Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 19
19
átklúbba og nefnist Junior Chamber
Borg. Umræðuefnið var „frjáls út-
varpsrekstur" og andmælandi minn
Ólafur nokkur Hauksson sem held-
ur úti sérkennilegu kynóratímariti
undir heitinu „Samúel". Hóf hann
mál sitt við góðar undirtektir fund-
armanna með því að benda á mig
og geta þess sjálfumglaður, að hér
gæti að líta síðasta geirfuglinn,
mann sem væri andvígur „frjálsum
útvarpsrekstri". Fór hann síðan hin-
um háðulegustu orðum um Ríkisút-
varpið og kvað tíma til kominn að
kveða það niður með frjálsri sam-
keppni. En viti menn: tveimur árum
síðar er þessi sami Ólafur orðinn
þáttagerðarmaður hjá stofnun sem
hann vildi feiga! Geðklofi eða hvað?
Framandi hugarheimur
í viðtali við Sigrúnu Stefáns-
dóttur fréttamann sjónvarps í
Morgunblaðinu 1. mars sl. kemst
hún m.a. svo að orði: „Sú var tíðin
að ég var stolt af okkar dagskrá í
útvarpi og sjónvarpi fyrir menning-
arlega viðleitni, en ég er það ekki
lengur þegar sumar nýju stöðvanna
láta ljós sitt skína. Mér finnst þetta
vera litlar amerískar stöðvar í lé-
legri stælingu."
Það sem ískyggilegast er við fjöl-
miðlaþróun á Islandi er sú ríka
tilhneiging að Ieita einkum fyrir-
mynda í Bandaríkjunum, sem eru
verst á vegi stödd allra vestrænna
ríkja í fjölmiðlamálum. Um leið er
sem óðast verið að skera á böndin
við Evrópu og þá ekki síst Norður-
lönd, þarsem liggur miklu beinna
við að leita leiðsagnar og fyrir-
mynda. Þetta tel ég vera menning-
arslys sem eigi eftir að koma okkur
hastarlega í koll þegar fram líða
stundir, ef við á annað borð berum
gæfu til að lifa af fjölmiðlafárið sem
sérstök og sjálfstæð þjóð.
Það er af ýmsum talið lítilsvert
atriði, að um og yfir 70% af kvik-
myndum, framhaldsþáttum og
skemmtiefni ríkissjónvarpsins
koma frá Bretlandi og Bandaríkjun-
um og 90—100% hjá Stöð 2. Þessi
sterku og einhliða engilsaxnesku
áhrif hljóta að draga dilk á eftir
sér, og má raunar þegar sjá þess
ótvíræð merki. Þegar böm og ungl-
ingar lifa meira og minna í framandi
menningarheimi íjarskyldra þjóða,
skilur það vitanlega eftir djúp spor
í hugarheimi þeirra, og hefur verið
áþreifanlega sannað í fjölmörgum
könnunum bæði hérlendis og er-
lendis. Það var til dæmis eftirtekt-
arvert í spurningakeppni fram-
haldsskóla á dögunum, hve slakir
nemendurnir voru í spumingum
sem lutu að innlendum efnum borið
saman við frammistöðu þeirra varð-
andi erlend efni. Þetta kann að
þykja lítilvægt, en er að mínu mati
skýlaus vísbending um að hugar-
heimur barna og unglinga (og
raunar margra fullorðinna líka) er
æ minna tengdur íslenskum veru-
leik í fortíð og samtíð.
Viðbrögð við
gervihnattasj ónvarpi
Því er haldið fram með nokkmm
rétti, að tilkoma sjónvarpssendinga
um gervihnetti geri okkur ber-
skjaldaða gagnvart erlendum
áhrifum, og því hafi „frjálst sjón-
varp“ verið rökrétt viðbrögð við
aðsteðjandi vanda. Sú kenning héldi
að öllum líkindum vatni, ef „frjálst
sjónvarp" hefði orðið til að efla inn-
lenda dagskrárgerð og menningar-
viðleitni. Jón Óttar Ragnarsson
lofar bót og betrun og kveðst munu
vera kominn með öfluga innlenda
dagskrá á Stöð 2 að ári liðnu.
