Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 tryggð skilyrði fyrir áframhaldandi hagvexti og bættum lífslqorum. Sé fyrst litið til ytri skilyrða, eru engin merki þess, að framundan sé brestur í framleiðslu eða viðskipta- kjörum, þótt aðstæður séu hvergi nærri eins hagstæðar og á síðasta ári. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir 3 xh% aukningu lands- framleiðslu og 5% hækkun þjóðar- tekna á þessu ári, sem er talsvert meiri hagvöxtur en spáð er í svo til öllum iðnvæddum ríkjum. Rétt er þó að hafa í huga, að óvissan um gengisþróun dollarans og olíu- verðlag valda því að fremur er hætt við, að þessar spár reynist í bjartsýnna lagi en hið gagnstæða. Merki um vaxandi jafnvægisleysi En þessar tiltölulega hagstæðu horfur um þróun þjóðartekna er aðeins önnur hlið málsins. Sé á hinn bóginn litið til þróunar þjóðarút- gjalda virðist ljóst, að vöxtur þeirra stefni að öllu óbreyttu verulega umfram hækkun þjóðartekna, sem mundi þýða umtalsverðan við- skiptahalla við útlönd. Aukinni eftirspum hefur ennfremur fylgt spenna á vinnumarkaði, jafnframt því sem átök um launahlutföll á milli stétta og starfshópa hafa graf- ið undan þeirri samræmingu í launastefnu, sem náðist á síðasta ári. Allt eru þetta merki um vax- andi jafnvægisleysi í þjóðarbú- skapnum, sem á skömmum tíma gæti eyðilagt árangur undanfarinna ára, ef ekki tekst að marka að nýju sterka og samræmda stefnu í efna- hagsmálum. Er ástæða til þess að íjalla hér um nokkra þætti á sviði fjármála og peningamála, sem miklu munu ráða um árangur slíkrar stefnu. Enginn vafi leikur á því, að þensluáhrifin að undanfömu hafa fyrst og fremst sprottið af greiðslu- halla ríkissjóðs og erlendum lántök- um fjárfestingarlánasjóða og fyrirtækja. Einnig hefur útlána- aukning bankanna undanfama mánuði vakið ugg um þensluhættur úr þeirri átt. Af þessu þrennu er ríkissjóðshallinn bæði afdrifaríkast- ur og örðugastur við að etja. í velferðarríkjum nútímans em um- svif ríkisins að stærstum hluta tengd félagslegum útgjöldum, sem hafa þann tilgang að jafna aðstöðu manna og hafa áhrif á tekjuskipt- inguna milli einstakra þjóðfélags- hópa. Sömu sjónarmið ráða einnig miklu um uppbyggingu skattkerfis- ins og dreifingu skattbyrðar á einstaklinga og fyrirtæki. Það skyldi því engan undra, þótt erfitt sé að breyta útgjöldum eða skatt- heimtu ríkisins í þá átt að draga verulega úr ríkissjóðshallanum, þar sem slíkt verður trauðla gert nema með breytingum á tekjuskipting- unni í þjóðfélaginu. Þar að auki er reynslan sú, að flestar aðgerðir í ríkisfjármálum, nema helzt hækkun óbeinna skatta, séu seinvirkar bæði í framkvæmd og að áhrifum. Það mun því reynast erfitt, jafnvel þótt stjómmálalegur vilji sé fyrir hendi, að koma í veg fyrir mjög verulegan halla á ríkisbúskapnum á þessu ári, enda hafa launahækkanir um- fram forsendur fjárlaga þegar bætt stórum fjárhæðum við þann halla, sem þar var reiknað með. Að svo miklu leyti, sem ekki reynist unnt að draga úr hallanum, en það hlýt- ur að vera forgangsverkefnið, er því ekki annarra kosta völ en leita leiða til að fjármagna hann með þeim hætti, sem minnst áhrif hafi til aukinnar peningaþenslu. Því ber að leggja megináherzlu á fláröflun á innlendum lánamarkaði, og þá einkum sölu verðbréfa til langs tíma, en forðast aftur á móti bæði skuldasöfnun í Seðlabankanum og erlendar Iántökur. Kapp lagt á innlenda fjármögnun Mikið kapp var á það lagt á síðasta ári að auka innlenda flár- mögnun ríkissjóðs bæði með útgáfu spariskírteina og verðbréfasölu til innlánsstofnana, eins og ég hef þegar rakið. Ennþá meiri þörf er á