Morgunblaðið - 06.05.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 06.05.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 55 Ragnar lagði inn beiðni um skipti yf ir í Fram RAGNAR Margeirsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur lagt inn beiðni hjá KSÍ um fólaga- skipti yfir í Fram. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu KSÍ í gær og jafnframt að hann verði lög- legur með íslandsmeisturunum 30. maí. Um tíma hefur allt verið á huldu um framtíð Ragnars hjá belgíska félaginu Waterschei. Ekki hefur verið gengið frá framlengingu samningsins og 30. apríl lagði hann inn beiðnina um félagaskipt- in. Hann verður því löglegur með Fram í öðrum leik íslandsmótsins gegn ÍA á Skaganum, en Framarar leika gegn Þór í fyrstu umferð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Ragnar áhuga á að leika áfram í Belgíu næsta keppn- istímabil fái hann tilboð, en að öllu óbreyttu mun hann leika með Fram í sumar. Ekki náðist í Ragnar í gær. „Meistaratitillinn er mér meira virði en markakóngstitillinn" HÁVÆRAR raddir hafa verið uppi um að Arnór Guðjohnsen knatt- spyrnumaður væri á förum frá Anderlecht. „Ég hef verið að lesa um það í blöðunum hér að Uto Lattek hefði áhuga á að fá mig til Kölnar næsta keppnistímabil. En þeir hafa ekki gert mér neitt AÐALBJÖRN Björnsson verður þjálfari Einherja f 2. deild f knatt- spyrnu á komandi keppnistíma- bili. Aðalbjörn hefur séð um æfingarnar í vetur, en Njáll Eiðs- Oxford slapp OXFORD vann Luton 3:2 á úti- velli í 1. deild ensku knattspyrn- unnar í gærkvöldi og bjargaði sór þar með frá falli og Wimbledon vann Chelsea 2:1. Þá tapaði Old- ham 2:0 fyrir Shrewsbury í 2. deild,sem gerir það verkum að Portsmouth leikur f 1. deild næsta ár eftir 28 ára fjarveru. I þýsku Bundesligunni var einn leikur. Stuttgart vann Blau-Weiss Berlin á útivelli 2:0. formlegt tilboð enn,“ sagði Arnór Guðjohnsen f samtali við Morg- unblaðið f gærkvöldi. „Eins og málin standa í dag er ég í viðræðum við Anderlecht. Þeir hafa mikin áhuga á að halda mér. Ég hef heyrt að þeir vilji fá son, sem þjálfaði liðið f fyrra, hefur gengið til liðs við Val f 1. deild. Aðalbjörn, sem er 32 ára, hefur leikið með Einherja síðan 1974 og þjálfað yngri flokka félagsins af og til síðan. Þá hefur hann séð um knattspyrnunámskeið á Vopna- firði, en ekki þjálfað meistaraflokk fyrr. Einherji var í toppbaráttu 2. deildar í fyrra lengi vel, en missti flugið undir lokin og hafnaði í 5. sæti. „Þetta verður vafalaust erfitt hjá okkur. Njáll var miklivægur hlekkur í liðinu í fyrra og auk hans eru nokkrir fastamenn undanfarinna ára hættir. En við höfum líka feng- ið nýja menn og vonum það besta,“ sagði Aðalbjörn í samtali við Morgunblaðið í gær. 75 til 100 milljónir íslenskar krónur fyrir mig og það eru miklir pening- ar og ekki á færi nema fjársterkra liða á Ítalíu eða Spáni," sagði Ar- nór. Hann sagðist vera ánægður hjá Anderlecht. „Ég hef nú verið hér í 9 ár og það væri kannski gaman að komast að hjá einhverju góðu liði utan Belgíu. En þetta er alit í athugun núna og skýrist á næst- unni, en samningur minn við Anderlecht rennur út 30 júní." - Er ekki allt útlit fyrir aó þú verður belgfskur meistari og jafn- vel markakóngur deildarinnar? „Við ættum að verða meistarar samkvæmt öllum kokkabókum. En það er mikil þreyta í leikmönnum og vonandi að við höldum þetta út síðustu fjórar umferðirnar. Hvað varðar markakóngstitilinn, hef ég tveggja marka forskot og það get- ur allt skeð enn. Það er mér mikilvægara að verða belgískur meistari en markakóngur." Arnór hefur gert 17 mörk og hefur aldrei skorað eins mörg mörk á einu keppnistímabili, enda ekki leikið svo framalega áður. „Ég hef fengið að leika mjög frjálst í sókninni og nýtt mér það," sagði Arnór. Aðalbjörn með Einherja Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson e Jón Grétar Jónsson stekkur hærra en Ásbjörn Björnsson og Loftur Ólafsson og skorar fyrsta mark Vals með skalla. Stefán Arnarson f markinu kemur engum vörnum við. Einstefna hjá Val gegn KR VALUR kafsigldi KR f undanúrslit- um Reykjavfkurmótsins f gær- kvöldi og vann 4:0 eftir að hafa skorað þrjú mörk f fyrri hálfleik. Jón Grétar Jónsson skoraði fyrsta markið á 8. mínútu eftir sendingu frá Ingvari Guðmunds- syni. Magni Pétursson skoraði næstu tvö fyrir hlé, það fyrra með þrumuskoti utan úr teig og það seinna með skalla á síðustu mínútu hálfleiksins. Þá fengu Vals- menn dæmda aukaspyrnu, tóku hana strax og KR-ingar áttuðu sig ekki fyrr en boltinn lá í netinu. Ing- var Guðmundsson átti síðasta orðið fimmtán mínútum fyrir leiks- lok — skot af góðu færi, boltinn í slá og inn. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og var hvergi veikur hlekkur í liðinu. Mörkin voru öll stórglæsl- leg og hefðu þess vegna getað orðið fleiri. KR-ingar voru mjög daufir og einkum voru varnar- mennirnir illa á verði. Tæplega átta hundruð áhorf- endur voru á leiknum. laugarásbið Simi 32075 LITAÐUR LAGANEMI Ný eldfjörug bandarísk gamanmynd um ungan, hvítan laganema. Það kemur babb í bátinn þegar karl faðir hans neitar að borga skólagjöldin og eini skólastyrkurinn sem hann get- ur fengið er ætlaður svörtum illa stæðum nemendum. Aðalhlutverk: C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong og Arye Gross. Leikstjóri: Steve Miner. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. rvi v rorvi Nýr ástralskur úrvalsmynda- flokkur á tveimur spólum kominn á myndbandaleigur. Ástarsamband hinn- ar myndarlegu P'eggy MacGibbon og hins dugmikla Tom Quayle sundr- aði heilu þorpi. Þessi meiriháttar myndaflokkurfjallar um átök, ástirog hatur. í aðalhlutverkum eru Gordon Jackson og Keith Michell. Hér sýna þessir fráþæru leikararsinn besta leik sem andstæð- ingar í harðri baráttu og er leikur þeirra hér ógleymanlegur. GORDON jACKSON KEITH MICHELL j Wilh T<»m Jcnnings, Cathcrine McClemcnts, Christophcr Cummins und Chris Plummcr. ÍSLENSKUR TEXTI AST SUNDiíACI HjSSu !S!rajR KElMlHjtTTAH XSTHAtSKUH MYWJATU«K!:íí k TVSUIOa SPðlUK"líHKa' Myndaþátturinn er byggður á metsölubók James Áldridge. Einkaréttur og dreifing: Arnar-video, sími 82128.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.