Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 55 Ragnar lagði inn beiðni um skipti yf ir í Fram RAGNAR Margeirsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, hefur lagt inn beiðni hjá KSÍ um fólaga- skipti yfir í Fram. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu KSÍ í gær og jafnframt að hann verði lög- legur með íslandsmeisturunum 30. maí. Um tíma hefur allt verið á huldu um framtíð Ragnars hjá belgíska félaginu Waterschei. Ekki hefur verið gengið frá framlengingu samningsins og 30. apríl lagði hann inn beiðnina um félagaskipt- in. Hann verður því löglegur með Fram í öðrum leik íslandsmótsins gegn ÍA á Skaganum, en Framarar leika gegn Þór í fyrstu umferð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Ragnar áhuga á að leika áfram í Belgíu næsta keppn- istímabil fái hann tilboð, en að öllu óbreyttu mun hann leika með Fram í sumar. Ekki náðist í Ragnar í gær. „Meistaratitillinn er mér meira virði en markakóngstitillinn" HÁVÆRAR raddir hafa verið uppi um að Arnór Guðjohnsen knatt- spyrnumaður væri á förum frá Anderlecht. „Ég hef verið að lesa um það í blöðunum hér að Uto Lattek hefði áhuga á að fá mig til Kölnar næsta keppnistímabil. En þeir hafa ekki gert mér neitt AÐALBJÖRN Björnsson verður þjálfari Einherja f 2. deild f knatt- spyrnu á komandi keppnistíma- bili. Aðalbjörn hefur séð um æfingarnar í vetur, en Njáll Eiðs- Oxford slapp OXFORD vann Luton 3:2 á úti- velli í 1. deild ensku knattspyrn- unnar í gærkvöldi og bjargaði sór þar með frá falli og Wimbledon vann Chelsea 2:1. Þá tapaði Old- ham 2:0 fyrir Shrewsbury í 2. deild,sem gerir það verkum að Portsmouth leikur f 1. deild næsta ár eftir 28 ára fjarveru. I þýsku Bundesligunni var einn leikur. Stuttgart vann Blau-Weiss Berlin á útivelli 2:0. formlegt tilboð enn,“ sagði Arnór Guðjohnsen f samtali við Morg- unblaðið f gærkvöldi. „Eins og málin standa í dag er ég í viðræðum við Anderlecht. Þeir hafa mikin áhuga á að halda mér. Ég hef heyrt að þeir vilji fá son, sem þjálfaði liðið f fyrra, hefur gengið til liðs við Val f 1. deild. Aðalbjörn, sem er 32 ára, hefur leikið með Einherja síðan 1974 og þjálfað yngri flokka félagsins af og til síðan. Þá hefur hann séð um knattspyrnunámskeið á Vopna- firði, en ekki þjálfað meistaraflokk fyrr. Einherji var í toppbaráttu 2. deildar í fyrra lengi vel, en missti flugið undir lokin og hafnaði í 5. sæti. „Þetta verður vafalaust erfitt hjá okkur. Njáll var miklivægur hlekkur í liðinu í fyrra og auk hans eru nokkrir fastamenn undanfarinna ára hættir. En við höfum líka feng- ið nýja menn og vonum það besta,“ sagði Aðalbjörn í samtali við Morgunblaðið í gær. 75 til 100 milljónir íslenskar krónur fyrir mig og það eru miklir pening- ar og ekki á færi nema fjársterkra liða á Ítalíu eða Spáni," sagði Ar- nór. Hann sagðist vera ánægður hjá Anderlecht. „Ég hef nú verið hér í 9 ár og það væri kannski gaman að komast að hjá einhverju góðu liði utan Belgíu. En þetta er alit í athugun núna og skýrist á næst- unni, en samningur minn við Anderlecht rennur út 30 júní." - Er ekki allt útlit fyrir aó þú verður belgfskur meistari og jafn- vel markakóngur deildarinnar? „Við ættum að verða meistarar samkvæmt öllum kokkabókum. En það er mikil þreyta í leikmönnum og vonandi að við höldum þetta út síðustu fjórar umferðirnar. Hvað varðar markakóngstitilinn, hef ég tveggja marka forskot og það get- ur allt skeð enn. Það er mér mikilvægara að verða belgískur meistari en markakóngur." Arnór hefur gert 17 mörk og hefur aldrei skorað eins mörg mörk á einu keppnistímabili, enda ekki leikið svo framalega áður. „Ég hef fengið að leika mjög frjálst í sókninni og nýtt mér það," sagði Arnór. Aðalbjörn með Einherja Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson e Jón Grétar Jónsson stekkur hærra en Ásbjörn Björnsson og Loftur Ólafsson og skorar fyrsta mark Vals með skalla. Stefán Arnarson f markinu kemur engum vörnum við. Einstefna hjá Val gegn KR VALUR kafsigldi KR f undanúrslit- um Reykjavfkurmótsins f gær- kvöldi og vann 4:0 eftir að hafa skorað þrjú mörk f fyrri hálfleik. Jón Grétar Jónsson skoraði fyrsta markið á 8. mínútu eftir sendingu frá Ingvari Guðmunds- syni. Magni Pétursson skoraði næstu tvö fyrir hlé, það fyrra með þrumuskoti utan úr teig og það seinna með skalla á síðustu mínútu hálfleiksins. Þá fengu Vals- menn dæmda aukaspyrnu, tóku hana strax og KR-ingar áttuðu sig ekki fyrr en boltinn lá í netinu. Ing- var Guðmundsson átti síðasta orðið fimmtán mínútum fyrir leiks- lok — skot af góðu færi, boltinn í slá og inn. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og var hvergi veikur hlekkur í liðinu. Mörkin voru öll stórglæsl- leg og hefðu þess vegna getað orðið fleiri. KR-ingar voru mjög daufir og einkum voru varnar- mennirnir illa á verði. Tæplega átta hundruð áhorf- endur voru á leiknum. laugarásbið Simi 32075 LITAÐUR LAGANEMI Ný eldfjörug bandarísk gamanmynd um ungan, hvítan laganema. Það kemur babb í bátinn þegar karl faðir hans neitar að borga skólagjöldin og eini skólastyrkurinn sem hann get- ur fengið er ætlaður svörtum illa stæðum nemendum. Aðalhlutverk: C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong og Arye Gross. Leikstjóri: Steve Miner. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. rvi v rorvi Nýr ástralskur úrvalsmynda- flokkur á tveimur spólum kominn á myndbandaleigur. Ástarsamband hinn- ar myndarlegu P'eggy MacGibbon og hins dugmikla Tom Quayle sundr- aði heilu þorpi. Þessi meiriháttar myndaflokkurfjallar um átök, ástirog hatur. í aðalhlutverkum eru Gordon Jackson og Keith Michell. Hér sýna þessir fráþæru leikararsinn besta leik sem andstæð- ingar í harðri baráttu og er leikur þeirra hér ógleymanlegur. GORDON jACKSON KEITH MICHELL j Wilh T<»m Jcnnings, Cathcrine McClemcnts, Christophcr Cummins und Chris Plummcr. ÍSLENSKUR TEXTI AST SUNDiíACI HjSSu !S!rajR KElMlHjtTTAH XSTHAtSKUH MYWJATU«K!:íí k TVSUIOa SPðlUK"líHKa' Myndaþátturinn er byggður á metsölubók James Áldridge. Einkaréttur og dreifing: Arnar-video, sími 82128.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.