því, að árangur náist í þessu efni nú í ár, ef forðast á þensluáhrif af auknum halla ríkissjóðs. í þessu skyni hefur þegar verið gert sam- komulag við innlánsstofnanir um allt að 1.650 millj. kr. lánveitingar til ríkissjóðs, sem verða að nokkrum hluta f formi beinna verðbréfa- kaupa, en að öðru leyti með kaupum á ríkisvíxlum og spariskírteinum, sem út verða gefin á árinu. í sam- bandi við nýjar reglur um lausafjár- hlutfall innlánsstofnana, sem gildi tóku 1. marz sl., fengu innláns- stofnanir í hendur 1.450 millj. kr. af ríkisvíxlum á móti samsvarandi lækkun bundins §ár í Seðlabankan- um. Er í framhaldi af því ætlunin að koma á almennum viðskiptum með ríkisvíxla, sem bæði geta gegnt hlutverki sem skammtímabréf á peningamarkaðnum og fjáröflunar- leið fyrir ríkissjóð. Takist að mynda opinn og starfhæfan markað ríkis- víxla, mundu vextir á honum verða ein mikilvægasta vísbendingin um þróun peningamarkaðsins í heild. Varðandi þriðja og mikilvægasta þáttinn i innlendri fjáröflun ríkis- sjóðs, útgáfu spariskírteina, er staðan enn ófullnægjandi. Almenn sala spariskírteina hefur til þessa numið innan við 200 millj. kr. af 1.500 milljónumr, sem ætlunin er að selja á árinu. Er óhjákvæmilegt, að vextir af spariskírteinum verði hækkaðir að nýju, en þeir eru nú hæstir 6 xh%, þannig að tryggð verði sala þessara bréfa. Hefur ver- ið ljóst um nokkurt skeið, að ávöxtun spariskírteina hefur verið fyrir neðan gildandi markaðsvexti, t.d. á Verðbréfaþingi, og er ekki að vænta aukinnar sölu, nema því sé breytt. Jafnframt verða menn að horfast í augu við það, að sú nauðsyn að fjármagna sem allra mest af lánsflárþörf ríkissjóðs inn- anlands, hlýtur að hafa áhrif til hækkunar á raunvexti á öllum láns- ijármarkaðnum. En aðrir þættir lánsfjármála þurfa vissulega einnig aðgæzlu við. Þótt breytingar í átt til opnari markaðs og fijálsari vaxta hafi þegar leitt til mjög aukins framboðs á innlendu lánsfé og betri þjónustu lánastofnana við atvinnuvegina, er enn margt óunnið til að tryggja betra skipulag og heilbrigðari rekst- ur lánakerfisins í heild. Við núver- andi aðstæður er þó brýnast að huga að þeim þáttum, sem áhrif geta haft á þróun eftirspumar og efnahagslegt jafnvægi á næstunni. Frá því sjónarmiði er mjög mikil- vægt, að útlánaaukningu bankanna verði haldið innan hóflegra marka, en innlánsstofnanir taki jafnframt þátt í fjármögnun ríkissjóðs og ann- arra opinberra aðila, eins og að hefur verið stefnt, þannig að erlend- um lántökum þeirra verði haldið í lágmarki. Hinar nýju reglur um lausafjármörk samfara lækkun bindingar hafa gefið innlánsstofn- unum meiri sveigjanleika í starf- semi sinni, jafnframt því sem vaxtaákvarðanir eru nú á þeirra valdi. Ríka áherzlu verður því að leggja á, að þær standi við þær kröfur um lausafjárstöðu, sem til þeirra eru gerðar, og taki með eðli- legum hætti þátt í fjármögnum opinbera geirans með kaupum verð- bréfa og ríkisvíxla. Einnig þurfa innlánsstofnanir nú að sýna aukna aðgæzlu í allri útlánastarfsemi sinni, þar sem áhættan í banka- rekstri hefur verulega aukizt með hækkun raunvaxta á undanförnum árum. Erlendar lántökur Loks er ástæða til að víkja fáein- um orðum að þeim reglum, sem í gildi eru um erlendar lántökur. Til- lögur liggja nú fyrir um verulega rýmkun á reglum um aðgang fyrir- tækja að erlendum lánum, þegar hvorki er um ríkisábyrgð né banka- ábyrgð að ræða, enda felst í núgildandi reglum veruleg mismun- um milli fyrirtækja og atvinnu- greina. Á hinn bóginn er ljóst, að skilyrði aukins frjálsræðis í þessu efni, svo æskilegt sem það í sjálfu sér er, hlýtur að vera, að