Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 31 • ♦ Dansatriði Úr Cotton Club sýningunni Morgunblaðið/EinarFalur Alheimsráðstefna IBM í Reykjavík: Skemmtikraftar úr Cotton Club skemmta ráð- stefnugestum RÁÐSTEFNA á vegum IBM fyr- irtækisins er haldin í Reykjavík þessa dagana. Ráðstefnuna sækja dugmiklir sölumenn fyrir- tækisins hvaðanæva úr heimin- um. í tengslum við ráðstefnuna, keypti fyrirtækið hingað hóp skemmtikrafta frá Bandaríkjun- um. Er það hinn svokallaði „Cotton Club“ hópur, að miklu leyti sami hópur og dansaði og §öng í kvikmynd Francis Ford Coppola sem bar nafnið Cotton Club. Með hópnum eru meðal annars Henry LeTang dansahöfundur, en hann samdi alla dansana og út- færði fyrir kvikmyndina, en eins og menn eflaust muna lék Richard Gere eitt aðalhlutverkið í myndinni. Annan frægan skal telja Cab Calloway, en hann lék einnig í kvik- myndinni um þennan fræga klúbb. Stjómandi sýningarinnar er Bem- ani Hilda. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti við hann spjall og spurði hann um tilurð sýningarinn- ar. „Þessi sýning er byggð á kvik- myndinni Cotton Club, en í þeirri mynd endurvöktu þeir Coppola og LeTang tíðaranda bannáranna," sagði Hilda. „Cotton Club“ var mjög frægur klúbbur í Harlem í New York og starfaði frá árinu 1925. í honum störfuðu _ einungis svartir skemmtikraftar. í dag em einungis tveir þeirra lifandi, þau Cab Calloway og Lena Hom. Markmið LeTang og Coppola með þessari mynd var að endurvekja og varð- veita þá stemmingu sem ríkti í klúbbnum. Dansatriðin eru öll sam- kvæm þessu tímabili. Steppið var ákaflega mikilvægur þáttur á þessum tíma og Nicholas- bræðumir sem voru mjög frægir voru aðalsteppdansarar klúbbsins. Þeir eru nú mjög fullorðnir og dansa ekki með okkur, en í staðinn höfum við fengið McFadenbræður, en þeir dönsuðu í myndinni og eru geysi- lega góðir steppdansarar. Við emm líka með mjög fræga hljómsveit með okkur, sem er Bob Rosengard- en hljómsveitin, en hún er einhver vinsælasta hljómsveit í New York- borgar um þessar mundir. Allir dansaramir og söngvaramir em svartir, því þeir hafa í sér ein- hvem meðfæddan „rythma" sem hvíti maðurinn hefur ekki og til að endurvekja það andrúmsloft sem var í klúbbnum er nauðsynlegt að hafa svarta skemmtikrafta. Hér á íslandi flytjum við sýning- una fjórum sinnum í þessarí viku fyrir ráðstefnugesti IBM. Þetta er ekki hópur sem er starfandi að stað- aldri, og hefur aldrei verið, heldur vom valin atriði úr kvikmyndinni til að koma með til íslands og þessi sýning hefur hvergi verið sýnd áð- ur. Að þessu sinni verða engar sýningar fyrir almenning hér, en ég vona að við fáum tækifæri til að bæta úr því og koma aftur seinna.“ Fundur um gæðasljómun AÐGERÐARANNSÓKNA- FÉLAG íslands og Gæðastjóm- unarfélag íslands boða á morgnn til fundar um gæðastjóraun og aðgerðarannsóknir. Þar verða félögin og starfsemi þeirra kynnt og fjallað um notkun tölfræði við gæðastjóraun. ■ Fundurinn verður haldinn í húsi Verkfræðingafélags íslands að Engjateigi 7-9. Hann stendur frá kl. 17.00-19.00. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu fé- laganna. Á dagskránni em erincti Gunnars H. Guðmundssonar formanns Gæðastjómunarfélagsins og Snjólfs Ólafssonar formanns Aðgerðarann- sóknarfélagsins. Pétur K. Maack fjallar um tölfræði og gæðastýringu en Einar Einarsson mun kynna dæmi um notkun tölfræðinnar í því skyni. Að því loknu verða umræður. Lögreglan vill tala við ökumann Skoda LÖGREGLAN i Reybjavík óskar eftír að hafa tali af ökumanni hvítrar Skoda-bifreiðar, sem ók niður pilt á bifþjóli á Hringbraut í gærmorgun. Óhappið varð um kl. 7:15 við Miklatorg, þegar pilturinn ók austur Hringbrautina. Skoda-bifreiðin þröngvaði hann út í götukantinn, þar sem hann féll um koll á hjóli sínu. Ökumaður Skodans stöðvaði bifreið- ina og spurði piltinn hvort hann væri ómeiddur. Hann kvað svo vera, en síðar kom f ljós að hann hafði slasast og bifhjól hans var nokkuð skemmt. Slysarannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík biður ökumanninn að hafa samband sem fyrst. Þá hefur lögregl- an einnig hug á að tala við tvær konur á rauðri bifreið, sem urðu vitni að óhappinu. Starfsmenntun PC-TÖLVUNÁM Nýtt námskeið hefst í næstu viku. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík II TOLVU-SUMARBUÐIR fyrir æskuna á NYJUNG Á ÍSLANDI Á sumri komanda mun Tölvufræðslan leggja sitt af mörkum fyrir æskuna með því að gefa unglingum á aldrinum 9-14 ára kost á ógleym- anlegri dvöl í sumarbúðum skólans á Varma- landi í Borgarfirði, undir handleiðslu reyndra starfsmanna á sviði tölvu- og íþróttakennslu. Innritun í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. URVAL AF . , HEPRADEILD 7 ^ ' > JHiór0mmMa«3»iíbi SÍMINNER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.