem er 13,2% af heildareign bankans. Jókst eigið fé um 414 milljónir kr. á árinu. í ávarpi sínu sagði Matthías Bjamason viðskiptaráðherra að allt að því bylting hefði orðið í banka- málunum og enn væru breytingar framundan. Lagði hann áherslu á að þróunin yrði markviss og haldið yrði áfram þeirri réttu stefnu sem fylgt hefði verið. Óskaði hann starfsfólki Seðlabankans til ham- ingju með nýja vinnuaðstöðu í nýja Seðlabankahúsinu. í bankastjóm Seðlabankans eru Jóhannes Nordal, sem er formaður, Tómas Ámason og Geir Hallgríms- son. í bankaráði Seðlabankans sitja Ólafur B. Thors forstjóri, sem er formaður, Davíð Aðalsteinsson fyrrverandi alþingismaður, Þröstur Ölafsson hagfræðingur, Guðmund- ur Magnússon prófessor og Bjöm Bjömsson hagfræðingur. Sjá ræðu Jóhannesar Nordals á miðopnu blaðsins. þessa árs misfórust að hluta til vegna íss og var því ekki hægt að byggja tillögur að fullu á þeim. Til- lögumar eru nú til umfjöllunar hjá Alþjóða hafrannsóknaráðinu. Enn hefur ekki tekizt að ná sam- komulagi við Grænlendinga um skiptingu loðnunnar og er því nú gert ráð fyrir skiptingu hennar milli Noregs og íslands eins og verið hef- ur. Eins og áður sagði, var úthlutun fyrir þetta tímabil í fyrra 800.000 lestir, sem skiptust eins og fyrr milli Norðmanna og íslendinga. Hins veg- ar áttu Norðmenn þá inni hjá okkur 28.000 lestir og því urðu skiptin þannig að við fengum 652.000 lestir og Norðmenn 148.000. Nú skuldum við þeim 8.000 lestir og skiptingin verðiu- 417.000 á móti 83.000 lest- um. í fyrra veiddu Færeyingar og Danir um 70.000 lestir úr þessum loðnustofni án samkomulags, en við ákvörðun aukins afla í október var tekið tillit til veiði þeirra. Eimskipaf élagið kaupir notað skip EIMSKIPAFÉLAG íslands er nú að leita að heppilegu notuðu flutningaskipi til kaups í Þýska- landi. Tvö skip koma þar aðal- lega til greina og er búist við að gengið verið frá kaupunum eftir nokkra daga. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði við Morgunblaðið að fyrirtækið væri að leita að skipi sem hentaði vel til allra flutninga, aðallega saltfískflutninga en sem gæti einnig flutt annað eins og til dæmis bfla. Hörður sagði að nú væri gott verð á notuðum skipum og því hefði Eimskip valið þann kost að kaupa frekar notað skip en nýtt. Verið er að undirbúa að skipta um skrúfu í skipum Eimskipafélags íslands Eyrarfossi og Alafossi. Skipin hafa undanfarið verið hrist- ingsmæld á siglingu á Faxaflóa ef ske kynni að nýju skrúfumar valdi meiri hristingi í skipunum en þær gömlu en þá ætti Eimskipafélagið bótakröfurétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.