jafnframt sé dregið úr milligöngu ríkisins og ríkistryggðra Qárfestingarlána- sjóða og banka um lántökur erlend- is. Ella er hætt við því, að afleiðingin verði enn aukin skulda- söfnun, sem ganga mundi þvert á nauðsyn aukins aðhalds um þróun eftirspumar. Markmiðin í þessum efnum ættu að vera skýr. Með auknu frjálsræði og markaðsbúskap hljóta að fylgja kröfur um það, að fyrirtæki og fjármálastofnanir séu reknar á ábyrgð eigenda sinna einna, en njóti ekki ábyrgðar ríkis- ins beint eða óbeint varðandi lánsijáröflun. Að flýta sér hægt Ég er nú kominn að lokum þessa máls, þar sem ég hef aðeins getað fjallað um fátt eitt af því, sem vert væri í stöðu efnahagsmála í dag. Ekki leikur á tveim tungum, að hagur íslendinga stendur nú með miklum blóma. Afkoma atvinnu- vega og alls almennings hefur farið ört batnandi, og aukin Qölbreytni og athafnaþrá setur svip sinn á allt atvinnulíf landsmanna. Á meðan flestar iðnvæddar þjóðir beijast við sálardrepandi atvinnuleysi og sam- drátt gamalla undirstöðuatvinnu- greina, er meginvandi íslendinga mikil eftirspum eftir vinnuafli, jafn- vel of mikil vinna. Má ekki draga af þessu þá ályktun, að farsælla gæti verið að flýta sér hægar og gera ekki meiri kröfur í þjóðarbúið en það fær undir risið? vilja flækjast um og skemmta sér. Jakob sagði í samtali við Morgun- blaðið að lagið væri mjög svo óvenjulegt Eurovisio_n-lag, en aðal- atriðið hjá þeim ísraelsmönnum hefði verið að gera eitthvað öðru- vísi að þessu sinni. „Síðustu árin höfum við tekið keppnina mjög al- varlega, verið með dansara á sviðinu og ýfirleitt komið vel út,“ sagði hann. „Lagið okkar nú á fyrst og fremst að vera fyndið og laglín- una geta allir sungið með, hún gengur út á trallala og húlla-húlla. Annaðhvort fellur dómnefndin fyrir okkur eða við lendum aftast á mer- inni. Það má líkja keppninni við fjárhættuspil, maður leggur allt undir og síðan kemur það bara í ljós hvort tapið verður mikið eða sigurinn stór.“ Kostnaður við keppnina hefur farið langt fram út áætlun, sem hljóðaði upp á litlar 160 milljónir króna. Kostnaður er nú 260 milljón- ir króna og er talið að hann geti farið upp í 400 milljónir þegar keppnin er afstaðin. Mikið hefur verið gert til að kynna keppnina og var til dæmis 140 erlendum blaðamönnum boðið í fimm daga ferð til Brussel í síðustu viku. Vinningaraf- hentirí Ferðalottói Á SUNNUDAG var dregið í beinni útsendingu á rás 2 um stórvinning Ferðalottós Sam- vinnuferða-Landsýnar, Úrvals og Útsýnar, sem ferðaskrifstof- urnar stóðu fyrir á sýningunni Sumarið ’87 í Laugardalshöll. Stórvinningurinn var flugferð fyrir tvo umhverfís hnöttinn í boði skrifstofanna þriggja, Flug- leiða og _SAS. Sú heppna reyndist vera Ástbjörg Erlendsdóttir, Gaukshólum 2 í Reykjavík. Um leið voru afhentir sex ferðavinningar, sem dregnir höfðu verið út á meðan á sýningunni stóð. Söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna: Enskir veðbankar spá Islandi finunta sæti Brussel, frá Jóhönnu Ingvarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKU keppendurnir, þátt taka i Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, áttu fri í gær en æfingar hefjast aftur hjá þeim f dag í Parc des Ex- position-tónleikahöllinni í Bruss- el. Skipuleggjendur keppninnar hér í Brussel fengu höllina, sem hingað til hefur verið notuð sem sýningarhúsnæði, afhenta fyrir þremur vikum og hafa þeir því þurft að hafa hraðar hendur við að útbúa hana sem tónleikahöll fyrir svo stóra söngvakeppni. íslenska_ söngkonan, Halla Margrét Ámadóttir, hefur verið nefnd í fjölmiðlum „ljóshærða blá- eygða prinsessan frá