Óskandi að satt væri. Einsog málin
horfa við á líðandi stund virðist
hörð samkeppni um auglýsingar
hafa tvístrað þeim kröftum, sem
réttilega hefði átt að einbeita að
eflingu og fjölbreytni ríkissjón-
varpsins, og dregið mjög úr þeim
metnaði sem bráðnauðsynlegur er
til að koma einhveiju jákvæðu til
leiðar. Ég fæ ekki betur séð af
dagskrám beggja sjónvarpsstöða en
stefnt sé á lægsta samnefnara á
öllum sviðum, sem hlýtur fyrren
seinna að leiða af sér menningar-
lega skrælnun og þjóðlegt dauðadá.
Auðvitað vonar maður í lengstu lög
að Eyjólfur hressist, en þess sér
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987
hörmulega fá merki einsog í pottinn
er búið.
Eðlilegt andsvar við ásókn gervi-
hnattasjónvarps hefði vitaskuld átt
að vera sameiginlegt átak allra sem
vettlingi gátu valdið til að betrum-
bæta það ófullburða sjónvarp allra
landsmanna sem fyrir var. Sömu-
leiðis hefði átt að stemma stigu við
því að erlent efni úr einni og sömu
átt flæddi hömlulaust yfir landið.
Frakkar eru voldugri og áhrifa-
meiri menningarþjóð en Islending-
ar, enda margfalt Qölmennari.
Eiaðsíður sáu þeir fyrir löngu
ástæðu til að reisa skorður við inn-
rás erlendra menningarstrauma í
land sitt og settu reglur um að hlut-
fall engilsaxnesks efnis í sjónvarpi
mætti ekki vera hærra en 40%. A
sama tíma keppir ísland (Stöð 2)
við Singapore um hæsta hlutfall
slíks efnis í gervöllum heiminum.
Islensk kvikmyndagerð
og sjónvarpið
Á fyrstu kvikmyndahátíð Islend-
inga árið 1978 var þýski kvik-
myndasnillingurinn Wim Wenders
annar tveggja erlendra gesta og sat
í dómnefnd um innlenda verðlauna-
mynd hátíðarinnar. Við það tæki-
færi lét hann eftirfarandi orð falla:
„Ég vil mjög gjama leggja til við
þessa dómnefnd, sem og íslensk
stjómvöld og alla þá sem fást við
íslenska kvikmyndagerð eða láta
sig hana skipta, að þeir velti fyrir
sér færum leiðum til samstarfs
milli sjónvarpsins, innlendrar kvik-
myndagerðar og væntanlegs ríkis-
styrkjakerfis. Þessi þjóð er of
fámenn til að halda uppi sjónvarpi
og kvikmyndagerð í tvennu lagi.
Og ég veit af eigin reynslu, að jafn-
vel í landi einsog Þýskalandi gat
einungis sameiginlegt átak beggja
aðila stuðlað að vexti og tilveru
hinnar ungu þýsku kvikmyndagerð-
ar.“
nýju rásunum em oftar en ekki
höktandi og stamandi og ótrúlega
margir þeirra ofurseldir málglöpum
sem hefðu jaðrað við ósvinnu fyrir
svosem tveimur áratugum. Haldin
em málþing til að ræða varðveislu
tungunnar, sem vissulega er góðra
gjalda vert, en hætt er við að þvílíkt
málskraf komi fyrir lítið meðan á
þjóðinni dynja dag eftir dag ambög-
ur og málleysur sem fá hárin til
að rísa á höfði manns. Og iðulega
em þessar kræsingar framreiddar
af yfírlæti og sjálfumgleði fólks sem
veit sig vita betur en aðrir!
ítalski kvikmyndameistarinn
Federico Fellini lét þess getið í
blaðaviðtali fyrir fáum ámm, að
fjölmiðlafólk væri hættulegasta fólk
í samtímanum sökum þeSs að það
væri hrokafullt, tilfinningasnautt,
illa menntað og umfram allt
ábyrgðarlaust: það stæði álengdar
og virti fyrir sér viðburði samtíð-
arinnar án þátttöku eða sam-
ábyrgðar, en vildi samt fá að ráða
ferðinni, hafa áhrif á jafnt almenn-
ing sem ráðamenn, láta alla dansa
eftir sinni pípu og horfa síðan kald-
rifjað og hluttekningarlaust á
framvindu sögunnar.
Hvort þessi lýsing á við íslenskt
fjölmiðlafólk skal ósagt látið, en
nýlegar umkvartanir stjómmála-
manna yfír ráðríki og yfírgangi
fréttamanna gætu bent í þá átt.
