Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Brids: íslensk sveit í þriðja sæti á Norðurlandamóti ÍSLENSK bridssveit varð í 3. sæti í einskonar óopinberri bik- arkeppni Norðurlanda sem haldin var í Rottnerosskemmti- garðinum í Svíþjóð um helgina. Svíar unnu mótið og Norðmenn urðu í 2. sæti. Mótið í Rottneros or haldið á vegum einkaaðila og er bikarmeist- urum allra Norðurlandanna í brids boðið til mótsins ár hvert. Pjórir liðsmanna sveitar Samvinnuferða- Landsýnar kepptu á mótinu fyrir íslands hönd, þeir Guðmundur Pét- ursson, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson og Þorgeir Eyjólfsson. Islenska liðið fékk 25 stig gegn sveitum Danmerkur, Finnlands og Færeyja en tapaði síðan 5-25 fyrir sveit. Svíþjóðar. Gegn norsku sveit- inni hafði ísland yfir í hálfleik en tapaði leiknum síðan niður í seinni hálfleiknum og úrslitin urðu 20-10 fyrir Norðmenn. Þessi leikur skar úr um hvor sveitin varð í 2. sæti og í lokin voru Norðmennirnir aðeins 3 stigum fyrir ofan ísland. I sænsku sveitinni spiluðu Jan Olofsson, Bjöm Backström, Peter Anderson, Anders Wirgren og Mats Nilsland. Wirgren spilaði hér á bridshátíð í vetur og vann tvímenn- ingskeppnina þar. Norska liðið spilaði einnig á bridshátíðinni í vet- ur en það var skipað Jan Trollvik, Rune Anderson, Peter Marstrander og Per Aaronson. Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar var mót þetta sérstaklega vel skipu- lagt og móttökur og viðurgjöming- ur við keppendur með besta móti mm > . .■ ' ■■ vzL Nemendur fjórðabekkjar Menntaskólans á ísafirði dimmitteruðu á miðvikudaginn. Daginn tóku þeir snemma og bönkuðu upp hjá skóla- meistara sínum Birni Teitssyni, kl. 6 að morgni, en það er orðinn siður að dimmittering mennta- Morgunblaðið/Úlfar skólanema á ísafirði hefjist með heimsókn til skólameistara. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti þá síðar á ferð um götur bæjarins og tók þá þessa mynd. Verðbólgan meiri en reiknað var með í samningum ASI og VSI: Samningarnir gefa ekki tilefni til annars en að verðbólga fari lækkandi - segir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ BJÖRN Björnsson, hagfræðingur Alþýðusambands Islands, telur líklegt að hækkun framfærsluvísitölu 1. maí hafi orðið um 1,5% umfram það sem ráð var fyrir gert í samningum ASÍ og VSÍ í desem- ber i vetur. Hækkun framfærsluvísitölunnar 1. febrúar varð sú sem reiknað var með í samningunum, en 1. apríl var framfærsluvísitalan orðin sú, sem gert var ráð fyrir l. maí. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands íslands, segir að samningarnir í desember gefi ekki tilefni til að ætla annað en verðbólgan fari lækk- andi. Hins vegar geti ýmsir aðrir þættir eyðilagt þann árangur sem náðist í samningunum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Björn sagði að fjölþættar skýr- ingar væru á þessari hækkun umfram það sem ráð var fýrir gert í samningunum. Gengisþróun í byrj- un ársins virtist hafa skilað sér nokkuð seint inn í vísitöluna og síðan væri eftirspurnarþenslan nærtækasta skýringin. Vilhjálmur Egilsson sagði að samningsaðilar hefðu reiknað með að verðbólguhraðinn á fyrsta árs- fjórðungi yrði 14%, en reyndin hafi Fyrirliggjandi í birgðastöð GALVANISERAÐ ÞAKJÁRN Lengdir: 1.8 - 3.6 metrar Bjóöum einnig lengdir að ósk kaupenda, allt aö 12 metrum. KJÖLJÁRN lengd 2 metrar - tvær breiddir SINDRA orðið sú að hann hafi orðið 19%. Gert hafi verið ráð fyrir því í samn- ingunum að verðbólguhraðinn færi niður í 5% síðari hluta ársins, þar sem einungis væri um tvær áfanga- hækkanir að ræða, 1,5% 1. júní og aftur 1. október. „Þar sem hækkunin verður meiri nú en við reiknuðum með og aðrir þættir koma einnig til, hægir verð- bólgan ekki eins mikið á sér og við vonuðumst til. Hins vegar held ég að það sé ljóst að verðbólgan hljóti að fara lækkandi á árinu, nema eitthvað ófyrirséð komi til, og fari niður fyrir 10%,“ sagði Vilhjálmur. „Kostnaðarhækkanir sem samið var um í desember gefa ekki tilefni til annars en telja að verðbólgan fari lækkandi. Síðan eru aðrir þættir sem geta komið þarna inn í og eyði- lagt það, eins og þensla og með- fylgjandi launaskrið. Þá hafa launahækkanir opinberra starfs- manna og bankamanna verið miklar miðað við aðra og almenn lausung hefur ríkt í peningamálum. Það eru því ýmsar blikur á lofti, en allt ætti það að vera viðráðanlegt," sagði hann ennfremur. Endanleg hækkun framfærslu- vísitölunnar 1. maí mun liggja fyrir í næstu viku. Launanefnd aðila kemur saman í framhaldi af því, en hún hefur það verkefni meðal annars með höndum að úrskurða um launahækkanir fari hækkun framfærsluvísitölu fram úr þeim rauðu strikum, sem sett eni í kjara- samningnum frá því í desember. Tveir frá hvorum aðila skipa nefnd- ina og hefur ASÍ ávallt farið með oddaatkvæði í nefndinni, þar sem úrskurðir nefndarinnar hafa alltaf verið samhljóða. Márta Tikkanen er væntanleg til Islands STALHF Borgartúni 31, sími: 27222 _____• ■ ______L____ ,,.«, i, ■,,,, FINNSKA skáldkonan Márta Tikkanen er væntanleg hingað til lands á fimmtudag, 7. maí. Hún kemur í boði Kvenréttinda- félags Islands og þeirra samtaka sem standa að sýningunni FÖTL- UN - Hjálpartækjasýning, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu dagana 8.- 10. maí. Márta Tikkanen fékk norræn bókmenntaverðlaun kvenna árið 1979 fyrir bók sína, Astarsaga ald- arinnar, sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1980. Yngsta barn skáldkonunnar er fatlað, með svo- nefndan MBD-sjúkdóm. Hún segir frá þeirri reynslu sinni á sýning- unni í Borgarleikhúsinu á laugar- daginn kl. 14. Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 les hún úr verkum sínum í Norræna húsinu og verður á há- degisverðarfundi Kvenréttindafé- lagsins næstkomandi - föstudag. Márta Tikkanen verkum á stöðu Márta Tikkanen hefur sínum mikið komið inn kvenna. Hún dvelur hér á landi fram •á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.