íslandi" og hafa veðbankar í Englandi nú þegar spáð henni fimmta sætinu í keppn- inni. Þegar Valgeir Guðjónsson fékk fréttimar sagðist hann ömgg- lega stefna áfram að fímmtánda sætinu, þar sem ensku veðbankam- ir hefðu spáð íslendingum sjötta sætinu í fyrra, en þeir höfnuðu þá í því sextánda. Búið er að gefa út hljómplötu með Iagi Valgeirs, Hægt og hljótt, á öllum Norðurlöndunum og á mánudaginn kemur það út í Belgíu og Hollandi. Jón Ólafsson, hljóm- plötuútgefandi Skífunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að kostn- aður við slíka keppni væri mikill og hann hefði að mestu lent á Skífunni og á sjálfum höfundi lags- ins. Ýmis fyrirtæki hefðu styrkt keppnina, en markaðurinn á íslandi væri ekkert líkur því sem gerðist annars staðar, næði lagið inn í efstu sætin. Jón sagði að Flugleiðir, Út- flutningsráð, Ferðamálaráð, Iðnað- arbankinn, Glitnir hf., utanríkis- ráðuneytið og fleiri hefðu styrkt undirbúning keppninnar, en þó vantaði nokkuð á ef vel ætti að vera. Hann sagði að Einar Bene- diktsson, sendiherra í Brussel, ásamt starfsliði, hefði veitt dyggan stuðning og á fimmtudag heldur Skífan blaðamannafund með aðstoð Flugleiða og Ferðamálaráðs, þar sem íslensku listamennimir verða kynntir. Eftir fundinn býður íslenska sendiráðið til móttöku. Þá hefur Skífan látið útbúa veggmynd- ir og kynningarbæklinga með litmyndum af söngkonunni, þar sem hún þykir sóma sér vel. í gær var keppendum boðið á veðreiðar í Grænadal, sem er rétt utan við Brussel. Alls kepptu 22 hestar og knapar, hver sem fulltrúi þeirra 22ja þjóða sem þátt taka í söngvakeppninni. Mikill fögnuður greip um sig á meðal íslendinganna þegar fulltrúi íslands sigraði í fyrri umferð. Blaðaljósmyndarar flykkt- ust um Höllu Margréti og tekin voru sjónvarpsviðtöl við hana eftir sigur „íslenska" hestsins í kappreið- unum. Fáar sögur fara hins vegar af seinni umferðinni, enda var það mál manna að fulltrúi íslands hefði ekki verið búinn að ná sér eftir þá fyrri. Tyrkneska sendiráðið í Bruss- el bauð öllum keppendum til móttöku í gær og um kvöldið fór hópurinn á skemmtistað, þar sem boðið var upp á þriggja tíma skemmtiatriði. Ólöf Einarsdóttir, eiginkona Am- órs Guðjohnsen, er fararstjóri hjá íslenska hópnum. Hún hefur notið mikilla vinsælda á meðal blaða- og fréttamanna og hafa birst við hana viðtöl í ýmsum blöðum. Þá kom hún einnig fram í flæmskumælandi sjónvarpsstöðinni hér í Bmssel í gærkvöldi. Eitt dagblaðið sagði að nú væri loksins komið að fótbolta- hetjunni að verða grasekkill heima, á meðan_ konan hans hefði ærinn starfa. Ólöf sagðist ekkert geta spáð um niðurstöður keppninnar, hins vegar væri ljóst að Halla Margrét yrði landi sínu til sóma. „íslendingar mega vera stoltir af henni, hún er bæði falleg og kemur vel fram og ég er viss um að ísland á eftir að velqa mikla athygli," sagði Ólöf. íslensku keppendumir búa á Hótel Ramada ásamt keppnisliði Israel, en það er talið eiga góða von um einhver af efstu sætunum, ásamt ímm, Þjóðveijum og jafnvel Dönum. Vel hefur farið á með sendinefndum beggja þjóða og segj- ast ísraelar hafa komið í keppnina að þessu sinni til að hafa gaman af henni, en geymt sparifötin heima. Jakob Oshrat, sem nú er hljómsveit- arstjóri ísraela, stjómaði jafnframt hljómsveitinni þegar þeir sigmðu árið 1979 með laginu Halleluja og einnig árið 1985 þegar ísrael varð í fjórða sæti með lagið Ole, ole. Framlag þeirra nú er lagið Lazy Bums og íjallar um tvo letingja, sem Vinningshafar og fulltrúar ferðaskrifstofanna þriggja þegar vinningamir voru afhentir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.