Hvað sem öðru líður eiga þeir
hvorki né mega verða ráðandi afl
í samfélaginu, einfaldlega vegna
þess að upphaflegt og eiginlegt
hlutverk þeirra er að skrá og skýra
viðburði líðandi stundar eins hlut-
lægt og þeim framast er unnt, en
kjörnum fulltrúum lýðsins er uppá-
lagt að móta stefnuna og bera fulla
ábyrgð á framvindunni. Þennan
greinarmun ber fjölmiðlafólki að
hafa í heiðri.
Höfundur er rithöfundur.
Hafnfirðingar fá full-
komna sjúkrabifreið
SLÖKKVILIÐ Hafn-
arfjarðar tekur bráð-
lega í notkun nýja
sjúkrabifreið, sem er
mjög fullkomin.
Bifreiðin er ný flutn-
ingabifreið af Mercedes
Benz gerð. í henni er
hátt til lofts og því auð-
velt fyrir lækna og
sjúkralið að athafna
sig. Bifreiðin verður
formlega tekin í notkun
á fimmtudag, en þang-
að til verður lokið við
að setja í hana ýmsan
búnað, til dænús
bílsíma og talstöð. Á
meðfylgjandi myndum
sést bifreiðin að utan
og einnig sést vel hve
rúmgóð hún er.
Þessi vinsamlega ábending
Wenders var hunsuð og þarmeð
misstu Íslendingar af gullnu tæki-
færi til að efla í senn kvikmynda-
gerð og innlent sjónvarp. Frá Ítalíu
er þá sorgarsögu að segja, að fyrir
allmörgum árum var sjónvarp þar
í landi gefið fijálst og leiddi til vit-
firringslegrar samkeppni óteljandi
sjónvarpsstöðva um ódýrasta af-
þreyingarefni, með þeim afleiðing-
um að ítölsk kvikmyndagerð var
bókstaflega lögð í rúst, og var hún
þó meðal þess sem ítölsk menning
gat verið stoltust af á áratugnum
eftir seinni heimsstyijöld.
Dæmi til áminningar og varnaðar
eru legíó, en mannskepnunni virðist
ætla að ganga afarbáglega að til-
einka sér þau sannindi, að margt
má læra af mistökum annarra ekki
síður en eigin afglöpum.
Að gera öllum til hæf is
Mér hefur orðið skrafdijúft um
sjónvarp í þessum pistli, enda af
nógu að taka, en kannski er við
hæfi að víkja í lokin að öllum hljóð-
varpsrásunum sem dag og nótt
keppa um hlustir landsmanna. Á
því var linnulaust hamrað í önd-
verðu, að gamla gufuradíóið væri
orðið svo þreytt og einhæft, að fá
þyrfti fleiri rásir til að auka fjöl-
breytni og helst gera öllum lands-
mönnum til hæfis. Allt þetta raus
reyndist þegar til kom lítið annað
en löður og skúm. Að gera öllum
til hæfis er að sjálfsögðu óvinnandi
verk. Hundrað rásir mundu langtí-
frá nægja til þess. Hitt er þó sýnu
dapurlegra, að fjölbreytnin hefur
síður en svo aukist, heldur einungis
magn þess afþreyingarefnis sem að
stórum hluta er sami grautur í sömu
skál. Hver rásin apar aðra og allt
verður ein allsheijar flatneskja með
síglamrandi poppi samfara þindar-
lausu blaðri, einsog gervöll þjóðin
sé á gelgjuskeiði og eigi sér enga
von um að komast til vits og ára.
Öll fjálglegu loforðin um ferskleik
og fjölbreytni eru týnd og tröllum
gefin, og eftir situr hnípin þjóð í
vanda undir síbylju sem er að æra
hana.
Þenslan í fjölmiðlabransanum
hefur einsog vænta mátti leitt til
þess, að hörgull er á hæfu starfs-
fólki, með þeim ömurlegu afleiðing-
um að þulir og þáttagerðarmenn á
Stórvlöbuiöur í Glaumbergi 8. og
9. mcú. Herman’s Hermits skemmtir
• Miðasala hóf st 1. mcá og veiður síðan alla
daga eftii kL 17. Simi 4040.
• ForcLrykkur, Sjávanéttarsalat, Reykt grisa-
lœri með öllu tiUieyrandi. - Verð kr.2.000.
• Tryggið ykkur miða og borð í tíma!
Morgunblaðið/Júlíus
★ ★ ★ ★ ★ ★
Herman’s Hermits
í Keflavík